Alþýðublaðið - 20.10.1972, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.10.1972, Blaðsíða 2
í Hofi Þingholtsstræti 1 er landsins mesta úrval af prjónagarni. Stöðugt nýjar sendingar frá mörgum löndum. HOF, Þingholtsstræti 1. AUGLÝSING SiyrRir til háskólanáms í Sambandslýöveldinu Þýzkalandi. l.ý/.ka sendiráftift i Reykjavik hcfur tilkynnt islenzkutn stjo’rnvöldum, aft boftnir séu fram þrir styrkir handa ís- len/.kum námsmönnum til háskólanáms i Sambandslýft- veldinu Þý/.kalandi háskólaárift 197;i-74. Styrkirnir nema 500 þý/kum mörkum á mánufti hift lægsta, auk 400 marka greiftslu vift upphaf styrktimabils og 100 marka á náms- misscri til hókakaupa, en auk þess eru styrkþegar undan- þegnir skólagjöldum og fá ferftakostnaft greiddan aö nokkru. Styrktimahilift er 10 mánuðir frá 1. október 1975 aft telja, cn framlenging kemur til greina aft fullnægftum ákveftnum skilyrftum. Umsækjendur skuli eigi vera eldri en 112 ára. Þeir skulu hala lokift a.m.k. tveggja ára háskólanámi. Umsóknir, ásamt tilskildum fylgigögnum, skulu hafa bor- i/t ínenntamálaráftuneytinu, Hverfisgötu (i, Reykjavik, fyrir 20. nóvembcr n.k. — Sérstök umsóknareyftublöft fást i ráftuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 17. október 1972. AUGLÝSING Styrkir til að sækja þýzkunámskeið i Sambandslýðveldinu Þýzkalandi. Þý/ka sendiráftift í Reykjavik hefur tilkynnt islen/.kum stjórnvöldum, aft boftnir séu fram nokkrir styrkir handa isicn/.kum slúdcntum tilaösækja tveggja mánafta þý/ku- námskeift i Sambandslýöv >ldinu Þý/kalandi á vegurn (ioethe-stofnunarinnar á ti.nabilinu júni-október 1973. Styrkirnir taka til dvalarkostnaftar og kennslugjalda, auk 000 marka l'erftastyrks. Umsækjendur skulu vera á aldrin- um 19-32ára og ha’fa lokift a.m.k. tveggja ára háskólanámi Þcir skulu hafa til aft bera góða undirstöftukunnáttu i þýzkri lungii. Umsóknum um styrki þessa skal komift til menntamála- ráftuncytisins, llvcrfisgötu (>, Reykjayik, fyrir 20. nóvem- ber n.k. Sérstök umsóknareyftublöft fást í ráftuneytinu. IVIenntamálaráðuneytið, 17. október 1972. Framkvæmdastjóri óskast Norræn nefnd um neytendamál óskar að ráða framkvæmdastjóra. Umsækjandi verður að hafa góða menntun t.d. vera lögfræðingur eða hagfræðingur. Hann verður að geta unnið sjálfstætt. Reynsla af störfum á sviði neytendamála eða hlið- stæðra mála er einnig æskileg. Nefndin er stofnuð af rikisstjórnum allra Norður- landanna að frumkvæði Norðurlandaráðs i þvi skyni að samræma rannsókna- og upplýsingastarf á sviði norrænna neyt- endamála. Aðsetur framkvæmdastjórans er nú i Osló, en unnt er að flytja það til heima- lands hins nýja framkvæmdastjóra. Launakjör fara eftir menntun og hæfileik- um umsækjanda. — Umsóknir sendist viðskiptaráðuneytinu fyrir 10. nóvember 1972. Viöskiptaráðuneytið, 19. okt. 1972. HVAÐ A HANN AÐ HEITA? NÝIR KENNSLU- HÆTTIR TIL REYNSLU í FOSS- VOGSSKÓLA Fræðí.luylirvöld i Reykjavík settu i gær fram ósk um það, að einhvrr orðhagur maður kæmi þeim til hjálpar og gæfi nýrri tegund kennsiuhátta, sem nú er verið að gera tilraun með i Fossvogsskóla, nafn. Skólar, sem notað hafa þessa kennsluhætti, hafa verið kallað- ir ,,opnir skólar”. f þeim er beitt aðferöUiT! við kennslu barna, sem eru gerólikar }>ví, sem t.d. tiðkast hér á landi. 1 slikum skólum er megin- áherzla lögð á að rækta sköp- unargáfu barnsins og ýta undir sjálfstæða: hugsun. Ilér á landi er staddur brezk- ur skólamaður, George Baines, i þvi skyni að kynna islenzkum lræðsluyfirvöldum og kenn- urum þessa tegund skóla. Á almennum fundi skóla- stjóra og yfirkennara i Reykja- vik i gær flutti hann stutt erindi, þar sem hann útskýrði inntak og tilgang ,,opna skólans”. í ræðu Baines komufram ný- stárlegar hugmyndir um barna- kennslu og hann lagði rika áherzlu á, að skólarnir ættu að vera „spennandi og skemmti- legir” fyrir börnin. Þeir ættu að keppa við lifið utan skólans og vera eftirsóknarverðir. Munurinn á ,,opnu skólunum” og þeim gömlu er aðallega fólg- inn i þvi, að gömlu bekkjar- deildirnar eru leystar upp og nemendum ýmist kennt i stór- um hópum eða þá einkatimum. Hér á landi er verið að gera tilraun með „opinn skóla”. Það er Fossvogsskóli og hefur Baines meðal annars verið til aðstoðar við skipulagningu hans. Við heimsóttum skólann i gær, þar sem þessi mynd var tekin. o Föstudagur 20. október 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.