Alþýðublaðið - 08.12.1972, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 08.12.1972, Blaðsíða 9
Iþróttir FRÍMANN HELGASON MINNING Kæddur 21. ágúst 1!I07, dáinn 29. nóvember 1972. „Það ferekki á milli mála, þó að ýmsir þeir, sem gerðu garð- inn frægan i Val á árunum 1930- 40 hafi borist burt með timans straumi, eins og gengur, eru margir þeirra enn starfandi og i fullu fjöri félagslega séð, og láta . hvorki aldur né annað letja sig i störfum fyrir félagið. Já, og sumir þeirra eru enn i hópi þeirra vökumanna, sem hvað bezt standa vörð um hugsjón félagsins og iþróttanna i heild, með þeirri starfsorku og áhug- ans eldi i sál og sinni, sem sýni- lega aldrei dvin, fyrr en yfir lýkur.” Þessi orð lét ég falla i stuttri grein, sem rituð var i Valsblaðið á sextugs afmæli Frimanns Helgasonar. Vissu- lega eiga þau við. Hann var ein- mitt sá, sem hvað bezt stóð vörð um hugsjón Vals og iþróttanna i heild og fórnaði þeim starfsorku sinni og eldi áhugans i sál og sinni, og sá eldur dvinaði ekki fyrr en yfir lauk, i þesssa orðs fyllstu merkingu. Frimann Helgason var fædd- ur 21. ágúst 1907 að Litlu-Heiði i Mýrdal, en hann lézt hinn 29. nóv. s.l. eftir stutta legu. Andlát hans bar skjótt og óvænt að. örfáum dögum áður höfðum við verið á fundi þar sem til umræðu voru m.a. félagsmál Vals og útgáfa Valsblaðsins, sem undanfarin ár hefur komið út um hver jól. Frimann var eins og jafnan áður búinn að leggja mikla vinnu i blaðið, og nú komum við á fund til að ,,bera saman bækurnar”. Ekki óraði okkur fyrir þvi að þetta ætti eftir að verða siðasti fundurinn þar sem við hittumst allir. En enginn veit sina ævina fyr en öll er. Við Frimann komum inn i Val um likt leyti, árið 1929 og höfum siðan átt samleið innan Vals. A samstarf okkar og vináttu féll aldrei skuggi. Það kom brátt i ljós, að i Frimanni Helgasyni hafði Valur eignast dugmikinn og góðan félaga. Ahugi hans leyndi sér ekki, hvort heldur var við æfingar eða önnur störf fyrir félagið, og enn átti það eftir að koma betur i ljós, er dagar runnu. f Frimanni eignaðist Valur þann forystumann, sem fáa átti sinn lika.sökum dugn- aðar, árvekni og réttsýnis. Allt frá unga aldri hafði Fri- mann haft mikinn áhuga á knattspyrnu, en fyrstu kynni hans af þeirri iþrótt, segir hann, að hafi verið er hann sem korn- ungur drengur sá leðurknöttinn i Vik. Hann var þá 13 ára. Það var i fyrsta sinn, sem hann sá slikan hlut, slikan undrahlut, bætti hann við. Hann fékk meira að segja að handleika þennan merkilega grip, lykta af honum og varpa honum niður á jörðina, en ekki að spyrna honum. Já, þvilik opinberun, segir hann og hann bætir við, leður- lyktin'var heillandi, einhver sá bezti ilmur, sem ég hef fundið um dagana. Og knötturinn hvað hann hoppaði og skoppaði dá- samlega. Skyldi mér nokkurn tima takast að fá að leika mér með slikan knött? Jú vissulega. Honum varð að ósk sinni. Með þrotlausum æfingum, reglusem,i og elju tókst honum að komast i fremstu röð islenzkra knatt- spyrnumanna, er timar liðu fram. Hann setti sér gjarna tor- sótt takmörk og stefndi alls ótrauður að settu marki. Það var honum svo fjarri skapi að gefast upp, erfiðleikar drógu ekki úr honum kjark, heldar efldu hann til enn meiri dáða. Samvizkusöm vandvirkni var hans aðall — öll trúnaðarstörf sem honum voru falin, bæði innan Vals og á öðrum sviðum iþróttahreyfingarinnar voru leyst samkvæmt þvi. Vissulega var