Alþýðublaðið - 03.10.1972, Síða 6
Kven-hormónarnir veita vörn gegn kölkun.
Pillan veldur hormónaskorti
og getur því, ef verst gegnir reynst
TÍMASPRENGJi GAGMVART
HEILBMGDI HOHUNHAR
Á meðan konurnar
framleiða östrogen i
eggjastokkunum, kemur
sjaldan fyrir að þær þjáist
af kölkunarsjúkdómum.
Að minnsta kosti mun
sjaldnar en karlmenn. En
þegar tiðahvörfin eru um
garð gengin breytist þetta
— og þegar kemur á
sjötugsaldurinn er blóð-
tappahlutfalliö hærra
meðal kvenna en karla.
L>egar kemur á þann
aldur, framleiöa karlar
lika meira östrogen en
konur. — En fyrst við nú
vitum að þessu er þann
veg farið, hvernig þorum
við þá að draga úr
östrogenmagninu i blóði
konunnar meö notkun
pillunnar, svo þaö verður
jafnt og i blóði karlmanns-
ins?
Kölkunarhættan er
iskyggilegasta heilsufars-
vandamál á okkar tið. t>ar
er i rauninni um að ræða
skaðvald, sem hefur
svikist að okkur, svo viö
höfum ekki enn getað gert
okkur ljóst hve hættulegur
hann er.
En það er þó staöreynd
að kölkunarsjúkdómar
valda nú helmingi allra
dauðsfalla. Og allt bendir
til að það hlutfall verði
stöðugt iskyggilegra.
Einungis þriðjungur
allra fimm ára barna — i
Danmörku — hefur eðli-
legar hjartavöðvaæðar.
Meðal fimmtán ára er það
alger undantekning. t>á er
kölkunin farin að segja til
sin i æðaveggjunum.
Og þeim fer stöðugt
fjölgandi sem deyja úr
kölkunarsjúkdómum. Og
þá sér i lagi hjartablóð-
tappa. Af mörgum ásta'ð-
um. Við reykjum of mikið,
við etum of mikið, við
hreyfum okkur of litiö, og
við búum við rangt matar-
æði.
Kölkunin er dæmigerður
menningarsjúkdórnur —
sem við vitum enn ekki
neina lækningu við. Og
höfum ekki dug i okkur til
að koma i veg fyrir.
Lifnaðarhættir
beggja
jafn rangir að kalla.
En það er munur á körl-
um og konum, lika gagn-
vart kölkuninni. Þeim
karlmönnum fjölgar
stöðugt sem deyja úr æða-
kölkun, og stöðugt yngri
og yngri. Vegna þess að
lifnaðarhættir þeirra eru
rangir.
I.ifnaðarhættir kvenna eru
viðlika rangir. Þar munar
ekki miklu. Miðaldra kon-
ur hreyfa sig yfirleitt
heldur meira en miðaldra
karlmenn. En þó ekki
nægilega. Og þar hallar
stöðugt á ógæfuhlið.
Ef til vill reykja þær lika
eitthvað minna en karl-
mennirnir. En einnig þar
verður stöðugt mjórra á
mununum. Ekki getur það
þvi skýrt hvers vegna kon-
ur fá sjaldnar hjartablóð-
tappa — og þá ekki fyrr en
mun seinna á ævinni.
Skýringarinnar er
annars staðar að leita. t
eggjastokkum konunnar.
Þar framleiða þær
östrogen — i mun meira
magni en karlar framleiða
i eistum og nýrnahettum.
()g það er einmitt þetta
östrogen sem — á ein-
hvern hátt — veitir vörn
gegn kölkuninni.
Fyrir það eru konurnar
betur varða : gegn þvi að
deyja úr blóötappa á
fimmtugsaldrinum, eða
fyrr, þó að hann verði
stöðugt fleiri karlmönnum
að bana.
Kölkunin fer sér hægt.
Hún byrjar, eins og áður
er á minnst, strax i
bernsku. En allt frá þvi er
telpan nær 12-15 ára aldri
og tiðir byrja, og hún tekur
um leið að framleiða
östrogen I miklu magni —
njóta æðaveggir hennar
augljósrar verndar.
