Alþýðublaðið - 07.10.1972, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 07.10.1972, Blaðsíða 6
Guðmundur Böövarsson heiðursfélagi Rí Á framhaldsaðalfundi Rithöf- undaféiags íslands, sem haldinn var 21. þ.m., var Guðmundur Böðvarsson skáld á Kirkjubóli kjörinn heiðursfélagi þess. Stjórn félagsins skipa nú: Vil- borg Dagbjartsdóttir, formað- ur, Stefán Hörður Grimsson, varaformaður, Ingólfur Jónsson frá Prestsbakka ritari, Sigurður Róbertsson, vararitari og Jón frá Pálmholti, gjaldkeri. Nýir félagar bættust sjö við á árinu. Félagsmenn eru nú 91. MADURINN SEM TÓK SIÁLFAN SIG ÚR UMFERD Fyrir sextán árum klifraði Mexíkaninn Pabhi Vargas upp hringstiga. sem liggur upp í tvo turna dóinkirkjunnar i bænum Ma/.allan i Mexikó. Ilann licfur ekki kom- ið niður siðau. Vargas þessi er Ii2 ára gamall. Ilann er bringjari kirkjunnar og býr i litlu her- bergi á milli turnanna tveggja. Starfsmenn kirkjunnar færa honum mat. sem liann niallar svo og borðar á þaki guðsbússins. ,,(Cg vil ekki fara héðan. Hvað hef ég að gcra þarna niöri?” spyr Vargas um leið og hann litur yfir sjávarþorpið. ,,IIér uppi á ég ekki við nein vandamál að striða. ft:g er látinn i friði og ég læt aðra i friði. Hér ætla ég að lifa lifinu, þar til ég dey ", Vargas er lágur vexti, sterklegur, en liokinn. Ándlit hans er stirðnað. næstum illúðlegt. Og þólt hann veki ibúa þorpsins á hverj- uin degi vita þeir fæstir um tilveru hans. Fyrir sextán árum skildi Vargas við riginkonu sina eftir margra ára hjóna- band. bau bjuggu i Durango. sem er i 200 milna fjarlægð og áttu tvö börn. Dag einn kom hann til kirkjunnar og var boðið starf hringjara. Hann klifraði upp i turnana — og þar hefur hann verið æ siöan. Pablo Vargas , maðurinn, sem tók sjálfan sig úr umferð. Ilann hefur verið „hátt uppi" i lfi ár. Sumir likja honum við Quasimodo, aðalsögupersónuna i sögu Victor Hugo, llringjarinn frá Notre Dame. NU Á AÐ GEGNUM- LÝSA SÓLFAXA! „HEIAAA ER BEZT" „Nú um þessar mundir er Flugfélag tslands i raun og veru að flytja allt viðhald og eftirlit með flugvélum sinum inn i land- ið i stað þess að starfsemi þessi fari að verulegu leyti fram er- lendis”, sagði Sveinn Sæmunds- son, blaðafulltrúi Flugfélagsins, i samtali við Álþýðublaðið i gær. ()g Sveinn bætti við: „Priðju- daginn 10. október næstkomandi verður framkva'md „gegnum- lýsing” á „Sólfaxa”, annarri af þotum flugl'élagsins og verður það i fyrsta skipti i sögu is- lenzkra flugmála, að slik skoðun er framkvæmd á islandi”. Sveinn sagði ennfremur i samtalinu við Alþýðublaðið, að þær viðtæku breylingar, sem nú væru að gerast á sviði ta'kni- mála hjá Flugfélagi Islands, muni, þegar Iram i sækir, veita fleiri llugvirkjum atvinnu hér á landi en áður. i siðasta hol'li „Faxafrétta”, sem er blað starfsfólks Flugfé- lags islands, en Sveinn er rit- stjóri þess og ábyrgðarmaður, er m.a. fjailað um nýsköpun i tæknimálum félagsins. I>ar er skýrt l'rá þvi, að fyrir réttu ári hafi einn af starfs- mönnum félagsins Kristján Friðjónsson, sem lokið hefur prófi i flugvirkjun hjá Flugfé- laginu og siðan pról'i i flugvéla- verkfræði frá bandariskum há- skóla, haldið vestur um naf til Bandarikjanna i þeim tilgangi að kynna sér árangur af viðtæku rannsóknarstarfi nokkurra bandariskra flugfélaga á sviði eítirlits og viðhalds flugvéla. Kftir að Kristján hafði gefið skýrslu um ferð sina, var skipuð þriggja manna nelnd til frekari könnunar á niðurstöðum og rannsóknum hinna risastóru bandarisku flugfélaga. Driggja manna nelndin komst að þeirri niðurslöðu, að