Alþýðublaðið - 06.09.1972, Side 1

Alþýðublaðið - 06.09.1972, Side 1
. 1972 — 53. ARG. — 199. TBL. Eftir fjögurra minútna skothrið á her- flugvelli 40 kilómetra frá Munchen var lokið harmleik, sem ekki hefur aðeins sett skugga á glæsilegustu Ólympiuleika, sem nokkru sinni hafa verið haldnir, heldur einnig rofið einingu iþrótta- manna allra þjóða, Skæruliðar úr samtökunum „Svarti september” voru á leið með gislana 13 úr þyrlum yfir i þotu, sem átti að flytja þá á brott, er leyniskyttur þýzku lögreglunnar hófu skothrið á skæruliðana með sérstök- um ljósbyssum, er auðvelduðu þeim að hitta þrátt fyrir myrkrið. Samkvæmt fréttum um miðnæturleyt- ið hafði einn skæruliði fundizt dauður i húsakynnum israelsku iþróttamann- anna, en annar slapp undan skothrið lög- reglunnar og var hans ákaft leitað. Eftir þvi sem bezt var vitað hafði enginn þeirra, sem i gislingu voru, látizt. 1 staö glaðværðar rikir nú sorg og óvissa i Ólympiuþorpinu i Munchen eftir árás arabiskra skæruliða á hýbýli israelsks iþróttafólks snemma i gærmorg- un. „Bragurinn i þorpinu er alveg óþekkjanlegur”, sagði Vilhjálm- ur Einarsson silfurverðlauna- maðurinn á leikunum i Melbourne, þegar blaðið ræddi viö hann i gærkvöldi. ,,Við sjáum vel yfir þorpið hérna úr hýbýlum okkar”, sagði Vilhjálmur og breytingin er hreint ótrúleg. Göturnar sem áður iðuðu af lifi, eru nú nær tómar. Flestir kepp- endanna halda sig heima, og Arabarnir sem keppa hér á leik- unum koma alls ekki út fyrir hússins dyr. A hverju horni eru hermenn og lögreglumenn og hér fyrir utan Ólympiuþorpið eru hermenn með 10 metra millibili”. DULBÚNIR SEM ÍÞRÓTTAMENN. Að sögn Vilhjálms Einarsson- ar, komu skæruliðarnir inn til Ólympiuþorpsins milli fjögur og fimm i gærmorgun. Bréfberi sem var að störfum sá til hópsins, og hélt að á feröinni væri iþrótta- flokkur, þvi hópurinn var þannig búinn. En i iþróttatöskunum voru ekki iþróttavörur heldur vélbyssur, og flokkur skæruliða, sem kalla hóp sinn „svarta september” stefndi að israelsku búðunum sem eru i háhýsi i Ólympiuþorpinu, á þriðju hæðinni að ofan. TVEIR FÉLLU. 1 átökunum sem fylgdu, féllu tveir israelsmenn. Sumum tókst að flýja, en skæruliðarnir tóku átta eða niu israelska keppendur sem gisla. Likið af öðrum tsraels- mannanna var þegar i gærdag komiö út úr byggingunni. Sá hét Moshe Weinberg og var þjálfari Talið var að hann hafi lagzt fyrir dyrnar rétt áður en skæruliðarnir ruddust inn, og þannig tafið fyrir þvi, aö þeir kæmust inn. A meðan flýðu margir Israelsmenn út, en Weinberg var skotinn i tætlur inn- an við dyrnar. VILDU VIÐSKIPTI. Þegar skæruliðarnir höfðu náð takmarki sinu, byrjuðu þeir með kröfugerðir. Skæruliðarnir sem eru taldir eru fimm til fimmtán talsins, heimtuöu 200 arabiska skæruliða lausa sem nú eru i haldi i lsrael. 1 staöinn ætluðu þeir að láta israelsku iþróttamennina lausa. En kröfugerðirnar voru i fleiri liðum. Þannig kröfðust þeir t.d. SEPTEMBER I • • (K ö >- 7> 1 £ A A •*< — & •k óljósar fr flugvöll’ skotin eða fl grenm taka Óstaðf hafi ve slökkvilið: nætti: Fúerstenbruck einn lögreglumaður ðir. Talið að einn izt undan. Fólk i menn beðnir að upp i bila sina. einnig að flugvél pp á vellinum og vistarfi. Myndin efst á siöunni sýnir afstöðuna á milli dvalarstaðar tslending- anna og tsraelsmannanna. örin bendir á hæð tsraelsmannanna, en i blokkinni, sem er auðkennd meö hring, búa islendingarnir. — Hér til hliðar er svo mynd af sund kappanum Mark Spitz, sem gaf sigurmerkiö sjö sinnum og var maður dagsins þangað til i gærkvöldi. Hann er nefni- lega Gyðingaættar, og af ótta viö að arabisku tilræðismennirnir hefðu I hyggju einhverjar aögerðir varðandi hann, var hannflutturá laun til London i gærkvöldi. SVARTUR SEPTEMBER Svarti september cr nafn á hópi mjög róttækra marxista, sem var myndaður eftir að hermenn llusseins Jórdaniukonungs létu til skarar skriöá gegn arabiskum skæruliðum i fyrrasumar og ráku þá úr landi. i hópnuni eru fyrrverandi félagar úr el Fatah, sem sögðu sig úr þeim samtökum vegna þcss aö þau gengju ekki nógu hart fram i að koma fyrir kattarnef öllum Framhald á bls. 4'

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.