Alþýðublaðið - 03.11.1972, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 03.11.1972, Blaðsíða 11
í SKUGGA MARÐARINS! Saga ástar og örlaga eftir Victoriu Holt Kross- gátu- krílið aiLLRulP P VOP' i&■— VÆM FÓ/? / ÖLFVF/ SAF/v F)Ð V fíuol'/] HfíR. ítö/7/ V 3RRKR 5KORF)ð 'Oó/OR ! VOA/ , ISluS fíTPR fíV/LT 5/ RHl 5KRFft f 2Ó//S R v/£) RvU< OF/m fíurvi) grrg RR L-/T/Ð F/SMUR 5ToRv • í 'HUNjjRR z t'/svs u//> 3.£//V$ ^ ö & v I n Qy t ' t/) Cb-C N ^ j £ - - v? Xj a- ÍM • (b v v i ^ |=í^>- r' t- c >V\ , -o Qj U' ' \i < >. 1 í>( L-b Ö-síSi'.jti) J, S A3 tv,]ÖQ — Svo hann var þá drepinn, sagði ég hægt. Stirling kinkaði kolli. — Þetta kemur fyrir öðru hverju. Landið er villt og mannslifin litilsverðari en þau eru hér. — Hannvar faðirminn! Ég var bálreið yfir þvi að einhver skyldi hafa getað komið með byssu og hrifsað þetta dýrmæta lif. Ný til- finning var að koma i stað hryggðar minnar — reiði við morðingja föður mins. — Ef hann hefði afhent gullið, hefði hann ekki látið lifið, sagði Stirling. — Gull! sagði ég reið. — Það er það, sem allir eru að leita að, sem allir vilja finna. — Og þessi ... Mörður ... vill hann það lika? Stirling brosti. — Hann vill það. Hann er staðráðinn i að finna það einhvern daginn. Þessvegna finnur hann það. — En hvað ég vildi óska að faðir minn hefði aldrei fengið þessa flugu i höfuðið Ef hann hefði ekki fengið hana væri hann hér núna. Umhugsunarefnið var mér of- viða. Ég sneri mér undan, ákveðin i að láta hann ekki sjá geðshræringu mina. — Þetta er eins og hitasótt, sagði hann. — Menn fá það á heil- ann. Þeir hugsa um allt sem þeir óska sér, og ef þeir finni gull ... raunverulegt gull... þúsundir mola... þá geti þeir fengið það. — Allt? — Allt sem hægt er að hugsa sér. — Það virðist svo sem faðir minn hafi fundið gull, en týnt lif- inu við að gæta þess og ég misst hann. — Þú ert i uppnámi. Biddu þangað til þú kemur þangað. Þá muntu skilja. Það er stórkostlegt lif. Menn vita aldrei hvenær þeir detta i lukkupottinn. Það er si- felld ögrun, stöðug von. — Og þegar menn gera það eru þeir drepnir fyrir það. — Lifið er svona þarna. Faðir þinn var óheppinn. — Það er ... andstyggilegt. — Það er lifið. Ég hef komið þér i uppnám. Ég hefði átt að sýna meiri nærgætni. Hið eina sem máli skiptir er að það gerð- ist. Hann stóð á fætur. — Þú skalt fara upp i herbergið þitt. Hvila þig stundarkorn, svo snæðum við kvöldverð og ræðum dálitið meira saman. Það er bezt þannig. Ég fór til herbergis mins og skildi hann eftir i setustofunni. Attu áföllin engan enda að taka, spurði ég sjálfa mig. Hann hafði þá verið myrtur. Drepinn með köldu blóði. Það var fjarstæðu- kennt. Ég gerði mér i hugarlund kerruna skröltandi eftir veginum, grimubúinn manninn i felum milli trjánna og siðan: — Nemið staðar. Afhendið gullið eða þér eruðdauðansmatur. Ég setti mér hann greinilega fyrir hugskots- sjónir, ef til vill með gullið i pok- um um mittið. Og hann hefði sagt við sjálfan sig: — Nei, þetta er mitt gull ... mitt og Noru. Ef til vill hefði hann verið með ráða- gerðir i huga um að senda eftir mér svo ég gæti notið auðæfanna með honum, ef það voru þá auð- æfi. Og þvi neitaði hann að láta af hendi gullið þegar byssunni var beint að honum, og