Alþýðublaðið - 03.11.1972, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 03.11.1972, Blaðsíða 5
Alþýðublaðsútgáfan h.f. Ritstjóri Sig- hvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórn- ar Hverfisgötu 8-10. — Sími 86666. _________Blaðaprent h.f. ÞETTA ER ÞJðÐARSKÓMM Þann 31. október s.l. fluttu tveir ráðherrar á Alþingi svör við fyrirspurnum frá Gylfa Þ. Gislasyni um ástandið i áfengis- og fiknilyfja- málum, dómsmálum og fangelsismálum. Þessir tveir ráðherrar voru Ólafur Jóhannesson, dómsmálaráðherra, og Magnús Kjartansson, heilbrigðisráðherra. Svör þeirra lýstu neyðar- ástandi, sem hvað suma þætti þessara mála varðar, er þjóðarskömm. Þannig eiga til dæmis nú um þessar mundir 237 manns óafplánaða fangelsisdóma, sem nema samtals röskum 136 árum og dómsmála- ráðherra upplýsir, að með öllu sé útilokað að þessi afplánun geti átt sér stað. Afbrotamenn geti þvi ekki greitt þjóðfélaginu skuld sina. Refsidómar þessir eru þvi i rauninni ekkert nema staðlausir stafir. Dómsmálaráðherra upplýsti ekki hverjir þessir 237 menn eru, sem hafa brotið gegn sam- félaginu,en ekki tekið út sinn dóm. Hins vegar eru uppi um það ýmsar sögur meðal almennings og jafnvel þeirra, sem betur þykjast vita, sem ekki eru til þess fallnar að auka virðingu fyrir framkvæmd réttvisinnar á íslandi. Þannig hleður ófremdarástandið i refsimálunum grun á grun ofan meðal fólks um óheílindi kerfisins og ekki bætir það úr þegar fréttist, að þrátt fyrir þessa 237 menn með 136 fangelsisár óafplánuð þá skuli vistheimilið á Litla-Hrauni alls ekki vera fullnýtt. Þá upplýsti dómsmálaráðherra það einnig, að fyrir hefði komið, að sakamál hefðu fyrnst fyrir dómstólum vegna seinagangs við rannsókn og meðferð málanna. Vegna brotalamar á kerfinu hefðu sem sagt sumir sloppið — ekki bara refsingarlaust heldur einnig án dóms — sem ástæða væri til að ætla að gerzt hefðu brotlegir við lög. Og ekki var ástandið betra i áfengis- og eitur- lyfjamálunum. í svari heilbrigðisráðherra kom fram, að á árunum 1967 til 1971 hefðu frá 39% til 50% þeirra sjúklinga, sem lagðir voru inn á Kleppsspitalann verið áfengisjúklingar. Þá upplýstu ráðherrarnir einnig, að samkvæmt tölum frá lögreglunni i Reykjavík hefðu yfir 60 einstaklingar verið handteknir fyrir ölvun á almannafæri oftar en einu sinni i mánuði á siðast liðnu ári. Þessu til viðbótar er Alþýðu- blaðinu kunnugt um, að vegna þess að engin gæzluvistaraðstaða er fyrir hendi þar sem sinna mætti þessu sjúka fólki þá eru lögreglumenn til- neyddir að meðhöndla þá eins og venjulega afbrotamenn við handtöku og vista þetta sjúka fólk i fangageymslum. Gengur þetta ófremd- arástand mjög nærri ýmsum lögreglumönnum, sem verða að hafa dagleg afskipti af sliku. Ástandið i þessum málaflokkum er með þeim hætti að Islendingar ættu að skammast sin. Á meðan þannig er búið að sjúku fólki, sem hefur orðið áfengi að bráð, þá er ekki velferðarþjóðfé- lag á íslandi. Á meðan ástandið er þannig i dóms- og refsimálunum, þá er islenzkt þjóðfélag ekki réttlátt, — varla hægt að segja að það beri virðingu fyrir þeim lögum, sem það þó setur sér sjálft. Með fyrirspurnum sinum var Gylfi Þ. Gisla- son að reyna að vekja athygli á þessu ófremdar- ástandi svo umbætur yrðu gerðar. Þátt i þeim tilraunum ættu islenzk blöð að taka, þvi hér er um verðugt umbótaverkefni að ræða, — mál sem falið hefur verið i dimmustu skúmaskotum ber þess vissulega merki. jalþýduj InKTilTil VERDUR TÆKMSTOFNUN SiÁVARÚTVEGSINS VAL- INN STAHJR Á AKRANESI Til meðferðar á Alþingi er nú stjórnarfrumvarp um Tækni- stofnun sjávarútvegsins. Við það frumvarp hefur Benedikt Gröndal, alþm., flutt breytingar- tillögu þess efnis, að stofnunin verði staðsett á Akranesi. Þann 30. október s.l. var frum- varpið til umræðu i neðri deild Benedikt Gröndal, alþm. Alþingis og fylgdi Benedikt þá úr hlaði breytingatillögu sinni. Rök- studdi Benedikt tillögu sina með þessum hætti: Augljóst er, að Islendingar verða ávallt að ráða yfir full- komnustu tækni við fiskveiðar og fiskvinnslu.