Alþýðublaðið - 12.09.1972, Side 8
LAUGARASBÍÚ simi 1,2075 KÖPAVOGSBÍÓ
Simi 419S5
WILLIE BOY
Ég er kona
"TELLTHEM
WILLIE BOY
IS HERE”
Spentiandi bandarisk úrvalsmynd
i litum og panavision gerð eftir
samnefndri sögu (Willie Boy) eft-
ir Ilarry Lawton um eltingarleik
við Indiána i hrikalegu og fögru
landslagi i Bandarikjunum. Leik-
stjóri er Abraham Folonski er
einnig samdi kvikmyndahandrit-
ið.
íslenzkur texti
Sýnd kl. 5, 7 og !)
Bönnuð börnum innan 14 ára.
HAFHARBÍÚ
Simi IKI4I
ÓGNVALDURINN
Spennandi og hrollvekjandi ný lit-
mynd um dularfulla óvætt, sem
veldur ógn og skelfingu.
islenzkur texti.
Bönnuð innan 16 ára,
sýnd kl. 5. 7. 9, og 11.
TÓNABÍÓ
Simi :tUH2
VISTMAÐUR
Á VÆNDISHÚSI
(„OAILY, GAILY”)
iii wasuiiimuiiNaMiwiMim
A NORMAN JEWISON FILM
C010R ®
llnilnd Ai-lists
mtileg og fjörug gaman-
i um ungan sveitapilt er
ir til Chicago um siðustu
og lendir þar i ýmsum
■ islenzkur texti —
Leikstjóri: Norman Jewison
Tónlist: Hcnry Mancini.
Aðalhlutverk: Beau Bridges,
Melina Mercouri, Brian Keith,
George Kennedy.
Sýnd kl. 5, 7 og 9. Slöasta sinn.
Bönnuð börnum innan 12 ara.
#ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
SJALFSTÆTT FÓLK
sýning laugardag kl. 20.
Miðasala 13.15 til 20. Simi 1-1200.
venju djörf og spennandi, dönsk
litmynd gerð eftir samnefndri
sögu Siv Holm’s.
Aðalhlutverk:
Gio Petre
Lars Lunöe
lljördis Peterson
Endursýnd kl. 5,15 og 9.
Bönnuð innan 16 ára.
HAFNARFIARBARBIÚ
Simi 5024!)
Nafn mitt er „Mr. TIBBS"
(„They Call Me Mister Tibbs”)
The laM ttme VirCll Tlbtoe had a Hke Ihbi vhw
“InThe Heat Of The Nliíhf
f Ö
Afar spennandi, ný, amerisk
kvikmynd i litum með Sidney
Poitier i hlutverki lögreglu-
mannsins Virgil Tibbs. sem frægt
er úr myndinni ,,i
Næturhitanum”.
Leikstjóri: Gordon Douglas
Tónlist: Oincy Jones
Aðalhlutverk: Sidney Poitier
Martin Landau - Barbara McNair
- Anthony Zerbe -
íslenzkur texti
Sýnd kl. 9.
Bönnuð börnum innan 14 ára
STJðRNUBÍÓ -n, is!):io
UGLAN OG LÆDAN
(Tha owl and
the pussvcat) Islenzkur texti.
Aöalhlutverk
Barbara Streisand, George Segal.
Erlendir blaöadómar: Barbara
Streisand er orðin bezta grinleik-
kona Bandarlkjanna Saturdey
Bcview. Stórkostleg myndj
Syndicated Columnist. Eina af(
fyndnustu myndum ársins
Woincns Wear IJaily. Grinmynd
af beztu tegund Times.Streissand
og Segal gera myndina frábæra
News Week.
Sýnd kl. 7 og !).
Bönnuö börnum innan 14 ára
Siðustu sýningar.
F]ineygði sjóræninginn
Spennandi kvikmynd.
Sýnd kl. 5.
