Alþýðublaðið - 06.09.1972, Qupperneq 12

Alþýðublaðið - 06.09.1972, Qupperneq 12
alþýdu mfimm Alþýöúbankinn hf ykkar hagur/okkar nietnaaur KÓPAVOGS APÚTEK Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga tii kl. 2 Sunnudaga milli kl. 1 og 3 Afli brezku togaranna, sem eru að veiðum innan nýju 50 mílna landhelg- innar, hefur verið svo lé- legur hingað til, að sumir þeirra hyggjast sigla út fyrir mörkin og freista gæfunnar þar! Þetta kemur fram í við- tali í The Times við George Adams (myndin), skipstjóra eftirlitsskipsins AAiranda, sem statt er í námunda við brezka tog- araflotann út af Horni. Ástæðurnar fyrir hinum lélega afla kveður hann vera þá, að togararnir verði að vera of þétt vegna íslenzku varðskip- anna og það geri þeim erfitt fyrir. „AAér skilst, að vegna þess, að þeir þurfa að hnappa sig saman í ör- yggisskyni, sé aflinn mjög lélegur", sagði Adams í viðtali við Tim Jones, fréttamann Times í Reykjavik. I fréttinni er sagt frá því, að islendingar hafi orðið reiðir vegna mynda af einum togaranna, sem hafði dregið upp fána með hauskúpu á. Adams sagði um þetta, að tog- arasjómennirnir væru „einungis að reyna að vera fyndnir". „Þeir álíta, að þeir séu að veiðum á alþjóðlegu hafsvæði, og ég held, að flestir þeirra myndu verj- ast handtöku, ef tilraun yrði gerð til þess að taka togara", sagði Adams. ILLIR GESTIR A SUDUREYRI STÁLU OG DREIFÐU FIKNILYFJUM A Suðureyri hefur nokkuð borið á þvi um helgar i sumar, aö hópur manna, einkum aðkomumenn, hafi verið i annarlegu ástandi, en ekkert var þó aðgert fyrr en um siðustu helgi, að maður nokkur tók verulegt magn lyfja af nokkr- um mönnum og kærði málið til lögreglunnar á tsafirði. Var rannsókn þegar hafin og er talið að um þrjú þúsund töflur af ýmsum gerðum einkum librium og svefntöflum hafi veriö i um- ferð siöustu helgi. Tveir piltar, annar 18 ára og hinn 19 ára báöir að sunnan, hafa játað á sig að hafa stolið lyfjunum úr apóteki sjúkraskýlisins á Þing- DRUKKNAÐII HOFNINNI Matthias Jóhannes Ólafsson, 18 ára piltur til heimilis að Aðalgötu 34 á Suðureyri, fannst látinn i höfninni þar á sunnudaginn, er froskmenn leituðu hans, en talið er að hann hafi fallið i sjóinn á fimmtudagskvöldið. Matthias var skipverji á bát, og er talið að hann hafi ætlað ofan i hann en hrasað og fallið i sjóinn. Enginn sá né heyrði er slysið varð, en leitað var til öryggis i höfninni. eins og alltaf er gert þegar einhvers er saknað i sjávarþorpi. — eyri á fimmtudaginn. en hinsveg- ar saknar læknirinn ekki alls magnsins. Auk þessara tveggja pilta, hef- ur fjöldi manna flækst á einhvern hátt i málið, aðallega aðkomu- menn sem hafa stundað sjó- mennsku og önnur störf á Suður- eyri i sumar. en þeir koma eink- um við sögu sem þiggjendur. Neyzla lyfjanna hófst á fimmtudagskvöld, og voru siðan alltaf einhverjir i vimu alla helg ina, sem tafði m.a. fyrir yfir- heyrslum, en þær eru nú langt komnar, og er talið fullvist að tveir fyrrnefndir piltar, og ef til vill sá þriðji, séu aðalmenn i öfl- um og dreifingu lyfjanna. — SKÍRLÍFISBROT Saksóknari rikisins hefur ákært tvo menn i Hafnarfirði fyrir skir- lifisbrot og s iðskaparbrot. Mennirnir voru á sinum tima úr- skurðaðir i gæzluvarðhald og hefur það nú verið framlengt i einn mánuð. Mennirnir tveir eru taldir hafa gerzt sekir um kynferðisafbrot gagnvart sjö ára gamalli stúlku, sem er reyndar dóttir eiginkonu annars mannsins. Á fyrstu stigum rannsóknar málsins voru þeir úrskurðaðir til að hlita geðrannsókn. Hefur dregizt mjög á langinn, að hún hæfist. Það gerðist þó fyrir nokkrum dögum, en hins vegar má allt eins búast við, að henni ljúki ekki fyrr en seint um siðir og þar með má jafnframt búast viö, að mennirnir verði ekki dæmdir fyrren löngu eftir, að þeim hefur verið sleppt úr haldi. UMERKINGARNIR ÆRÐUST I GÆR HAFA I HOTUNUM VID BATANA Sjómenn á ómerktum brezkum togurum, sem eru að veiðum út af Vest- fjörðum innan landhelg- innar, köstuðu í gær kol- munna, járnstykkjum og brunaexi að varðskips- mönnum um borð i Óðni eftir að varðskipið