Þjóðin hefur sýnt það og sannað á undanförnum ára- tugum, að hún getur gert mikil- vægar uppgvötvanir á þessu sviði, og hún getur fullkomnað góð tæki, sem hún hefur fengið frá öðrum. Ýmsir styrkir hafa verið veittir til þessara hluta, og ber að minnast bæði þess, sem hið opinbera og einstaklingar hafa lagt þarna að mörkum. En eins og hæstv. sjávarútvegsráðherra hefur lýst, er rik áherzla til þess að gera meira á þessu sviði, og gera það skipulegar heldur en við höfum gert til þessa. Ég tel þvi vera rétta stefnu að stofnuð verði sérstök tæknistofnun sjávar- útvegsins.en það getur beðið betri tima, þegar reynsla hefur fengist, hvers konar verkaskipting er eðlileg milli þeirra stofnunar og annarra, sem hafa komið við þetta svið áður, og er þá litill vandi að gera breytingar á þeirri skipan, ef ástæða þykir til siðar meir. Eins og hæstv. ráðherra minntist á i framsöguræðu sinni, hef ég nú, eins og á siðasta þingi, leyft mér að flytja breytingatil- lögu á þskj. 33, sem er þess efnis, VIPPU - BltSKÚRSHURÐIN Lagerstærðir miðað við múrop: j Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm 210 - x - 270 sm Aðrar stærðir. smiðaðar eítir beiðnl GLUGGAS NIIÐJAN Siðumúla 12 - Simi 38220 að þessi nýja rikisstofnun verði staðsett á Akranesi. Til að rök- styðja það, að sá staður sé hentugur fyrir slika stofnun, vil ég i fyrsta lagi benda á, að þar er mjög fjölbreytt útgerð, þar eru gerð út fiskiskip, allt frá trillum upp i togara. I öðru lagi er það mjög fjölbreyttur fiskiðnaður. I þriðja lagi eru þar stórar skipa- smiðastöðvar, vélsmiðjur, marg- visleg tæknileg aðstaða og veru- legur hópur af vel þjálfuðum iðnaðarmönnum á þessum svið- um. I fjórða lagi nefni ég að frá Akranesi er mjög auðvelt að ná á skömmum tima til margvislegra sérfræðinga og stofnana annars staðar, sem kynni að þurfa að hafa samband við, og á ég þar sérstakleg við Reykjavikur- svæðið. Ég tel þvi, að færa megi allsterk rök fyrir þvi, að stað- setning Tæknistofnunar sjávarút- vegsins á Akranesi væri mjög skynsamleg, enda þótt ég vilji á engan hátt með þvi draga úr ágætum annarra hugsanlegra staða. Það er yfirlýst stefna nú- verandi rikisstjórnar, sem hún leggur á mikla áherzlu, að styrkja jafnvægi i byggð landsins með þvi að dreifa opnberum fyrirtækjum. Ég vil raunar taka fram, að ég hefi ekki heyrt nein andmæli gegn þessari stefnu frá stjórnarandstöðuflokkunum, og hygg að þeir fylgi henni allt eins og stjórnarflokkarnir gera. Það hefur verið unnið að þvi undanfarið i Seðlabankanum að setja reglur um endurkaup Seðla bankans á framleiðslulánum iðn- aðarins, drög hafa verið samin um þessi efni og þau hafa verið borin undir iðnaðarráðuneytið og forsvarsmenn iðnaðarins i land- inu, sem fallast á þessi drög i öll- um meginatriðum. Þessar upp- lýsingar gaf viðskiptaráðherra, Lúðvik Jósefsson, i svari við fyrirspurn frá Pétri Péturssyni, alþm.,um hvenær gera megi ráð fyrir að lög nr. 47 um veðtrygg- ingu iðnrekstrarlána komi til framkvæmda. t stuttri ræðu með