Alþýðublaðið - 12.12.1972, Qupperneq 5
Alþýðubtaðsútgáfan h.f. Ritstjóri Sig-
hvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri
Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjgm-
ar Hverfisgötu 8-10. — Sími 86666.'
Blaðaprent h.f>
SÚ VERSTA ÞEIRRA ALLRA
í forystugrein s.l. sunnudag staðfestir málgagn
forsætisráðherra, dagblaðið Timinn, frásagnir
Alþýðublaðsins og Morgunblaðsins um ráðstaf-
anirnar, sem stjórnarflokkarnir þinga nú um.
Að visu gefur Timinn ekki jafn ýtarlegar upp-
lýsingar um málið og stjórnarandstöðublöðin
höfðu áður veitt almenningi, en endurtekur
ýmis meginatriði i frásögnum þeirra. Til dæmis
það, að þær þrjár leiðir, sem þingað sé um, sé i
fyrsta lagi uppbótakerfi, i öðru lagi niðurfærsla
kaupgjalds og verðlags og i þriðja lagi gengis-
felling. Þá staðfestir Timinn einnig þær fréttir
Alþýðublaðsins, að stjórnarflokkarnir hugleiði
ekki siður að fara einhverja millileið á milli
þessara þriggja aðal-valkosta — tina svona sitt
upp úr hverjum pokanum — og ætla þvi
stjórnarflokkarnir auðsjáanlega ekki að hlýða
meir en brýnasta nauðsyn ber til á raddir sér-
fræðinganna, sem beðnir voru um bjargráð.
En hver er ástæðan fyrir þvi, að með svo mik-
illi fyrirhöfn er nú verið að þinga um dæmigerð-
ar kreppuráðstafanir á íslandi? Leitum svars
við þeirri spurningu.
Meginforsendan er auðvitað sú, að útflutn-
ingsatvinnuvegir þjóðarinnar — bjargráðaveg-
irnir, sem standa undir kaupum hennar á lifs-
nauðsynjum erlendis frá — standa ekki lengur
undir sér. Þeir eru reknir með stórfelldu tapi og
myndu stöðvast, ef ekkert kæmi til. Þar til við-
bótar skortir rikissjóð stórfé til að anna þeim
framkvæmdum, sem rikisstjórnin hefur ætlað
honum, fjárfestingasjóðina skortir óhemjumik-
ið fjármagn til þess að standa við þær skuld-
bindingar, sem rikisstjórnin er búin fyrirfram
að ætla þeim að standa við og loks er fyrirsjáan-
legur halli á flestöllum atvinnuvegum i landinu
á næsta ári, sem einhvern veginn verður að
bæta úr eigi atvinna að haldast i landinu.
Þannig eru hin ytri einkenni efnahagsvand-
ans. Þannig lýsir hann sér. Allir eru á einu máli
um það. En hver er orsökin? Hvað veldur þvi, að
efnahagsástandið á Islandi er i þviliku kalda
koli? Það er jafnvel enn þýðingarmeira að
svara þeirri spurningu en að lýsa vandanum
rétt, þvi þarna liggur sjálft meinið.
Hefur kannske eitthvað sérstakt bjátað á fyrir
íslandi og íslendingum, einhver ytri áföll orðið,
sem enginn mannlegur máttur getur varnað?
Nei. Slikt átti sér stað á árunum 1967 og 1968,
þegar griðarlegt verðfall varð á helztu útflutn-
ingsafurðum islendinga á erlendum mörkuðum
samfara aflabresti á islandsmiðum. En nú
hefur ekkert slikt orðið. Verðlag á útflutningsaf-
urðum okkar hefur aldrei verið hærra en nú, og
afli hefur verið i góðu meðallagi. Allar ytri að-
stæður eru þvi einmuna hagstæðar.
Fyrst hinár ytri aðstæður geta vart hagstæð-
ari verið, þá hlýtur orsakanna að vera að leita á
heimavettvangi. Upptök efnahagskreppunnar
hljóta að liggja með þjóðinni sjálfri eða hjá
þeim stofnunum og aðilum, sem stýra málum
hennar. Og þannig er þvi einmitt farið. Orsak-
anna er að leita i þvi, að þrátt fyrir hagstæð ytri
skilyrði hefur landinu verið svo illa stjórnað, að
það berst við kreppu i góðæri. Undir stjórn
Ólafiu verða jafnvel þversagnir og öfugmæli
áþreifanlegar staðreyndir. Þá er úrhelli i sól-
skininu.
