Alþýðublaðið - 03.10.1972, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.10.1972, Blaðsíða 3
AF ERLENDUM VETTVANGI 1 A $ooK AMD A 9EN Bobby skemmtikraftur Á fim m tudaginn heldur Bobby Fischer innreiö sina i skemmtiiðnaðinn, þegar hann kemur fram i sérstökum sjón- varpsþætti Bob Hope ásamt sundstjörnunni Mark Spitz. Þetta verður líka i fyrsta sinn sem Spitz kemur fram sem skemmtikraftur, og að þvi er kynnt hefur verið, verður Bobby létt yfir heimsmeistaranum i þessum þætti. Þáttarins er beð- ið með mikilli eftirvæntingu vestra, og búizt er við þvi að Bobby og Mark eigi eftir að koma fram i mörgum slikum þáttum á næstunni. KIM FER VÍST Sí FÆKKANDI Erlendum togurum að veiðum innan 50 milna markanna hefur fækkað stórlega að undanförnu. Þetta má marka af siðustu tölum Landhelgisgæzlunnar, en þar kemur fram, að einungis 39 tog- arar eru að ólöglegum veiðum á tslandsmiðum. Þrjátiu og fimm þeirra eru brezkir, en fjórir vestur-þýzkir. Auk þessa fjölda eru 17 togarar að veiðum utan 50 milna linunnar. „Jú, varðski.pin eru alltaf að stugga við togurunum við og við”, sagði Hafsteinn Hafsteinsson, blaðafulltrúi Landhelgisgæzlunn- JÓN SIGURÐSSON ENDURKJÖRINN Jón Sigurðsson var einróma endurkjörinn formaður Sjó- mannasambands tslands á 8. þingi sambandsins, sem haldið var dagana 29. september—1. október i Reykjavik. Jón hefur verið formaður Sjómannasam- bandsins frá stofnun þess. Samþykktir voru gerðar á þing- inu varðandi landhelgismálið, kjaramál, atvinnumál, trygg- ar i viðtali við Alþýðublaðið i gær. Hann sagði jafnframt, að sumir hlýddu varðskipunum, þegar þeim væri sagt að hafa sig á burt Framhald á bls. 4 Brezka eftirlitsskipið Scotia kom inn til Neskaupstaðar i gær með veikan sjómann af brezkum togara. Skipið lagðist ekki að bryggju, heldur beið úti á höfninni eftir, að bátur kæmi og flytti manninn i land. Strax að þvi loknu hélt Scotia svo á haf út. Sjómaðurinn, sem er 28 ára gamall, er ekki talinn mjög veik- RIKISSTJORNIN VAR ALDREI LÖGÐ UNDIR ingamáí, öryggismál og fieiri málaflokka. Sú lagabreyting var gerð á þinginu, að fjölgað var i stjórn sambandsins úr 11 i 13. Skýrt verður nánar frá ályktun- um þingsins á næstu dögum. — Danska þjóðin gekk til kosninga um aðild Danmerkur að Efna- hagsbandaiagi Evrópu i gær að loknum umræðum, sem ekki eiga sér aðra hliðstæðu i pólitiskri sögu Danmerkur. Já-menn gengu til þjóðarat- kvæðagreiðslunnar sannfærðir um sigur, en eftir mjög fjölmenna útifundi og mótmælagöngur gegn aðildinni að Efnahagsbandalag- inu i Kaupmannahöfn, Arósum og Álaborg siðustu daga hafa vonir Nei-manna og bjartsýni um sigur MINUS EINN OG HÁLFUR Samkvæmt bráðabirgðatölum um verðmæti útflutnings og inn flutnings i ágúst 1972 var vöru- skiptajöfnuðurinn við útlönd hagstæður um 67,2 milljónir króna i ágúsLen vöruskiptajöfn- uöurinn á timabilinu janúar — ágúst er óhagstæður um 1.476,6 milljónir króna. i ágúst voru fluttar út vörur að verðmæti 1.734,2 milljónir króna, en fiuttar inn vörur að verðmæti 1.667,0 milljónir króna. Fyrstu átta mánuði ársins hafa verið fluttar út vörur fyrir 11.321,0 milljónir króna, en fluttar inn vörur fyrir 12.797,6 milljónir króna. i ágústmánuði var útflutt ál og álmelmi að verðmæti alls 472,4 milljónir króna, en sam- tals nemur verðmæti þessa út- flutnings fyrstu átta mánuði ársins 1.776,9 milljónum króna. i ágúst nam verðmæti innflutnings til Búrfells- virkjunar og til isl. álfélagsins h.f. 251,5 milljónum króna. Fyrstu átta mánuði ársins, janúar — ágúst, voru fluttar inn flugvélar fyrir 75,9 milljónir króna, og skip fyrir 284,6 milljónir króna.