Alþýðublaðið - 03.10.1972, Síða 1

Alþýðublaðið - 03.10.1972, Síða 1
SAMEININGARMAUN OG SAM- TÖK FRJÁLSLYNDRA - BAKSÍÐA LAMDI LEIGUBIL TIL OBOTA ölvaður maður gekk berserksgang á laugardagsnótt- ina og s'órskemmdi leigubifreið, en ökumaður og farþegar i bíln- um sluppu ómeiddir frá óðum árásarmanninum. Þetta vildi þannig til að farþegarnir f bilnum ætluðu að heimsækja manninn, sem hann kærði sig ekki um nærveru þeirra og rak þá með harðri hendi i burtu. Fékk hann þá frið um tima, en einhverrahluta vegna kom fólkið bráölega aftur, og á sama leigu- bílnum. Var þá manninum nóg boðið, og gekk hann i skrokk á bflnum. Fyrst lét hann grjótiö dynja á honum, en ekki þótti honum það nóg ráðning, svo að hann réðist að bilnum og sparkaði hann allan utan og lamdi. Þegar bflstjórinn kom farþeg- unum og bilnum loks undan, vantaði orðið framrúðuna i farartækið og báöar hliðar voru dældaðar og rispaðar, enda er tjónið upp á tugi þúsunda. Bflstjórinn kæröi þegar til lögreglunnar, sem handsamaði manninn. Við yfirheyrslur játaði hann strax brot sitt, og bætti meira aö segja við, að þetta muni hann hiklaust gera aftur, ef þörf krefði.— ÞAÐ ÁAÐ ROFA TIL Það iná búast viö þvi, að ekki rigni ýkja inikið i dag vestanlands, og jafnvel sjái til sólar öðru hvoru, sagði Páll Bergþórsson veðurfræðingur við Alþýðublaðið i gær. Annarsstaðar á landinu sagði liann, að góða veðrið mundi haldast, en einna bezt var það i gær á norðaustur- landi, þar var suð- lægur vindur Og þurrt. Við fáum þvi nokkra hvild frá haustgrámanum hér vestan 1 a n d s, þó rigningin sviki okkur nú ekki alveg frekar en fyrri daginn. Þessari rigningu ollu lægðir, sem ganga rigningarleiðina sina, norðaustur yfir Grænlandshaf, milli Vestfjarða og Græn- lands, og „grétu þótt þeim þætti gaman”, eins og Páll orðaöi það. Samkvæmt regl- um veðurfræðing- anna lauk sumrinu nú um siðustu helgi, þótt almanakið segi, að veturinn byrji ekki fyrr en 21. októ- ber. En samkvæmt þessari reglu hefur Páll Bergþórsson reiknað út meðalhita sumarsins, og út- koman varð sú, að hann var að ineðal- tali 0,6 gráðum undir meðallagi hinna 30 sumra 1931 — 1960, DOKAO VID MED FRVSTIHÚSIH Ekki náðist samkomulag um fiskverðið á löngum fundi i Verð- lagsráði sjávarútvegsins i gær. Ber enn mikið á milli hjá fulltrú- um i ráðinu. Boðaö hefur verið til nýs fundar i dag. Frystihúsin hafa ekki enn boð- að stöðvun, forráðamenn þeirra biða átekta og sjá hverju framvindur i Verðlagsráöinu. Þó er ljóst, að um vinnslu verður ekki að ræða hjá húsunum nema rétt fram i vikuna. Bátaflotinn er að stöðvast eins og fram kemur i annarri frétt hér á siðunni, og þvi mun enginn afli berast þegar liða tekur á vikuna, nema þá frá tog- urum, sem koma af veiðum. Fulltrúar i Verðlagsráði hafa verið fáoröir um það, hvernig gengur að koma saman fiskverð- inu. Þó er ljóst, að þaðgengur stirðlega, enda bar mikið á milli. Getur svo farið, að verðákvörðun verði visað til yfirnefndar Verð- lagsráðs. Útgerðarmenn eru óánægðir með þær ráðstafanir, sem heyrzt hefur að Lúðvik Jósepsson ætli að gripa til, frystiiðnaðinum til bjargar, þ.e. nota til þess hina ýmsu sjóði sjávarútvegsins. Vilja útgerðarmenn meina að þetta séu þeirra eiginn sjóðir, þeir hafi sjálfir borgað i þá. Hins vegar vilja þeir frekar fá peninga sjóð- anna til ráðstöfunar en ekki neitt. Það er eins og einn