Alþýðublaðið - 03.11.1972, Blaðsíða 1
FÖSTUDAGU R
LOFTLEIÐIR í JUMBO-HUGLEIÐINGUM
Sterkar likur benda til þess,
aö Loftleiðir muni innan tiðar
taka „Jumbo” þotur i þjónustu
sina, segir i skandinaviska
ferðamálaritinu Travel Trade
Gazette, sem út kom l&október.
Blaðið hefur það eftir heim-
ildum frá Reykjavik, að félagið
fyrirhugi þetta, til þess að vera
á samkeppnisgrundvelli við
önnur flugfélög á Norður-
Atlantshafsleiðinni.
Engar opinberar yfiriýsingar
hafa verið gefnar um málið,
segir blaðið, en það er vitað, að
Loftleiðir hafa átt viðræður við
þá tvo aðila sem framleiða risa-
þotur, Boeing og Lockheed
verksmiðjurnar. Blaðið segir
einnig, að sendinefndir frá
Boeing verksmiðjunum hafi
komið reglulega til tslands að
undanförnu, til viðræðna við
Loftleiðir.
Þá segir einnig, að Lockheed
hafi fyrir stuttu komið i sér-
lands, til að kynna sina risa-
þotu, TriStar, og meðal gesta i
kynnisferðinni hafi verið helstu
menn Loftleiða.
Fulltrúi Lockheed verksmiðj-
anna staðfesti einnig við umrætt
blað að samningáviðræður hafi
átt sér stað við Loftleiðii;bæði á
íslandi og i New York. —
staka kynningarheimsókn til ts-
- FULLYRÐIR ERLENT FERÐAMALARIT
STRANDRIKIN
VERÐA AÐ FÆRA
ÚT LANDHELGINA
- FORMADUR NORSKA FISKIMANNASAMBANDSINS
YFIR-
BURÐA
SIGUR
Yfirburðir okkar i Norrænu sund-
keppninni urðu slikir að Akureyringar
einir eru hálfdrættingar á við allt Svia-
riki!
Þetta er ótrúlegt, en samt er það
satt. Torfi Tómasson, formaður Sund-
sambands tslands, tjáði blaðinu i gær,
að reiknað væri með þvi i Sviþjóð, að
fjöldi sunda þar yrði 2,2 milljónir. Sú
tala er margfölduð með einum sam-
kvæmt reglum keppninnar en sunda-
fjöldi tslendinga með 11,35 samkvæmt
sömu reglum. Akureyringar syntu 200
metrana 100 þúsund sinnum, og sá
sundafjöldi margfaldaður með 11,35
gerir 1,1 milljón eða helming sunda-
fjöldans i Sviþjóð.
Þrátt fyrir þetta er talið öruggt að
Sviar verði i öðru sæti með sinar 2,2
milljónir, en á toppnum trónum við
með 12 milljónir,
Danir eru liklegast með eitthvað um
11 milljón færri sund en tslendingar,
og má með sanni segja að við höfum
þarna borgað nokkuð tilbaka fyrir 14:2
ósigurinn um árið.
Ef vegalengdin sem Islendingar
hafa synt i Norrænu sundkeppninni
undanfarna mánuði er reiknuð út,
kemur i ljós, að landinn er kominn
langleiðina til til tunglsins. Tunglið er i
384 þúsund kilómetra fjarlægð frá
jörðu, en samanlagður sundsprettur
Islendinga i Norrænu sundkeppninni
er 220 þú'sund kilómetrar.
Fyrir þessa frækilegu frammistöðu
fá tslendingar afhent sigurlaun, sem
gefin eru af Kekkonen forseta
Finnlands. Verða þau afhent i vetur,
þessu fjölmennasta og jafnfrat sigur-
sælasta landsliði sem ísland hefur teflt
fram.
Nánar er sagt frá Norrænu sund-
keppninni á iþrottasiðum blaðsins i
dag.
AUMINGJA
STRÆTÓ!
_____ ÞAÐ GETUR TEKIÐ FIMM
MlNÚTIIR AD KOMAST AF STAD!
VAGNARNIR
FLYTJA UM
50,000 Á DAG
„Fyrir kemur, að það taki
fimm minútur fyrir strætisvagn
að komast frá stæði við Hlemm og
inn i umferðina niður Laugaveg-
inn.
Stundum tekur heilar 15 minút-
ur fyrir strætisvagn að komast
1.220 metra vegalengd frá
Hlemmi niður á Lækjartorg, sem
samkvæmt áætlun á að taka 5—6
minutur. t þessum tilvikum verð-
ur strætisvagninn þannig 10 min-
útum og seint til allra viðkomu-
staða sem eftir eru á leiðinni”.
Þannig komst Eirikur Ásgeirs-
son, forstjóri Strætisvagna
Reykjavikur, m.a. að orði i sam-
tali við Alþýðublaðið i gær.
Á fundi umferðarnefndar
Reykjavikur fyrir nokkrum dög-
um skýrði Eirikur Ásgeirsson
nefndinni frá miklum erfiðleikum
strætisvagnanna að halda áætlun
vegna umferðartafa á ýmsum
götum borgarinnar og kvörtun-
um, sem borizt hafa frá vagn-
stjórum i þvi sambandi.
