Alþýðublaðið - 12.09.1972, Síða 3
TVÆR SÖGUR ÚR ATVINNULÍFINU
Allt frá síðustu áramót-
um hefur meginþorri
vinnufærra ibúa Hofsóss
verið atvinnulaus, þar
sem nær engin verkefni
hafa verið fyrir aðalfyrir-
tæki staðarins, frystihús-
ið. Þar hefur aðeins verið
unnið 8-12 daga mánaðar-
ins það sem af er árinu.
Þóröur Kristjánsson, verk-
stjóri i Hraöfrystihúsinu h.f.,
sagði i viðtali við Alþýðublaöið i
gær, að um siðustu mánaðamót
hafi 33 verið atvinnulausir á
Hofsósi, og svipaður fjöldi hafi
verið atvinnulaus að mestu það
sem af 'sé þessu ári.
Um aðra atvinnu en við frysti-
húsið er varla að ræöa, sagði
Þórður okkur þar er aðeins eitt
annað fyrirtæki, sem hefur veitt
sæmilega atvinnu undanfarið,
vélaverkstæðið Stuðlaberg h.f.,
en þar starfa fjórir menn.
Nokkrir hafa starfað i sumar
við stækkun barnaskólans og við
félagsheimilið og þá eru aðeins
þeir ótaldir, sem vinna við
verzlun á staðnum.
Frá Hofsósi er aðeins geröur
út einn stór bátur, örninn, sem
er 250 tonn, og auk hans fjórir
litlir bátar. Afli allra þessara
háta hefur verið tregur, ekki
Framhald á bls. 4
HÉRER
SLEGIST
HVERN
VINNANDI
MANN
,,Ef frystihúsin loka ekki
vegna rekstrarörðugleika, þá
gera þau þau það vegna mann-
eklu, ef ekki vegna manneklun-
ar, þá vegna þess að bátarnir
hætta að róa vegna brostins
rekstrargrundvallar, og ef ékki
af þvi, þá vegna stórminnkandi
afla á öllum miðum.”
Þetta var tónninn i einum
frystihúsamanninum fyrir
helgi, þegar Alþýðublaðið kann-
aði ástandið hjá atvmnuvegun-
um vegna skorts á vinnuafli.
Barði Friðriksson hjá Vinnu-
veitendasambandinu átti von á
meiri fólkseklu i vetur en
nokkru sinni fyrr. Hann kvað
eftirspurn eftir fólki sjaldan eða
aldrei hafa veriö jafnmikla, og
nú bættist þaö ofan á, að skóla-
fólkið hyrfi frá störfum og inni i
skólana.
Framhald á bls. 4
Þeir leita að vinnuaflinu með logandi ljósi um
þessar mundir, frystihúsamennirnir: unga fólk-
ið er að hlaupa frá þeim og hverfa inn i skólana.
Hér eru tvær, sem visast þarf að leysa af hólmi
næstu dagana — séu þær ekki þegar hættar.
EN k HOFSðSI ER VINNU-
MÁNUDURINN RÚM V1IU!
NÝSJÁLENDINGAR VILJA
GJARNAN FÁ 200 MÍLUR
Ný-Sjálendingar hugleiða nú
ráðstafanir til þess að vernda
fiskistofnana á miðunum um-
hverfis land sitt og eins og komiö
hefur fram i fréttum hafa ýmsir
aðilar þar i landi hugleitt einhliöa
útfærslu fiskveiðilandhelgi i þvi
sambandi. Meðal annars munu
forráðamenn fiskiðnaðarins I
landinu hafa óskað eftir þvl, aö
stjórnvöldin færðu landhelgina út
i 75 milur.
Engin slik ákvörðun hefur verið
tekin af ný-sjálenzku stjórninni,
eins og þó hefur mátt skilja á
sumum hér á tslandi. Þvert á
móti hefur stjórnin ákveöið aö
biða eftir ákvörðun hafréttarráð-
stefnunnar — m.a. i þeirri von, aö
ekki verði aðeins um aö ræöa 75
milna fiskveiöilögsögú i niður-
stöðum hennar, heldur allt að 200
milna fiskveiðilögsögu I einhverri
mynd. Vill ný-sjálenzka stjórnin
þvi ekki binda sig fyrirfram við 75
milurnar.
Alþýðublaðið hefur undir hönd-
um uppskrift umræðna um mál
þetta, sem uröu i fulltrúadeild ný-
sjálenzka þingsins siðari hluta
júnimánaðar s.l. Fulltrúadeildar-
þingmaðurinn Sir Basil Arthur
frá Timaru spyr utanrikisráð-
herrann, hvort ný-sjálenzka
stjórnin hyggist styöja tillögur
stjórnarnefndar fiskiönaðarins
um tafarlausa útfærslu fiskveiði-
landhelginnar i 75 mflur.