Á íslandi hafa verið margar vondar stjórnir.
Sagan segir okkur, að i öllum þeim stjórnum,
sem það heiti hafa borið með réttu, hefur Fram-
sóknarflokkurinn setið. Hver slik stjórn var
verri en sú næst á undan og sú siðasta þeirra —
stjórnin, sem nú situr — er sú versta þeirra
allra.
UM VERKALÝÐSMÁL
AUKNAR MENNTUNAR
KRðFIIR í IDNAÐINUM
Dagana 4. og 5. nóvember s.l.
var haldió i Reykjavik 2. þing
Rafiönaðarsambands islands.
Geröi þingiö samþykktir bæði i
kjara- og menntunarmálum og
hefur Alþýðublaöiö þegar skýrt
frá samþykktum þingsins um
kjaramái.
í menntunarmálunum gerði
þingið langa og itarlega ályktun
og i henni kcmur m.a. fram sú
stefna, sem er rikjandi hjá flest-
um stéttarfélögum i iðnaði um
þetta leyti. Áherzlan er lögð á
aukna og bætta verk- og tækni-
menntun ásámt endurmenntun og
námskeiðahaldi fvrir þá, sem
luku iðnnámi sinu fyrr á tið.
Álit 2. þings Rafiðnaðarsam
bandsins um menntunarmál
hljóðar svo:
2. þing Rafiðnaðarsambands ts-
lands harmar þær miklu tafir er
orðið hafa á endurskoðun verk- cg
tæknimenntunar i landinu. Þingið
krefstþess af hlutaðeigandi yfir-
völdum, að þau hlutist til um að
tafarlaust verði hafizt handa um
róttækar breytingar á öllu iðn- og
verknámsfræðslukerfi, með til-
visun til samþykkis 1. þings Raf-
iðnaðarsambands tslands. Þó
telur þingið sérstaka áherzlu til
að benda á nauðsyn þess að allir
Iðnskólar verði rikisreknir, til að
tryggja nauðsynlega uppbygg-
ingu þeirra og að yfirstjórn iðn-
fræðslumála verði i Menntamála-
ráðuneytinu. Einnig að allt iðn-
nám fari fram i verknámsskól-
um, vegna þeirrar nauðsynar að
iðnmenntun verði veitt á breiðum
grundvelli og að lögð verði
áherzla á að taka upp við kennslu
iðnnema i iðnskólum fræðslu i
öllum nýjungum viðkomandi iðn-
greina.
Ennfremur vill þingið benda á
nauðsyn þess, að innan rafiðn-
aðarins sé auðveldur samgangur
milli greina og rafiðnaðarmenn
hafi rétt til að stunda öll störf
innan rafiðnaðar, þar sem lög og
reglugerðir ekki hamla slikt.
Þingið bendir á brýna þörf þess
að halda i Iðnskólum námskeið til
framhaldsmenntunar rafiðnaðar-
manna og eigi allir rafiðnaðar-
menn jafna möguleika á að sækja
slik námskeið og annar sérhæft
viðbótarnám.
Þingið bendir á að óbætanlegt
tjón er af þvi fyrir alla aðila ef
dregst úr hömlu að framkvæma
nauðsynlegar breytingar, þar
sem núverandi ástand i Iðn-
fræðslumálum er i algjörum mol-
um.
Þá krcfst þingið þess að haft
veröi samráð við hina ýmsu
starfsgreinatvum framkvæmd og
skipulag náms i viðkohiandi
grein.
Endurmenntun.
Þá gerði þingið einnig mark-
verða ályktun um námskeið til
endurmenntunar og fræðslu full-
orðinna i iðninni. I þeirri ályktun
segir m.a. svo:
Allt fram til þessa dags hefur
það verið talið sjálfsagt að þegar
maður hefur lokið sinu prófi, þá
hafi hann öðlast þá þekkingu og
lærdóm er endast skuli honum út
allt lifið, að viðbættri þeirri
reynslu er hann öðlast i starfi.
