Alþýðublaðið - 03.11.1972, Blaðsíða 3
Það hefur vakið töluverða at-
hygli, að ekkert samráð skyldi
vera haft við fiskifræðinga vegna
byggingar hinnar nýju og full-
komnu skelfiskvinnslustöðvar i
Stykkishólmi.
Það mun ekki siður vekja at-
hygli, að Framkvæmdastofnun
rikisins veitti 2,4 milljón króna
lán úr Byggðasjóði til uppbygg-
ingar verksmiðjunnar, án þess,
að bezt verður séð, að hafa kynnt
sér afkomumöguleika hennar.
Fleiri sjóðir hafa veitt þessarri
nýju verksmiðju lán, og má þar
nefna Fiskveiðisjóð.
Það hefur komið i ljós, að verk-
smiðjan getur unnið allt það
magn af skelfiski sem leyfilegt er
að veiða á einu ári i Breiðafirði
samkvæmt núverandi kvóta, og
gott betur.
Miðað við núverandi veiði er
þvi ekki hægt að fullnýta vélakost
verksmiðjunnar, þvi stór hluti
skelfisksaflans er að sjálfsögðu
fluttur til annarra kauptúna við
Breiðafjörð og jafnvel með bilum
til Stór-Reykjavikursvæðisins og
Suðurnesja.
Hefur töluverð gagnrýni komið
fram á þá sem reistu verk-
smiðjuna, að þeir skyldu ekki
hafa haft samráð við fiskifræð-
inga áður en gengið var frá stærð
fyrirtækisins.
Áhrifamaður i sjávarútvegi,
sem blaðið ræddi við um þessi
mál, sagði að það þyrfti ekki að
hljóma undarlega þótt Fram-
kvæmdastofnunin og aðrar fjár-
magnsstofnanir lánuðu fé til
verksmiðjunnar, án þess að ræða
afkomumögleikana við fiskifræð-
inga. Slikt hefði aldrei verið gert,
enda hafi fiskifræðingar ekki ver-
ið i aðstöðu til að spá um það hve-
nær fiskur væri á þessum staðn-
um og hvenær á hinum.
Að visu væru þarna ný viðhorf á
ferðinni, þvi að fiskifræðingar
gætu betur fylgst með hörpu-
disksstofninum en öðrum sjávar-
dýrum af þeirri einföldu ástæðu,
að hann héldi sig svo að segja á
sama staðnum.
Um verksmiðjuna sjálfa sagði
áhrífamaðurinn, að höprudisks-
vinnsla væri svo ný, að rannsókn-
ir væru skammt á veg komnar.
Svo gæti farið að ný og gjöful mið
fyndust utan Breiðafjarðar, og þá
gæti komið sér vel að hafa við
hendina afkastamikla verk-
smiðju.
ASIUMENNINA
UPP I SVEIT,
Héðan
°g
þaðan
MERKIHU '74
Allar þotur og skrúfuþotur
Flugfélags Islands munu bera
þjóðhátiðarmerkið í tilefni 1100
ára búsetu á tslandi, þjóðhátiðar-
árið. — Flug til Sviþjóðar hefst i
júni næsta ár. Þetta, ásamt fleiri
atriþum var ákveðið á haustfundi
Flugfélags Islands, sem nýlokið
er i Reykjavik Fundinn sátu for-
stjóri félagsins, yfirmenn frá
skrifstofum félagsins innanlands
og erlendis og fulltrúar.
A þessum árlega haustfundi
voru að vanda rædd ýmsi vanda-
mál, sem steðja að rekstri félags-
ins, tillögur til stjórnar félagsins
og forstjóra ræddar og samþykkt-
ar. Eins og oft áður eru ýmsar
blikur á lofti, enda þótt flutningur
með flugvélum félagsins hafi
aukizt eðlilega það sem af er
þessu ári. Aukning i áætlunar-
fluginu 1. jan,—30. sept. varð
7,7% milli landa og 15,1% innan-
lands.
JÚHANN HJÁ SVS
Félögin Varðberg og Samtök
um vestrana samvinnu (SVS)
gangast fyrir fundi i sameiningu
á morgun. Ræðumaður fundar-
ins er formaður Sjálfstæðis-
flokksins, Jóhann Hafstein,
fyrrverandi forsætisráðherra,
og fjallar hann um utanrikismál
Islands.
