Alþýðublaðið - 12.12.1972, Side 9

Alþýðublaðið - 12.12.1972, Side 9
• „Þegar drengur vill” er ein af bókum sem Bókaútgáfan Hildur hefur gefið út. Höfundur þessarar barnabókar er Torry Gredsted. Þetta er saga Glenn Ulmann, drengsins sem fer til föður sins, er setzt hefur að á Korsiku. Hann kynnist þar bæði góðu og illu hjá jafnöldrum sinum og lendir i ýmsum ævintýrum, sem drengjum er gjarnt. Aðalsteinn Sigmundsson hefur þýtt bókina, en hann var einn af kunnustu skólamönnum landsins og þýddi og frumsamdi margar bækur fyrir drengi. „Þegar drengur vill" er 160 siður. 0 Maður nokkur, Ratchett að nafni, finnst myrtur i koju sinni i Austurlandahraðlestinni, meðan hún æðir þvert yfir Evrópu á þriggja sólarhringa langri ferð sinni. Tólf hnif- stungur eru á likama hans. Sumar hnifstungurnar virðast hafa verið framkvæmdar með hægri hendi, aörar með vinstri. Poirot veit, að morðinginn hlýtur að vera einn af farþegum lestarinnar. En enginn þeirra virðist hafa haft ástæðu til verknaðarins — og klefi hins myrta er læstur aö innanverðu. — Hver er morðinginn?.... Þessari frásögn er vel lýst um sögur Agatha Christie. Nýjasta bók hennar nefnist „Austur- landahraölestin” og er þetta þriðja bókin sem Prentsmiðja Jóns Helgasonar gefur út. 0 „Málsvari myrkrahöfð- ingjans” nefnist skáldsaga eftir Morris L. West, sem Prent- smiðja Jóns Helgasonar hefur gefið út. Þetta er fimmta bók Morris L. West á Islenzku. Gull og sandur, Babelsturninn, Fótspor fiskimannsins og Sigurinn hafa allar verið mikið lesnar. Þegar siðari heimstyrjöldin stendur sem hæst á ítaliu, birt- ist særður flóttamaður i litlu fátæklegu fjallaþorpi. Er honum hjúkrað og nær hann fullum bata. En áður en árið er liðið er hann dáinn — tekinn af lifi. Þegar sagan hefst er þess krafizt að þessi maður sé tekinn i helgra manna tölu. Þýðandi bókarinnar er Hjört- ur Pálsson. • „Börn i Argentinu” nefn- ist leshefti fyrir börn og hefur Bókaútgáfa Odds Björnssonar gefið þau út. Eru þetta létt og fróðleg les- efni, þar sem sagt er frá leik og störfum barna i ýmsum löndum. Er þess vænzt að les- hefti þessi komi að góðum notum sem heimildarrit við landafræðikennslu og gefi oft tilefni til ánægjulegra og þrosk- andi samræðna. • Bókaútgáfan Þing hefur gefið út bókina „Grallara- stjarnan”, texti og myndir eftir hjónin Inger og Lasse Sandberg. Fjalla bækur þeirra um hvernig börnum og fullorðnum vegnar i samfélagi okkar nú á timum, hvernig það er aö lifa innan um háhýsi og bila, hvernig þaö er að ganga i leiðin- legan skóla og leika sér á leiðin- legum leikvöllum, og hvernig það er að anda að sér hættulegu lofti. En þau fjalla einnig um það, hve gaman er að gera það sem mann langar sjálfan og hve náttúran er fögur. Bókina hefur Guðrún Svava Svavarsdóttir þýtt. 0 Ot eru komnar tvær bækur hjá Bókaútgáfunni Hildi eftir hinn þekkta höfund Ib H. Cavling. Nefnast þær „Ham- ingjuleit” og „Herragarð- urinn”. Cavling hefur óumdeilanlega verið mest lesni og vinsælasti skáldsagnahöfundur i Dan- mörku á undanförnum árum, og hér á landi hefur hann eignast tryggan og stóran lesendahóp. Fyrri bókin „Hamingjuleit” er 195 siður að stærð, og Þor- björg ólafsdóttir hefur snúið henni á islenzku, en seinni bókina hefur Gisli Ólafsson þýtt og er sú bók 199 siður að stærð. 