Það er rafiðnaðarmönnum löngu
ljóst að hugsunarháttur sem þessi
á ekki nokkurn rétt á sér. Hin öra
tækniþróun nútimaþjóðfélags
krefst þess af mönnum að þeir
fylgist stöðugt með og bæti við
þekkingu sina. Það er þvi skoðun
2. þings Rafiðnaðarsambands Is-
lands að koma þurfi á stað endur-
hæfingarnámskeiðum fyrir raf-
iðnaðarmenn. Stefnt skal að þvi
að allir rafiðnaðarmenn eigi kost
á þvi a.m.k. annað hvert ár, að
sækja lágmark viku námskeið
þar sem jafnhliða væru kynntar
nýjungar á sviði rafbúnaðar og
menn fengju tækifæri til upp-
rifjunar.
Það er viðurkennd staðreynd og
hvergi i nokkurri iðngrein á sér
stað jafn hröð þróun og i rafeinda
og rafmagnsgreinum. Þvi hlýtur
það að vera þjóðhagsleg nauðsyn
að islenzkir rafiðnaðarmenn fái
möguleika á að fylgjast með
þessari þróun.
Það er mikið rætt um það i okk-
ar þjóðfélagi i dag, að auka beri
framleiðni, þ.e. auka afköst pr.
starfsmann, en ein af forsendum j.
fyrir þvi að slikt sé mögulegt, er
að til komi stóraukin sjálfvirkni,
en svo til öll sjálfvirkni er drifin
með rafmagni og stýrt með raf-
eindabúnaði.
Þeir rafvirkjar er lokið hafa
námi á undanförnum árum og
áratugum hafa haft litla sem
enga möguleika á að afla sér
staðgróðrar menntunará þessum
sviðum, — enn þann dag i dag er
ástandið þannig að þeir er nú út-
skrifast úr iðnskólum hafa mjög
takmarkaða þekkingu i þessu
efni.
Þing Rafiðriaðarsambands Is-
lands felur þvi stjórrf sambands-
ins að beita sér fyrir þvi að
framangreind námskeið verði
haldin. Þingið telur eðlilegt að
samstarf verði haft við vinnuveit-
endur — og yfirvöld iðnaðar og
menntamála um framkvæmd
slikra námskeiða.
Ohjákvæmilegt er að námskeið
sem þessi hafi i för með sér tals-
verðan kostnað, en eðlilegt
verður að teljast að rafiðnaðar-
menn haldi kaupi sinu að ein-
hverju eða öllu leyti meðan nám-
skeiðin fara fram. Þingið beinir
þvi til aðildarfélaga Rafiðnaðar-
sambands íslands að þau freisti
þess að ná samningum við vinnu-
veitendur um að starfsmenn
þeirra haldi kaupi á meðan þeir
sækja slik námskeið.
Þá telur þingið rétt að stofn-
aður verði Fræðslu- og menn-
ingarsjóður Rafiðnaðarmanna,
er hafi m.a. það hlutverk að
styðja framkvæmd þessa máls.
Tekjur sjóðsins yrðu hluti af ár-
gjaldi og hugsanlega mótframlag
atvinnurekenda.
Þá bendir þingið á að sjálfsagt
væri að sækja um framlag rikis-
sjóðs til þessara hluta og Iðnþró-
unarsjóðs.
VIPPU - BltSKÚRSHURÐIM
Lagerstaerðir miðað við múrop:
Haeð: 210 sm x breidd: 240 sm
210 - x - 270 sm
Aðrar staerðir. smfflaðar eftir beiðnl
ALVARLEGAR BLIKUR
f EFNAHAGSMJfLUM
Trúnaðarmannaráð Alþýðuflokksfélags
Reykjavikur er minnt á fundinn n.k. fimmtu-
dagskvöld. Til fundarins hefur verið boðað með
bréfi.
Umræðuefni: Alvarlegar blikur á lofti i efna-
hagsmálunum.
Frummælandi: Gylfi Þ. Gislason, form.
Alþýðuflokksins
Trúnaðarmenn. Mætið vel og stundvislega
STJÓRNIN
Þriðjudagur 12. desember 1972
o