Frimann Helgason bar- dagamaður. Honum gazt ekki að undanlátssemi, hann sótti gjarnan mál sitt af kappi en gætti hins vegar allrar sann- girni og fyllsta drengskapar, — og ætlaðist til hins sama af öðrum. Auk margþættra starfa fyrir Val, átti Frimann sæti i stjórn ISt auk yfirgripsmikilla nefndarstarfa innan iþrótta- hreyfingarinnar. Þá var Fri- mann He 1 gason landskunnur, auk iþróttastarfsins, sem iþróttafréttaritari. Var hann fyrstur til að gerast ritstjóri iþróttasiðu dagblaðs. Þar var hann brautryðjandi. Hefur hann vissulega ritað mest allra manna islenzkra um iþróttir, bæði i blöð og timarit. Auk þess sem hann hefur samið að minnsta kosti 2 bækur um iþróttir og þjóðkunna iþrótta- menn. En eitt var vist, hvort heldur Frimann Helgason stóð i hörðum slag á leikvellinum, deildi fast um félagsmál á fundi eða stóð i rimmu á ritvellinum, þa hafði hann ætið að leiðar- ljósi, sanngirni og drengskap. Óvildarmenn átti hann enga, en fjölda vina meðal eldri og yngri og ekki hvað sizt meðal hinna ungu. Viðtölin við litlu Vals- mennina i Valsblaðinu bera þvi fagurt vitni, hversu Fri- manni var lagið að umgangast unglinga með svo góðum árangri — já litla drengi m .a. úr 5. flokki. Frimann Helgason átti vissulega fáa sina jafningja. Um leið og ég þakka honum fyrir samfylgdina og áratuga vináttu sendi ég konu hans frú Margréti Stefansdóttur og börn- um þeirra og öðrum ættingjum minar innilegustu samúðar- kveðjur. Einar Björnsson. t Þakklæti er okkur nú efst i huga. Og söknuður. — Hann var einn af stofnendum Samtaka iþróttafréttamanna, og átti sæti i stjórn þeirra mörg fyrstu árin. Hann var brautryðjandi. Fyrstur varð hann til þess að skrifa reglulega um iþróttir i dagblað, — á hverjum degi birtist eitthvað eftir Frimann, sem iþróttaáhugamenn lásu með athygli. — Hann vildi vekja áhuga fólks á iþróttum og gildi þeirra. Hann vildi hvetja unga menn til að flykkja sér undir merki iþróttahreyfingarinnar. Hann vann aö þvi að gera góða drengi að betri mönnum. 1 þrjá áratugi starfaði hann sem iþróttafréttamaður, auk þess sem hann hafði aðra atvinnu. Og þar að auki lét hann til sin taka á sviði félagsmála innan iþróttahreyfingarinnar, þvi oft var til hans leitað, bæði innan eigin félags og aðrir gerðu það lika, þeir vissu sem var, að til Frimanns var gott að leita. Siðustu árin vann hann að þvi að skrá sögu knattspyrnunnar og handknattleiksins hér á landi. Aðrir rekja æviferil Frimanns, og sjálfsagt verða margir til þess að skrifa um æskulýðsleiðtogann, keppnis- manninn og félagann Frimann Helgason. Það hafa lika margir margt til málanna að leggja — margir þurfa að þakka fyrir sig. Það gerum við af heilum huga. — Konu Frimanns og aðstandendum öllum vottum við samúð, þau hafa misst mikinn mann, — og góðan dreng. Kveðja frá Samtökum iþrótta- frétta nianna. + KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ VALUR kveður i dag Frimann Helgason, en hann lézt eftir skamma legu hinn 29. nóvember siðastliðinn. Andlát hans kom öllum samverka- mönnum hans, vinum og fé- lögum , mjög á óvart. Með fráfalli Frimanns Helgasonar á Valur á bak að sjá einum sinna beztu félaga. Allt frá þvi að hann gerðist fé- lagi Vals, ungur að árum, lyrir meira en 40 árum, hefir hann staöiö i fylkingarbrjóti, i leik og keppni og félagslegri uppbyggingu. Frimann Helgason var rúmlega tvitugur er hann tók sér stöðu undir merki Vals og trúr og