létlifið i stað- inn. — Ég hata gull, sagði ég upphátt. — Ég vildi óska að það hefði aldrei verið uppgötvað. Ég hugsaði i bræði minni um glampandi augun bakvið grimuna, um hvernig tekið hefði verið rólega i gikkinn og um hvellinn sem bundið hafði enda á alla hamingju mina. Ó, hve ég hataði morðingja föður mins. Hann hafði ekki látizt sam- stundis. Þeir höfðu getað flutt hann til Marðar og þar hafði hann skrifað siðasta bréfið sitt til min. En þá var hann dauðvona. Og þetta hefði aldrei þurft að eiga sér stað. Stirling hafði á réttu að standa. Ég þurfti að vera ein. Þetta var mér nær jafnmikið áfall og dánarfregn föður mins hafði verið. Það hafði ekki verið slys. Það hafði verið morð að yfirlögðu ráði. Ég gekk út að glugganum. Fyrir neðan mig lá gatan með fornum húsum. Ég gat séð kirkju- spiruna og turna hússins, sem kallað var Whiteladies. Þar hafði einu sinni verið klaustur, mundi ég og nunnurnar gengið i hvitum kuflum: og þá hafði þessi krá að likindum verið hér. Pilagrimar á leið til Canterbury höfðu haft við- komu hér — siðustu viðkomuna áður en ákvörðunarstaðnum væri náð. Þegar ég leit niður á götuna gat ég auðveldlega imyndað mér þá, þreytta og sárfætta og þó fegna vegna þess að gestgjafinn i Fálkakránni bauð þá velkomna og veitti þeim beina og húsaskjól áður en þeir héldu áfram til Canterbury. A meðan ég stóð við gluggann, sá ég Stirling koma út úr kránni. Ég horfði á hann ganga ein- beitnislega niður götuna löngum skrefum, hann var á svipinn eins og hann vissi nákvæmlega hvert hann væri að fara. Ég hafði verið svo agndofa yfir þvi að hann skyldi koma til að sækja mig i stað ungfrú Herrick og siðan yfir upplýsingunum varðandi dauða föður mins, að ég hafði ekki haft tima til að hugsa um hann sjálfan. Svo hann var sonur þessa Marðar, sem var óðum að verða að táknmynd i huga minum. Hinn almáttugi Mörður, sem fólk talaði um af djúpri lotningu. Hvers vegna hafði Mörður ekki sent dóttur sina? Ef til vill kærði hann sig ekki um að hún ferðaðist ein- sömul. Ég hafði imyndað mér hana sem miðaldra konu. En hvers vegna höfðu þau sagt mér að ungfrú Herrick kæmi og siðan sent ungan mann? Þetta var allt mjög undarlegt. Stirling hafði vikið út af aðal- götunni. Ég velti þvi fyrir mér hvert hann myndi hafa farið. Það hafði ruglað hugrenningar minar að sjá hann koma þarna út. Sól- björt gatan freistaði min. Ég full- vissaði sjálfa mig um að mér gengi betur að hugsa utanhúss, svo ég lét á mig herðaslána og fór út. Þar var fátt fólk á ferli. Kona með sólhlif gekk hægt hinum megin á götunni,hundur lá og svaf i dyragætt. Ég gekk niður götuna og leit i búðagluggana, þar sem hattar og kjólar, ullargarn og silkibönd voru til sýnis bakvið litað gler. Ég sá þar ekkert sem vakti áhuga minn, svo ég hélt áfram og kom að beygjunni, sem Stirling hafði tekið. Gatan lá nú upp brekku og á vegarskilti sá ég letrað Til Whiteladies”. Þegar ofar dró i brekkuna komu gráir veggirnir i ljós og þegar ég var komin á brekku- brúnina gat ég horft niður og séð bygginguna i allri sinni dýrð. Ég vissi að ég myndi aldrei gleyma þeirri sjón. Ég sagði við sjálfa mig siðar að ég hefði þá þegar vitað hve mikilvægan þátt hún átti eftir að eiga i lifi minu. Ég var sem