Alþýðublaðið - 06.09.1972, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 06.09.1972, Blaðsíða 9
IMÖTTIR 2 í gær kom bréf til ÍBK þess efn- is, að leikmenn Real M'drid kæmu hingað til lands sunnudaginn 24. september eða fjórum dögum fyrir leikinn við ÍBK. Þeir ætla greinilega að hafa vaðið fyrir neðan sig, og kynnast vel hér öll- um aðstæðum. Nú er verið að athuga mögu- leika á þvi að hingað komi hópur áhugamanna með Real, en aðal- hópur félagsins telur um 35 manns. Leikmenn ÍBK halda til Spánar á sunnudaginn. Með þeim fara nokkuð á annað hundrað áhang- endur. Leikmennirnir fara strax til Madrid, en áhangendurnir dvelja á Costa del.Sol, en skreppa keppnisdaginn til Madrid. Að leik loknum dvelja leikmenn IBK og áhangendur nokkra daga á ströndinni Costa del Sol. VÍKINGUR - NJARÐVÍK 5:1 Xúverandi bikarmcistarar Vik- ings, léku i gærkvöldi sinn fyrsta leik í hikarkeppni KSÍ. Lék Vik- ingur gegn Ungmennafélagi Xjarðvikur á Mclavellinum og vann 3:1. Mörk Vikings gerðu Ilafliði 3, Ólafur Þorsteinsson og Guðgcir Leifsson. Mark UMKX gerði Kirikur. Xú er lokið þrem ieikjum I aðal- liluta bikarkeppninnar. Auk Vik- ingsleiksins hefur KII unnið ísa- fjörð 3:2 og ÍBK unnið Þrótt 2:0. Nú aö lokinni sundkeppni stórkostleg sú keppni hef- heimsmet, og að sjálfsögðu Spitz, sem setti sjö þessara Ólympiuleikanna er það ur verið. er eftirtektarverðast af- meta. Hér er listi yfir nýju mönnum vel Ijóst hversu Alls voru sett 24 rek undramannsins Mark heimsmetin: KARLAR: 100 metra skriðsund. Mark Spitz USA 51,22 sek. 200 metra skriðsund: Mark Spitz USA 1,52,78 min. 1500 metra skriðsund: Mike Burton USA 15,52,58 mín. 4x100 inetra skriðsund: Sveit USA 3,26,42 min. 4x200 metra skriðsund: Sveit USA 7,35,78 min. 100 metra bringusund :Nobutaka Taguchi Japan 1,04,94 mín. 200 metra bringusund: John Ilencken USA 2,21,55 mln. 100 metra flugsund: Mark Spitz USA 54,27 sek. 200 metra flugsund: Mark Spitz USA 2,00,70 min. 100 metra baksund: Roland Mathes Aust-Þýzkal. 56,30 sek. 200 metra baksund: Iloland Mathes Aust-Þýzkal. 2,02,82 min. 200 inetra fjórsund: Gunnar Larsson Sviþjóð 2,07,17 min. 4x100 metra fjórsund: Sveit USA 3,48,16 min. KONUR: 200 metra skriðsund: Shane Gould Ástrallu 2,03,56 min. 400 metra skriðsund: Shane Gould Astraliu 4,19,04 min. 800 metra skriðsund: Keena Rothhammer USA 8,53,68 min. 4x100 metra skriðsund: Sveit USA 3,55,19 min. 100 metra bringusund: Catherine Carr USA 1,13,58 min. 100 metra flugsund: Mayumi Aoki Japan 1,03,34 mín. 200 metra flugsund: Karen Moe USA 2,15,57 min. 200 metra baksund: Melita Bclotc USA 2,19,19 mín. 200 metra fjórsund: Shane Gould Astraliu 2,23,07 min. 400 inetra fjórsund: Gail Neall Astraliu 5,02,97 min. 4x100 metra fjórsund: Sveit USA 4,20,75 min. Þetta er lietja Ólympiuleikanna i Munchen 1972, sundmaðurinn Mark Spitz. Iiann setti 7 af 24 heims- inetum sem sett voru i sundinu á lcikunum. Nú er Mark Spitz i feluni vegna nýjustu atburð- anna á Ólympiuleikunum, hann er nefnilega af gyð- ingaættum 24 HEIMSMET SAU DAGS INS UÖS í SUNDKEPPNIOL! OLVAR FRESTAÐ VEGNA ÚRÖANS Vegna ógnaratburðanna sem gerðust i Munchen i gærmorgun, var ákveðið að fresta keppni leik- anna