Alþýðublaðið - 09.09.1972, Side 3

Alþýðublaðið - 09.09.1972, Side 3
Þá var öldin önnur: Lénharður fógeti færður upp í Iðnó 1913 ER NÚ TJALDIÐ FALLIÐ - ÁÐUR EN ÞAÐ FER UPP? Litlar likur virtust á þvi i gær- kvöldi, aö samningar tækjust milli hússtjórnar Iðnó og Leik- félags Reykjavikur um húsaleigu félagsins, og aö leikstarfsemi félagsins geti hafizt á tilsettum tima. Fyrsta auglýsta sýning félagsins á þessu hausti átti að verða i kvöld á „Dóminó” eftir Jökul Jakobsson, Guðmundur Pálsson, fram- kvæmdastjóri Leikfélags Reykja- vikur. sagði i gær, þegar Alþýðu- blaðið hafði samband við hann: „Málið stendur þannig i dag, að lagður hefur verið fyrir okkur samningur, sem við treystum okkur engan veginn til að ganga að. Þessi samningur, ef sam- þykktur yrði, þýddi um 50% hækkun á húsaleigu okkar miðað við siðastliðið leikár. Eins og sakir standa er svolitið erfitt að koma viö samningum i þessu efni, þar sem formaður hússtjórnar lagði fram drög að samningi, áður en hann fór af landi brott, og gaf áöur aðeins umboð til fulltrúa hússtjórnar að undirskrifa þetta samningsupp- kast og ekkert annað”. Guðmundur sagði ennfremur: „Til beinna aðgerða af hálfu hús- stjórnar hefur ekki komið enn, að öðru leyti en þvi, að skipt hefur verið um læsingu á aðgöngumiða- sölunni. Hins vegar hefur okkur verið hótað, að húsinu verði alveg lokað með fógetavaldi. Var talað um, að þær aðgerðir kæmu til fram- kvæmda nú um hádegið, en ekk- ert slikt hefur gerzt enn nú sið- degis”. Guðmundur Pálsson sagði i samtalinu við blaðið, að á siðast- liðnu ári hefði félagið greitt i húsaleigu til Iðnó tæplega 1.800.000.00 krónur, en nú sé farið fram á að húsaleigan verði tæp- lega 2.700.000.00 krónur, og er þar um 50% hækkun að ræða. Guðmundur benti á i samtalinu, að Leikfélagið hefði engar aðrar tekjur af starfsemi sinni en þær, sem fengjust af sætanýtingu. Guðmundur kvað félagið aðeins leigja sjálfan áhorfendasalinn, sviðið, búningsklefa, og litla skrifstofu i Iðnó, en auk þess fatageymsluna, þegar leiksýn- ingar stæðu yfir. „Hins vegar er veitingarekst- urinn i húsinu alls ekki á okkar vegum”, sagði Guðmundur, og Framhald á 2. siöu. Ovenjumiklum slysadegi lauk með banaslysi MIKLAR ANNIR LÖGREGLU Litil telpa beið bana i gærdag i einhverri mestu slysahrynu sem gengið hefur yfir Reykjavik i langan tima. Litla telpan varð fyrir bil á sjö- Útlend kona var flutt í ofboöi á Borgarspitalann i gær. Hún var stórslösuö að sögn. Ilún var i bil sem valt i uppsveitum Árnessýslu. Læknirinn i Laugar- ási var yfir henni á leiðinni. unda timanum i gær, skammt frá Laugabóli við Nesveg. Þá slösuðust átta aðrir i um- ferðinni i Reykjavik i gær, enginn þeirra þó lifshættulega, en nokkr- ir talsvert. Það var laust eftir klukkan eitt i gær að árekstrarnir urðu hver af öðrum, og hafði lögreglan varla undan að sinna útköllum. Varð alls 21 árekstur frá klukkan eitt til sjö, þar sem átta slösuðust og einn beið bana. Það urðu þó ekki eingöngu um- ferðarslys á þessum tima i gær, þar sem sjúkrabilarnir fluttu að auki átta manns vegna annarra slysa og höfðu nokkur þeirra átt sér stað innanhúss eða á vinnu- stöðum, en að sögn varðstjóra er þetta óvenjumikið á einum degi. Auk þess fluttu sjúkrabilarnir 11 sjúka menn. Að sögn lögreglunnar er þetta alveg óskiljanlegt þar sem akstursskilyrði voru ágæt, i allan gærdag, götur þurrar og bjart yfir. FISCHER KOMINN A FLAKKSKONA Ég má varla vera að þvi að tala við þig núna, Fischer biður nefni- lega eftir mér og við erum að skreppa út á land, sagði Sæmund- ur Pálsson, fylgdarmaður Fischers, er blaðið náöi tali af honum i gær. Sæmundur stal þó einni minútu af tima sinum og heimsmeistar- ans. og sagði að nú hygðist Fischer skoða sig um á lslandi og kikja á nokkra merkisstaði. Hann talar um að vera hér i