heilluð, bergnumin, og á þvi andartaki gleymdi ég öllu öðru en töfrum þessara turna, tákninu um innilokun klausturlifsins, gluggunum með steinpóstunum, steinborgunum og smáturnunum, þar sem sólin glampaði á hörðum, gráum veggjunum. Ég bjóst nærri þvi við að heyra klukknahljóm kalla nunnurnar til bæna og sjá hvit- klæddar verur koma út úr klaustrinu. Ég varð gripin yfirþyrmandi löngun til að sjá meira. Ég tók á rás niður brekkuna og nam ekki staðar fyrr en ég stóð fyrir utan hátt smiðajárnshliðið. Þetta hlið var i sjálfu sér heillandi. Ég virti fyrir mér iburðarmikið útflúrið, einhver hvitur málmur hafði verið lagður i járnsmiðina sitt hvorum megin. Þegar ég leit nánar á sá ég að skreytingin sýndi nunnur. White Ladies — hvitklæddu konurnar — hugsaði ég með mér, og ég velti þvi fyrir mér hvort þetta myndi vera upphaflega hliðið, sem staðið hefði þarna þegar klaustur var fyrir innan, löngu áður en nú- verandi hús var byggt. Grár steinveggurinn teygði úr sér báð- um megin við hliðið. Ég hefði viljað mega opna það og ganga inn á þetta töfraiand. Þetta var annað og meira en snögg hug- detta, það var löngun sem ég átti i miklum erfiðleikum með að bæla niður. En hvernig var hægt að ganga inn i annarra manna hibýli með þá einu afsökun að þau væru furðulegasti staður sem maður heföi augum litið. Eg litaðist um. Allstaðar rikti djúp kyrrð. Mér fannst ég vera alein. Ég mundi að Stirling hafði farið þessa feið. um. Ekki er talið, að hann hafi aðhafzt neitt ólöglegt i Banda- rikjunum. Hann sótti um banda- riskan rikisborgararétt 8. maí 1954. Honum var synjað réttar- ins i nóvember sama ár. ( Um þessar mundir var bróðir hans háttsettur embættismaður i vestur-þýzka fjármálaráðu- neytinu, og þvi fór innanrikis- ráðuneytið bandariska fram á það, að þvi yrði tilkynnt um það strax, ef Mann yrði handtek- inn.) Hér fer á eftir fyrsti hluti játningar, sem Ernest Heinrich Mann las fyrir, undirritaði og eiðsór i vitna viðurvist. Játning- in fékkst eftir langar yfirheyrsl- ur. Mann: Ég heiti Ernest Heinrich Mann. Ég bý að 51. stræti 529 i New York. Ég á fyrirtæki, Raftækjaverzlunina Gleði- borg hf. og rek það sam- kvæmt lögum New York fylkis. Tala ég ef til vill of hratt? Ágætt. Hinn 30. april siðastliðinn er ég var að störfum i verzlun minni, kom að máli við mig maður, sem heitir John Anderson, einnig kallaður Duke Anderson. Hann sagði við mig þá, að hann vildi fá mig til að skoða kjallarann á húsinu nr. 535 við 73. stræti i New York. Hann bað mig að skoða simalinur og þjófa- bjöllukerfi hússins. Hann skýrði mér aldrei frá tilgang- inum með þessu verki. Við komumst að samkomu- lagi um ómakslaun min, og að ráði varð, að ég reyndi að komast inn i hiisið dulbúinn semsimvirki og kæmi akandi að húsinu i raunverulegum simvirkjabil. Anderson sagð- ist skulu útvega bilinn og bil- stjóra. Ég átti sjálfur að út- vega mér simvirkjabúning og skilriki. Get ég fengið glas af vatni? Þakka yður fyrir. Anderson hringdi til min um það bil mánuði seinna og sagði, að tekizt hefði að út- vega ósvikinn simvirkjabil. Bilstjórarnir áttu aðvera tveir. Ég mótmælti þvi, en hann fullvissaði mig urn, að það kæmi ekki að sök. Hinn 4. júni klukkan kortér fyrir tiu að morgni steig ég innibilinn. 