Alþýðublaðið - 12.09.1972, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.09.1972, Blaðsíða 1
„LYKILMAÐURINN" ER VÆNTANLEGUR Við skýrðum frá því I siðustu viku, að rannsóknarlögregian i Hafnarfirði hefði komizt yfir nýjar uppiýsingar i Hamranes-. málinu og „lykilmanns” væri leitað erlendis. Nú hefur iögreglan i viðkomandi landi haft uppi á manninum. Bæjarfógetaembættið i Hafnarfirði hefur óskað eftir þvi við þar- lend yfirvöld, að maðurinn veröi framseldur. Það gekk greiðlega og er maðurinn væntaniegur hingað til lands siðari hluta vikunnar. Þá verður hann yfirheyrður, og ef þær upplýsingar, sem rannsóknarlögregian hefur aflað sér reynast réttar, má búast við þvi, að svar um það, hvers vegna skipið sökk, liggi loks fyrir. DROTTINN AAINN DÝRI! Þetta er það sem hefur einkennt alla knattspyrnu Vikinga I sumar, — ieikmaður gripur um höfuðið eftir að hafa skotið fram hjá marki. Framan af sumri skoruðu Víkingar ekki eitt einasta mark, en undir haustið fór heldur að lagast. Það dugði þó ekki tii, og i úrsiitaleik um botnsætið i 1. deild töpuðu þeir fyrir KR á iaugardaginn, og þar með hafa Vikingar enn á ný faiiið niður i 2. deild. Undanfarin ár hafa þeir rásað þannig milli deilda, og nú eru það Akureyringar, sem komast upp i 1. deild. Það er Gunnar örn, sem þarna gripur um höfuðið, en á iþróttasiðu er sagt frá öllum knattspyrnuvið- buðum helgarinnar. Þar er lika ágrip ailra siðustu viðburða ólympiuleikanna I Munchen. TfUNDI HVER .KEFLVfKINGUR’ ER REYNDAR BANDARISKUR! bað litur út fyrir að einn af hverjum tiu „Keflvikingum” sé Bandarikjamaður. Þeir hafa nú á leigu hátt i 200 ibúðir i bænum, og má reikna með, að i þeim búi um 600 manns, en Keflvikingar eru tæplega sex þúsundir. Þrátt fyrir tilfinnanlegan skört á leiguhúsnæði i Keflavik, svo að ungt fólk og aðkomufólk á i það miklum erfiðleikum að margir hröklast burtu, virðast Banda- rikjamennirnir geta valið úr hús- næði. Ástæðan mun m.a. vera sú, að þeir borga mun hærri leigu en gengur og gerist. Þannig hefur blaöið fengið það staðfest, að al- geng leiga á þriggja herbergja ibúðum sé 15 til 20 þúsund krón- urá mánuði, ef Bandarikjamenn eiga i hlut. Við þetta bætist enn, áð þessi 10% „Keflvikinga” greiða bæjar- félaginu engin bein gjöld, og bær- inn hefur hverfandi tekjur af leigutekjum ibúðaeigenda. Nokkur urgur hefur verið i mörgum Keflvikingum að undan- förnu vegna þessa, og á bæjar- stjórnarfundi, sem haldinn var þar nýlega, var málið tekið fyrir. Karl Sigurbergsson benti m.a. á, að bæjarbúum væri það nú ljóst, að búseta útlendinga i Framhald á bls. 4 Mættu til Áhugamál Búkollu: ferðalög, lestur góðra bókmennta, útreiðar og Að sögn lögreglunnar á Akranesi var þarna um að ræða 15 til 20 kvenna hóp, vegfarendur voru að skoða rauðsokkurnar. Rauðsokkurnar höfðu með sér fulltrúa til keppninnar sem var ung kviga, og að sögn sjónar- votta hin snotrasta, og vildu þær fá kvíguna sem fegurðardrottningu. Kvigan náði þó ekki út- nefningu, enda mun keppnin eingöngu ætluð fegurðar- dans, var letrað stórum stöfum á eitt mótmæla- spjaldanna, sem Septem- sem tók sér stöðu fyrir utan samkomuhúsið, þegar gestir voru að keppni — berhreyfing rauðsokka í Reykjavík hafði með sér upp á Akranes á sunnu- dagskvöldið, til að mót- mæla fegurðarsam- keppni, sem fór þar fram streyma á fegurðarsam- keppnina. Mótmælin fóru friðsam- lega fram nema hvað nokkur umferðartöf varð um tíma þegar forvitnir með kvígu um kvöldið. FfKNI- LYFIN FYRIR SAKA- DÚMI VITNALEIÐSLUR HAFNAR Vitnaleiðslur vegna meints misferlis lækna við ávisanir á örvandi og róandi lyf, hófust i sakadómi Reykjavikur i gær. Kristján Pétursson, tollvörður, var yfirheyrður fyrir luktum dyr- um og fékk Alþýðublaðið þær upplýsingar i gær, að hann hefði gefið upp nöfn á fjölmörgum aðil- um, sem misnota þessi lyf. Rannsóknin fer fram vegna óskar Læknafélags fslands, en sú ósk er tilkomin vegna siendurtek- inna skrifa um þessi mál snemma á árinu. Gagnaöflun i málinu hefur farið fram allt frá þvi ósk Læknafé: lagsins barst og hefur sakadómur Reykjavikur m.a. undir höndum skýrslu frá landlæknisembættinu um þessi mál. Alþýðublaðið hafði samband við Jón Abraham ölafsson, saka- dómara i gær og innti hann fregna af rannsókninni. Hann sagði, að málið væri enn á gagnaöflunarstigi og þvi væri litið hægt að segja um það að svo stöddu. Hann gaf okkur þó þær upplýs- ingar, að við yfirheyrslurnar hefði Kristján gefið upp nöfn á að- ilum, sem að hans dómi misnota örvandi og róandi lyf, og að ein- hverjir þeirra myndu verða yfir- heyrðir siðar. Jón vildi ekki á þessu stigi málsins segja hvort við yfir- heyrslurnar hefðu verið nefnd nöfn lækna, sem væru sérstak- lega grunaðir. AÐEINS FJÖRIR VESTUR-ÞÝZKIR INNAN LÍNU Samkvæmt siðustu talningu Landhelgisgæzlunnar, sem var gerð á sunnudagskvöldið, eru 76 erlendir togarar við landið, af þeim 23 vestur-þýzkir, en hinir eru allir brezkir. Af vestur-þýzku Framhald á bls. 4 NÝSIALENDINGAR VIUA 50, BLS. 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.