Alþýðublaðið - 08.09.1972, Side 3
SPASSKI
MISSTI
ALDREI
MODINN
BER ANDSTÆDINGI
SÍNUM VEL SÖGUNA
,,Ég gaf aldrei upp vonina
um, að mér tækist að halda titl-
inum, ég hélt i hana alveg fram
i 21. skákina”, sagði Boris
Spasski, fyrrum heimsmeistari
i skák, á einskonar kveðjufundi
með blaðamönnum á Hótel Sögu
i gærmorgun.
Spasski var á hraðri ferð,
hann var að undirbúa brottför
sina frá landinu siðdegis i gær.
En samt gaf hann sér tima til að
svara spurningum blaðamanna
á þann látlausa og alúðlega
hátt, sem skapað hefur honum
meiri vinsældir hér á landi en
titt er um útlendinga.
Spurningum blaðamanna
svaraði hann hreinskilninslega
og blátt áfram. Hann drap á
ýmislegt sem ekki hefur komið
fram áður.
Til okkar islenzku blaða-
mannanna beindi Spasski sér-
stakiega máli sinu i lokin. Hann
bað um þakkir til tslendinga
fyrir sig og konu sina, og kvað
dvölina hér liafa verið ógleym-
anlega. Hann bað um þakkir til
allra, sem sent höfðu þeim hjón-
um bækur, bréf og gjafir, og
kvað verst að geta ekki þakkað
öllum þessum íslendingum per-
sónulega.
1 byrjun var Spasski spurður
álits um einvigið. ,,Að svo
komnu máli er ekki hægt að
segja mikið um einvigið, það er
svo stutt um liðið”, sagði
Spasski. ,,En ég get þó sagt það,
að Fischer tefldi betur, og hann
átti sigurinn skilið”.
Talið barst að hinu viðkvæma
máli varðandi ásakanir Gellers
á Bandarikjamennina fyrir að
beita einhvers konar efnafræði-
legum eða rafeindafræðilegum
áhrifum. ,,Ég get ósköp litið um
þetta sagt, en þvi er ekki að
neita, að i þrjú eða fjögur skipti
leiðmérallsekki vel á sviðinu”.
Um einvigið sjálft sagði
Spasski, að margar skákanna
hefðu verið mjög góðar, og að
sinu áliti væri 19. skákin bezta
skák einvigisins. Aðspurður um
sin verstu mistök i einviginu
svaraði Spasski þvi til, að hann
gæti eiginlega ekki gert upp á
milli mistakanna, þar væri úr
svo miklu að velja!
Eitraða peðið svokallaða, sem
Fischer drap i fyrstu skákinni
og varð heldur meint af, hefur
mikið verið til umræðu hjá
skákunnendum. Spasski sagði
að hann hefði óneitanlega orðið
hissa þegar Fischer þáði þetta
peð, þvi að gildran hefði virtst
augljós og þvi sjaldgæft, að jafn
reyndir skákmenn og Fischer
vari sig ekki á sliku.
Og þá minntist Spasski á
atriði sem eflaust gleður kven-
þjóðina mikið. Hann sagði að
sér hefi reynzt betur að tefla eft-
ir aö Larissa kona hans kom
hingað til lands. Iiann hefði haft
yfirtökin i flestum siðustu skák-
unum, enda hefði talmennska
Fischer dofnað.
,,Ég gaf aldrei upp vonina
um, að mér tækist að halda titl-
inum, ég hélt i hana alveg fram i
21, skákina”, sagði Spasski.
Þetta er sannarlega mikilvægt
atriði, þvi margir voru á þeirri
skoðun, að Spasski hafi raun-
verulega verið búinn að gefast
upp, og hann hefði einungis
hugsað um að tapa með sem
minnstum mun.
„Fischer er listamaður”, var
svarið þegar Spasski var spurð-
ur um mótstöðumann sinn:
hvernig honum likaði við mann-
inn, sem hrifsaöi af honum titil-
inn.
Og Spasski bar Fischer á all-
an hátt vel söguna. Hann var
ekki aðeins ,,a man of art”,
heldur var hann ljúfur og lipur i
viðkynningu. En þvi væri ekki
að neita, að Fischer væri ó-
venjulegur maður.
Spasski hvað hátterni
Fischers fyrir einvigið og að
nokkru ieyti á meðan á þvi stóð,
hafa truflað sig, en á sjálfu svið-
inu, þar sem einvígið fór fram,
hefði Fischer ekki truflað sig á
neinn hátt.
,,Sigur Fischers hefur haft og
mun hafa mikið auglýsingagildi
fyrir skákina, og ekki sist i lönd-
um þar sem skák hefur lftið sem
ekkert verið iðkuð”, sagði
Spasski, og hann bætti þvi við,
að i Sovétrikjunum ætti Fischer
marga aðdáendur.
Spasski sagði að héðan héldi
hann til Kaupmannahafnar, en
siðan lægi leiðin til Moskvu. Það
eina, sem hann hugsaði núna
um, væri hvild, og hann myndi
ekki tefla á 1. borði rússnesku
skáksveitarinnar á Ölympiu-
mótinu, sem innan skamms
hefst i Júgóslaviu.
Spasski kvað það uppspuna
með öllu, að hann hefði haft i
huga að hverfa ekki aftur til
Sovétrikjanna, Hann bjóst ekki
við þvi, að lif sitt breyttist mik-
ið, og lúmskum spurningum
eins og þeirri, hvernig hann ætl-
aði eiginlega að koma nýja dýra
bilnum sinum til Sovétrikjanna,
svaraði hann einfaldlega, ,,ætli
ég sendi hann bara ekki með
skipi”!