Það er ekki fyrr en að
áratugum liðnum, þegar
svo hefur dregið úr
östrogenframleiðslunni að
magn þess i blóði
konunnar er viðlika og i
blóði karlmannsins, að
hlutföllin nálgast. Og
þegar kemur á sjötugs-
aldurinn látast fleiri konur
en karlar úr blóðtappa.
Það er þvi ekki undar-
legt þótt östrogeninu sé
þakkað það, að það verndi
æðaveggina.
Skammtarnir mun
stærri
en í pillunni.
Það hagnýta menn sér
lika. Konur sem eggja-
stokkarnir eru teknir úr —
til dæmis vegna æxla — er
gefið östrogen i skömmt-
um, sem eiga að bæta
henni upp það sem dregið
hefur úr hennar eigin
framleiðslu.
Þessir östrogen-
skammtar eru mun
sterkari en magnið i
pillunni. Þar er þvi nú
stillt i hóf eins og unnt er, i
þvi skyni að hafa sem
minnst áhrif á hormóna-
jafnvægið.
Áhrifin verða eigi að
siður all harkaleg, og kem
ég að þvi siðar.
Með nauðsynlegri hor-
mónagjöf er unnt að auka
östrogenmagnið i blóði
þeirra kvenna, sem
sviptar hafa verið eggja-
stokkunum.
Það kemur þeim að liði
á margan hátt, en mikil-
vægast er þó að fyrir
bragöið njóta æðaveggir
þeirra eðlilegrar verndar,
að minnsta kosti mun
meiri verndar en æða-
kerfi karla.
Gervi-vernd.
Það liggur ljóst fyrir að
komið hefur til athugunar
hvort ekki myndi kleift að
vernda konur gegn æða-
kölkun, einnig eftir að þær
geta ekki framleitt
östrogeni sama magni og
áður. Með öðrum orðum,
eftir tiðahvörfin.
Það eru og ýmsar aðrar
ástæður til að gefa konum
östrogen eftir tiðahvörfin.
Og enn fleiri gildar ástæð-
ur til að gefa þeim
östrogen meðan á tiða-
hvörfunum stendur, eink-
um ef þær þjást af þeim
fylgióþægindum, sem ekki
er ótitt. En sú tilraun að
freista aö vernda æðakerfi
þeirra frá kölkun, verður
að sjálfsögðu þung á
metunum.
Alkunna er, að þeir læknar
eru all margir sem álita að
ekki beri að hindra eðli-
legan gang náttúrunnar
hvað þetta snertir — og
gera ævi konunnar þannig
að enn meiri mun lengri en
karlmannsins, miðað við
það sem nú er.
Lækkun sem nemur
50%
Hvað sem þvi liður
gerist stöðugt algengara
að freista að vernda konur
frá elli og kölkun, þegar
östrogenframleiðsla
þeirra minnkar.
Það er að segja, frá tiða-
hörfum. Frá þeim tima
þegar östrogenframleiðsla
þeirra er þó aðeins meiri
en ungu stúlknanna, sem
nota pilluna.
Eins og kunnugt er,
kemur pillan i veg fyrir
þungun með þvi að sjá svo
um að ekkert egg nái
þroska — og þá ekki
heldur neitt eggbú eða gul-
bú.
En það er einmitt þar
sem mest af magni
östrogensins er framleitt.
Og hlutskipti pillu-
stúlkunnar verður það, að
östrogenmagnið i blóöi
hennar minnkar yfirleitt
um helming, frá þvi sem
eðlilegt getur talizt.
Framhald á bls. 4
Á morgun: Næstum
helmingur þjáist af
dapurleika og
óhamingju
Eftir Halldór Halldórsson
Þótt ótrúlegt megi
virðast er það einum manni
að þakka, að hundruðum
manna hefur verið beint af
braut afbrota til heiðarlegs
og hamingjuríks lífs hér á
íslandi í nokkur undanfarin
ár.
