Alþýðublaðið - 08.09.1972, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 08.09.1972, Blaðsíða 5
alþýðu B aöið Alþýöublaðsútgáfan h.f. Ritstjóri Sig- hvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórn- ar Hverfisgötu 8-10. — Sími 86666. Blaðaprent h.f. SAMID VID BELGA í gær kl. 2 lauk formlega viðræðum islenzkra og belgiskra stjórnvalda um veiðar belgiskra skipa við ísland eftir útfærslu fiskveiðilögsög- unnar i 50 miiur. Niðurstöðurnar urðu þær, að samningur var gerður milli þjóðanna. Belgiumenn telja sig vel geta sætt sig við það samkomulag, sem náðst hefur. Ella hefðu þeir ekki undirritað það. Hað okkur íslendinga varð- ar, þá telur Alþýðublaðið, að við megum vel við samningagerðina una. í samningnum höfum við fengið viðurkennd svo mörg grundvallaratriði varðandi landhelgismálið, að rétt var af okkur að undirrita hann. Þetta eru einnig sjónarmið vara formanns Alþýðuflokksins, Benedikts Gröndals, i grein, sem hann ritar um samn- ingana i Alþýðublaðið i dag. Þýðingarmestu atriði samningsins út frá sjónarmiðum okkar íslendinga eru þessi: L Þótt það sé hvergi tekið fram berum orðum, þá felur saraningurinn i sér viðurkenningu Belga á útfærslu islenzku fiskveiðilögsögunnar i 50 milur. Hliðstæða samningagjörð Bandarikj- amanna og Brasiliumanna vegna útfærslu land- helgi hinna siðarnefndu orðaði bandariska stór- blaðið New York Times eitthvað á þá leið, að i fyrstu grein samningsins segðust Bandarikja- menn ekki viðurkenna stækkaða landhelgi Brasiliu en allan greinarnar þar á eftir fjölluðu einmitt um slika viðurkenningu. Þetta skemmtilega orðalag mætti einmitt nota um samninga Belgiumanna og íslendinga, eins og Benedikt Gröndal bendir á i grein sinni. 2. Þá fallast Belgiumenn á, að lúta alveg is- lenzkri lögsögu innan 50 milnanna og fara i einu og öllu eftir islenzkum veiðireglum á þeim tak- mörkuðu svæðum út af suður og suð-vestur- strönd landsins, þar sem belgiskum skipum er heimilt að veiða ákveðinn tima ársins. 3. Þá samþykkja Belgiumenn, að veiðileyfi þessi séu ekki aðeins bundin við ákveðna stærð og gerð skipa, — heldur við nafngreind skip, sem flest eru 200—300 tonn að stærð og ekki ný- leg. Þessi nafngreindu skip fá að veiða á um- ræddum svæðum ákveðinn árstima samkvæmt leyfisbréfum islenzkra stjórnvalda og heltist skipin úr lestinni, t.d. vegna aldurs, þá koma engin nú i þeirra stað. Þetta atriði er mjög mikilvægt fyrir okkur íslendinga. Þarna erum við raunverulega aðeins að heimila Belgiu mönnum að ljúka nýtingu á nokkrum smáum skipum af eldri gerð, sem hafa eingöngu stund- að veiðar hér við land, og Belgiumenn hafa lýst þvi yfir, að þeir sætti sig fyllilega við þá lausn. 4. Þá samþykkja Belgiumenn að hætta með öllu humarveiðum innan 50 milna lögsögunnar. Þetta er nánast yfirlýsing um, að þeir telji a.m.k. þessa fisktegund tilheyra auðæfum land- grunnsins. 5. í fimmta, en ekki sizta lagi, táknar samn- ingurinn við Belgiumenn svo, að ein þjóð Efna- hagsbandalagsins hafi náð lausn á landhelgis- málinu, sem hún sættir sig við, en einmitt þess eðlis var skilyrði EBE fyrir gildistöku við- skiptasamningsins við okkur. Þetta atriði er mjög mikilvægt. Þau atriði, sem hér eru nefnd, gera það að verkum, að við getum vel við samning þann un- að, sem gerður var við Belgiumenn hér í Reykjavik i gær. UNGIR RABHERRAR I FINNSKU STJÚRNINNI Eins og Alþýðublaðið skýrði frá fyrir nokkrum dögum bentu þá allar likur til þess, að stjórnar- kreppan i Finnlandi væri að leysast og ný stjórnarmyndun á leiðinni undir forsæti jafnaðar- mannsins Kalevi Sorsa, sem gegnt hafði embætti utanrikisráð- herra finnsku stjórnarinnar . bessir spádómar rættust. Á mánudaginn var tilkynnt um myndun nýrrar ríkisstjórnar i Finnlandi og forsætisráðherra þeirrar rikis^tjórnar er ritari jafnaðarmannaflokksins i Finn- landi — Kalevi Sorsa. Rikisstjórn þessi er samsteypu- stjórn fjögurra flokka, — Jafnaðarmannaflokksins, Mið- flokksins, Sænska þjóðarflokksins og Frjálslynda flokksins, en hinir tveir siðarnefndu eru smá- flokkar. Saman eiga þessir flokkar 107 rikisþingmenn, en i stjórnarandstöðunni sitja 93 þing- menn. Skipting ráðuneyta i finnsku stjórninni er á þann veg, að jafnaðarmenn gegna sjö ráð- herraembættum. Úr röðum