— Yfir 9000 gistinætur Agúst s.l. var góður mánuður hjá Hótel Loftleiðum. Her- bergjanýting var tæp 90%, mið- að við tæp 89% i ágúst i fyrra, og gistinætur 9,116, miðað við 9,079 i fyrra. Gistinætur að hótelinu fyrstu átta mánuði ársins eru þvi orðnar 48,248 og herbergja- nýting að meðaltali 63%. A sama tima i fyrra voru gistinæt- ur orðnar 41,308. Aningagestum fækkaði enn i ágúst s.l. miðað við sama mán- uð i fyrra. Voru þeir nú 1,588, en voru 1,824 i ágúst 1971. Alls eru þvi áningargestir Loftleiða fyrstu átta mánuði þessa árs orðnir 10,368, sem er 2.8% lækk- un miðað við sama tima i fyrra. Húsmæður í Höfn Húsmæðrasamband Norður- landa hélt stjórnarfund i Kaup- mannahöfn dagana 15,—17. september s.l. Aðal umræðuefni fundarins var fyrirkomulag framtiðarstarfsins innan sam- bandsins, neytendafræðsla i skólum, endurskoðun sifjarétt- ar og hættur þær, sem stafa af margskonar mengun i matvæl- um. Af Islands hálfu sátu fund- inn formaður og varaformaður Kvenfélagasambands Islands, Sigriður Thorlacius og Sigur- veig Sigurðardóttir. STÁLVER s.f. Viljum ráða menn til starfa Helst menn vana járnið«taði STÁLVER s.f. Funahöfða 17 (Artúnshöfða) Simar 30540 og 33270 Kvöldsimi 33767 aukizt verulega. Strax og úrsiit eru kunn munu forsætisráðherra og formenn þingflokkanna ræðast við i Kristjánsborgarhöll. Samkvæmt staðfestum upplýs- ingum, sem bárust siðdegis i gær, var þátttakan i þjóðaratkvæða- greiðslunni a.m.k. framan af degi i gær meiri en i siðustu þingkosn- ingum, 1971, þegar um það bil 82% þeirra, sem á kjörskrá voru, greiddu atkvæði. Fyrirfram var gert ráð fyrir, að þátttakan i at- kvæðagreiðslunni i gær yrði um 80%, en.með þeirri kjörsókn væri Já-mönnum tryggður sigur. Hinir sigurstranglegri af fylgj- endur aðildar Danmerkur að Efnahagsbandalagi Evrópu hafa verið bjartsýnir um sigur i þjóðaratkvæðagreiðslunni fram á siðustu stund. Eftir úrslitin i Noregi i s.l. viku lýstu Já-menn þvi yfir, að norska nei-ið mundi sáralitil áhrif hafa á afstöðu Dana til Efnahagsbandalagsins. Ekki er ljóst fyrirfram, hvaða áhrif það hefði, ef danska þjóðin hafnar aðildinni að Efnahags- bandalaginu. Jens Otto Krag lýsti þvi yfir fyrir allnokkru siðan, að hafni meirihiuti danskra kjós- enda aðildinni að EBE, verði af- leiðingarnar gengisfelling dönsku krónunnar. Um þetta eru leiðtog- ar allra stjórnmálaflokkanna, sem styðja aðildina að Efnahags- bandalaginu, sammála. Hins vegar er ekki ljóst, hvort rikis- stjórnin kysi að fella gengi krón- unnar að ákveðnum hundraðs- hluta eða láta gengi hennar „fljóta”. Framhald á bls. 4 CECIL HARALDSSON FORMAÐUR SUJ Tuttugasta og sjötta þing Sam- bands ungra jafnaðarmanna var háð i Reykjavik nú um helgina. Þingið fór fram að Hótel Esju, fundarsal á 2. hæð og hófst kl. 2 e.h. á laugardag með setningar ávarpi fráfarandi formanns SUJ, — örlygs Geirssonar. 1 setningar- ávarpi hans kom m.a. fram, að hann hyggðistekki gefa kost á sér til endurkjörs, en örlygur hefur verið formaður SUJ i fjögur ár samfleytt. Að loknu setningarávarpinu fór fram kosning þingstarfsmanna. Þingforsetar voru kjörnir Sig- hvatur Björgvinsson, Reykjavik og Bárður Halldórsson, Akureyri, en þingritarar Gylfi Guðmunds- son, og Guðlaugur Tr. Karlsson, báðir úr Reykjavik. Þvi næst var flutt skýrsla frá- farandi stjórnar og hafnar um- ræður um hana. Að lokinni-sam- þykkt skýrslunnar var skipt i nefndir, sem hófu svo störf. Starfsnefndir þingsins voru þrjár, — stjórnmálanefnd, starfsnefnd og sameiningarnefnd, en þar að auki störfuðu á þinginu nefnda- nefnd og kjörbréfanefnd. Þingfundir hófust svo aftur eft- ir hádegi á sunnudag með þvi að rædd voru og afgreidd nefndaálit. Framhald á bls. 4 o Þriðjudagur 3. október 1972.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.