Þessi maður hefur með
þrotlausu starfi og hreint
einstöku viljaþreki bjargað
yfir 1000 unglingum frá því
að verða afbrotamenn.
Á árunum 1960-1970 hefur
hann beitt sér fyrir náðun
og tilraunalausn 72 af-
brotamanna, sem sátu í
fangelsi og aðeinsátta hafa
gerzt brotlegir á ný.
Frá árinu 1955 hefur þessi
sami maður haft eftirlit
með 1336 körlum og konum
á aldrinum 15-21 árs, sem
notið hafa ákærufrestunar.
Það má segja, að
árangurinn sé ótrúlegur,
því aðeins 10% þessara
unglinga hefur framið af-
brot á ný.Hinir eru hólpnir.
Maðurinn heitir Óscar Clausen,
en hann hefur rekið íslenzku
fangahjálpina siðastliðin 24 ár
með þessum einstaka árangri.
Hann hefur hlotið stórriddara-
kross islenzku fálkaorðunnar
fyrir liknarstörf og viðurkenn-
ingu frá Alþjóðlegu fangahjálp-
inni.
En það, sem honum finnst mest
um vert er þakklæti. þeirra, sem
hann hefur hjálpað.
„Þetta er hlutur, sem ekki
hefur verið hampað og að mestu
unnið i sjálfboðavinnu”, sagöi
Jónatan Sveinsson, fulltrúi sak-
sóknara rikisins um Óscar.
”Þetta er svo fyrirbyggjandi
starf, að ég veit, aö þeir eru
ótaldir foreldrarnir, sem eru i
ævarandi þakkarskuld við hann
fyrir þá umsjón og leiðsögn, sem
hann hefur veitt þessum ungling-
um”.
En það eru ekki bara foreldr-
arnir, sem standa i þakkarskuld
við Öscar, heldur unglingarnir
sjálfir enda hefur honum verið
auðsýnt þakklæti á margan hátt.
Hónum hafa verið gefnar
ýmsar gjafir, eins og t.d. tré-
skurðarmynd af Kristi að brjóta
hlekki af fanga. Fimm fyrrver-
andi afbrotamenn gáfu honum
myndina fyrir veitta hjálp.
Blaðamaður Alþýðublaðsins
heimsótti Óscar einn morguninn
og ræddi við hann vitt og breitt
um 24 ara starf Fangahjálparinn-
ar og áhuga hans á liknarstörfum
almennt.
Hvað getur þú sagt okkur um
ákærufrestunina?
— Ákærufrestunin er bráð-
nauðsynleg, þvi Islendingurinn
þolir ekki fangelsi, við þolum ekki
innilokun. Við höfum svo sterka
einstaklingskennd og hræðslu-
kennd.
Þessi starfsemi min er beinlinis
byggð á tvennu. Á frelsi og vinnu.
Ef maðurinn vill ekki vinna er
ekkert hægt að gera fyrir hann og
ef hann vill ekki haga sér sam-
kvæmt þessari gömlu islenzku
reglu, að guð hjálpar þeim, sem
hjálpa sér sjálfir er hann vonlaus.
Reyndar má lengja þessa reglu
og segja, að hann geri ekkert
fyrir hina.
Það er ekki hægt að fá neinn
árangur af þessari starfsemi
nema maðurinn leggi það til
sjálfur og vilji bæta sig.
Útvegar þú þessu fólki vinnu?
Já, alltaf. Og ef ég held að við-
komandi hefði betra af þvi að fara
úr bænum þá gef ég enga fyrir-
skipun. £g reyni að hafa vinsam-
leg áhrif á manninn. Hann verður
að vilja fara sjálfur. Ég hef
reynslu af þvi að ráðskazt sé með
menn og þá lokast þeir alveg. Is-
lendingurinn vill ekki hafa neina
hnysni um sina hagi. Og okkar
unglingar hafa miklu næmari
frelsiskennd en margbældir ungl-
ingar i nágrannalöndunum:
Þeir eru bældir með skólaaga,
sem er ekki til hér. A Islandi eru
það unglingarnir, sem stjórna
skólunum. Og hérna er ekki til
heragi. Ég segi nú bara L&G, lof
sé guði.
