Alþýðublaðið - 20.10.1972, Blaðsíða 3
ATHUGAD UM
IITGERÐ - FRÁ
SELFOSSI!
Selfyssingar eru nú að hugleiða
kaup á fiskibáti, og verður hann
að likindum fyrsti fiskibáturinn,
sem á „heimahöfn” langt inni i
landi.
Stefán Jónsson, framkvæmda-
stjóri Straumness á Selfossi, sem
rekur fiskvinnslustöðina þar,
sagði i viðtali við blaðið i gær, að
FRÉTTA-
PUNKTAR
VERKLEG menntun á
skyldunámsstigi þarf að auk-
ast svo nemendur fái þann
undirbtining, sem þeiin er
nauðsynlegur til að geta feng-
ist við úrlausnarefni daglegs
lils, segir í áskorun kennara-
félagsins Iiússtjórnar til
menntamálaráðuneytisins.
,,VIÐ undirrituð lýsum undr-
un okkar á viðbrögðum stjórn-
enda Landhelgissöfnunarinn-
ar vcgna spa ris jóðsbókar
þeirrar sem félagar i Alþýðu-
handalagsfélagi Borgarfjarð-
ar- og Mýrarsýslu opnuðu um
siðustu helgi og Alþýðubanda-
lagsmenn á Akranesi og fleiri
liafa lagt fé til”, segir i yfir-
lýsingu forntanna Alþýðu-
bandalagsfélaganna i Borgar-
fjarðar- og Mýrasýslum og á
Akranesi.
„HELGI hefur reynt allar
hugsanlegar leiðir hins is-
len/.ka fulltrúalýðræðis til að
fá framgengt réttmætum
kröfum sinum. Unt 20 ára
skeið hafa ráðamenn þjóðar-
innar liun/að málaleitan
Itans", segir i tilkynningu frá
stúdentaráði, þar sem mót-
mælt er m.a. „vitaverðum
fruntaskap” við handtöku
Ilelga Hóseassonar.
LANDGRÆÐSLA
LANDVERNDAR
Haukur Hafstað, nýráðinn
framkvæmdastjóri Landverndar,
hefur beðið blaðið að taka fram
vegna fréttar um starfsemi fé-
lagsins, að auk rikisstyrks að
upphæð 1,5 milljónir til útgáfu og
fræðslustarfsemi fái Landvernd
styrk að upphæð þrjár milljónir,
sem rennur óskiptur til land-
græðslu.
á siðustu vertið hefði fiskvinnslu-
húsið tekið á móti afla tveggja
Þorlákshafnarbáta, en öll að-
staða væri fyrir hendi að taka á
móti meiri afla.
Straumnes tók 1400 fermetra
fiskvinnsluhús i notkun snemma
á þessu ári til verkunar á salt-
fiski, og er aðstaða til að vinna
þar 16—17 hundruð tonn á vetrar-
vertið. I sumar var svo komið upp
aðstöðu til að þurrka fiskinn á
staðnum.
Bátarnir tveir, sem selja Sel-
fyssingum fisk, Árnesingur og
Sturlaugur, hafa aflað i meðallagi
vel, og sagði Stefán, að útlit væri
fyrir, að rekstur fyrirtækisins
ætlaði að standast vonir.
Einnig er i athugun að koma
upp skelfiskvinnslu hjá Straum-
nesi, en það yrði mikil aukning á
umsvifum fyrirtækisins, þar sem
frystiaðstaða flyti þá i kjölfarið.
Með tilkomu fyrstitækja væri
einnig hægt að vinna rækju á Sel-
fossi, en þar er nægilegt vinnuafl
fyrir hendi.
Nú vinna sex fastir starfsmenn
hjá Straumnesi, en Stefán sagði,
að vandalaust væri að útvega
meiri vinnukraft þegar á þyrfti að
halda. Þess má að lokum geta, að
fiskvinnslan er nær eina ihlaupa-
vinnan á Selfossi, og þvi engin
samkeppni um fólk, sem vill
vinna dag og dag. —
BOLL HLAUT
BOKMENNTA-
VERÐLAUN
NÓBELS
Sænska akademian úlkynnti i
gær, að þýzka rithöfundinum
Heinrich Böll hefði verið - veitt
bókmenntaverðlaun Nóbels i ár.
