Alþýðublaðið - 12.09.1972, Side 12
m, Alþýöubankinn hf KÓPAVOGS APÚTEK Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Sunnudaga milli kl. 1 og 3 Q 1 SEHDIBiLASTÖWN HF
ÆTTUM AÐ VERA
VIÐBUNIR HAF-
ÍS HÉR í VETUR
,,Það var deilt á þaö, þegar
hafrannsóknarskipið Bjarni
Sæmundsson var sent norður-
fyrir Jan Mayen til að leita að
isjökum i sumar i stað þess að
halda áfram að leita að fiski, en
það er svo með frum-
rannsóknir, að þær eru nauð-'
synlegar þótt þær skili ekki
árangri strax", sagði Páll Berg-
þórsson veðurfræðingur, þegar
A.þýðublaðið leitaði frétta hjá
honum i gær um horfur á hafis i
vetur.
,,k>etta er i fyrsta sinn, sem
hafrannsóknir eru stundaðar
svo langt norðurfrá”, hélt Páll
áfram, ,,og ég er ánægður með
þetta íramtak Uafrannsóknar-
stofnunarjnnar. Þessar
rannsóknir sýna, að fyrir
norðan Jan Mayen er sjór mjög
kaldur. en al'tur á móti er hann
mildari hér við land en i meðal-
ári. Þessi staðreynd bendir til
SPÁR PÁIS
HAFA STAB-
IST 75%
þess, að við getum átt von á
köldum sjó hér við land, og þar
með hafis, i vetur.
Hins vegar eru þessir
straumar svo hægir, að
flöskur, sem hefur verið kastað
út i þá, voru sex mánuði á
leiðinni hingað, svo enn sem
komið er má ekki sjá með vissu
hvenær þessi kaldi sjór kemur
hingað. Kn sem stendur gefur
þessi mildi sjór við Island til
kynna, að það geti dregizt veru-
lega að ismyndun verði hér”.
Páll sagði, að mjög mikil-
vægt væri að gera isspár sem
l'yrst, jafnvel þótt þær verði
ónákvæmari fyrir bragðið. Séu
þær hins vegar ekki gerðar fyrr
en i janúar-febrúar geti isinn
verið kominn upp að landinu
áður en niðurstöðurnar séu
fengnar, og þá sé of seint aö búa
sig undir iskomuna.
llm sinar eigin hafisspár, sem
hann helur gerl árlega frá þvi
árið l!)(>9, sagði Páll, að hann
va'ri byrjaður á undirbúningi,
en lyki spánum i nóvemberlok
eða septemberbyrjun.
Af þeim fjórum spám, sem
hann hei'ur gert, hafa þrjár
staðizt vel. en ein, þ.e. i fyrra
brugðizt. Iog sagðist Páli vera
ána'gður með þá útkomu.
ENN EIHN ISRAELSXUR BORGARI
FYRIR SXOTÁRÁS SKÆRUIHIA
42 ára gamall starfsmaður
israelska sendiráðsins i Brussel
i Belgiu. Zadok Ophir að nafni.
var skotinn og alvarlega særður
á kalfihúsi einu i miðborg
Brussel á sunnudagskvöld.
Aðgerð var gerð á manninum,
sem fyrir árásinni varö, og telja
læknar nokkra von um. að hann
haldi lifi.
Zadok hafði farið til kaffi-
hússins til að eiga viðræður við
mannnokkurn. sem áðu'r hafði
haft samband við hann i gegn-
um sima og kynnt sig sem
Mohammed Karbah. 1 kaffi-
húsinu átti Zadok á fá nákvæm-
ar upplýsingar um fyrirhugaða
árás arabiskra skæruliða á
sendiráð israelsmanna i
borginni.
Lögreglan i Brussel lýsti i gær
eftir 29 ára gömlum Marokkó-
búa vegna morðtilraunarinnar
á Zadok. Hinn eftirlýsti heitir
Hassan ben AUah ben Salah
Juodat og er fæddur i
Casablanca 1943.
Þessi siðasta morðtilraun á
israelskum borgara i Vestur-
Evrópu er litin mjög alvarleg-
um augum i tsrael og eru menn
þar þrumu lostnirog fjallað var
um morðtilraunina á fundi
rikisstjórnarinnar i gærkvöldi.
Sýrlenzkur og tveir vestur-
þýzkir vinstri sinnaðir öfga-
menn voru handteknir á sunnu-
dagskvöld á flugvellinum i
Munchen, er þeir reyndu að
komast úr landi.
Hert hefur verið mikið á öllu
eftirliti á öllum flugvöllum i
Vestur-Þýzkalandi siöan
morðin voru framin i Munchen I
siðustu viku. Mennirnir þrir,
sem handteknir voru á sunnu-
dagskvöld, eru grunaðir um að
vera i tengslum við skæruliða-
samtökin, sem stóðu að baki
morðunum á israelska iþrótta-
fólkinu.
Lik skæruliðanna fimm, sem
létu lifið á Munchenflugvelli
fyrir skotum vestur-þýzku lög-
reglunnar, voru i gær send með
flugvél til Tripoli, höfuðborgar
Libiu. þar sem þau verða jarð-
sett i dag.