1 bilnum sátu tveir menn, og kynntu þeir sig aðeins sem Ed og Billy. Ég hafði aldrei áður séð þá. Þeir voru einnig klæddir simvirkj- abúningum. ■ Við töluðum mjög litið saman. Sá þeirra, sem ók, hann var kallaður Ed, virtist svo sem skýrleiks- náungi. Hinn, Billy, var hár og þrekvaxinn, en vitsmunir hans voru ekki meiri en barns. Ég held hann hafi verið vangefinn. Við ókum heim að húsinu við 73. stræti og námum staðar fyrir framan það. Eins og ákveðið hafði verið, gekk ég út úr bilnum, gekk inn i for- stofuna og sýndi dyraverð- inum nafnskirteini mitt. Hann skoðaði skirteinið, leit á bíl- inn, þar sem honum hafði verið lagt við gangstéttina og sagði mér að aka bilnum inn hliðargötuna. A einhver ykkar sigarettu handa mér? Kærar þakkir. ( Fjögurra sekúndna þögn). Dyravörðurinn þekkti mig i innanhússjónvarpinu og þrýsti á hnappinn, sem opnar dyrnar og leyfði mér að fara niður i kjallara. Hvað sögðuð þér? Nei, þetta átti einungis að vera eftirlitsferð. Engu átti að stela cða eyðileggja Anderson vildi aðeins, að ná- kvæm skoðun yrði gerð á kjallaranum og teknar væru myndir af öllu sem kynni að vera athyglisvert þar. Skiljið þér? Hefði verið um ólöglegt athæfi að ræða, hefði ég aldrei tekizt verkið á hendur. Jæja, ég er kominn i kjallar- ann. Fyrst skoðaði ég sima- töfluna. Hún var ósköp venju- leg. Ég skrifaði hjá mér fjölda aðaltækja og auka- tækja. Ég tók myndir af staðnum þar sem aðallinan kom innihusið og þar sem hún skyldi rofin til að einangra húsið frá umhverfinu. Anderson hafði beðið um, að það yrði gert. Ég fullvissaði mig einnig um, að þarna voru tvö þjófavarnakerfi, og var annað sennilega tengt lög- reglustöð hverfisins og hitt tengt einkastofnun, og ég get mér þess til, að það yrði virkt.ef opnaður væri gluggi eða dyr.Það kom mér á óvart, að merkimiðar voru festir á bæði kerfin, svo að ég sá, að íbúð 5B var tengd við lög- reglustöðina og ibúð 4B við einkastofnunina. Ég skrifaði þetta hjá mér og tók myndir samkvæmt ósk Andersons. Á þessari stundu opnuðust dyrnar niður i kjallarann og maður kom i ljós. Ég komst að þvi, að þetta var Ivan Blook, húsvörðurinn. Hann spurði mig, hvað ég væri að gera, og ég sagði honum, að simafélagið ætlaði að leggja nýja simalinu eftir götunni og ég væri að skoða húsin til að athuga hvers væri þarfnazt af nýjum útbúnaði. Hið sama hafði ég sagt við dyravörðinn. Get ég fengið annað vatns- glas? Þakka yður fyrir. ( Sex sekúndna þögn). Block virtist gera sig ánægðan með útskýringu mina. Ég heyrði, að hann var annað hvort af ungversku eða tékknesku bergi brotinn. Þar sem ég tala hvoruga tungu, ávarpaði ég hann á þýzku, og svaraði hann mér á mjög slæmri þýzku með þungum áherzlum. Samt þótti honum vænt um að fá að tala þýzku. Ég held, að hann hafi verið dálitið kenndur. Hann krafð- ist þess, að ég færi með honum inn i ibúð hans og drykki með-onum glas af vini. Ég fór með honum og var feg- inn að fá tækifæri til nánari athugunar. Litil ibúð húsvarðarins var sóðaleg og ömurleg. Samt drakk ég glas af vini með honum og leit i kringum mig. Eini hluturinn, sem gat séð, að væri einhvers virði, var gömul útskorin helgimynd Föstudagur 3. nóvember 1972 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.