HÁSKÚLABÍÚ
Simi 22140
Æ vintýra mennirnir
(The adventurer)
. i. .. hiíx A,
Stórbrotin og viðburðarik mynd i
litum og Panavision gerð eftir
samnefndri metsölubók eftir
Harold Robbins. t myndinni
koma fram leikarar frá 17 þjóð-
um. Leikstjóri Lewis Gilbert.
islenzkur texti
Stranglega bönnuð innan 16 ára
Sýnd kl. 5 og 9.
EIKFELA6
YKJAVÍKDR'
HcíK
ÍKDgB
DOMINO
EFTIR Jökul Jakobsson. Sýnin)
fimmtudag kl. 20.30.
Aðgöngumiðasalan I Iðnó er opii
frá kl. 14.
Simi 13191.
8'
Tugþraut.
Tugþrautarkeppni Olympiu-
leikanna lauk með sigri Rúss-
ans Nikolai Avilovs, sem hlaut
samtals 8454 stig og er það nýtt
heimsmet.
Seria Avilovs var: 100 m -11,0
— langstökk - 7,58 — kúlu-
varp - 14,36 — hástökk - 2,12 —
400 m - 48,5 — 110 m - 14,31 —
kringlukast - 46,98 — stangar-
stökk - 4,55 — spjótkast - 61,66 —
1500 m - 4.22,8.
Austurþjóðverjinn Joachim
Kirst sem flestir spáðu sigri
varð að hætta keppni eftir 110 m
grindahlaup vegna meiðsla.
Fyrir keppnina var Kirst talinn
sigurstranglegastur. Kirst er
Islendingum að góðu kunnur en
hann hefur keppt hér á Laugar-
dalsvellinum i tugþrautar-
keppni.
t öðru sæti varð landi Avilovs,
Leonid Litvinenko með 8035
stig, og þriðji varð svo Pólverj-
inn Ryszard Katus með 7984
stig.
Sentimetrastrið i kúlu-
varpi:
Nú er bleik brugðið. Aðeins
einn Bandarikjamaður á pallin-
um i kúluvarpi, og það i öðru
sæti. Það hefur ekki skeð i 36 ár,
að Bandarikjamenn eiga ekki
fyrsta mann i kúluvarpi.
Pólverjinn Komar náði sinu
lengsta kasti i fyrstu umferð og
var sem allan mátt drægi úr
Austur-Þjóðverjum og Banda-
rikjamönnum við þetta risakast
hans. Efalaust hefur hinn 32 ára
Pólverji sizt reiknað með sinum
sigri, þar sem bæði George
Woods og A1 Feuerbach hafa
kastað yfir 22 m á æfingum, og
hinir harðsnúnu Austur-Þjóð-
verjar undir stjórn Willi Khul
þjálfara sins, hafa æft mark-
visst og visindalega að þremur
efstu sætunum i þessari grein.
Úrslit:
1. Wladyslaw Komar Póllandi
21,18 m 01. met.
2. George Woods U.S.A. 21,17 m.
3. Hartmund Briesenick A-
Þýzkaland 21,14 m.
4. Hans-Peter Gies A-Þýzkaland
21,14 m
5. A1 Feuerbach U.S.A. 21,01 m.
Þær austur-þýzku unnu
ekki 1500 m hlaupið.
Austur-Þjóðverjar gera lftið
af þvi, eins og önnur austan-
tjaldslönd, að státa af fegurðar-
drottningum. En þeir geta
vissulega verið hreyknir af
hlaupadrottningum sinum, þvi
þær hafa hreinlega einokað
hlaupagreinar Olympiuleik-
anna, með fáum undantekning-
um. Ekki nóg með að þær sigri,
heldur eru þær oft tvær saman á
verðlaunapallinum.
1500 m hlaupið varð engin
undantekning frá reglunni. Þar
sigraði að visu Ludmille Brag-
ina frá Rússlandi, en A-Þjóð-
verjar áttu annað og fjórða sæti.
Var þetta eitt af fáu hlaupunum
sem þær unnu ekki, enda Brag-
ina i sérflokki.
1. Ludmille Bragina Rússlandi
4.01,4 heimsmet.
2. Gunhild Hoffmeister A-
Þýzkaland 4.02,8
3. Paola Cacchi Italiu 4.02,9
4. Karin Burneleit A-Þýzkalandi
4.04,1
Sjö fyrstu stúlkurnar hlupu
undir heimsmetstima þeim er
var fyrir 01. leikana.
