Alþýðublaðið - 07.10.1972, Blaðsíða 5
Alþýðubiaðsútgáfan h.f. Ritstjóri Sig-
hvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri
Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjóm-
ar Hverfisgötu 8-10. — Sími 86666.
Blaðaprent h.f.
SLYSIN - MISTÖK MANNA
Alþýðublaðið segir frá þvi i gær, að á þeim sex
dögum, sem þá voru liðnir af mánuðinum, hafi i
Reykjavik orðið álls 66 bifreiðaárekstrar.
Samsvarar það 11 bifreiðaárekstrum á dag að
meðaltali og tjónið vegna árekstranna þessa
fyrstu sex daga nemur áreiðanlega hundruðum
þúsunda auk þess sem þrjár manneskjur hafa
orðið fyrir meiðslum, en slik slys verða aldrei
metin til fjár.
Slysatiðnin i umferðinni einkum og sér i lagi i
Reykjavik og nágrenni er orðin óhugnanleg.
Um leið og dimma tekur af nóttu riður slysa-
alda yfir og svo virðist vera, að eftir þvi sem
umferðaraðstaðan batnar, þeim mun alvarlegri
verði slysin.
Það er full ástæða til þess að rifja það upp, að
nær öll umferðarslys má rekja til mannlegra
mistaka. Mjög fá slys verða beinlinis vegna
þess, að bilun verði i ökutækjum. Langmestan
hluta slysanna má rekja til ökumannanna
sjálfra, mistaka þeirra, gleymsku og aðgæzlu-
leysis.
Þessar staðreyndir valda þvi, að enda þótt
það sé gott og blessað að auka sem mest tækni-
legt öryggi i umferðinni með bættri lýsingu,
betri vegum og traustari bifreiðum þá halda
umferðarslysin áfram að hrannast upp i
skýrslum lögreglunnar ef aðal-slysavaldinum —
ökumanninum sjálfum — er ekki sinnt sem
skyldi. Lykillinn að lausn vandamálsins er ein-
faldlega sá, að gera ökumanninn öruggari i um-
ferðinni, — að skapa hina margumtöluðu um-
ferðarmenningu. Sléttir vegir, góð lýsing og
betri bilar leysa ekki þann vanda. Svo mörg
dæmi höfum við um það, að þessi betrumbættu
tæknilegu atriði eru einungis notuð þannig af
slæmum ökumönnum, að enn hörmulegri slys
hljótast af.
Þegar hægri-umferðin var lögleidd hér á ís-
landi var mikilli fyrirhöfn varið til þess, að
reyna að gera ökumenn og aðra vegfarendur
öruggari i umferðinni. Þessi fyrirhöfn bar
vissulega árangur. Óhöpp og slys i umferðinni
urðu ekki eins tið og ýmsir höfðu óttast að verða
myndi og allir eru sammála um það, að t.d. um-
ferðin hér i Reykjavik hafi verið miklu menni-
legri þessa daga. Fólk virtist gera sér far um að
fylgja settum reglum og t.d. notkun ökumanna á
akreinum helztu umferðaræðanna i borginni
var, i fyrsta sinn er óhætt að segja, nokkurn
veginn i þeim anda, sem til er ætlast.
Núna eru þessir dagar langt að baki og sifellt
hefur verið hallast á ógæfuhliðina eftir þvi sem
lengra hefur liðið. Það dylst engum, að m( pn-
ástæðan er sú, að það jákvæða umferðareftirlit
og sú mikla umferðarfræðsla, sem rekin var i
tengslum við upphaf hægri umferðar, var að
miklu leyti lögð niður að breytingunni lokinni.
Ástæðan er að sjálfsögðu tviþætt 1 fyrsta lagi
fjárskortur umferðaryfirvalda. 1 öðru lagi
fámenni löggæzluliðs.
En þessar ástæður mega ekki fá að ráða eins
miklu um framgang mála og þær hafa gert.
Reykjavikurborg hefur varið hundruðum
milljóna i gerð hvers kyns umferðarmann-
virkja, sem i senn stefna að þvi að greiða fyrir
umferð og auka umferðaröryggi. En það þarf
lika að kenna vegfarandanum að nota þessar
aðstæður án þess að valda sér og öðrum skaða.
