Alþýðublaðið - 07.10.1972, Blaðsíða 12
KÓPAVOGS APÓTEK
Opiö öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 2
Sunnudaga milii kl. 1 og 3
„Islenzku iðnfyrirtækin of smá — og handahófslega stjórnað
11
Iðnaðarráöherra boðaði í gær
langtima islenzka iðnþróun.
Er um að ræða áætlun um efl-
ingu islenzks iðnaðar fram til árs-
ins 1980.
Samkvæmt áætluninni er stefnt
að þvi að árið 1980 verði hlutur
iðnaðarvara i heiidarútflutningi
þjóðarinnar kominn upp i 60%, en
hann er i dag 12%, og er þá með
reiknaður hluiur áls.
bá er gert ráð fyrir þvi að árið
1980 nemi heildarverðmæti iðn-
aöarvara 40 milljörðum.
Arið 1980 er jafnframt gert ráö
fyrir þvi að 22 þúsund manns
starfi við islenzkan iðnað, en i dag
starfa 14 þúsund manns við iðn-
framleiðslu á tslandi.
Til þess að þessi áætlun nái til-
gangi sinum, þarf aö gjörbreyta
islenzkum iðnfyrirtækjum, svo
þau. séu samkeppnisfær til út-
flutnings. Komið hefur fram i út-
tektum erlendra sérfræðinga i
iönaöi, að islenzk iönfyrirtæki eru
of litil, handahófslega stjórnað,
og umfram ailt, að nýting mann-
afians hjá fyrirtækjunum sé
Maanús Kjartansson boðar fyrstu stór-
áætlun um uppbyaainau íslenzks iðnaðar
miklu lélegri en í nágrannalönd-
unum:
Iðnbylting
Magnús Kjartansson gat þess i
upphafi blaðamannafundar i gær,
þar sem hann kynnti þessa nýju
iðnþróunaráætlun, að eiginlega
væri hér um að ræða iðnbyltingu.
Iönþróunaráætlunin er unnin i
samráði við sérfræðinga frá Sam-
einuðu þjóðunum, en yfirumsjón
innanlands er i höndum Iðn-
þróunarstofnunar Islands. Var
samningur gerður milli íslenzku
rikisstjórnarinnar og Sameinuðu
þjóöanna vorið 1971 um aðstoð Sþ
við gerð áætlunarinnar.
Hafa erlendir sérfræðingar á
vegum Sþ unnið að undirbúningi
hennar, ásamt islenzkum sér-
fræðingum, og átti undirbúningn-
um að vera lokið á þessu hausti.
En ýmissa orsaka vegna hefur
orðið frestun á verkinu, og lýkur
þvi væntanlega ekki fyrr en i
febrúar i vetur.
Þýðing iðnaðar i fram-
tiðinni.
Magnús Kjartansson greindi
frá þvi á blaðamannafundinum,
að eitt höfuðeinkenni islenzks at-
vinnullfs gegnum árin væri ein-
hæft atvinnulif, og óstöðugleiki.
Höfuðáherzla hefði verið lögð á
sjávarútveg og landbúnað, en
minni áherzla á iönað.
Nú væri ljóst, að á ári hverju
fram til ársins 1980 bættust á
vinnumarkaðinn 1700—1800
manns. Ljóst væri að land-
búnaðurinn gæti ekki tekið við
neinu af þessari aukningu, og
sjávarútvegurinn aðeins litlum
hluta.
Það kæmi þvi i hlut iðnaðarins
að taka við öllum þessum fjölda,
og þvi þyrfti að gera hann hæfan
til þess og skapa honum betri að-
stæður og betri vaxtarmöguleika.
Algjör fríverzlun 1977
Ráðherra sagði að við inngöngu
tslands I EFTA árið 1969, hefðu
aðstæður gagnvart iðnaðinum
breytzt. Fram að þeim tima hafi
iðnaðurinn nær eingöngu fram-
leitt fyrir innlendan markað, og
hann hafi verið verndaður meö
tollamúrum og innflutnings-
bönnum.
Samningurinn við EFTA gerði
ráð fyrir sifellt aukinni frí-
verzlun, og eftir 1. júli 1977 yrði
um algjöra friverzlun að ræða
milli tslands og Efnahagsbanda-
lagsins hvað viðkæmi iðnaðar-
vörum. Þvi væri brýn nauðsyn að
gera iönaðinn samkeppnisfæran
sem fyrst.
Iðnaðurinn útundan
Ráðherra sagði að undanfarna
áratugi hefði islenzkur iðnaður
ekki setið við sama borð og aðrir
framleiðsluatvinnuvegir, sjávar-
útvegur og landbúnaður. Þessu
yrði að breyta, og þá einnig fjár-
festingarstefnunni i samræmi við
nýja tima.