Ég vil ekki láta byggjá hér á
landi fangelsi með himinháum
múrum, eins og gert er i ná-
grannalöndunum. Við erum búin
að reka opið fangelsi i rúm 17 ár,
Kviabryggju. Þangað hafa farið
109 afbrotamenn og aðeins sex af
þeim hafa brotið af sér aftur.
Hvað vill þetta segja. Það, sem
koma skal eru opin fangelsi, en
ekki stór innilokunarfangelsi.
Þau tilheyra sautjándu öld.
Þessi lönd, sem eru i kringum
okkur og það stóru löndin eru
langt á eftir okkur.
Þessum orðum sinum til stað-
festingar sýndi Óscar blaða-
manninum ummæli um starfsemi
Islenzku fangahjálparinnar frá
Alheimsfangahjálpinni i
Milwaukee. Þar er hún rómuð
mjög og talað um, að árangurinn
sé geysigóður.
Er starfsemi þin styrkt fjár-
hagslega?
Já, ég fæ rúmlega húsaleigu.
Myndirnar hér til beggja
hliöa eru teknar á heimili
óscars að Bankastræti 12.
Til vinstri stendur hann viö
tréskurðarmynd, sem hon-
um var gefin, en til hægri
ræðir hann við fyrrverandi
afbrotamenn, sem hann
bjargaði.
„Hér eru útlendingar,
sem nota hass og með því
ná þeir valdi á ungum
stúlkum. Þetta eru ævin-
týramenn, sem lita á okk-
ur sem einhverja frum-
menn..."
Ef allir lifðu eins fá-
brotnu lifi og ég, þá yrði
ríkissjóður gjaldþrota á
einum mánuði. Eg kaupi
nefnilega ekki brenni-
vin."
ALDUR AFBROTAMANNA ER NU
MIKLU LÆGRIEN HANN VAR ADUR
Er það allt og sumt?
Ég segi það nú kannski ekki
alveg, en það er ekkert til að
vinna fyrir. Ég hef aftur á móti
skrifað 26 bækur og ég hæli mér af
þvi að hafa brúkað ritlaunin i
fangahjálpina.
Hvert er megininntak starf-
semi þinnar?
Min vinna gengur beinlinis út
yfir það að koma i veg fyrir að
unglingar verði eyðilagðir með
fangelsisvist og eins að hjálpa
þeim, sem lent hafa i fangelsi,
þegar þeir koma út.
Ég kem mjög litið i fangelsin
nema ég sé beðinn um það. Það er
innanhússmál, sem mér kemur
ekki við. Hins vegar fylgist ég
með þvi, þvi mennirnir koma til
min og biðja mig um aðstoð t.d.
að kaupa föt.
Hvað hafa margir menn notið
aðstoðar þinnar i gegnum árin?
Þeir eru um 2400 og af þeim er
1336, sem notið hafa ákærufrest-
unar. Og núorðið er hún orðin
aöalgrein starfseminnar. Hún er
langt á undan öðrum löndum
hvað árangur snertir.
Finnst þér þú hafa hlotið þakk-
læti fyrir þitt starf?
Já, mjög mikið. Þeir koma til
min 15 árum seinna og ef þeir
þurfa eitthvað að ráðfæra sig við
mig þá koma þeir. Það veitir mér
mikla hamingju.
En hefurðu einhverntima orðið
fyrir skitkasti frá mönnum, sem
þú hefur reynt að hjálpa?
Já já. Ég hef orðið fyrir þvi að
þurfa að forða mér frá manni,
sem ætlaöi að rota mig i Banka-
strætinu með Kóka kóla flösku.
Þetta var maður, sem ég reyndi
að hjálpa, en það var bara ekki
nóg. Hann vildi fá peninga fyrir
brennivini, en það vildi ég ekki
láta hann fá. Þaö er oft, sem ég
þarf að neita mönnum um
peninga. Hingað koma menn af
öllu tagi, en flestir fara samt i
vinarhug. En það kemur fyrir, aö
maður verður að ganga að
simanum og hringja i lögregluna.