Fundurinn, sem er fyrir fé-
lagsmenn og gesti þeirra, verð-
ur haldinn i Leikhúskjallaran-
um, og verður húsið opnað kl.
tólf á hádegi.
ÆTTARTÚLUR VESTRA
1 vikublaðinu ,,Lögberg —
Heimskringla”, sem gefið er út i
WINNIPEG, birtist hinn 14.
sept. sl. auglýsing, þar sem seg-
ir, að Jón Gislason, Ljósheim-
um 16B, Reykjavik, taki að sér
að semja ættartölur fyrir Vest-
ur-Islendinga, og veita upplýs-
ingar um skyldmenni þeirra á
Islandi.
Aldagamall ættfræðiáhugi Is-
lendinga hefur lifað góðu lifi þar
vestra og er ekki óalgengt að sjá
i áðurnefndu blaði fyrirspurnir
frá fólki i frændaleit. Vafalaust
er landanum vestan hafs kær-
kominn liðsauki Jóns Gisla-
asonar,
GÚÐ ÞJÚNUSTA
Eins og kunnugt er af fréttum,
fara fram forsetakosningar i
Bandarikjunum næstkomandi
þriðjudag. Af þvi tilefni hefur
Menningarstofnun Bandarikj-
anna á tslandi boðið blaða-
mönnum að fylgjast með gangi
kosninganna i húsi stofnunar-
innar að Nesvegi 16. Fá blaða-
menn allar fréttir, sem berast
jafnóðum i gegnum simrita og
útvarp frá gangi kosninganna,
HÁSKÚLAHÁTÍÐ
Háskólahátið verður haldin á
morgun i Háskólabiói. Þar leik-
ur kammerhljómsveit Tónlist-
arskólans undir forystu Björns
Ólafssonar, vararektor, pró-
fessor Jónatan Þórmundsson,
flytur ræðu, stúdentakórinn
syngur við undirleik blásara-
kvartetts úr Sinfóniuhljómsveit
Islands og einn úr hópi nýstú-
denta flytur ávarp.
FLJUGA UNDIl
ÞJÓDHÁTÍÐAR
NÝFYRIRTÆKIÐ SEM STENDUR AÐGERÐARLAUST
MEÐ BATINN I
FARANGRINUM
,,Við erum núna á leið til
Englands og ætlum að leggja
þaðan af stað annaðhvort næsta
sumar eða þarnæsta, siglandi til
Noregs og þaðan til Frakklands
og suður með Spáni og Portúgal,
siðan á Miðjarðarhafið, og þar
ætlum við að skoða okkur dálitið
um”.
Við fengum þessa ferðaáætlun
hjá Norman A. Loe, Ameriku-
manni af norskum ættum, um
borð i Dettifossi i gær, en með
honum i ferðinni verður eigin-
kona hans, Elva F. Loe, og þau
áætla að ferðin taki tvö til þrjú
ár. Og farkosturinn er seglbát-
ur, sem þau hafa meðferðis, og
beið eftir þvi að komast um borð
i Dettifoss, þegar við komum
niður á Austurbakka i gær, en
þau komu með hann frá Norfolk
með Goðafossi.
Bátinn smiðuðu þau sjálf, og
Norman teiknaði hann eftir
fyrirmynd æfafornra tvibyrð-
inga, sem eru upprunnir á Poly-
nesiu. Hann er flugvélaverk-
fræðingur að mennt og brá sér
yfir i að hanna þennan bát eftir
að hann hætti störfum að mestu,
og þau hafa verið að dunda við
smiðarnar öðru hvoru i sex ár.
Norman hefur m.a. hannað
flutningaflugvél af gerðinni C
120 sem var notuð i seinni
heimsstyrjöldinni og orustu-
flugvélina Sparrow, sem hefur
verið notuð i Vietnam. Þegar
báturinn var orðinn sjóklár fóru
þau i reynsluferð og sigldu
hvorki meira né minna en frá
Norfolk til Norður Karolinu og
til baka.