viku til tiu daga, sagði Sæmund- ur. og flakka svolitið um, enda er hann búinn að ljúká flestum eða öllum sjón^rps- og blaðaviðtöl- um, sem hann átti von á, og leikur nú á als oddi. Það er ekkert ákveðið hvert við förum, en i dag ætlum við bara að skjótast út úr bænum og koma aftur i kvöld. - 24 AD NORPA f 50 M1A0RINIIM Landhelgisgæzlan gerði taln- ingu á erlendu togurunum á mið- unum hér við land i gær og töldust þeir vera 59 talsins og virðist skipunum fyrir Austurlandi hafa fækkað frá þvi sem verið hefur undanfarna daga. Skilyrði til talningar voru frem- ur erfið vegna veðurs fyrir Norð- TÖFLUM FJÖLGAR Á SUÐUREYRI Rannsókn eiturlyfjamálsins á Suðureyri er enn haldið áfram og hefur fjöldi manns verið yfir- heyrður. Blaðiö hafði enn sam- band við Sturlu Jónsson, hrepps- stjóra á Suðureyri i gær, og sagði hann, að nú væri búið að yfir- heyra nær alla viðriðna málið, að undanteknum nokkrum aðilum , sem farnir voru til Reykjavikur, en haft verður samband við þá. Kkkert verulega nýtt hefur komið fram i málinu, nema hvað ljóst er, að þúsundir af töflum voru i umferð. fleiri en haldið var i upphafi. Sturla vildi þó ekkert reyna að gizka á fjöldann, þar sem mikið væri um missagnir, og loðnar upplýsingar i yfirheyrsl- unum. Piltarnir tveir sem sögðust hafa stolið töflunum i sjúkraskýl- inu á Þingeyri, eru enn i varð- haldi.og sýslumaður fór til Þing- eyrar i gær til að kanna, hvernig á þvi stendur, að læknirinn saknar mun minna magns, og sýslumað- ur fór til Þingeyrar i gær til að kanna, hvernig á þvi stendur, að læknirinn saknar mun minna magns, en i umferð var. - austurlandi i gær. Hugsanlegt er, að einhverjir brezku togararnir sem komu hingað á miðin um mánaðamótin, séu af eðlilegum ástæðum farnir heim til löndunar og til að hvila mannskapinn. Alls töldust 33 brezkir togarar vera að veiðum, þar af voru 24 norðvestur og norður af Vest- fjörðum, allir djúpt úti og i grennd við 50 milna mörkin. 9 brezkir togarar voru að veiðum langt innan við 50 milna mörkin úti fyrir Austurlandi. 5 brezkir togarar voru á siglingu, er talning fór fram, og voru 4 þeirra langt innan við nýju fiksveiðimörkin. 18 vestur-þýzkir togarar voru við veiðar á tslandsmiðum i gær og reyndust þrir þeirra innan islenzku fsikveiðilandhelginnar. Tvö færeysk veiðiskip voru á miðunum i gær og eitt belgiskt. Landhelgisgæzlan heyröi i gær til „Áróru”, fneigátu hennar hátignar Bretadrottningar, i stefnu á Færeyjar frá Austur- landi. Samkvæmt upplýsingum Haf- steins Hafsteinssonar, blaðafull- trúa landhelgisgæzlunnar virtist brezka fneigátan vera talsvert djúpt undan eftir styrkleika send- ingarinnar, sem landhelgisgæzl- an heyrði i gær, að dæma,- A FERÐ OG FLUGI Hálft tólfta þúsund útlendinga sótti okkur heim i siðastliðnum mánuði og um 5,450 Islendingar sneru heim á sama tima. Af öllum þessum þúsundum ferðuðust aðeins um fimm hundr- uð með skipum. VERKAMENN Áburðarverksmiðju rikisins vantar nokkra verkamenn i fasta vinnu. Nánari upplýsingar hjá verkstjóra á staðnum á mánudag milli 10 og 12 fyrir hádegi. ÁBURÐARVERKSMIÐJA RÍKISINS Gufunesi HÁLFS DAGS STARF Iðnaðarráðuneytið óskar að ráða konu til vélritunar og almennra skrifstofustarfa hálfan daginn. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist iðnaðarráðuneyt- inu fyrir 20. september. Iðnaðarráðuneytið 8. september 1972. RITARI Ritara vantar til afleysinga við Klepps- spitalann i 3 mánuði, frá 1. október að telja. Laun samkvæmt launakerfi rikisins. Umsóknum, er greini aldur, menntun og fyrri störf, sé skilað til skrifstofunnar, Eiriksgötu 5, fyrir 22. september n.k. Umsóknareyðublöð á skrifstofu rikis spitalanna. Reykjavik, 8. september 1972. Skrifstofa rikisspitalanna. Laugardagur 9. september 1972 3

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.