Alþýðublaðið - 08.12.1972, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 08.12.1972, Qupperneq 7
STREITAN HRJAIR OKKUR ÖLL - ADEINS MISMUNANDI MIKIÐ Enginn skammast sin fyrir ab þurfa að ganga undir uppskurö. Kkki heldur fyrir aö fá inflúenzu eöa þursabit. t>vert á móti. Okkur þykir yfirleitt ákaflega gaman af aö lýsa i mörgum og fögrum orð- um hvernig viö höfum gengið i gegn um þennan eöa hinn sjúk- dóminn, eöa þessa eða hina að- gerðina. En öðru máli gegnir, þegar þaö, sem þjáir okkur, er að einhverju leyti geðrænt. Fæstir vilja viður- kenna slikan sjúkdóm, — hvorki fyrir sjálfum sér né öðrum. Og það er ekki aðeins bein geðbilun, sem hér er rætt um. Hver vill kannast við, að hann gangi með geðrænan sjúkdóm, eins og t.d. ofdrykkju, taugabilun, — já eða streitu. Viöurkenning á sliku geti nefnilega þótt eins og nokkurs konar viðurkenning á vangetu viðkomandi, — að segja: Ég duga ekki. Ekki óeðlilegt Margir halda, ab það sé óeðli- legt að þjást af streitu, — vera ..stressaður”, En svo er ekki. Sannleikurinn er þvert á móti sá, að það væri óeðlilegt ef einstakl- ingurinn fyndi aldrei fyrir sliku. Allir finna einhvern tima fyrir streitu. Aldur, kynferði og staða skipta þar ekki öðru máli en þvi, að einum er hættara við streitu, en öðrum, — allir fá hana ein- hvern tima. Forstjórinn, atvinnuleysinginn, barnaskólaneminn, ellilif eyris- þeginn, — allir geta þeir orðið „stressaðir”. 011 eigum við á hættu að brotna andlega og öll bognum við andlega, — aðeins misjafnlega mikið og misjafnlega oft. Sannast að segja eru meiri likur á, að við veikjumst af sál- rænum sjúkdómi þannig að við þurfum á sjúkrameðhöndlun að halda, en að við sýkjumst af lif- rænum sjúkdómi með sams konar afleiðingum. Munurinn er aðeins sá, aö ef eitthvað bjátar á um geðheilsuna, þá reynum við i lengstu lög að bæla þann sjúk- leika niður, leitum ekki aðstoðar fyrr en seint og um siðir og eftir að meðhöndluninni er lokið þegj- um við vendilega um það allt saman fyrir vinum og kunningj- um. Sýkjumst við hins vegar af ,,venjulegum” sjúkdómi, þá erum við hlaupin til læknis á stundinni, miklum vanliðaniria bæði fyrir sjálfum okkur og öðr- um, heimtum alla þá meðferð, sem hægt er að láta i té, og köllum svo á vini ogkunningja. þegar allt er komið i samt lag aftur, til þess að fræða þá á allri sjúkrasögunni dag fyrir dag og tima fyrir tima. En hvað er streita? Það er samheiti margra sjúkdóma, bæði likamlegra og andlegra, sem eiga það sameiginlegt, að eiga sér frekar andlegar en likamlegar orsakir. Viö köllum þessa sjúk- dóma ..höfuðverk”, ,,að vera út- keyrður”, ,,að vera slæmur á taugum” o.s.frv., en læknarnir finna yfirleitt einnig önnur ein- kenni, — svo sem meltingartrufl- anir, exem, vöðvabólgur o.fl. þ.h. F'yrr meir var þvi trúað, að streita væri sjúkleiki, sem aðeins herjaði á yfirstéttirnar. En slikt er langt i frá að vera satt. 1 Eng- landi sýndu ýtarlegar rannsóknir, sem nýlega voru gerðar á 2000 forstjórum, aö 340 þeirra voru al- varlega ..stressaöir” og þóttu það mikil tiðindi. En enn meiri tiðindi þóttu samt, þegar kunngerðar voru litlu siðar niðurstöður af streiturannsóknum á undirmönn- um þessara 2000 forstjóra og ljós kom, aðmikluhærri hlutfallstala þeirra manna, sem unnu við færi- böndin, var alvarlega þjáður af streitu. Þar með hrundi kenning- in um „einkasjúkdóm yfirstétt- anna”. En þótt streitan geti