Norman sagði okkur, að
báturinn hefði reynzt afbragðs
vel, verið mjög stöðugur, enda
stóðst hann allt að 7 metra öldu-
hæð á leiðinni. Hraðinn, sem
báturinn náði með hjálp segl-
anna, var 12—15 milur, en auk
þeirra hefur hann að sjálfsögðu
hjálparvél.
Elva, kona hans er
listaprófessor, og i Englandi og
á ltaliu ætlar hún að nota tæki-
færið og undirbúa sig undir
doktorsritgerð i grein sinni.
Norman á ýmissa hagsmuna að
Framhald á bls. 4
SEGIR AMIN
Idi Amin, forseti Uganda, sagði
i gærkvöldi, að allir Asiumenn,
sem fá að vera áfram i landinu
eftir 8. nóvember, verði að yfir-
gefa borgirnar og setjast að i
sveitaþorpunum.
I útvarpsávarpi um hina nýju
stjórnarstefnu sina lagði hann á-
herzlu á, að þetta efnahagslega
strið gegn Asiumönnum i landinu
þýddi ekki, að „innfæddir”
Úgandabúar ættu að taka við
stjórn alls efnahagslifs landsins.
Amin sagði ennfremur, að þeir
Asiumenn, sem telja sig hafa
borgararétt i Úganda, yrðu að
flytja til sveitaþorpanna og
blanda geði við aðra Úganda-
menn en ekki búa i borgunum
eins og þeir hafi alltaf gert. Þar
með yrðu þeir að búa • meðal
Afrikumanna, hvort sem þeir
vildu eða ekki.
Alls munu vera milli þrjú og
fjögur þúsund Asiumenn með rik-
isborgararétt i úganda auk
SILDIH MKIL EN VEDUR VALVHD
Veður hefur verið ákaflega
rysjótt á sildarmiðunum við Shet-
land undanfarna daga.
Leitarskipið Árni Friðriksson
er nú á þessum slóðum islenzka
sildveiðiflotanum til aðstoðar, og
er Jakob Jakobsson leiðangurs-
stjóri.
Jakob hafði samband við
Hafrannsóknarstofnunina i fyrra-
dag. Var þá leiðinlegt veður á
miðunum, og ekki viðlit að veiða
sild. Sagði Jakob að það brældi
dag og dag, en þess á milli væri
veður gott, og veiði gengi vel.
Þeir bátar, sem eru á réttum
stað þegar góða veðrið kemur, fá
undantekningarlaust ágætan
afla. Virðist vera mikið síldar-
magn á miðunum skammt norð-
vestur af Shetlandi, og sildin hef-
ur reynst væn, enda bera sölur is-
lenzku sildveiðibátanna það með
sér siðustu vikurnar.
þriggja þúsunda, sem ekki hafa
rikisborgararétt, en fá leyfi til að
vera þar áfram sökum sérstakrar
hæfni eða menntunar. Þó er ekki
álitið, að þetta fólk hafi áhuga á
að vera i Úganda, þar sem það
verður að sjá af fyrrtækjum sin-
um, en reyna að komast úr landi
fyrir 8. nóvember. Þann dag
rennur út frestur þeirra til að fara
til Bretland, sem hafa brezk
vegabréf.
Ævintýraland
Loftleiða
Ævintýrahelgi á Islandi, nefnist
nýtt viðdvalartilboð Loftleiða, er
mun vera i gildi til 31. marz n.k.
að þvi er segir i nýútkomnu
fréttabréfi frá félaginu.
Ævintýrahelgin hefst með þvi
að þátttakendur fara frá New
York á fimmtudagskvöldi, og
dvelja á tslandi fram á sunnu-
dagskvöld.
Meðal ævintyra sem þessum
gestum er heitið eru tvær kynnis-
ferðir, kvikmynd um Island og
búseta á hótel Loftleiðum, og þá
auðvitað með aðgangi að
skemmtistaðnum.
Verðinu er mjög stillt , i hóf,
segir i fréttabréfinu, og standa
vonir til að þetta geti orðið til þess
að auka ferðamannastraum til Is-
lands á þeim árstima, sem sizt
hefur freistað útlendinga til viö-
dvalar á Islandi. —
ÓÐ FRAMKVÆMDA-
STOFNUNIN MÁSKE
„BEINT í SJÓINN”?
Föstudagur 3. nóvember 1972