Bandarikjamenn unnu
langstökkið.
Þrátt fyrir vonir V-Þjóðverja
tókst Hans Baumgartner ekki
að sigra i langstökkinu, þó hann
hafi höggvið nærri sigrinum.
Eftir að Randy Williams hafði i
fyrstu tilraun stokkið 8,24 m var
tilfinningin eiginlega sú, að eng-
um tækist að ræna hann sigrin-
um. Að visu gerði Baumgartner
heiðarlega tilraun til þess en án
árangurs.
Arnie Robinsson tókst að
tryggja Bandarikjunum þriðja
sætið, og óþekktur Ghanamaður
náði fjórða sæti. Mun honum
spáð mikilli framtið, með auk-
inni tækni.
Að visu urðu Þjóöverjar að
láta sér nægja annað sæti en
geta huggað sig við það, að
Heide Rosendahl sigraði i lang-
stökki kvenna. Gull og silfur i
langstökkskeppnunum er þvi
nokkuð góður afrakstur.
1. Randy Williams U.S.A. 8,24
m.
2. Hans Baumgartner V-Þýzka-
land 8,18 m.
3. Arnie Robinsson U.S.A. 8.03
m.
4. Joshua Owusu Ghana 8,01 m.
Viren sannaði ágæti
sitt og sigraði 5000 m
hlaupið:
Á Evrópumeistaramótinu i
Helsingfors var það Juha Váát-
áinen sem hélt uppi merki Finn-
lands i 5 og 10 km hlaupunum,
og hafði enda hug á þvi að end-
urtaka það i Munchen. En það
varð óvart ungur landi hans
Lasse Viren sem það gerði. Eft-
ir að hafa sýnt hina frægu
finnsku hörku i 10 km hlaup-
inum hvar hann datt en reis upp
aftur til þess að sigra, stal hann
leynivopni landa sins Vá'Stá'in-
ens, endasprettinum, og sigraði
örugglega á undan Túnisbúan-
um Gammoudi.
Þeir tveir sem fyrirfram var
taliö að mundu berjast um
fyrsta og annað sæti, börðust
um siðasta og næstsiðasta sæti
úrslitahlaupsins.
1. Lasse Viren Finnlandi. 13.26,4
min. Ol.met.
2. Mohamed Gammoudi Túnis
13.27.4 min.
3. Ian Stewart Bretlandi 13.27,6
min.
4. Steve Prefontaine U.S.A.
13.28.4 min.
Pekka Vasala og
finnska harkan.
Æstur til dáða af sigri landa
sins Viren i 5 km hlaupinu, gerði
Pekka Vasala sér litið fyrir og
sigraði Kenýamanninn Keino i
1500 m hlaupinu. Eftir að Jim
Ryun hafði enn á ný orðið fórn-
arlamb ótrúlegrar óheppni, var
Keino talinn öruggur sigurveg-
ari i 1500 m allavega eftir að
David Vottle hafði sýnt „aðdá-
unarverða” heimsku I undan-
rásum, og látið Danann Tom
Hansen ná frá sér þriðja sæti i
þeirra riðli. Ætli Vottle verði
jafn kokhraustur i framtiðinni?
I öllu falli ætti þetta að kenna
honum að bera meiri virðingu
fyrir keppinautum sinum.
Með ótrúlegri hörku á enda-
sprettinum tókst Vasala að
sigra, og var auðséð að þetta
urðu Keino mikil vonbrigði.
1. Pekka Vasala Finnlandi 3.36,3
min.
2. Kipchoga Keino Kenýa 3.36,8
min.
3. Rod Dixonn Nýja Sjálandi
3.37,5 min.
4. Mike Boit Kenýa 3.38,4 min.
Kringlukastið var
grein Melniks.
Faina Melnik frá Rússlandi
varein af mörgum, sem var tal-
in i hópi hinna öruggu sigurveg-
ara fyrirOl. leikana.Melnik var
lika ein af fáum, sem stóð við
þær vonir sem við hana voru
bundnar. Hún sigraði örugglega
i kringlukasti kvenna á nýju 01.
meti.