Um ástæðuna fyrir ákvörðun
þessari segir, að Böll hafi með
verkum sinum átt stóran þátt i að
endurnýja þýzkar bókmenntir.
Böll er 54 ára gamall og hóf að
skrifa eftir seinni heimsstyrjöld-
ina. Hann var i þýzka hernum, og
margar bóka hans, sem eru
orðnar um 40 talsins, fjalla um
striðsárin, þá ringulreið og til-
gangsleysi, sem fylgdu þvi i
Þýzkalandi.
AF HVERJU ROÐNAR DÝRÐLINGURINN?
Tr úaöir fullyrða að myndin hér fimmtiu manna hópur, sem þar
neöra af Sankti Mikkael sé gædd var við guðsþjónustu, þykist
yfirnáttúrlegum krafti. Hún er i hafa séð andlit dýrlingsins
kirkju grisk-kaþólskra i Tarpon verða blóðrautt — hvaö sem það
Springs á Floridaskaga. Nær kann að vita á. Og árið 1969 á
myndin að hafa fellt ósvikin tár.
HANN DAFNAR BETUR I HLYJUNNI
Visindamenn i Massachusetts
i Bandarikjunum hafa uppgötv-
að, hvernig auka má vaxtar-
hraða humars þannig að hann
nái fullum þunga á fjórðungi
venjulegs vaxtartima.
Þetta eru visindamennirnir
John T. Hughs, yfirmaður fisk-
eldisstöðvar i Massachusetts,
sem er rekin af Náttúrurann-
sóknarstofnun fylkisins, og John
S. Sullivan, sem er sérfræðing-
um i lifnaðarháttum humars.
Þeir félagar báru saman
vaxtarhraða humars i kalda
sjónum norður við Prince
Edward eyjar undan ströndum
Kanada þar sem sjávarhiti fer
hæst upp i um 13 gráður á Celci-
us á sumrin, og i heitum sjó um
600 km sunnar, þar sem hiti
sjávar er vanalega 22—24 stig
allt árið. Á fyrrnefnda staðnum
er vaxtartiminn átta ár, en fyrir
sunnan nær humarinn punds
þunga á fimm og hálfu ári.
Þeir gripu þvi til þess ráðs að
setja humarseyði i ker með 24
stiga heitu streymandi vatni, og
vaxtarhraðinn jókst þegar.
Talið er, að nú séu opnir ó-
þrjótandi möguleikar á að setja
upp humareldisstöðvar, og
verði þær nógu margar megi
lækka verð á humri mjög mikið
og gera hann að hversdagsfæðu.
LYFJASMIÐJUR LJUGA A FLENSUNA
Að undanförnu hafa ýmsar
bólusetningarmiðstöðvar i
einkaeign i Sviþjóð hringt til
fyrirtækja þar i landi og skýrt
frá þvi, að inflúenzu hafi orðið
vart og þvi beri að bólusetja
starfsmennina strax. Það er
einnig látið fylgja, að bóluefni
séu til af mjög skornum
skammti.
Sænska dagblaðið Dagens Ny-
heter segir nýlega frá þessu ný-
stárlega sölubragði og skýrir
jafnframt frá þvi, að allar full-
yrðingar seu rangar. Það sé
ekkert, sem bendi til þess, að
nýr inflúenzufaraldur sé i upp-
siglingu i Sviþjóð.
Hinsvegarsé vitað um nýjan
inflúenzuvirus i Suðaustur Asiu
sem sé á vissan hátt ólikur Hong
Kong virusnum.
Þessi nýi virus hefur verið
kallaður Englandsvirusinn, þar
sem sérkenni hans voru fyrst
fundin þar.
Bæði i Englandi og Sviþjóð er
hafin framleiðsla á nýju bólu-
efni gegn virusnum, en það hef-
ur enn ekki veriö sett á markað-
BUIN AÐ SKALA FYRIR
ísfirðingar
röskastir i svipinn
Islendingar hafa aldrei fyrr
eytt eins miklum peningum i eins
mikið áfengi og það sem af er
þessu ári. Á öllu landinu nemur
aukningin tæpum 40%, en tsfirð-
ingar slá öll met. Þar hefur salan
aukizt um nær helming eða 87.5%.