hafði klippt á togvir eins togar- ans og annað varðskip reynt hið sama við annan. Auk þess gerðu togarar á þes- um slóðum tilraun til þess að renna flotkaðli i skrúfu varö- skipsins á meðan þaö var að klippa á togvir fyrrgreinds tog- ara, en það tókst ekki. Beinar aðgerðir gegn ó- merktu brezku togurunum hóf- ust i gærmorgun eftir að varð- skipið hafði gefið fánalausum og óþekkjanlegum tagara aðvörun, sem hann sinnti ekki. 1 stað svars frá togaranum glumdi i talstöð varðskipsins ..Rule Britania”. Varðskipið klippti þá á annan togvir togarans. Þetta átti sér stað 22 milur innan nýju fisk- veiðimarkanna. Á meðan á þessu stóð sigldu upp að varðskipinu aðrir tog- arar og reyndu að flækja flot- kaöli i skrúfu þess og rigndi yfir skipið alls kyns drasli. Viðeig- andi orðbragð fylgdi. tslenzkir fiskibátar voru i gær varaðir við þvi i gegnum lsa- fjarðarradió að vera nálægt brezkum togurum næstu daga, þvi þeir hafa hótað að eyði- leggja sex islenzk troll fyrir hvert eitt brezkt. sem yrði eyði- lagt. Tvö varöskip voru á þessum slóðum i gær. Auk óðins gerði annaö varðskipið tilraun til að slita togvir annars togara, en sá varð fljótari til og hifði upp áður en það tókst. Allir togarar sem sáust út af norðvesturlandi i dag voru orðnir vel merktir. Kjöldi erlendra togara að veiðum fyrir Vestur og Norður- landi i gær var þessi: Fyrir Suðvesturlandi voru 13 vestur-þýzkir togarar við 50 milna linuna. Tveb vestur-þýskir og einn brezkur togari voru að veiðum innan landhelgi á Halanum. Sex brezkir voru við veiðar norður af Vestfjörðum en fyrir vestanverðu Norðurlandi og út af Húnaflóa og Skagafirði voru 33 brezkir togarar. Engar fréttir hafa borizt af erlendum togurum fyrir suður landi. en 17 brezkir togarar eru austur af Hvalbak. Tveir vest- ur-þýzkir togarar eru suðaustur af Hvalsbak en 12 brezkir austur af Sléttu, og eru margir þeirra á ferð i austurátt. 1 viðvörun Landhelgisgæzl unnar til islenzku togbát anna var sérstaklega tekið fram, að brezku togarasjó- mennirnir væru orðnir mjög herskáir. Frá Skotlandi bárust þær fregnir i gær, að herskipið Áróra heföi lagt af stað þaðan á Islandsmið til þess að aðstoða brezku togarana i viðureign þeirra við islenzku varðskipin. Hér er um að ræða stórt her- skip, sem hefur auk venjulegs herbúnaðar, tvær þyrlur með- ferðis. Brezka ef tir 1 i tsskipið Miranda hefur fengið skipanir um að aöhafast ekkert þótt is- lenzkt varðskip geri tilraun til þess að taka togara. Talsmaður brezkra togara- eigenda sagði i gær, að aðferðir brezkra togara til að verjast is- lenzku varðskipunum i framtið- inni yrðu ákveðnar, þegar tog- araskipstjórarnir hafa komið heim aftur eftir fyrstu veiði- ferðina á tslandsmið. Mótmælin voru afhent sendi- herra lslands i London, Niels P. Sigurðssyni, og utanrikisráðu neytinu. Var þvi haldið fram við sendi- herrann, að með þessu hefði mannslifum verið stofnað i hættu, þar sem togvirinn hefði getaðslegist i menn á dekki tog- arans. Alþýöublaðið hafði i gær sam- band við Grétar Þórðarson skipstjóra á togbátnum Guð- bjarti Kristjáni 1S, en hann var staddur úti á miðunum i grennd við brezku togarana klukkan sjö i gærmorgun. Kvað hann allt hafa verið með kyrrum kjörum þá og yfirleitt hefði verið friðsamlegt á veiði- svæðinu. Að visu hefðu þeir orðið fyrir átroðningi af hálfu Bretanna, eins og oft kæmi fyrir og væri erfitt að þola ómerktum land- helgisbrjótum slikt athæfi. Við spurðum hvort þeir á Guðbjarti hygðust halda sig i fjarlægð frá brezku togurunum eftir siðustu atburði. ,,Við höfum náttúrlega aldrei farið inn i stærsta hópinn. Við höfum ekki viljað taka þá áhættu. Það væri óskemmtilegt að þvælast innanum 30—40 skip”, sagði Grétar. ,.Það eru misjafnir menn á brezku togurunum og sumir þeirra eitilharðir. Við höfum verið að hlusta á þá á örbylgjutækjunum og þeir á Miröndu hafa verið að reyna að róa landa sina. Þeir eru sumir alveg stjörnuvitlausir. Óðinn klippti á hjá einum — og þá varð allt vitlaust

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.