1 samtali við Alþýðublaðið i gær
sagði forstjórinn, að unnt væri að
bæta úr þessu mikla vandamáli
til dæmis með þeim hætti, sem
SVR hefði óskað, að strætisvagn-
ar og leigubilar fengju nyrðri
helming Laugavegar til umráða,
en stöðumælarnir, sem þar eru
fyrir, verði látnir hverfa. Þannig
yrði hin almenna umferð áfram á
syðri helmingi götunnar og ekki
yrði dregið úr sjálfum umferðar-
Vaxandi hráefnaskortur er
stærsta vandamál okkar, og sér-
staklega hefur minnkandi fiskafli
verið bagalegur fyrir fiskvinnslu-
stöðvar i Noregi i haust, sagði
stjórnarformaður Frionor Norsk
Frossen Fisk a/1 i gær, og eina úr-
ræðið er að hans áliti samningur
um nýtingu auðlinda hafsins á
hafréttarráðstefnu 1973 eða 1974.
Bjarne Johnsen, stjórnarfor-
maður norska fiskimannasam
bandsins, tók dýpra i árina i gær,
er hann sagði á fulltrúaþingi
sambandsins i Tromsö, að eina
lausnin á fiskveiðivandamálinu
væri að strandrikin stækkuðu
fiskveiðilögsögu sina.
Hann sagði, að horfast yrði i
augu við þá staðreynd, að ekki sé
mögulegt að tryggja öruggan
fiskafla með alþjóðalögum,
stækkun fiskveiðilögsögu sé eina
BÚNIRAÐ
OPNA
í HULL
Hafnarverkamenn i Hull i
Bretlandi, hafa nú aflétt
afgreiðslubanninu á islenzk
skip, sem staðið hefur i rúma
viku.og hafa þvi hafnarverka-
mcnn i fimm brezkum höfnum
aflétt þessu banni.
Formælandi hafnarverka-
mannana i Hull sagði i gær, að
þetta væri gert til að torvelda
ekki væntanlegar samninga-
viðræður Breta og
tslendinga,-
straumnum niður Laugaveg.
Einnig sagði Eirikur, að til
mála gæti komið að tempra um-
ferðarrennslið inn á Laugaveg-
inn, t.d. með þvi að banna vinstri
beygju frá Hverfisgötu inn á
Laugaveg við Rauðarárstig, að
minnsta kosti vissa daga vikunn-
ar, þegar umferðarþunginn i mið-
borginni er allra mestur.
Eirikur sagði, að sjálfsagt væru
fleiri möguleikará lausn þessa si-
vaxandi og alvarlega vanda
strætisvagnanna og hefði Um-
Framhald á bls. 4
leiðin til þess að tryggja afkomu
ibúa strandrikjanna.
Johnsen hélt þvi fram, að fiski-
menn mundu ekki viðurkenna þá
„patentlausn” að gera samkomu-
lag viö EBE-löndin sem siðan
geta hindrað frekari útfærslu.
Hannsagðist álita ástæðu til bjart
sýni hvað markaðsmöguleika
fyrir fisk varðaði, en hinsvegar sé
ástæða til að vera uggandi varð-
andi fiskimiðin.
Fiskiflotar allra landa, sagði
hann, hefðu aukizt, og séu
veiðarnar ekki stundaðar með
fyrirhyggju lifum við bráðum
i fiskilausum heimi. Alþjóðlegar
FRIDAR-
HORFUR
DVIHA
öryggisráðgjafi Nixons Banda-
rikjaforseta, Henry Kissinger,
sagði á blaðamannafundi i
siðustu viku, að fullyrðingar
Norður-Vietnama um að Banda-
rikin hafi skuldbundið sig til að
undirrita friðarsamkomulagið á
þriöjudaginn var, séu byggðar á
misskilningi.
Hann sagði, að ætlunin hafi
einungis verið sú, að samkomu-
lagið yrði tilbúið þann dag, en
þáhefðienn verið eftir að leysa
sex eða sjö mikilvæg vandamál,
sem nauðsynlega verði að ræða
um.
Aftur á móti er haft eftir
útvarpinu i Hanoi, að Nixon
forseti hafi i orðsendingu 20.
október sagt, að uppkastið að
samningunum, sem þá lá fyrir,
skyldi vera endanlegi
samningurinn, og hann skyldi
udnirritaður 31. október.
Þetta stendur skrifað svart á
hvitu segir Hanoi útvarpið.
t Washington minnka vonir
manma um skjóta lausn á
Vietnamdeilunni æ meir, og
nýjustu fregnir frá Saigon herma,
að Thieu forseti S.-Vietnam hafi
nú tekið harða afstöðu gegn
samningunum og liti á samþykkt
þeirra sem sölu á Suður-Vietnam.
Bardagar halda áfram af
fullum krafti i Vietnam, og
Bandarikjamenn hafa hert veru-
lega á loftárásum norðan 20.
breiddargráðu, en sem kunnugt
er var árásum norðan við hana
hætt fyrir viku, á meðan útlit var
fyrir, að samkomulag næðist.