Sjávarútvegsráðherrann, sem
svarar fyrir hönd utanrikisráð-
herrans, segir svo i svari sinu:
„Alþjóðareglur viðvikjandi
spurningunni um fiskveiðilögsögu
taka nú örum breytingum. Rétt-
indi strandrikja til hagnýtingar á
fiskistofnum eru i athguun hjá
S.Þ. til undirbúnings ráðstefnu
um hafréttarmál, sem halda á
næsta ár. Fulltrúar Nýja-Sjá-
lands i hafsbotnsnefndinni hafa
nú þegar lagt á þaö þunga
áherzlu, að núgildandi reglum
verði breytt strandrikjum i vil og
hafa látið I ljós stuðning við hug-
myndina um viðáttumikið fisk-
veiðistjórnunarsvæði, þar sem
strandrikiö þafi tvenns konar
réttindi: i fyrsta lagi geti sett |
fiskimönnum af öllum þjóðum
reglur um veiði- og verndunar-
mál og I öðru lagi geti stiað fiski-
mönnum annarra þjóöa brott af
viðkomandi svæöi að svo miklu
leyti, sem strandrikið hefur sjálft
aðstööu til þess aö gjörnýta fiski-
stofnana, sem þar eru.
Mörk sliks svæöis eru samning-
um háð, en það, sem fyrir rikis-
stjórninni vakir, er svæði, sem
nær allt út að 200 milum frá
ströndum. Slikt myndi hafa I för
með sér miklu meiri vernd, en til-
laga stjórnarnefndarinnar.”
ÁKÆRÐ-
UR FYRIR
25M0RD
Réttarhöld i einhverju óhugn-
anlegasta og mesta fjöldamorð-
máli i glæpasögu Bandarikanna
eru nú hafin i borginni Fairfield i
Kaliforniu.
Fertugur maður, Juan Vallejo
Corona að nafni, hefur nú verið
ákæröur fyrir morð á 25 landbún-
aðarverkamönnum. Lik fórnar-
lambanna fundust fyrir um það
bil 16 mánuðum, en þau höfðu
verið grafin á ávaxtaökrunum i
grennd við smábæinn Yuba City.
Fórnarlömbunum hefur augljós-
lega verið misþyrmt og þau drep-
in með frumstæðum vopnum og
likin siðan grafin i frjósamri jörð-
inni meðfram ánni Feather Riv-
er.
Fórnarlömbin voru menn, sem
höfðu orðið undir i lifsbaráttunni,
allir einstæðir, drykkfelldir, mið-
aldra hvitir menn. Þeir eyddu
timanum gjarna á skitugustu
veitingahúsunum i Yuba City og
biðu eftir þvi, að einhver kæmi og
réði þá til starfa við haustupp-
skeruna.
Corona, sem nú hefur verið
ákærður fyrir morö á 25 landbún-
aðarverkamönnum, er þekktur
og vel látinn athafnamaður, sem
hvorki reykir né drekkur. Hann
hafði meðal annars atvinnu af þvi
að ráða menn til starfa viö
ávaxtauppskeruna i Sacramento
dalnum.
Corona var handtekinn um
svipað leyti og likin fundust, en
hann hefur haldiö fast við það, að
hann sé saklaus. En lögreglu-
stjórinn lagði fram mörg gögn i
málinu, sem benti til sektar hans.
Haft er eftir lögreglustjóran-
um: ,,Ég er viss um, að við höfum
náð manninum, sem ber ábyrgð á
þessum viðbjóðslegu moröum”.
Siðar var samt upplýst, að gall-
ar hafi verið á lögreglurannsókn
málsins. Nú er álitiö óvist, hvort
ákæruvaldinu tekst að sannfæra
réttinn um sekt Corona. —
3.3 milljónir
í sjóðinn
AIls hafa nú safnazt um 3,3
milljónir króna i Landhelgis-
sjóðssöfnuninni til styrktar Land-
helgisgæzlunni.
Framlög hafa ekki aðeins bor-
izt frá islenzkum félágasamtök-
um, stofnunum og einstaklingum,
heldureinnigeriendis frá. Þannig
hefur Grænlendingur að nafni
Peter Berg, en hann er búsettur i
Egedsminde á vesturströnd
Grænlands, sent Landhelgissjóði
10 kr. danskar ásamt bréfi, þar
sem segir m.a.: „Matte torsken
leve og det islandske samfund
derved besta. — Godt mod! —
Einnig hafa 100 krónur danskar
borizt frá Dana nokkrum, Friis að
eftirnafni; sendi hann framlagið
til islenzka sendiráðsins i Kaup-
mannahöfn.
Landhelgissjóðssöfnunin hefur
enn ekki verið skipulögð aö öðru
leyti en þvi að opnaöur hefur ver-
ið giróreikningur, NR. 11000, sem
fólk getur lagt framlög sin til
Landhelgissjóðs inn á.
Þá munu bankarnir hver um
sig hafa opnað sérstaka reikninga
hjá sér vegna Landhelgissjóðs-
söfnunarinnar og þar getur fólk
einnig afhent framlög i sjóðinn.
Hjalti Zóphaniasson lögfræð-
ingur hjá dómsmálaráðuneytinu,
hefur umsjón með söfnuninni, unz
framkvæmdastjóri hefur verið
ráðinn til að veita söfnuninni for-
stöðu.
Hjalti tjáði Alþýðublaðinu i
gær, að þegar hefðu safnazt um
3.3 milljónir og væri vitað, að
fleiri framlög væru á leiðinni.
Stærstu framlögin, sem borizt
hafa hingað til, eru frá eftirtöld-
um aðilum: Frá Reykjavikur-
borg, ein milljón króna, frá Is-
Framhald á bls. 4
5
Þriðjudagur 12. september 1972