Það sem af er árinu hefur verið
selt áfengi á tslandi fyrir tæpar
400 milljónir króna, en á sama
timabili i fyrra nam salan 286
milljónum króna eða 113 milljón-
um lægri upphæð.
Þetta segir þó ekki alla söguna,
þvi þess ber að gæta, að miklar
verðhækkanir urðu á áfengi á sið-
asta ári. En þó er greinilegt, að
neyzluaukningin er veruleg við-
ast hvar á landinu.
I Reykjavik nemur söluaukn-
ingin um 36, á Akureyri rétt rúm-
um 50%, en eins og fyrr segir slá
Isfirðingar algjört met.
1 ár hefur verið selt áfengi þar
fyrirrúmar 15 milljónir króna, en
á sama tima i fyrra hafði selzt á-
fengi þar fyrir rúmar átta
milljónir.
Við höfðum i gær samband við
Jens Kristmannsson, útsölustjóra
Áfengisverzlunarinnar á Isafirði,
og spuröum hann hvernig stæði á
þessari gifurlegu söluaukningu.
Hann sagði, að ef nefna ætti
einhverja sérstaka skýringu væri
það helzt velmegunin.
„Vinnutimastyttingin og aukin
fjárráð er sennilega það sem,
veldur þessu”, sagði Jens. „Ann-
ars eigum við ísfirðingar alltaf öll
met”, bætti hann við og kimdi.
AMIN ER
ENNÞA
VIÐ SAMA
Enn hefur Idi Amin, forseti
Uganda, beint spjótum sinum að
Asiumönnum i landinu og ákveð-
ið, að allir Asiumenn, sem hafa
rikisborgararétt i Kenya,
Tanzaniu og Zambiu en búa i
Uganda, skuli fara úr landi fyrir
8. nóvember ásamt öðrum Asiu-
búum.
Ekki liggur fyrir, hversu marg-
ir Asiubúar, sem hafa borgara-
rétt i fyrrnefndum löndum, eru i
Uganda, en álitið er, að þeir skipti
hundruðum.
Að sögn útvarpsins i Uganda er
ástæðan fyrir brottvisun Asiu-
mannanna frá þessum löndum sú,
að þeir hafi gerzt sekir um
hermdarverk gegn Uganda. Þ’eir
eiga meðal annars að hafa smygl-
að úr landi eigum margra þeirra
Asiumanna, sem þegar hafa
fengið skipun um að yfirgefa
Uganda. Einnig eiga þeir að hafa
smyglað gjaldeyri úr landinu.
SYNAST
EKKERT
ÁFJÁÐIR
í VINNU
Frönsku piltarnir tveir, sem við
skýrðum frá i gær, eru enn at-
vinnulausir, enda þótt atvinnutil-
boðum hafi rignt yfir þá eftir að
fjölmiðlar skýrðu frá matarleit
þeirra i öskutunnum i miðbænum.
Meðal þeirra, sem bauð þeim
vinnu, var Gunnar R. Gunnars-
son, bilasmiður. Hann ræddi við
þá i fyrradag, en þeir kváðust
fremur vilja vinna hjá fyrirtæki,
þar sem hægt væri að fá mat.
Þeir hljóta þvi að vera jafn-
fátækir og umkomulausir og þeg-
ar svengdin knúði þá til matar-
leitar i öskutunnum.
En þrátt fyrir auðsýnda velvild,
virðast þeir ekki kæra sig um að
vinna, enda kom það glögglega
fram i viðtali, sem Alþýðublaðið
átti við þá i fyrradag.
„Ég spái þvi, að það liði ekki
margir dagar þar til við heyrum
frá þeim aftur”, sagði Arni Sigur-
jónsson hjá Utlendingaeftirlitinu i
viðtali við Alþýðublaðið i gær-
kvöldi.
Þeim hefði verið gefið tækifæri
og ef þeir vildu ekki nota sér það
mætti búast við, að þeir yrðu
sendir úr landi á kostnað rikisins.
Myndin hér neðra var tekin i
fyrradag.
Föstudagur 20. október 1972
o