En það er önnur tegund en sú,
sem ég get gert eitthvað fyrir.
Finnst þér opinberir aðilar hafa
sýnt þessari starfsemi nægan
skilning?
Já, fullkomlega. Og fyrst og
fremst Bjarni Benediktsson, sem
var ekkert annað en velvildin og
Gústaf Adolf Jónasson, er var
ráðuneytisstjóri i dómsmála-
ráðuneytinu. Hann var einstakur
heiðursmaður og sýndi mér fulla
vinsemd. Einnig Valdimar Stef-
ansson, saksóknari rikisins og
Baldur Möller, núverandi ráðu-
neytisstjóri i dómsmálaráðuneyt-
inu.
Allir þessir menn hafa sýnt ein-
staka velvild og þeir hafa lika
fylgzt með og vita hvað hefur
gerzt.
Siðan vék Óscar talinu að Kvia-
bryggju.
Kviabryggja er opið fangelsi.
Það hefur komið fyrir tvisvar, að
menn hafa strokið þaðan og það
voru ómögulegir menn, sem þýðir
ekkert að eiga við.
En hinir koma þaðan með
þakklátum hug. Þar er enginn
stéttamunur. Forstjórinn þar var
hjá mér fyrstu fimm árin og hann
hefurdrukkið i sig þá pólitik, sem
ég hef. Og allir, sem hafa verið á
Kviabryggju koma þaðan með
þakklátum hug.
Hvernig er það með afbrota-
unglingana. Reynir þú að aftra
þvi, að þeir séu sendir á Litla-
Hraun?
Ég verð að hæla mér af þvi, að
það er hrein undantekning, að
unglingar séu sendir á Litla
Hraun til að taka út hegningu. Ég
reyni að koma i veg fyrir það og
þeir, sem þangað eru sendir eru
þannig, að þeim er nauðsyn að þvi
að vera i fangelsi.
Sumir eru þannig, að þeir geta
hvergi samlagazt öðru fólki og
vilja helzt setja allt i háaloft. Það
er þá vanalega geðbilun.
Árásarmennirnir til dæmis eru
venjulega geðbilaðir menn og það
verður að tryggja borgurunum
öryggi gagnvart slikum mönnum.
En ég álit, að það eigi að vera sér-
stakar deildir við geðsjúkrahúsin
fyrir svona menn.
Innilokunarfangelsi er hlutur,
sem er búinn að vera i heiminum.
Hefurðu verið lengi á þessari
skoðun?
Ég hef haldið henni fram alla
mina ævi. Ég hef reyndar sagt frá
þvi áður, en þegar ég var
tvitugur, var það piltur, sem féll i
það að brjota lás á skipi og fara
niður i lúkarinn. Fyrir þetta var
hann dæmdur i mánaðarfang-
elsi. Inni hlóðst upp i honum
minnimáttarkennd og hann kveið
fyrir þvi að fara út. Ég fór til hans
og hiföi hann upp, kom honum i
vinnu og á heimili og geröi aö
fyrirmyndarmanni.
En ég hafði ekki efni á þvi fyrr
en ég var orðinn sextugur að
stofna fangahjálpina. Ég átti
miklar eignir eins og t.d. Kvia-
bryggju. Hana seldi ég mjög
ódýrt vegna þess, að gera átti
hana að þvi sem hún er.
Fangahjálpin byggist ekki á
sérkunnáttu, heldur einungis á
þvi að hafa opið hjarta. Það er
ekki allt komið undir sérþekk-
ingu, eins og svo margir vilja
halda fram.
Finnst þér ekki að rikið sjálft
ætti að reka starfsemi sem
þessa?
Nei alls ekki. Ég held, að þaö sé
miklu betra að einstaklingar reki
hana. »■
En kemur einhver i þinn stað?
Já, hann kemur áreiðanlega.
Ég hef ungan mann, sem hefur
komið til min og unnið hjá mér.