1. Faina Melnik Rússland 66,62
m. Ol.met.
2. Argentina Menis Rúmeniu
65,06 m.
3. Vassilka Búlgariu 64,90 m.
4. Tamara Danilova Rússlandi
62,86 m.
„Sætur” sigur i mara-
þonhlaupinu.
Loks eftir 64 ára bið unnu
Bandarikjamenn Maraþon-
hlaupið. Ekki nóg með að þeir
yrðu að biða allan þennan tima
eftir sigrinum i þessari klass-
isku grein. heldur reyndi þýzkur
unglingur að eyðileggja sæt-
leika siguraugnabliksins með
þvi að hlaupa fyrstur inn á leik-
vanginn. Að sjálfsögðu fögnuðu
landar hans honum ákaft áður
en hið sanna kom i Ijós. Fagn-
aðarlætin breyttust svo i grenj-
andi hlátur yfir.uppátæki pilts
og leiddi það af sér heldur ris-
lágan siðasta hring hjá Frank
Shorter.
1. Frank Shorter U.S.A. 2.12.19,7
klst.
2. Karel Pismont Belgiu
2.14.31.8 klst.
3. Mamo Wolde Eþópia 2.15.08,4
klst.
4. Kenneth Moore U.S.A.
2.15.39.8 klst.
Rússneskur sigur i há-
stökki.
Hástökkið var á margan hátt
risminna en oft áður, og var
Yuri Tarmark frá Rússlandi ör-
uggur sigurvegari. Að visu
reyndu þeir Junge frá A-Þýzka-
landi og Stones frá Bandarikj-
unum að halda i við hann, en án
árangurs.
1. Yuri Tarmark Rússlandi 2,23
m.
2. Stefán Junge A-Þýzkalandi
2,21 m.
3. Dwight Stones U.S.A. 2,21 m.
4. Herman Magert V-Þýzka-
landi 2,18 m.
A-þýzku „drottning-
arnar” enn að verki.
i 4x400 m boðhlaupi kvenna
gerðu a-þýzku hlaupadrottn-
ingarnar það ekki endasleppt,
heldur sigruðu á nýju heims-
meti. Var varla hægt að segja
að þær væru i keppni við hinar
stúlkurnar, heldur i keppni við
heimsmetstimann.
1. Sveit A-Þýzkalands 3.23,0
heimsmet.
2. Sveit Bandarikjanna 3.25,2
3. Sveit V-Þýzkalands 3.26,5
Þess má geta, að bandariska
stúlkan Kathy Hammond sem
hljóp siðasta sprett fyrir U.S.A.
fékk timann 49,2 sek. með fljúg-
andi starti og Monika Zehrt fékk
49.8 sek. Sem sé tvær stúlkur
undir 50 sek.
4x100 metra boðhlaup
karla.
1 4x400 m boðhlaupi varð
keppnin allt i einu spennandi,
þegar búið var að tilkynna að
Bandarikjamenn tækju ekki
þátt i þeirri grein. Varð bar-
áttan geysihörð en á enda-
sprettinum tókst Kenýa að
tryggí3 sér sigurinn. Hinn
þekkti brezki grindahlaupari og
bronzmaöur i 400 m grinda-
hlaupi David Hemery náði þeim
ótrúlega tima 43,4 sek. Að visu
fékk hann fljúgandi start, en
timinn er frábær þrátt fyrir það.
1. Sveit Kenýa 2.59,8 min.
2. Sveit Bretlands 3.00,5 min.
3. Sveit Frakklands 3.00,7 min.
4. Sveit V-Þýzkalands 3.00,9
min.
4x400 metra boðhlaup
kvenna.
í 4x100 m boðhlaupi kvenna
tókst Heide Rosendahl og fé-
lögum hennar að sigra, og
tryggja V-Þýzlcalandi enn ein
gullverðlaun. Var petta maup
hreint uppgjör á milli Vestur- og
Framhald á bls. 4
Þriðjudagur 12. september 1972