hrjáð alla aldursflokka og alla starfshópa hafa rannsóknir þó sýnt, að hún er hættulegri fyrir fólk i einni starfsgrein en annarri. i sam- bandi við liftryggingar og ið- gjaldagreiðslur hafa ýtarlegar athuganir verið gerðar erlendis á möguleika ýmissa atvinnustétta ti! langlifis og var streitan sér- staklega reiknuð inn i það dæmi. Það kom m.a. i ljós, að læknar gátu búist við þvi að verða fyrr alvarlega sjúkir af streitu en hjúkrunarkonur og flugfreyjur voru i miklu meiri hættu fyrir streitusjúkdómum en flugmenn. En ein atvinnugrein fól i sér langmesta hættu á alvarlegum streitusjúkdómum. Það var blaðamennskan. Blaðamenn voru stressaðasti atvinnuhópur, sem um gat i rannsókninni. Aðeins ein starfsstétt stóð blaðamönnunum jafnfætis i þvi efni, ferðaskrif- stofumenn, — en vel að merkja aðeins þann 2ja til 3ja mánaða tima á ári hverju, þegar annirnar i ferðamálum voru mestar. Alla hina mánuðina voru blaðamenn langsamlega „stressaðastir” allra manna. Blaöamenn og ferðaskrifstofufólk eru helztu fórnarlömb streitunnar SJÓ ALDURSSKEID STREITUNNAR Streita breiðir um sig eins og skógareldur á vorum timum. Streitan þrifst bezt i öryggis- le.vsi, áhyggjum og spennu. Og þeir, sem þjást af streitu, eiga sjaldnast lijálp eða skilningi að mæta. Við þjótum áfram án þess að hafa hugmynd uin, hversu niikið álag við þolum eða hversu lengi. Streitan getur mætt okkur hvenær sem er. Ilún hefur sjö aldursskeið. Barnæskan A fimm fyrstu árunum er lögð sú braut, sem mannveran á að renna það, sem eftir er ævi- skeiðsins. Þá er persónan mót- uð. Verði barnið á þessu æviskeiði lyrir óheillavænlegum varan- legum áhrifum getur það leiðst út i blindgötur og orðið fyrir sál- rænum truflunum, sem aldrei siðar er fyllilega hægt að lag- færa. Skólaaldurinn A uppvaxtarárunum skorar einstaklingurinn heiminn á hólm og velur sér prófsteina fyrir þær hugsjónir. serri fæðst hafa i opnum huga. lín það eru ekki allir, sem sjálfir geta stað- izt þá prólraun. sem umheimur- inn leggur fyrir sálarlif manns- ins á þessu a'viskeiði. Sum skólabörn fá taugaáföll, önnur bregðast svo við. að þau byrja að stama eða jafnvel að fá yfir- liðaköst. Unglingsárin Það er nú, sem einstaklingur- inn á að fara að standa á eigin l'ótum. En öllum tekst ekki að yfirgefa hreiðrið án þess að hálsbrjóta sig i fyrstu flugtil- raun. ..Hin glöðu unglingsár” gela fyrir suma haft i för með sér örvæntingu, einangrun, þunglyndi, - jafnvel sjálfs- morð. Giftingarárin Að stofna heimili og geta börn. Fyrir marga er sambúðin við annan einstakling margfalt verri en einmanaleikinn. Atök- in heima fyrir eru gróðrarstia þunglyndis, óöryggis og sál- rænna truflana. Miðbik æviskeiðsins Nú er ekki hægt að ýta lengur öllu á undan sér með þvi að segja, að maður eigi jú alla æv- ina framundan. Nú er kominn limi til að gera upp reikninginn við sjálfan sig og segja skilið við gamiar vonir, sem aldrei eiga eftir að radast, sa'tta sig við stöðu sina og við þverrandi þrótt likama sins. Margir geta ekki horfzt i augu við þetta, en flýja á vit alkóhólisma. sjúklegs þung- lyndis eða geðklofnings. Eftirlaunaaldurinn Þe;tt a er það æviskeið, sem margir hlakka til. En þegar þessi timi er loks kominn, þá ma'ta manni ókunnir erfiðleik- ar. Allt lifsmunslrið verður að sem jast upp á nýtt, - það getur hrundið á stað keðjuverkunum, sem enda i sálrænum truflun- um. Elli Þrúgandi