Og það eru ýmsir fleiri, sem hafa
áhuga á þessu.
Varðandi ákærufrestunina
Óscar. Hvað heppnast hún i
mörgum tilfellum?
1 niutiu tilfellum af hundrað.
Hættan liggur i fyrstu
mánuðunum. Þeir, sem brjóta
aftur gera það i fyrstu tveimur
mánuðum reynslutimans, en
hinir hætta.
Þetta var geysilega fyrirbyggj-
andi starf og árangurinn gæti vel
orðið sá, að eftir tiu ári verði
færri afbrotamenn á Islandi en
þeir eru núna.
Aldur afbrotamanna núna er
miklu lægri heldur en hann var
hér áöur. Núna fer þetta niður i 15
ár, en var áður meira 18-20 ára.
Rætt við
Óscar Clausen
um fanga-
hjálp
Unga fólkinu núna liður miklu
betur,er hraustara og gerir meiri
kröfur.
Viltu þá meina, aö núna sé tvít-
ugum manni minna hætt að
leiðast út á afbrotabraut en áður
fyrr?
Já, það er enginn vafi á þvi. En
svo er það annað.Áfengið á stóran
þátt i afbrotunum. 1 90% tilfella
held ég, að áfengið sé orsökin. Og
svo núna hafa fiknilyfin bætzt inn
i myndina. Þeir unglingar, sem
nota þau er mjög óútreiknanl.
Ég hef rekið mig mjög á það. Hér
eru útlendingar, sem nota hass og
með þvi ná þeir valdi á ungum
stúlkum. Þó nokkrir hafa verið
reknir úr landi einmitt fyrir
svona hluti og það er nauðsynlegt,
þvi þetta eru ævintýramenn. Lita
á okkur sem einhverja frum-
menn, sem við ekki erum.
Siðan ræddi óscar um áhuga
sinn á afbrotafræði og þá
ákvörðun að láta allar sinar
eignir, sem voru miklar, renna til
fangahjálparinnar. Og hann
heldur áfram:
Ég vil ekki láta taka ungan pilt
og setja hann i handjárn. Þetta
brútalitet við móðurina fyrir
þremur dögum var óhuggulegt.
Það var fordæmanlegt.
Ég kann reyndar hliðstætt
dæmi. Það var kona, sem fékk að
sjá barnið sitt i gegnum rúðu einu
sinni i viku. Hún mátti ekki taka á
þvi og hún grét og grét, þangað til
tekið var i öxlina á henni og henni
sagt að fara. Svo grét hún alla
vikuna heima þangað til kom að
næstu grátsenu.
Varðandi þá unglinga, sem þú
hjálpar, hver heldur þú að sé
orsök þess, að þeir hafa leiðzt út i
afbrot?
Það er lausungin i lifinu. Hún er
miklu meiri en hún var fyrir
tuttugu árum. Og skólarnir hafa
þvi miður engin bætandi áhrif.
Ég skal segja þér, að ef allir
lifðu eins fábrotnu lifi og ég þá
yrði rikissjóður gjaldþrota á
einum mánuði. Ég kaupi nefni-
lega ekki brennivin.
Það verður varla sagt, að rik-
inu sé haldið uppi á brennivins-
sölu. Er það?
Ja, það er fleira sem fylgir
sagði Óscar og hló.
Þau ár, sem Óscar hefur rekið
fangahjálpina hefur hann alltaf
sótt þing alþjóðafangahjálparinn-
ar og i vor fer hann á eitt síikt I
Ulm i Vestur-Þýzkalandi. A
þessum þingum hefur Óscar oft
haldið ræður og allt af þegar
hann stigur i ræðustól er hann
kynntur sem The Grand Old Man
from Iceland.
A þessum þingum kynnir Óscar
starfsemi sina á Islandi og
árangurinn er m.a. sá, að héraös-
dómari einn i Tel Aviv, ísrael,
hefur tekiö upp aðferðir Óscars.
Maöur þessi heitir Rubin og er
yfirmaður fangabúða við borg-
ina.