0 Vikurútgáfan hefur gefið út bók eftir höfundinn Gavin Lyall, og nefnist bókin „Hættu- legasta bráðin”. Sakamálahöfundurinn þekkti, Desmond Bagley segir um bókina á baksiðu: Hættulegasta bráðin eftir Gavin Lyall er ein bezta skemmtisagan sem ég hef lesið. Hún er ekki aðeins ævin- týraleg og spennandi, svo sem bezt má verða, heldur er hún sérlega vel gerð sem skáldsaga, hvað snertir lifandi persónu- sköpun, eðlilegar samræður fólks og lýsingu staðhátta. Þýðandi bókarinnar er Asgeir Asgeirsson. 0 Isafoldarprentsmiðja hefur gefið út bókina „Dagur Sjakalans” og er höfundur hennar Frederick Forsyth. „Sjakalinn” er dulnefni á launmorðingja sem ráðinn hefur verið til að ryðja Charles de Gaulle úr vegi. OAS samtök- unum, öfgahóp innan franska hersins, hafði sex sinnum mis- tekizt að ráða forsetann af dögum. Er launmorðingjanum heitið hálfri millj. dollara ef hann kæmi áætlunarverkinu i framkvæmd. Fyrir tilviljun komast frönsk yfirvöld að þvi, að enn hefðu OAS samt. hafizt handa, og er bezti leynilög- reglumaður Frakka fenginn til að vinna á launmorðingjanum. Bókin er 282 siður og þýðandi er Hersteinn Pálsson. 0 Setberg hefur sent frá sér bók sem nefnist „Einn i ólgu- sjó”, lifssigling Péturs sjó- manns Péturssonar. „Einn i ólgusjó” er frásögn is- lenzks sjómanns og ævintýra- manns, sem segir söguna eins og hún gengur og dregur ekkert undan. Pétur Pétursson er sjó- maöur i orðsins fyllstu merk- ingu. Hann fer sina fyrstu ferð milli landa á barnsaldri og kemst þá i kynni við Bakkus konung. Ævintýri hans eru með ólikindum. Pétur sjómaður Pétursson siglir um allan heim, fyrst á islenzkum skipum og siðarmeð öðrum þjóðum. Kynni af fjarskyidum þjóðflokkum, löndum og borgum er mennt- andi lif. Þetta er háskóli sjó- mannsins. Þetta verður ógleymanleg lifssigling, þar sem oft gefur á skútuna, eins og Pétur segirfráibókinni. „Maður siglir nú hvort sem er ekki alltaf i logni.” Sveinn Sæmundsson hefur skráð þessa bók, en hann var um árabil i siglingum. Er þetta sjötta bók hans um sjómenn og sjómennsku. Bókin er 272 bls. 0 Ot er komin hjá Prent- smiðju Jóns Helgasonar bók eftir E. Philips Oppenheim. Er þetta hörkuspennandi saka- málasaga, og er vettvangur sögunnar undirheimur Lund- únaborgar. Fjallar sagan um ungan mann, sem verið hefur i glæpaflokki og er tekinn höndum við gimsteinarán og settur i fangelsi. Hann þykist hafa verið svikinn, og þegar hann er látinn laus, einsetur hann sér að koma öllum fyrri fé- lögum sinum undir lás og slá. Bókin er 199 bls. 0 „Brosið”, skáldsaga eftir Kristmann Guðmundsson. Útgefandi er Prentsmiðja Jóns Helgasonar. Með þessari bók kynnumst við nýrri hlið þessa kunna og fjöl- hæfa höfundar. Sagan gerist i sjávarþorpi um siðustu aldamót og greinir frá foreldralausum systkinum, er bjuggu þar á jarðskika i kofa, forsjárlaus og litils megnug. Að þeirra tima hætti þótti forsvarsmönnum héraðsins slikt ekki tilhlýðilegt, og töldu einsætt að skipta upp heimilinu og taka unglingana fyrir náð i sina umsjá, ásamt kofanum og jarðskikanum. Hin nýja skáldsaga Kristmanns er 203 siður. 0 „Arfleifð frumskógar- ins”, ný skáldsaga eftir Sigurð Róbertsson. Útgefandi er Prentsmiðja Jóns Helgasonar. „Arfleifð frumskógarins” fjallar um nútimamanninn i umróti tuttugustu aldarinnar i viðleitni hans til að fylgjast með hamskiptum timans. Ófáar kollsteypur hefur hann orðið að taka til að hafa i fullu tré við framvinduna og tileinka sér nýtt og þversagnarkennt gildis- mat velferðaþjóðfélagsins. Bókin er 266 siður. 