seinni hlutann i ga-rdag. Var fresturinn gerður um óákveðinn tima, en þó er fastlega gert ráð fyrir þvi að halda keppni áfram i dag ef þess verður nokkur kostur. Það tókst að ljúka keppni i nokkrum greinum i ga‘r. í hand- hnattleikskeppriinni fór fram einn leikur, Tókkóslóvakia sigraði Svi- þjóð 15:12, og komu þessi úrslit talsvert á óvart. Kftir þennan fyrsta leik af fjórum, var öðrum leikjum frestað, og leikmenn jafnl sem áhorfendur minntust israelsmannanna með einnar minútu þögn. Þá var frestað leik islendinga og Rólverja. i knattspyrnunni urðu úrslit þau, að Austur-Þjóðverjar unnu Mexico 7:0, I’ólverjar unnu Sovétmenn 2:1 og Oanir unnu Marokkó 3:1. Leik Vestur-Þjóð- verja og IJngverja var frestað. Kftir þessum úrslitum að dæma, má telja l’ólverja og Aust- ur-Þjóðverja liklega sigurvegara. en Danir gætu komið á óvart. Frjálsiþróttir voru ekki á dag- skrá leikanna i ga‘r. og verður þvi varla röskun á frjálsiþrótta- keppninni. Furðuleg vinnubrögð 1 Visi i ga-r er skýrt frá þvi, að tvcir islenzku fararstjóranna i Munchen séu opinherlega skráðir seni nuddarar! Kru það Iljör- leifur Þórðarson og Sigurður Magnússon. Menn eiga hcimtingu á opin- berri skýringu á þessum furðu- legu vinnubrögðum, og á þvi hvaða erindi Sigurður Magnússon rekur yfir. höfuðúti i Munchen. / HREINSKILNI SAGT Svarti seotember er réttnefni Svarti september kusu þeir að nefna sig skæruliðarnir arabisku sem i gærmorgun svertu iþróttirnar og allt mannkynið með blygðunar- lausri framkomu sinni. Sannarlega mun þessi septembermánuður ' hafa viðurnefnið svarti innan i- þróttanna i framliðinni. Allur heimurinn fordæmir skæruliðaflokkinn svarta september og þeirra lika, menn eða öllu heldur villi- menn, sem skirrast ekki við að ráðast myrðandi inn til iþróttamanna sem keppa hverjir við aðra i friði. Það hefur löngum verið bent á að fþróttir og stjórnmál fari ekki saman, Þetta var itrekað all rækilega fyrir nokkru, þegar Rhodesiu var vikið frá Ólympiuleikunum vegna kyn- þáttamisréttis. Var þetta gert eftir pressu frá mörgum Afrikurikjum. Undirritaður var einn þeirra sem varði þá ákvörðun að vikja Rhodesiu á þeirri for- sendu að kynþáttamisrétti væri það alvarlegur hlutur, að þeim sem sliku framfylgja ætti enga miskun að sýna. Það væri þvi i fullu sam- ræmi við þetta að visa iþrótta- mönnum frá Uganda frá Olympiuleikunum. Uganda- stjórn rekur inisréttispólitik cins og heimurinn veit, Asiu- menn eru þar óvelkomnir. Þvi á Uganila engan keppnisrétt á ólympiuleikum, og það var sannarlega hlálegt að heyra Uganda vera með mótmæli gegn Rhodesiu fyrir leikana. Þegar þetta er skrifað, er óljóst hver framvindan verður á Ólympiuleikunum. Keppni liefur vcrið frestað um sinn, meðan línurnar skýrast i þessu alvarlega máli. Nokkrar þátttökuþjóðir hafa lýst yfir þvi að þær ætli að hverfa heim af leikunuin, og stjörnum eins og Mark Spitz, sem er af gyðingaættum, hefur verið smyglað undan. Það er þvi hálfgert upp- lausnarástand i Munchen, en á meðan vonar heimurinn að vel fari, og fordæmir jafnframt aðgcrðir skæruliðanna. Sigtryggur Sigtryggsson. Miðvikudagur 6. september 1972 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.