Ef það er ekki gert, ef uppeldi vegfarandans i
umferðinni er vanrækt, þá eru til litils lagðar
milljónir i vegi og umferðarmannvirki.
Umferðarfræðslu verður að auka. Umferðar-
gæzlu verður að efla. Þetta eru staðreyndir, sem
ekki verða umflúnar.
i K i i
FYRSTI LANDSFUNDUR
ALÞÝDUFLOKK SKVENHA
Næst komandi föstudags-
kvöld— 13. október— hefst
i Alþýðuhúsinu I Hafnar-
firði fyrsti Landsfundur
Alþýðuflokkskvenna. Er
ráð fyrir því gert, að
Landsfundurinn standi yfir
f öst uda gsk vö I d ið og
laugardag. Forgöngu þessa
máls hafa Kvenfélög
Alþýðuflokksíns í Reykja-
vík og Hafnarfirði annast.
Það mun hafa verið i mai-mán-
uði s.l,, sem stjórnir þessara
tveggja kvenfélaga komu saman
til sameiginlegs fundar til þess að
ræða stöðu og samstarf þessara
félaga. Var á fundinum kosin
fjögurra manna nefnd, skipuð
formönnum beggja félaganna og
einni konu að auki úr hvoru félag-
inu, til þess að fjalla um málið.
Kom nefndin fyrst saman seinni
hluta júni-mánaðar og var þar
samþykkt að skrifa stjórnum
allra Kvenfélaga Alþýðuflokks-
ins i landinu, svo og ein-
stökum Alþýðuflokkskon-
um þar sem slik félög starfa
ekki og bjóða þeim til sameigin-
legrar ráðstefnu — Landsfundar
— dagana 13, og 14. október, en
það er helgina áður en flokksþing
Alþýðuflokksins kemur saman.
Eráformað, að þar verði sérstak-
lega fjallað um störf kvenfélag-
anna bæði skipulagslega og
stjórnmálalega.
Allar nánari upplýsingar um
Af kjör-
dæmis-
fundi á
Vest-
fjörðum
Aðalfundur kjördæmisráðs
Alþýðuflokksins i Vestfjarðakjör-
dæmi var haldinn i Flókalundi á
Barðaströnd laugardaginn 30.
september siðastliðinn.
Fundinn sóttu um þrjátiu
fulltrúar viðsvegar að af Vest-
fjörðum. Gestir fundarins voru
Jón Ármann Héðinsson, alþingis-
maður, Sigurður E. Guðmunds-
son varaalþingismaður, og
Kristján Þorgeirsson, fulltrúi i
Reykjavik.
A fundinum var rætt um stjórn-
málaviðhorf i landinu svo og
landhelgismálið og samein -
ingarmál. Urðu góðar og al-
mennar umræður á fundinum um
þessi mál.
Fundinum lauk með kjöri
stjórnarkjördæmisráðsins. Agúst
H. Pétursson á Patreksfirði var
einróma endurkjörinn formaður
kjördæmisráðsins. Aðrir i aðal-
stjórn voru kjörnir: Gunnlaugur
Ó Guðmundsson, lsafirði, Ingi-
björg Jónasdóttir, Súgandafirði,
Elias H. Guðmundsson,
Bolungarvik, Astvaldur Björns-
son, Isafirði.
1 varastjórn kjördæmisráðsins
voru kjörnir: Gunnar R. Péturs-
son, Patreksfirði, varaformaður,
Jens Hjörleifsson, Hnifsdal, Emil
Hjartarson, Flateyri, Kristján
Þórðarson, Breiðalæk á Barða-
strönd, og Bjarni Guðnason,
Súðavik.
Landsfundinn veita formenn
kvenfélaganna i Reykjavik og i
Hafnarfirði — Kristin Guðmunds-
dóttir, Kóngsbakka 7, Rvik,
simar 15020 og 82982 og Erna
Friða Berg, Klettahrauni 7,
Hafnarf., simi 50858.
