Alþýðublaðið - 25.08.1972, Side 9

Alþýðublaðið - 25.08.1972, Side 9
ÍÞRÓTTIR 1 SAUTJAN UNGMENNI TIL NOREGS Snemma á þessu sumri bauð . norska iþróttasambandið I.S.Í. að senda 18 ungmenni og 2 farar- stjóra til þátttöku i norrænum æskulýðsbúðum i landbúnaðar- skólanum i As, sem er i nágrenni Oslo. Stjórn Í.S.t. bauð tþrótta- bandalagi Eeykjavikur að njóta boðs þessa og var 9 iþróttafélög- um i Reykjavik gefinn kostur á að senda tvo þátttakendur hvert. Flest þeirra tóku boðinu og voru ferðirnar yfirleitt notaðar sem verðlaun. Farið var frá Reykjavik 7. júli og komið aftur 15. júli. t.S.I. og t.B.R. styrktu þátttakendur um ca. 2/3 af fargjaldinu. Fararstjórar voru hjónin Krist jana Jónsdóttir og Stefán Krist- jánsson, iþróttafulltrúi Reykja- vikurborgar. Þátttakendur voru 17 frá þess- um félögum: Ármanni, Fram, Fyíki, I.R., K.R. og Ægi. Aldur þeirra var 16, 17, og 18 ár. Frú Kristjana Jónsdóttir skýrði nánar frá þessari ferð á blaða- mannafundi IBR, og rómaði hún mjög framkomu islenzku þátttak- endanna. Þess má geta, að svo getur far- ið að tsland haldi slikt mót eftir tvö ár, og þá væntanlega á Laug- arvatni. NÝSTÁRLEGT KAPPSUND ILAUGUNUM Sunnudaginn 27. ágúst er hug- myndin að efna til boösunds- keppni i Laugardalslauginni milli sundstaðanna i borginni. Verður keppt i þremur aldursflokkum, 10-14 ára, 25-35 ára og 40 ára og cldri. i hverri sveit geta verið jafnt karlar sem konur, en keppnisfólk fær ekki að taka þátt. Munu forráðamenn sundstað- anna velja þátttakendur, en Sundráð Reykjavikur mun annast stjórn og framkvæmd keppn- innar. 1 hverjum flokki verður 10 manna sveit, og keppendur þvi 30 frá hverjum sundstað. Keppendur verða þvi 90 i allt. Liðin verða hlönduö. bæði karlar og konur, og hver keppandi syndir 50 metra. Keppnin liefst klukkan 10 f.h. EYJAMENN KAFSIGLDU KR - UNNU 4:0 f GÆRKVOLDI Eyjamenn kafsigldu KR-inga gjörsamlega á Laugardalsvellin- um i gærkvöldi. Hinum marg- frestaða leik liðanna tókst þá loks að ljúka, og lokatölurnar urðu 4:0. Kyjamönnum i hag. Stefna þeirnú harðbyri upp töfluna eftir slæma byrjun og geta orðið Krömurum skeinuhættir ef þeir siðarnefndu slaka eitthvað á í lok- in. Aftur á móti eru KU-ingar enn i fallhættu eftir tvo tapleiki i röð, með 8 stig, og 11 lciki. Það voru einkum fram- linumenn Eyjamanna, sem sáu um sigurinn i gærkvöldi. Þeir voru sifellt ógnandi vörn KR, en aftur á móti mátti framlina KR sin litið gegn vörn ÍBV, þrátt fyrir að KR-ingar væru löngum með boltann. Það var einkum áberandi i fyrri hálfleik. KR-ingar voru þá miklu meira með boltann. en tókst ekki að koma holtanum i netið, og áttu varla hættuiegt tækifæri. Hins vegar áttu Eyjamenn nokkrar leiftursóknir, og við þær réð KR-vörnin Iitið, einkum var hún veik fyrir vinstra megin. Skoraði ÍBV þrjú mörk á þann liátt i fyrri hálfleiknum. Það fyrsta kom á 6. minútu, þegar Tómas Rálsson brunaði upp miðjuna. í stað þess að loka leiðina að markinu, opnaði vörnin glufu fyrir Tómas, og skot hans hafnaði i netinu án þess að Magnús fengi varið. Á 40. ininútu var Tómas enn á feröinni upp miðjuna, og skot lians hafnaði i markinu þrátt fyrir heiðarlega tilraun Magnúsar til varnar. Þriðja markið kom fjór- um minútum siðar, Örn komst upp liægra megin og gaf knöttinn fyrir markið. Magnús liljóp vit- luust út og Ilaraldi Júliussyni bregst aldrei bogalistin þegar hann fær boltann i haushæð. 