fyrirspurn- inni vitnaði Pétur i 1. grein um- ræddra laga, en þar segir svo: „Iðnfyrirtækjum er heimilt að setja banka eða sparisjóði eða sjálfsvörzluveði hráefni, vörur i vinnslu og fullunnar, sem veðsali á eða eignast kann á tilteknu timabili, allt að einu ári i senn.” Siðan sagði Pétur: ,,Nú er mér kunnugt um, áð ýmsir iðnrekendur eru farnir að biða nokkuð eftir þvi, hvort settar verði sérstakar reglur samkvæmt þessum lögum og alveg sérstak- lega finnst mér ástæða til að minna á þetta nú, þar sem i mál- efnasamningi rikisstjórnarinnar mun hafa verið rætt um stór- aukna aðstoð við iðnaðinn. Ég var þessum lögum samþykkur á sin- um tima og ég álit að þessi lög ef framkvæmd verða sé einhver hin mesta aðstoð og kannske einhver hin alþýðingarmesta semhægter að gera fyrir iðnaðinn nú. Þess vegna tel ég réttmætt að beina þeirri fyrirspurn til hæstv. við- skipataráðherra, hvort og hvenær þessar reglur muni koma og með hvaða hætti. Auk þeirra upplýsinga um framkomin drög að reglum um endurkaup á framleiðslulánum, sem viðskiptaráðherra skýrði frá Þetta mál er nú mjög á dag- skrá, og vil ég minna á að i stefnuræðu sinni I upphafi þessa þings ræddi hæstv. forsætisráð- herra einmitt um það. Hann sagði þar svo, með leyfi hæstv. forseta: „Ennfremur þarf að athuga, hvort þörf sé á að binda opinberar stofnanir svo mjög við höfuð- borgina sem raun ber vitni um enda segir i stjórnarsáttmálan- um, að stefnt skuli að því, að rikisstofnunum skuli valinn staður úti um land meira en nú er gert. Vinnur nú stjórnskipuð nelnd aö konnun á þvi verkefni. Geri ég mér góða von um árangur af starfi hennar.” Þetta voru orð og vonir hæstv. forsætisráðherra, en við vitum af eigin reynslu og margir okkar hafa frétt það af störfum þessarar nefndar að það virðist ótrúlega erfiðleikum bundið, ef flytja á stofnun, sem þegar er til, af einum stað á annan. Ég hygg þvi, að við ættum ekki að sleppa tækifærinu til að framkvæma þessa stefnu um að dreifa opin- berum fyrirtækjum um landið utan höfuðborgarsvæðisins, þegar sett er á fót ný stofnun, þar aí) auki stofnun, sem eðli sins vegna getur m jög hæglega verið á öðrum stöðum en hér. Ég vil þvi vænta þess, að hæstv. nefnd, sem fær þetta frumvarp til athugunar taki einnig til vinsamlegrar ihugunar þá breytingatillögu sem ég hef flutt við frumvarpið. i svari sinu og sagt var frá hér að framan upplýsti hann, að nú væri verið að vinna að þvi af hálfu Seðlabankans að ná samningi við viðskiptabankana um fram- kvæmd málsins og mætti þvi bú- ast við, að framkvæmd um- ræddra laga um veðtryggingu iðnrekstrarlána gæti hafizt næstu daga. Að lokinni ræðu ráðherra tók Pétur Pétursson aftur til máls og þakkaði svörin. Benti hann á, að það hefði tekið 5-6 mánuði að koma þessu saman. Vakti hann athygli á þeim ummælum ráð- herra, að nú yrði unnið að þvi að veita iðnaðinum jafnréttisaðstöðu á við aðra atvinnuvegi. — Þetta er einmitt kjarni máls ins, sagði Pétur. Ég ræddi þetta nokkrum sinnum á þingi i fyrra og mér finnst satt að segja ekki bera alit of mikið á þvi ennþá, að þessi jafnréttisaðstaða sé fyrir hendi. Nefnilega, að iðnaðurinn njóti sömu aðstöðu eins og land- búnaður og sjávarútvegur gera, að þvi er lánamál varðar. Ég vil að það sé nákvæmlega jafnréttis- aðstaða, ekkert minna en það, og ég mun halda áfram að ræða þetta hér á þingi þangað til þessi jafnréttisaðstaða er fengin. Pétur Pétursson, alþm. ENDURKAUP IÐN- REKSTRARLÁNANNA Föstudagur 3. nóvember 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.