einmanaleiki, til- finning um að búið sé að útskúfa manni og setja mann til hliðar. Þelta ásamt likamlegri van- heilsu og kölkun geta gert siö- ustu ár gamla fólksins að hreinu viti fyrir það sjálft, — og aðra. STYTZTI SKILNAÐUR SÖGUNNAR Engin takmörk eru fyrir þvi, í hverju er hægt að setja heimsmet. Hjónunum Maureen og Gordon Felton tókst aö vera lög- lega skilin i einn sólarhring. Eftir tólf ára hjónaband, baö hún um skilnað vegna þess að hún bæri óstöðv- andi ást til unglings- pilts. Eiginmaður hennar vildi ekki vera henni þrándur i götu og veitti henni skilnað „Strax eftir, að dómarinn hafði gefið upp úrskurð að við værum skilin, vann ég livað ég hafði misst. eiginmann og jafnvel fjögur börn min. Lik- lega hef ég haldið i f.vrstu að þetta gengi miklu auðveldara fyr- ir sig" sagði Maureen Strax á eftir iðr- aðist hún við mann sinn, og daginn eftir fluttu þau aftur inn í húsið sitt með börnum sínum. BÆKUR TIL BLAÐSINS • Ungur höfundur, Einar Þor- grimsson hefur sent frá sér drengjasögu er hann nefnir „Ógnvaldur skiðaskálans”. Er þetta þriðja bók höfundar, Leynihellirinn kom út 1970 og Leyndardómur eyðibýlisins kom 1971. „Ógnvaldur skiða- skálans” greinir frá 1. bekk gagnfræðaskóla eins. sem held- ur glaður og reifur i helgar- skiðaferðalag. Ferðalagið breytist þó fljótlega i æsispenn- andi baráttu viö óþekkta veru, sem ógnar lifi og limum ferða- langanna. Bókin er 124 siður að stærð. • „Byggðasaga Austur-Skafta fellssýslu”. „Svikahrappar og hrekkjalómar" og „Sorrel og sonur" eru heiti á bókum sem Guðjónó hefur sent á markað. „Byggðasaga A-Skaftafells- sýslu" fjallar um byggðasögu tveggja hreppa Mýrahrepps ,og Borgarhafnarhrepps. Skráð hafa Kristján Benediktsson bóndi i Einholti á Mýrum og Þorsteinn Guðmundsson bóndi á Reynivöllum i Suðursveit. Bók- in er 204 blaðsiður. með fjölda mynda. • Sveinn Asgeirsson hefur endursagt og samið bókina „Svikahrappar og hrekkjalóm- ar" og segir bókin frá hugvits- sömum svikahröppum og hrekkjalómum. sem blekkt hafa vora öld. t þessum sannsögu- legu frásögnum er ekki neinar hryllingssögur að finna, engin morð eða misþyrmingar. Aöall þessara sagna er hugmynda flug. frumleiki og spaugsemi. Þessir mannlifsþættir eru 15 auk hnyttins formála. • „Sorrell og sonur" greinir frá fólki af ýmsum toga spunnið, enda af misjöfnu bergi brotiö, og koma persónurnar lesandan- um ljóslifandi fyrir sjónir með kostum sinum og göllum. Þetta er heillandi ástarsaga slungin töfrum. með ivafi harmsögu- legra atburða. Höfundur bókar- innar er Warwick Deeping. • isafoldarprentsmiðja hefur sent frá sér ljóðabók eftir Kára Tryggvason sem hann nefnir „Til uppsprettunnar”. Kári Tryggvason er enginn ný- græðingur á skáldabekk. Þegar hafa komið út eftir hann 22 bæk- ur, þar af 3 ljóðabækur. Um ljóðabók Kára „Sunnan jökla" segir m.a. á bókarkápu hinnar nýju bókar. Kári Tryggvason er löngu kunnur fyrir bækur þær, sem hann hefur skrifað fyrir börn, margar hverjar af ljóð- ra'num toga eða með ævintýra- blæ. En hann er einnig ljóð skáld, sem ástæða er til að veita athygli. • i bókinni „Til uppsprettunn- ar” eru 43 ljóð og skiptir höf- undur þeim i tvo flokka: Orð og atvik og Hugleiðingar. Hjá sama bókaforlagi er komin út bókin „Fornar byggðir á hjara heims”, lýsingar frá mið aldarbyggðum á Grænlandi, eftir Poul Nörlund, i þýðingu Kristjáns Eldjárns. i eflirmála bókarinnar segir þýðandi m.a.:,.