Mið- flokksins eru fimm ráðherrar — þar á meðal utanrikisráðherrann og fjármálaráðherrann. Sænski þjóðarflokkurinn á einn ráðherra i rikisstjórninni, — varnarmála- ráðherrann, og Frjálslyndi flokkurinn á sömuleiðis einn ráð- herra, — samgöngumálaráð- herrann. Fimmtándi ráðherrann er svo utanflokka, — innanrikis- ráðherrann Heikki Touminen. Meðalaldur ráðherranna i hinni nýju rikisstjórn i Finnlandi er 45 ár. Yngsti ráðherrann er mennta- málaráðherrann, Ulf Sundqvist. Hann er aðeins 27 ára gamall. Elztur er hins vegar fjármálaráð- herrann, Johannes Viriolainen, en hann er 58 ára. Ellefu af fimmtán ráðherrum hafa áður átt sæti i rikisstjórn og 12 ráðherranna eru einnig rikis- þingmenn og þrir þá utan þings. Tvær konur eru meðal ráðherr- anna. Þá eiga einnig tveir fyrrver- andi forsætisráðherrar sæti i hinni nýju rikisstjórn. Þeir eru Ahti Karjalainen, sem nú fer með embætti utanrikisráðherra, og Jóhannes Virolainen, fjármála- ráðherrann núverandi. VELFERDIN BfR TL VESALINGA - SEGIR NIXON t útvarpsræðu hefur Nixon, for vitahring, þar sem allir eru scti Bandarikjanna, sett fram háðir rikinu og cyðileggur með hörðustu árás sina til þessa á öllu skapgerð hins vinnandi mótframbjóðandann, George fólks. McGovcrn, frambjóðanda Dcmókrataflokksins. Sagði — Stefna vinnunnar skapar Nixon, að ef McGovern vinnur I styrka þjóð, sagði Nixon enn- kosningarnar i nóvember þá fremur, en velferðarrikisstefn- muui hann gcrsamlega leggja i an skapar þjóð vesalemnna og rúst hið bandariska þjóðfélag. veiklinga! Með myndun rikisstjórnarinnar finnsku er lokið löngu óvissutima- bili i sænskum stjórnmálum. Litlu munaði að sú óvissa skaðaði mjög álit Finna út á við, þvi menn voru jafnvel farnir að ræða um, að hætta við undirbúningsfund öryggisráðstefnu Evrópurikja, sem haldá átti i Finnlandi og jafnvel, að nauðsynlegt væri að flytja sjálfa ráðstefnuna til annars lands vegna stjórnarfars- erfiðleika Finna. Þetta mál hefur sjálfsagt rekið mjög á eftir stjórnarmynduninni. En hin nýja rikisstjórn kemur ekki til með að eiga sjö dagana sæla. Miklir erfiðleikar blasa við henni i innanrikismálum jafnt sem utanrikismálum. Fjármál finnska rikisins standa t.d. mjög illa og er talið nær ókleift að koma saman fjárlögum fyrir næsta ár, nema með algerri umbyltingu og grundvallar stefnubreytingum i fjárlagagerðinni. Af óleystum utanrikismálum má m.a. nefna, að enn á eftir að ganga frá hugsanlegum tengslum Finna við stækkað Efnahags- bandalag. Verður það erfið raun, — bæði vegna þess, að tölu- verðrar andstöðu gætir við slik tengsl i Finnlandi sjálfu og magnast sú andstaða óðum, auk þess sem Sovétrikin munu vilja fá að fylgjast mjög náið með málinu og eiga það jafnvel til, að setja Finnum mjög ströng skilyrði i sambandi við hugsanleg tengsi hinna siðarnefndu við EBE. Kæðu þessa flutti Nixon að kvöldi s.l. sunnudags. Sagði liann m.a., að McGovern styðji stjórninálastefnu, sem muni vcikja bandarisku þjóðina og gera Bandariki Norður— Amcriku að annars flokks riki. Lagði Nixon sérstaka áherzlu á, að ef McGovern sigraði i for- setakosningunum, þá myndi hann eyöilcggja allar þær fram- farir, sem Nixon sagði, að stjórn sin hafi náö á s.l. þrem árum. Fjórði september er verka- lýösdagur i Bandarikjunum og er það venja, að forseti Banda- rikjanna flytji opinberiega ræðu i tilefni dagsins. Hefur það verið venjan, að ræður þessar hafa verið ópólitiskar, en þá venju braut Nixon að þessu sinni, en útvarpsræða hans að kvöldi sunnudagsins 3. september var einmitt flutt i tilefni af verka- lýðsdeginum, sem hátiðlegur var haldinn daginn eftir. Var ræða forsetans ódulbúin árás á Demókrataflokkinn og frjáls- lyndar hugmyndir McGoverns um uppbyggingu velferöarrikis i Bandarikjunum. — Min stjórnmálastefna byggir á vinnunni, sagði Nixon. Hún leiðir til ábyrgðartilfinn- ingar, sjálf strausts og dugnaðar. Stefna McGoverns, öldungadeildarþingmanns, byggir á hugmyndinni um ,,vel- fcrðarrikið”. Sú stefna endar I Þá veit maöur scm sagt hvaða álit Bandarikjaforseti hefur á þcirri stjórnmálastcfnu. scm gcrt hcfur Norðurlöndin að fyrirmyndum annarra rikja i þessum heimi, og þvi fólki, sem þau lönd byggir. Föstudagur 8. september 1972 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.