3:0. Seinni hálfleikur var jafnari, en cins og i þeim fyrri áttu Eyja- nienn miklu hættulegri tækifæri. Þannig átti til dæmis öskar Valtýsson tvö þrumuskot sem sleiktu stengurnar, en i þriðju tilraun tókst honum betur upp. Það var á 81. minútu sem bolt- inn barst fram miðjuna til Asgeirs. Hann náði að leika á Arna Steinsson, gefa boltann inn á öskar sem afgreiddi hann örugglega i netið framhjá Magnúsi. Þannig endaöi leikurinn 4:0. Eyjaliðið er greinilega i mikl- um ham um þessar mundir, og enginn veit hvar það stæði ef sigurganga þess liefði byrjað fyrr. Kkkert lið hefur á að skipa eins góðri framlinu, Tómas, Asgeir og <>rn, allt eru þetta óútreiknanlegir menn. Þá átti Arsa-ll markvörður einnig skinandi leik, og reyndar liðið i lieild. KR-liðið var eitthvað miður sin i leiknum, lét Kyjamenn hafa bet- ur i nær öllum návigum. sem er ólikt KR-ingum. i liði KR var Árni Steinsson einna beztur. ÍBV hefur nú fengið 12 stig úr 10 leikjum. en Kram er nieð 16 stig úr 10 leikjum. Tómas Hálsson er nú oröinn markhæstur i 1. deild með 11 iniirk, og ÍBV hefur skorað flest miirk allra liðanna, 27 tals- ins. — SS. Skuldlaus eign ÍBR nam rúmum 10 milljónum um síðustu áramót Stjórn iþrótta bandalags Reykjavikur hélt fund með blaða- mönnum fyrir skömmu. Skýrði stjórnin það helzta sem iBR er með á döfinni um þessar mundir.i fréttatilkynningu um aðalfund ÍBR kom fram, að skuldlaus eign bandalagsins um siðustu áramót nam rúmlega 10 milljónum króna. F'ramtiðarverkefni IBR er bygging fþróttamiðstöðvar að Reykjanesi i Grimsnesi, en þar hefur IBR keyptmikið landrými, eins og fram kom i fréttum hér á iþróttasiðunni i fyrra. Liggja fyr- ir teikningar að svæðinu, en talið er að framkvæmdum verði ekki lokið fyrr en eftir 8—10 ár. Þá er ÍBR aðili að viðbótar- skrifstofubyggingu sem nú er verið að byrja á i Laugardal, og IBR á 8% hlut i Laugardalshöll- inni. Arsþing IBR var haldið dagana 3. og 20.júni i húsi Slysavarnarfé- lagsins. Við setningu þingsins minntist formaður bandalagsins, Úlfar Þórðarson, samstarfsmanna og forystumanna, sem fallið hafa frá á árinu, Haraldar Jóhannesson- ar, Kristjáns L. Gestssonar, Steindórs Björnssonar, Þorgeirs Sigurðssonar og Jóns Guðjóns- sonar. Þingið sátu 76 fulltrúar. Þing- forseti var kosinn Einar Sæ- mundsson og þingritari Sveinn Björnsson. Úlfar Þórðarson, formaður bandalagsins, flutti ársskýrslu framkvæmdastjórnar fyrir árin 1970 og 1971, og kemur þar fram, að innan bandalagsins eru 25 iþróttafélög með 13.471 félags- menn. Sæmundur Gislason, gjaldkeri | bandalagsins, gaf yfirlit yfir reikninga þess og sérsjóða. Skuldlaus eign nam um s.l. ára- mót kr. 10.140.000.00. Á þinginu voru þrir forystu- menn úr Eeykjavikurfélögunum heiðraðir fyrir langt og mikið starf: Arni Árnason, form. H.K.R.R., Gunnar Már Pétursson, form. Vikings. Haraldur Gislason, ritari K.R.R. Úlfar Þórðarson, læknir, var kosinn i'ormaður 1 B.R., og aðrir i stjórn voru kosnir: Andreas Bergmann, ölafur Jónsson, Sæ- mundur Gislason og Gunnar Sigurðsson. Myndin er af framkvæmda- stjórn IBR 1971. Talið fra* vinstri. Gunnar Sigurðsson, ölafur Jóns- son, Sæmundur Gislason, Úlfar Þórðarson, lormaður, Sigurgeir Guðmannsson, framkvæmda- stjóri, Andreas Bergmann, Sigur- jón Þórðarson og Haukur Bjarna- son. Sigurjón baðst undan endur- kosningu á siðasta ársþingi ÍBR. Föstudagur 25. ágúst 1972 9

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.