ARITU NARSKYLDA ALLRA VEGABREFA
Haft var eftir vestur-þýzka
innanrikisráðherranum Hans-
Dietrich Genscher i gær. að
Bonnstjórnin hefði i hvggju að
taka upp áritunarskyldu vega-
brcífa vegna ferða fólks frá öllum
Arabalöndunum.
Sagði ráðherrann. að þessi til-
laga væri liður i aðgerðunum til
að hindra fleiri ofbeldisverk af
hálfu arabiskra skæruliða i
Vestur-Þýzkalandi.
ltáðherrann sagði ennfremur.
að rikisstjórnin hefði ekki i
hyggju að endurskoða liigin um
réttindi útlendinga. sem dveldust
i landinu. en hins vegar yrði
ákvæðum laganna fylgt strangar
eftir en áður.
i Vestur-Þýzkalandi eru nú um
2.2 milljónir erlendra verka-
manna og námsmanna. þar af eru
um 50 þúsund fra' Arabalönd-
unum.
Vestur-þýzka öryggisþjónustan
hefur upplýst að á siðastliðnu ári
hafi 10 samtök Palestinumanna
veriö skráð i Vestur-Þýzkalandi.
MILUfiN DALA TIL
FJfiLSKYLDNANNA
Vestur-þýzka stjórnin tilkynnti i gærkvöldi að
hún hafi þegar afhent Kauða krossinum eina
milljón dollara. «8 milljónir islenzkra króna, til
styrktar fjölskyldum israelsmanna, sem létu
lifiö i Munchcn i siðustu viku.
Myndin er tekin á þvi augnabliki cr skærulið-
arnir sprengdu i loft upp þyrluna sem israelsku
iþróttamennirnir voru i á flugvellinum við
Furstenfeldbruck.
BYRJAÁ
BJARTI OG
BLÚMINU
Þegar tljaldið er dregið frá á
nýju leikári Þjóöleikhússins nú
á laugardaginn er það Sjálfstætt
fólk, sefn væntanlega verður
sýnt i 22. sinn fyrir fullu húsi, —
og þá verða þessar þrjár
heiðurskvinnur á sviðinu: Nina
Sveinsdóttir, Anna Guðmunds-
dóttir og Kmilia Jónsdóttir.
Leikurinn mun á næstunni
koina út hjá bókaútgáfu Helga-
fclls undir nafninu „Bjartur í
Sumarhúsum og blómið.”
Það er Róbert sem fer með
aöalhlutverkið f Sjálfstæðu
fólki, en leikstjórinn, Baldvin
Halldórsson, færði söguna i leik-
fornt ásamt Halldóri Laxness.
LANDjÐ
SKALF
OFTUM
HELBINA
Land hefur skolfið undir Suður-
nesjabúum all oft siðan á fimmtu-
daginn i siðustu viku, en sterkasti
kippurinn mældist i Keflavik
klukkan 15.22 á sunnudaginn, en
samkvæmt richterskvarða var
hann fjögur stig.
Jarðskjálftanna varð mest vart
i Grindavik og Krisuvik, og Ragn-
ar Stefánsson, jarðskjálftafræð-
ingur sagði við Alþýðublaðið i
gær, að upptökin séu i um 40-50
km. fjarlægð frá Reykjavik Það
þýðir, að upptökin eru skammt
norður af Grindavik, og þar i
vestur, jafnvel allt út i sjó.
Ragnar sagði, að kippur hefði
fundizt austur i Villingaholti i
Flóa klukkan þrjú á laugardag-
inn, en sá staður sagði hann að sé
mjög næmur fyrir jarðskjálftum,
sem eiga upptök sin á Reykja-
nesi.
Ekki sagði Ragnar, að upptök
þessa jarðskjálfta hafi verið
rannsökuð náið, það verði raunar
ekki gert strax. Venjan er sú, að
upplýsingum um jarðskjálfta er
safnað saman, en siðan gerðar
rannsóknir. sem ná yfir löng
timabil. Þessi vinnubrögð sagði
Ragnar. að séu viðhöfð vegna
skorts á vinnuafli, en hann er eini
starfandi jarðskjálftafræðingur-
inn á landinu.
ÁRASARMENNIRNIR
ENN í FANGELSI
Mennirnir tveir, sem réðust á
og misþyrmdu gestgjafa sinum i
Reykjavik föstudaginn 18. ágúst
sitja enn i fangelsi.
Rannsókn sem staðið hefur yfir
siðan. fer senn að ljúka, og verður
málið þá sent saksóknara rikisins
til ákvörðunar.
Maðurinn, sem fyrir árásinni
varð/ höfuðkúpubrotnaði og lá um
skeið mjög þungt haldinn á
Borgarspitalanum.
Hann er nú á batavegi og hefur
fengið að fara heim af sjúkrahús-
inu.
Annar árásarmannanna var
úrskurðaður i 60 daga gæzluvarð-
hald. en hinn i 30 daga.