Spasski vonaðist til, að hann
gæti aftur mætt Fischer við
Framhald á bls. 4
ÞÁTTASKIL YIÐ KOMU LARISSU
í sýslum landsins
Fegurð
Undirbúningskeppni fyrir feg-
urðarsamkeppnina 1973 er nýhaf-
in og standa tveir ungir menn fyr-
ir henni, sem ætla að freista þess
að koma keppninni á fastan og ör-
uggan grundvöll. Ekki mun af
veita, þvi af og til hefur gengið á
ýmsu, og t.d. voru kosnar tvær
ungfrú Reykjavik ekki alls fyrir
löngu, og vissi hvorug, hvor átti
titilinn með réttu.
Þeir Hjörtur Blöndal og Einar
Einarsson ætla nú að reyna við
verkefnið og er þegar búið að
kjósa fulltrúa þriggja sýslna. Það
var gert á dansleikjum vestur á
Fjörðum um siðustu helgi.
Ungfrú Isafjarðarsýsla, var
kjörin á Hnifsdal og er 17 ára og
heitir Hrafnhildur Jóhannsdóttir.
Ungfrú Barðastrandasýsla var
kjörin á Bildudal og heitir hún
Hugrún Arnardóttir. Hún er frá
Petreksfirði og er 17 ára.
Og ungfrú Strandasýsla var
kjörin að Sævangi og heitir hún
Guðrún Ingvarsdóttir frá Tindi i
Kirkjubólshreppi, 17 ára en hún
hefur sennilega þurft að ljúka
búverkunum áður en hún fór á
ballið, þvi hún kom mjög seint.
Á laugardag verður svo ungfrú
Skagafjarðarsýsla kjörin i Mið-
garði og ungfrú Akranes að hótel
Ös á sunnudagskvöldið.
Alls verða rösklega 20 stúlkur
kosnar til að taka þátt i aðal-
keppninni, sem verður næsta vor.
Hljómsveitin Opus leikur á öll-
um dansleikjunum, og hefur að-
sókn verið góð, að sögn þeirra
félaga.-
100,000 FRÁ ASÍ
Alþýðusamband tslands hefur
ákveðið aö leggja kr. eitthundr-
aðþúsund i söfnunina til Land-
helgissjóðs. Jafnframt hefur Al-
þýðusambandið beint þvi til
allra aðildarsamtaka sinna að
þau leggi fram fé til Landhelgis-
sjóðsins og skipuleggi fjársöfn-
un hjá félagsmönnum og starfs-
hópum.
Alþýöusambandið hefur opn-
að Giróreikning nr. 19348 og
hafa félögin verið beðin að
leggja framlögin inn á hann i
bönkum. sparisjóðum eða póst-
húsum.
ÞEIR STÆRSID
Siðastliðinn laugardag lauk
tiundu og siðustu viku Camel-
laxveiðikeppninnar með þvi að
Stefán Guðjónsson, Flókagötu 3,
Reykjavik, dró rúmlega 25
punda hænd úr Laxá i Dölum.
Stefán veiddi laxinn á flugu.
Blue Charm no. 1 i Króknum.
Ekki gekk það átakalaust, þvi
Stefán, sem var með 8 1/2 feta
flugustöng. þurfti að vaða ána i
mitti, og fylgja laxinum niður
fyrir flúðir og fossa. En að lok-
um gafst laxinn upp, og var
landað eftir mikla viðureign
sem stóð i eina klukkustund og
tuttugu minútur.
Vikuna áður hafði einnig
veiðst yfir 25 punda lax, og voru
þetta þvi tveir stærstu Camel-
laxar sumarsins, sem veiddust
tævr siðustu vikur keppninnar.
LUKKUHIÓUÐ
Drætti er lokið i Vöruhapp-
drætti SIBS. Númer 44005
hreppir 300,000 krónur og 100,000
krónur komu upp á 20795.
Eflirfarandi númer hlutu
10,000 krónur hvert:
79 1155 1078 3898
5790 0100 7325 9085 9398
10091 11579 13288 14057 15055
15700 20172 21572 25057 25168
25717 25774 29027 30747 33960
34795 35044 30504 36609 37258
38087 41500 42385 42446 43123
45411 45633 48840 52415 50171
0 2 8 3 2
LANDGRUNNK)
Á FRÍMERKINU
Þetta merki er væntanlegt á
markaðinn undir mánaðamótin.
Það má segja að það sé einskon-
ar landhelgismerki. Það sýnir
ísland og landgrunnið.
BREZKIR STYRKIR
Menntamálaráðuneytið aug-
lýsti i vor eftir umsóknum um
styrk, sem British Council bauð
fram handa tslendingi til há-
skólanámseða rannsóknastarfa
i Bretlandi námsárið 1972—73.
Bárust rúmlega 20 umsóknir.
Brezka sendiráðið hefur nú
tjáð ráðuneytinu. að unnt hafi
reynzt að veita tvo styrki. Hlutu
þá Skúli Johnsen. læknir, til að
leggja stund á heilsuverndar-
fræði viö Edinborgarháskóla og
Karl Lúðviksson, B.Sc.. til
framhaldsnáms i skipaverk-
fræði við háskólann i Glasgow.
Brotist var inn i sýningarkassa
Öfeigs Björnssonar gullsmiðs
aðfaranótt sunnudags, en kassinn
er utan á verzluninni Kúnigund
að Skólavörðustig 7.
Allt var hirt úr kassanum, en
það var að verðmæti 14 þúsund
krónur. Nálægir sýningarkassar
voru látnir i friði. Lögreglan lýsir
eftir vitnum
Föstudagur 8. september 1972
3