Það sannnast á þessari þýðingu að margur á sin lengi að biða. Ég þýddi bókina mestalla fyrir um það bil aldar- fjórðungi. Fyrsta útgáfa bókar- innar kom út 1934, en ég las hana árið 1937. sumarið sem ég var við fornleifarannsóknir i Grænla ndsby ggðum meö dönskum leiðangri. Þessi bók hefði átt að vera komin út á is- lenzku fyrir löngu. Astæðan til þess að ég lagði þýðinguna til hliðar og hirti ekki um að hún kæmi út. var sú. að alltaf var verið að gera nýjar og mikil- vægar rannsóknir i hinum fornu Grænlandsbyggðum, og mátti þvi með vissum rétti segja að bókin væri orðin á eftir timan - um á einstökum sviðum”. Bókin er 155 siður að stærð. prýdd fjölda mynda. • „Dvergurinn Dormi-lúr-i- dúr"nefnist barnabók eftir Þóri S. Guðbergsson sem isafold hef- ur gefið út. Saga þessi segir frá undarleg- um ævintýrum þeirra Péturs og Lisu og samskiptum þeirra við dverginn Dormi-Iúri-dúr. Höf- undur bókarinnar. Þórir S. Guð- bergsson.er sennilega mörgum kunnur af fyrri bókum sinum. Nægir þar að nefna söguna um Kubb og Stubb, sem byggð var á samnefndu leikriti, en er nú ó- fáanleg. Þórir hefur skrifað margar bækur fyrir unglinga, en einnig skrifað fyrir yngri kynslóðina i barnablaði Æsk- unnar. Bókin er, 69 siður. • „Af skáldum" eftir Halldór Laxness er meðal bóka sem Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins hefur sent frá sér. Höfundur flytur hér 20 rit- gerðir og greinar um nafnkennd islenzk skáld á siðar.i timum, samdar á árabilinu 1927—1963. Elztur höfundanna er séra Hall- grimur Pétursson. en yngstur er Steinn Steinarr. Hannes Péturs- son hefur valið efnið i bókina og sá um útgáfuna. Bókin er prent- uð á mjög vandaðan pappir, prýdd teikningum eftir Gerði Ragnarsdóttur, en um alla ytri gerð bókarinnar hefur Guðjón Eggertsson annast. • Út er komin hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs þriðja bindi ævisögu um Tryggva Gunnars- son. Höfundur ritsins er Berg- steinn Jónsson, og ber þetta bindi undirlitilinn „Stjórnmála- maður” og fjallar einkum um stjónmálaviðburði þá, er Tryggvi Gunnarsson var við riðinn á áttunda og niunda tug siðustu aldar. Er þetta mikið rit, yfir 700 blaðsiðna lesmál auk allmargra myndasiðna. Aðrar nýútkomnar Menn- ingarsjóðsbækur eru: • Fást eftir Goethe i þýðingu Yngva Jóhannessonar. 1 bókinni birtist allur fyrri hluti leik- verksins og atriði úr siðari hluta ásamt öllum lokaþættinum. Að upphafi bókar rekur þýðandi efnisþráð fyrri hlutans til glöggvunar lesendum og ten^ir atriðin úr seinni hluta saman með frásöguköflum. —. Þýðing Yngva Jóhannessonar á Fást birtist hér endurskoðuð frá þvi er hún var notuð vtð sýningar verksins i Þjóðleikhúsinu vetur- inn 1970—71. — 253 bls. • Scint á ferð, ellefu smásögur eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson. ritaðar á árunum 1935—42. Hef- ur engin þeirra birzt áður i bók, og ein þeirra er hér frumprent- uð. i eftirmála nefnir höfundur, að sögurnar „séu nokkur vitnis- burður um tilraunir ungra manna úr Grafningi til að setja saman stuttar sögur, á timum sem sannarlega voru erfiðir og ýttu litið undir slika iðju”. — 186 bls. • Landið týnda eftir danska nóbelsskáldið Johannes V. Jen- sen er upphafsbókin i hinum viðfræga sagnaflokki Leiðinni löngu, i þýðingu Sverris Kristjánssonar sagnfræðings. i eftirmála segir þýðandi: „Grunntónn skáldsögunnar er sá. að maðurinn er ekki skapað- ur, heldur