traustur stóð hann undir þvi merki allt til aldurtilastundar. Það kom fljótlega i ljós, að i Frimanni Helgasyni hafði Valur eignazt gla'silegan og þróttmikinn leikmann, sem gerði garðinn lrægan og mikils mátti af va'nta i fram- tiðinni. Frimann Helgason var og einn i hópi þeirra 11. kappa Vals.sem færðu lelaginu heim langþráðan sigur i Knattspyrnumóti Islands árið 1931). En þá sigraði Valur i fyrsta sinni i þessu merkasta knattspyrnumóti landsins. En Frimann átti og eftir að vera með i þvi að fylgja slik- um sigrum eftir á komandi árum. En þátlur Frimanns llelgasonar i sögu Vals, er ekki aðeins tengdur sigrum á knattspyrnuvellinum. I lé- lagsstarfinu sjálfu lagði hann lram sinn stóra skerf eflir þvi sem árin liðu. Um árabil átti hann sadi i stjórn félagsins, bæði sem formaður og með- stjórnandi. Þá var hann lor- maður fulltrúaráðsins svo ár- um skipti og aðalritstjóri Vals- blaðsins um áratugi. Fjör og lif einkenndi alla forystu Fri- manns Helgasonar, þar var maður i stafni , sem vissi vilja sinn og stefni með liði sinu alls ótrauður að settu marki. Forystumaðurinn Frimann Helgason var dáður og virtur. Dúgnaður hans réttsýni og traustleiki i hvivetna var óumdeilanlegur. Drengskapur hans var alltaf samur við sig hvort heldur var i leik eða staríi. Auk starla sinna i Val, lét Frimann Helgason iþróttamál almennt til sin taka. Hann átti sæti i stjórn ÍSÍ um hálfan annan áratug, auk þess sem hann slarfaði mikið i ýmiskonar nefndum innan iþróttasamtakanna. Þá var hann iþróttablaðamaður um 30 ára skeið og sá fyrsti sem hóf að rita að slaðaldri i blað um iþróltir. En þrátt fyrif hið marg- þælta starl' Frimanns Helgasonar á hinum breiða veltvangi iþróltanna, var hon- um ætið Valur efst i huga, gengi hans á hverjum tima, lelagslega og iþróttalega. Frimann Helgason var af iþrótlahreyfingunni heiðraður á ýmsan hátt, svo sem að lik- um lætur. Auk Vals-orðunnar úr gulli var hann og sa'mdur gullmerki ISI og heiðursmerki tveggja sérsambanda, KSi og FRl, auk gullmerkis samtaka iþróttalrétlaritara. Frimann Helgason, vinur og félagi vér Valsmenn kveðjum þig i dag, sem samíerðamann á vegamótum. Leiðir hljóta að skilja um sinn. Vér kveðjum þig með karlmennsku, þó oss öjlum sé harmur i huga. Þakkir okkar og vinarkveðjur fylgja þér eltir um leið og þú leggur upp i hinzta áfangann. Vér látum i ljós innilegustu samúð okkar með konu þinni og börnum og öðrum a'tlingjum. Valsmenn munu a'tið minnasl þin sem eins bezta sonar Vals. Knuttspyrnufclagið Valur. + í dag er kvaddur hinztu kveðju Frimann Helgason iþróltafrömuður og brautryðj- andi islenzkrar iþróttablaða- mennsku. Persónuleg kynni min af Fri- manni Helgasyni voru ekki mikil, þvi hann hafði að mestu leyti iagt niður iþróttaskrif er ég hóf að rita um iþróttir hér i blaðinu. En af stuttum kynnum sannfærðist ég, eins og allir sem Frimanni kynntust að þar fór góöur drengur, sem öllum vildi gott gera. Fyrir þessi stuttu kynni vil ég þakka Frimanni Helgasyni, og ég vil einnig þakka honum ára- tuga samstarf og samvinnu við iþróttasiðu þessa blaðs. islenzkir iþróttal'réttamenn sjá nu á bak brautryðjanda sinum, þeim manni sem öðrum lremur kom iþróttaskrifum þann sess sem þau nú skipa. Sigtryggur Sigtryggsson. Frimann Helgason verður jarðsunginn frá Frikirkjunni i dag, föstudag klukkan 13.30. Föstudagur 8. desember 1972 ©

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.