Óscar sagði:
Rúbin þessi hefur tekið það upp
að koma afbrotamönnum fyrir i
sveit, einn á bæ, svo þeir nái ekki
að hittast. Og hann dæmir þá til
að vinna kauplaust á samyrkju-
búunum i tvö ár. Þetta hefur
gefizt svo vel, að enginn þessara
manna hefur brotið af éer aftur.
Ég hitti hann i Genf og hann
sagði við mig, að hann hefði tekið
þetta upp eftir mér. Siðan höfum
við skrifazt reglulega á .
Þessi maður er einmitt sá, sem
dæmdi islenzku stúlkuna, sem
var uppvis að hasssmyglinu. Og
hann koma eins og sjentilmaður
fram við hana. Fékk hana náðaða
eftir að hún hafði afplánað hálfan
dóminn.
A þessum þingum hef ég ávallt
lagt áherzlu á það að grund-
völlurinn fyrir minu starfi er
frelsi og vinna. Ef maðurinn vill
ekki vinna er hann vonlaus.
Hvernig taka atvinnurekendur
þér, þegar þú biður um vinnu
fyrir fyrrverandi fanga?
Agætlega og sömu sögu er að
segja um bændurna. Það eru
meira að segja dæmi
dæmi um bændur, sem hafa tekið
fimm drengi hvern eftirannan og
allir hafa piltarnir orðiö fyrir-
myndarmenn.
Ég skal segja þér, að það
verður að vera eitthvað pósitivt,
sem gerist, ekkert helvitis kjaft-
æði. Ég hata allt spæerriverk i
sambandi við aðstoð við fyrrver-
andi fanga. Það er betra að gafa
þessum mönnum að borða við og
við frekar en að halda eina alls-
herjarátveizlu þar sem allir eru
með pela i rassvasanum.
Hvað finnst þér um stofnanir,
eins og Upptökuheimili rikisins I
Kópavogi?
Ég hef nú bara heyrt um það,en
ekki séð. En ég er á móti inni-
lokunarstofnunum. Ég er algjör-
lega á móti þvi að hrinda
drengjum inn i fangelsi. loka þá
inni, gera ergilega og jafnvel
þjóðfélasgshatara.
Að ráðið sé semsagt að senda
þá i sveit?
Já, tvimælalaust. En það á alls
ekki að gefa með þeim. Ég hef
orðið var við, að Rvik.borg
hefur gefið áttaþúsund krónur á
mánuði meö 12 ára dreng. Þetta
eru vitlausir menn. Þaö er til að
gera hann að aumingja. Þeir
verða að vinna fyrir sér. Þaö er
vinnan sem bjargar, en ekki hitt.
Þú lætur semsagt enga fá pen-
inga?
Jú, ég verða að gera það
stundum, en aldrei oftar en einu
sinni. Ég lét t.d. dreng fá 1000
kronur um daginn. Hann átti að
borga það daginn eftir, en hefur
ekki látið sjá sig enn. En hann
getur komið enn.
Núna eru undir eftirliti Oscars
u.þ.b. 300 unglingar sem njóta
ákærufrestunar og við spyrjum
hann hvernig hann hagi þessi
eftirliti.
Ég læt þá koma einu sinni i
mánuði og skrái hjá mér hvað
þeir starfa eða i hvaða skóla þeir
eru. Og þeir Ijúga ekki aö mér.
Alls ekki. Og ef ég lofa einhverju
þá stend ég við. Það gera hins
vegar ekki allir, sem eru að
snatta i fangelsunum. Þeir láta
sér loforð, sem þeir geta ekki
staðið við.
En mæta þeir þá á tilsettum
tima?
Já, já, ég þarf ekkert að kvarta.
Og ef þeir mæta ekki hafa þeir
kannski farið á sjóinn og þá er ég
ekkertað hrófla viö þeim með þvi
að hringja i þá. Það gerir þá
bara nervösa. Þeir koma, þegar
þeir geta.
Framhald á bls. 4
o
Þriöjudagur 3. október 1972.
Þriðjudagur 3. október 1972.