er hann skapari sjálfs sin. Hann verður maður fyrir eigið atgervi”. Aðalpersóna Landsins týnda er Logi.maður- inn sem fyrstur sigraði óttann við eldinn. — 142 bls. • Skirnir — timarit Hins is- lenzka bókmenntafélags er komið út. Er þetta 146. árgang- ur ritsins og núverandi ritstjóri er ólafur Jónsson. Meðal efnis i árgangi 1972 má nefna nokkrar greinar um Halldór Laxness i tilefni af sjötugsafmæli hans. Fylgirit timaritsins, Bók- menntaskrá Skirnis, kemur einnig, en þar eru rakin bók menntafræðilega skrif sem birzt hafa á árinu 1971 um islenzkar bókmenntir siðari alda. • Hið islenzka bókmenntafélag gefur einnig út i ár Ævi og störf Brynjólfs Péturssonar sem Aðalgeir Kristjánsson hefur skráð. Fjallar bókin um æviferil og störf Brynjólfs, en hann var forseti félagsins 1848—1851. • i ár gefur félagið út fimm bækur i flokknum Lærdómsrit Bókmenntafélagsins. Nefnast þær óbyggð og allsnægtir eftir Frank Fraser Darling, Bera bý eftir Karl von Frisch, Málsvörn stærðfræðingsins Godfrey Harold Hardy og að lokum, Samræður um trúarbrögðin eft- ir David Hume. Ritstjóri Lær- dómsrita Bókmenntafélagsins er Þorsteinn Gylfason. Félagsmenn Hins islenzka bókmenntafélags eru nú um 1200 og forseti er Sigurður Lin- dal. • Gunnar M. Magnúss, hinn af- kastamikli rithöfundur hefur skráð bók er hann nefnir „Dagar Magnúsar á Grund”. Hefur Bókaforlag Odds Björns- sonar gefið bókina út. A bókar- kápu skrifar Gunnar M. Magnúss m.a. um sögupersón- una: Eftir kynninguna stendur hann mér fyrir sjónum sem hlýr maður, trúr hugsjón sinni á landið og þjóðina, — maður sem hefndi harma sinna með stór- átaki og gjöfum til heilsuvernd ar og menningar, — maðurinn sem var fyrirmynd i búnaði og framkvæmdum, og með hefðar- mennsku eitt af þeim stórmenn- um aldanna sem setið hafa Grund. Bókin er 292 siður og fylgir með henni nafnaskrá. • Út er komin i nýrri útgáfu hjá Bókaforlagi Odds Björnssonar bók eftir barna og unglingahöf- undinn þekkta, Armann Kr. Einarsson. Nefnist þessi bók hans „Flugferðin til Englands”. Segir þar frá þvi þegar flug- stjóri týndu flugvélarinar sem Árni fann á jöklinum, býður honum til Englands. Og það er ekki að sökum að spyrja, þetta verður ævintýralegt ferðalag, sem allir hafa gaman af að íylgjast með. Bókin er 170 bls, að stærö, prýdd myndum eftir Odd Björnsson. • „Kr lif eftir dauðann”? nefn- ist bók sem Almenna bókafélag- iö hefur sent frá sér. Höfundur hennar er sænskur læknir, Nils O. Jacobson. 1 fyrsta hluta þessarar bókar er gerð grein fyrir parasálfræð- inni og hún kynnt ásamt nýleg- um niöurstöðum hennar. Á þeim grundvelli er siðan leitazt við að skýra, hvað raunverulega gerist við dauða. Er einhver vitund til eftir dauða heilans? Þýðendur bókarinnar eru Elsa G. Vil- mundardóttir og sr. Jón Auð- uns. Bókin er 367 bls. i allstóru broti, prentuð i Prentsmiðju Jóns Helgasonar. Torfi Jónsson teiknaði kápu. Ævintýragetraun Samvinnubankans 4. R lí^SQQI RAI Ik'l |D Getið Þið fundið, í hvaða ævintýri BjússL: pJvJool DAUIvUK Baukur er nú? — Geymið blöðin unz 5 FRÁ BANGSALANDI ævintýri eru komin og sendið þá lausnirn- ar allar í einu umslagi, merktu „BJÖSSI BAUKUR“ til Samvinnubankans Bankastræti 7, Reykjavík, eða útibúa hans víðs vegar um landið. — 100 vinningar verða dregnir út. o Föstudagur 8. desember 1972 Föstudagur 8. desember 1972 o

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.