Útreikningar hefðu sýnt að
hver fjárfest króna i landbúnaði á
árunum 1950—’6'0 hafi verið rúm
11 ár að skila sér i auknum
þjóðartekjum. Sama króna var
2.5 ár að skila sér i fiskiðnaði en
3.5 ár i verksmiðjuiðnaði.
Þrátt fyrir þetta var fjárfesting
i landbúnaði 115 þúsund krónur á
mannár i landbúnaði, en aðeins 66
þúsund krónur i iðnaði á sama
tima.
Ráðherra kvað nauðsynlegt að
gera hér á breytingar og sagðist
hafa gert ráðstafanir til þess að
framlag til iðnþróunar á fjár-
lögum væri aukið, og lög yrðu sett
sem auðvelduðu iðnaðinum að fá
lánsfé. Þá sagði hann að kannanir
hefðu leitt i ljós, að ekki væri
vandkvæði á þvi að fá erlent láns-
fé i framkvæmdir sem væru lik-
legar til þess að gefa arð.
Rikisforsjá
Ráðherra sagði að vandamálin
væru mörg.
Það væri þvi forsenda þess að
iðnþróunaráætlunin bæri
árangur, að ríkisvaldið hefði
sterka aðstöðu til að móta þá
framtiðarskipan sem stefnt væri
að.
Þetta þýðir nánast, að rikis-
valdið ætlar að hafa nána umsjón
með þróun mála i framtiðinni, og
þá i gegnum Tæknistofnun iðn-
aðarins sem væntanlega verður
sett á stofn. Þá kemur til greina
að rlkið eigi stóra hluta i iðnfyrir-
tækjum sem sett yrðu á stofn.
Ráðherra sagði að stefnt yrði
að þvi að auka framleiðsluna með
óbreyttum eða auknum mann-
afla. Nú störfuðu i iðnaði 14
þúsund manns, eða 17,5%
heildarvinnuaflsins i landinu.
1980 ætti talan að vera komin upp
i 22 þúsund, eða 22% heildar-
vinnuaflsins.
Aðaláherzlan yrði lögð á iðnað
sem ynni úr innlendu hráefni.
Þannig ætti mannafli i sútunar-
iðnaði aö vaxa um 100%, i niður-
suðuiðnaði um 80% og i májm-
iðnaði um 180%.
Stóriðnaður.
Ráðherra kvaðst aðeins hafa
rættum svonefndan smáiðnað, en
ýmis stóriönaður væri ráðgerður.
Nefndi hann sjóefnaverksmiðju á
Reykjanesi, en athuganir á henni
hefðu verið mjög jákvæðar.
Málmbræðslu, einkum þó
ilmenite rafbræðslu. Ilmenite er
málmblanda, sem inniheldur að
mestu leyti titan. Þá mætti nefna
vinnslu ýmissa gosefna.
Til allrar þessarar vinnslu
mætti nota íslenzka raforku.
Iðnþróun i tölum.
Iðnaðarráðherra nefndi nokkr-
ar tölur sem dæmi um áhrif iðn-
þróunar á þjóðarbúskap Islend-
inga.
Arið 1970 nam framleiðsluverð-
mæti á mannár I smáiðnaði 780
þúsund krónum, en á að nema
1600 þúsund krónum árið 1980, og
er það miðað við verðlagið 1970.
Iðnaðarframleiðslan mun þá
hafa vaxið úr 12,227 milljónum
króna i 40.000 milljónir króna árið
1980.
Af þessari 40 milljarða fram-
leiðslu mun heimamarkaðurinn
taka um 15 milljarða en útflutt-
ar vörur nema 25 milljörðum. Þá
er gert ráð fyrir þvl að út-
flutningur fisk- og landbúnaðar-
afurða nemi 17,600 milljónum
króna. Þannig yrði hlutur iðn-
aðarvara kominn upp i 60% af
heildarútflutningi þjóðarinnar, en
i dag nemur hann samtals 12%,
og er áiið þá meðtalið.
Markaðsrannsóknir.
Aukinn útflutningur kallar á
auknar markaðsrannsóknir fyrir
islenzkar vörur. Að þeim málum
vinna sérfræðingar Sþ ásamt is-
lenzkum sérfræðingum.
Skýrðu þeir Sveinn Björnsson
og Úlfur Sigurmundsson frá sam-
starfinu við sérfræðinga Sþ, og
kváðu það skilyrði af hálfu Sþ, að
starfinu yrði haldið áfram af is-
lenzkum aðilum eftir að þeir er-
lendu færu af landi brott.
Úlfur Sigurmundsson kvaðst
bjartsýnn á markaðshorfur, og
nefndi sem dæmi að á þessu ári
næmi iðnaðarútf l utningur Is-
lendinga 1200 milljónum, aö
undanskildu áli, og væri það mikil
hækkun frá því i fyrra.
ILÚHURINN ER Á SKÁKSÍDUNNII DAfi |