þau kerfi og nýmæli, sem „National Airlines’’ er að taka upp um þessar mundir i viðhaldi og eft- irliti á flugkosti sinum, muni henta vel Flugfélagi tslands. l»ess skal getið i þessu sam- bandi, að á sinum tima, er fé- lagið hóf þotullug, keypti það „skoðunarkerfi” þessa sama flugfélags. Degar hér var komið sögu, fól Orn Johnson, forsljóri Ft, ncfndinni að endurskipuleggja ta'knideild félagsins. l>að verk er nú langt á veg komið og heíur nú verið stofnuð ný deild, verklræðideild, á veg- um félagsins og er hún und- irdeild tæknideildar. Illutverk verkfræðideildar- innar er að innleiða nýja tækni i skoðunum á þotum félagsins og afla þeirra tækja, sem þarf til þess að allar skoðanir á Ft-þot- unum geti fariðfram hér á landi á verkstæðum Flugfélags ts- lands. Til þess að svo geti orðið, þarf að endurskoða og endurrita vinnulýsingar og vinnuaðferðir. t þessu sambandi hefur félagið nú fengið aðgang að tölfræðileg- um upplýsingum um viðhald flugvéla bandariska flugfélags- ins „National Airlines” i Miami, en l'élagið hefur 40 Boeing-727 þotur i þjónustu sinni. Darna er að finna tölfræði- legar upplýsingar um endingu hinna ýmsu sérhluta þotanna, bilanir og viðhald i heild, svo og hina ýmsu fylgihluti. Með breytingunum, sem nú verða á skoðunum á þotum Flugfélags tslands, verður nýrri ta'kni beitt. Flugvélarnar verða „röntgenmyndaðar” og skoðað- ar með hátiðnitækjum i stað sjónskoðunar áður. Kins og fyrr segir verður gerð „röntgenskoðun” á þotunni „Sólfaxa” næstkomandi þriðju- dag og fer skoðunin fram i Reykjavik. Sama dag koma til landsins á vegum Flugfélags tslands tveir menn frá „National Airlines” til fyrirlestrahalds og kennslu. Jazzballettskóli Báru Dömur athugið Likamsræktin Dömur athugið 9 vikna kúr i likamsrækt og megrun, nudd og sauna, hefst mánudaginn 16. október. — Morgun, dag og kvöldtimar. Upplýsingarog innritun i sima 83730, 5., 6. og 7. október frá kl. 1—6. Jazzballettskóli Báru. 83730 83730 Jazzballettskóli Bóru Innritun i Jazzballett mánudaginn 8. október. Nemendur i dansflokknum vin- samlega hafið samband strax. Jazzballettskóli Báru. Ég þakka innilega fyrir þá miklu vinsemd og sæmd, sem mér hefir verið sýnd i til- efni af sextugsafmæli minu 4. september 1972. Einkum þakka ég vinum minum og velunnurum i Skagafirði, þ.á.m. sýslu- nefnd Skagafjarðarsýslu og stjórn Kaup- félags Skagfirðinga. Jóh. Salberg Guðmundsson. Norræn tónlistarkeppni Lokakeppni i norrænu pianókeppninni fer fram i Háskólabiói sunnudaginn 8. október kl. 15. Sinfóniuhljómsveit íslands leikur, en ein- leikarar verða þeir tveir þátttakendur, sem unnið hafa sér rétt til að keppa um 1. og 2. verðlaun, 15.000 og 10.000 danskar krónur. Aðgangur ókeypis og öllum frjáls meðan húsrúm leyfir. Norræna félagið og Rikisútvarpið. PÓST- OG SlMAMÁLASTJÓRNIN óskar eftir mönnum til náms í jarðsímatengingum Umsækjendur þurfa að hafa gagnfræðapróf eða hliðstæða menntun. Gert er ráð fyrir að umsækjendur starfi að loknu námi á eftirtöldum stöðum: í nágrenni Reykjavikur Borgarnesi Patreksfirði ísafirði Sauðárkróki Akureyri Selfossi Keflavik llúsavik Egilsstöðum Seyðisfirði Neskaupstað Reyðarfirði Akranes Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá simstöðvarstjorum a viðkomandi stöðum og i Reykjavik á skrifstofu sima- tæknideildar i sima 26000 / 255 eða hjá skólastjóra i sima 26000 / 385 Umsóknir sendist fyrir 20. október 1972 til Póst- og simaskólans, pósthólf 270 Reykjavik. o Laugardagur 7. október 1972.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.