útgerðar- maður orðaði þaö i samtali við blaðið i gær: „Það er allt betra en að loka húsunum”. ... OG BULLANDI TAP HIA TOGURUNUM ,,Að óbreyttu sé ég ekki hvernig togaraútgeröin lifir þennan mánuð af”, sagði einn framámaður i togaraútgerðinni i samtali við blaðið í gærkvöldi. Togaraútgerðin stendur núna mjög höllum fæti fjárhagslega, og ekk- ert nema stuðningur rikisins getur orðið til þess að togararnir veröi áfram gerðir út. Togaraeigendur eiga nú i viðræðum viö rikisvaldið, og hefur heyrzt, að það sé ekki allt of áfjátt að opna pyngjuna til hjálpar. Togaraútgerðin hefur verið rekin með bullandi tapi i sumar. Hafa ýmsar tölur verið nefndar svo sem að Útgerðarfélag Akureyringa hafi tapað 20 milljónum aðeins i sumar. Hafi staöið til að leggja einhverjum af togurum félagsins. Það var já Mcirihluti dönsku þjóöar- innar sagði JA i þjóðarat- kvæöagreiðslunni i gær um aðild Danmerkur að Efna- hagsbandalagi Evrópu. Dan- mörk verður þannig eina norræna landið, sem aðili verður að Efnahagsbandalagi Evrópu og tengiliður þess viö Norðurlönd. 57,2% greiddu atkvæði me aðildinni að EBE, en 32,8% greiddu atkvæði gegn henni. Aldrei hefur þátttaka verið meiri i kosningum i Dan- mörku, en 89,9% þeirra, sem á kjörskrá voru, neyttu at- kvæðisréttar sins i gær. Ljóst var strax um hálf Uu leytið i gærkvöldi að fslenzk- um tima aö fylgjendur aðildar OG NÚ Á AD LEGGJA BÁTUNUM Landssamband islenzkra út- gerðarmanna hefur varað út- gerðarmenn við að senda skip sin til veiða fyrst um sinn. Er þetta gert vegna neitunar llannibals Valdimarssonar féla gs málaráðhcrra um að setja bráöabirgðalög um frest- un gildistöku á lögum, sem samþykkt voru á siðasta Alþingi, um slysatryggingar sjómanna. Lög þessi cru svo viðtæk, að ekkert islenzkt tryggingarfélag vill taka að sér að tryggja sam- kvæmt þeim að sinni. Hafa þau lýst þvi yfir, að útgerðarmenn séu ótryggðir fyrir þessari nýju ábyrgö, og þvi verði þeir að taka á sig þá áhættu, að sjómaður slasist um borð i skipi þeirra. Þessa áhættu vill Liú ekki, að útgerðarmenn taki, og þvi munu þeir ekki gera út skip sin til veiða, allt fram til 10. októ- ber, en Hannibal hefur lýst yfir, að hann muni ekkert gera i mál- inu fyrr en þing kemur saman 10. október. Þessar nýju reglur ná til allra islenzkra skipa, flutningaskipa jafnt sem fiskveiðiskipa. Minni bátar stöðvast strax i höfnum, þvi telja má vist, að allir út- gerðarmenn verði við tilmælum Liú. Togarar ljúka væntanlega veiöiferðum, en þeir, sem nú eru i höfnum, fara naumast i veiðiferðir fyrst um sinn. Flutningaskip stöövast væntan- lega ekki, enda er slysatiðni þar minni en á öðrum skipum. Gangur þessa máls hefur i stórum dráttum veriö sá, að Ltú fór þess á leit við ráðherra, og með meðmælum Farmanna- sambandsins, að gildistöku lag- anna um slysatryggingar yrði frestað. Lögin áttu aö taka gildi 1. október, og eru svo viðtæk, að islenzku tryggingafélögin höfðu sem fyrr segir neitað að tryggja samkvæmt þeim. Hannibal lagöi málið fyrir þing Sjómannasambandsins, sem haldið var um helgina. Þingið ákvað að setja mætti bráðabirgðalög um frestun gildistöku laganna, svo framar- lega sem ríkissjóður gengi i ábyrgð fyrir útgerðarmenn á meðan. Þessu vildi Hannibal ekki una, neitaði að setja bráöa- birgöalög og kvaðst biða eftir —FRH.A4.SIDU

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.