Þegar hefur verið gengið frá
drögum að dagskrá þessa fyrsta
Landsfundar Alþýðuflokks-
kvenna. Drögineru i stuttu máli á
þá lund, að kl. 8 e.h., föstudaginn
13. október, verður fundurinn
settur og ávörp flytja Kristin
Guðmundsdóttir, formaður
undirbúningsnefndarinnar, Erna
Friða Berg, formaður Kvenfélags
Alþýðuflokksins i Hafnarfirði og
Gylfi Þ. Gislason, formaður
Alþýðuflokksins.
Að ávörpunum loknum verða
fjórar konur heiðraðar, sem
gegnt hafa trúnaðarstörfum fyrir i
Alþýðuflokkinn i áratugi, Þessar
konur eru: Jóhanna Egilsdóttir,
Sigurrós Sveinsdóttir, Soffia
Ingvarsdóttir og Sigríður Er-
lendsdóttir.
Þá stjórnar Guðlaugur Tryggvi
Karlsson söng við undirleik Rúts
Hannessonar.
Að lokinni kaffidrykkju, sem
Kvenfélag Alþýðuflokksins i
Hafnarfirði býður til, hefjast
venjuleg fundarstörf og skipt
verður i umræðuhópa.
Siðari fundardaginn — laugar-
daginn 14. október — hefst'fundur
kl. 2 e.h. með þvi að Benedikt
Gröndal, varaformaður Alþýðu-
flokksins, flytur erindið
„Jafnaðarstefnan á tslandi”.
Að þvi loknu verða nefndaálit
rædd.
t kaffihófi sem Kvenfélag
Alþýðuflokksins i Reykjavik
býður til mun svo Stefán Gunn-
laugsson, alþm., flytja erindi um
sameiningarmálið.
Eftir að nefndarálit hafa verið
afgreidd flytur svo Sigurður E.
Guðmundsson, formaður Alþýðu-
flokksfélags Reykjavikur erindið
„Ný baráttumál Alþýðuflokks-
ins”.
Að þvi loknu verður svo lands-
fundinum slitið i sameiginlegu
kvöldverðarhófi i veitingahúsinu
Skiphól i Hafnarfirði.
Þátttaka i Landsfundinum er
heimil öllum Alþýðuflokkskonum
alls staðar að af landinu og er þaö
von undirbúningsnefndarinnar,
að sem flestar geti séð sér fært að
mæta og frá sem flestum stöðum
á landinu svo þessi fyrsti Lands-
fundur geti orðið með sem
mestum myndarbrag.
FLOKKSSTARFID
ADALFUNDUR
Aðalfundur Alþýðuflokks Kópavogs verður
haldinn þriðjudaginn 10. október 1972 kl. 8.30
e.h. að Hrauntungu 18 (niðri).
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Kosning fulltrúa á 34. flokksþing Alþýðu-
flokksins.
3. önnur mál.
Efnahagsmálin
Almennur fundur verður haldinn I Alþýðu-
,flokksfélagi Reykjavíkur n.k. FIMMTUDAG, 12.
október, kl. 20.30 i LINDARBÆ niðri.
Fundarefni:
Alvarlegar horfur i efnahagsmálum.
Framsöguræðu fiytur Gyifi Þ. Gislason, for-
maður Alþýðuflokksins.
Félagar eru hvattir til þess að fjölmenna
stundvislega.
Stjórnin.
Kosið um helgina
Allsherjar-atkvæðagreiðsla um kjör fulltrúa
Alþýðuflokksfélags Reykjavikur á 34. flokks-
þing Alþýðuflokksins er fram fer dagana 20.-22.
október næstkomandi, fer fram á skrifstofum
Alþýðuflokksins i Alþýðuhúsinu við Hverfis-
götu dagana 7. og 8. október næstkomandi.
Kosningin stendur um kjör 35 aðalfulltrúa og
jafnmargra varafulltrúa. Hefst hún kl. 13
laugardaginn 7. október og stendur til kl. 18
þann dag. Sunnudaginn 8. október hefst kosn-
ing kl. 10 f.h. og Stendur til kl. 20 þann dag, að
henni lýkur
Kjörstjórn.
Laugardagur 7. október 1972.
o