0 „Axlaskipti á tunglinu”, minningar og myndir, nefnist bók sem Jón Skagan hefur ritaS. Útgefandi er Skarð h.f. Á bókarkápu segir m.a. Höfundur þessarar bókar er kunnur fyrir langt prestsstarf i þeirri sókn landsins, sem stór- skornustu drættir i Njálssögu gerast, en hann bjó einmitt á Bergþórshvoli i 21 ár við góðan orðstir. 1 þessari bók dregur hann upp margar myndir úr lifi sinu af mikilli frásagnargleði og nautn sögumannsins.. Hljóta þessar frásagnir prestsins að vekja margan til umhugsunar um á hvaða þrepi menningar og lifskjara við stöndum i dag. 1 bókinni eru 155 bls,setningu og prentun sá Prentverk Akraness um, en bókin er bundin i Prent- húsi Hafsteins Guðmundssonar. 0 Skarðh.f. hefur sent frá sér barnabók sem hlotið hefur nafnið „Afi segir frá, þegar Bjössi var ungur.”. 1 þessari bók segir afi Bjössa sögu hans i sveitinni á lifandi og litrikan hátt, mjög myndauðg- an. Hann dregur upp myndir af drengnum sinum og leynir sér ekki i frásögninni kærleikur afa til drengsins. 1 bókinni er engin teiknuð mynd, en það er með vilja gert, þvi að útgáfan vill biðja lesendurna að mynd- skreyta hana sjálf. Sérstök dómnefnd mun skera úr um val beztu teikninganna. A bókar- kápu segir ennfremur. Þessi bók hefur sérstöðu meðal is- lenzkra barnabóka. A nýstár- legan hátt ýtur hún undir sjálf- stætt imyndunarafl barnanna. 0 „Að Hurðarbaki” nefnist bók eftir Mariu Skagan, og er útgefandi Guðjón Ó. Gerist þessi bók á endurhæfingarhæli á Norðurlöndum og er þar brugðið upp svipmyndum af fólki, sem á við mismunandi örðugleika að etja. Inn i þetta er ofið ýmsum örlagaþáttum úr lifi þessa fólks. Meöal annars kemur við sögu fólk, sem gengið hefur undir ýmsar aðgerðir, sem sumar lánast en aðrar ekki, eins og gengur. „Að Hurðarbaki er fyrsta bók höfundar. Bókin er 151 bls. að stærð. íþróttastúlkur - hér eru glefsur úr nýjustu rannsóknum á ykku r ÍÞRÓTTIR gera kon- una Ijóta, segir i nýút- kominni læknisfræði- legri skýrslu sem gerð var vegna ólympíuleik- anna í Mexikó 1968. Prófessor Ludwig Prokop, sem ráðinn var af ólympíunefndinni í Mexikó til að rannsaka allar konur, sem þátt tóku í ólympíuleikunum sumarið 1968, skýrir í skýrslunni frá niðurstöð- um rannsókna sinna á líkamsbyggingu þeirra ÞETTA GERÐIST LIKA PRENTARAÞING Dagana 13.—16. nóvember 1972 var haldinn i Nien hagen (Rostock) umræðu fundur stjórnarmanna úr verkalýðsfélögum prentiðn- aðarins i Danmörku, Finnlandi, Islandi, Noregi, Sviþjóð og Þýzka Alþýðulýðveldinu. Aðalviðfangsefni fundarins vpr hlutverk verkalýðsfélag- anna á sviði iðnfræðslu og fram- haldsmenntunar, vinnuskilyrði, 911 kvenna, sem kepptu á leikunum, og hannsegir þar að ein af hverjum þrem konum, sem hann rannsakaði, hafi haft harða og karl- mannlega andlitsdrætti og ókvenlegar hreyfing- ar. Prófessorinn segir að stifar æfingar og hið mikla álag, sem keppnin er, breyti lik- amsbyggingu konunnar. Hinar ávölu linur hverfa vegna þess að hin einkennandi fita á tilteknum stöðum hverfur. heilsugæzla og öryggi á vinnu- stað. ÚTVARPSRÁÐ VILL HÆKKUN I A fundi útvarpsráðs i gær bar Þorvaldur Garðar Kristjánsson, alþingismaður, fram svohljóð- andi tillögu: Útvarpsráð skorar á alþingi að afgreiða fjárlagaáætlun Rikisútvarpsins i fjárlögum fyrir 1973 þannig, að heimiluð verði sú hækkun á afnota- gjöldum, sem nauðsynleg er Rödd iþróttakonunnar verður oft dýpri og hárvöxtur fer að gera vart við sig á brjóstum og i andliti vegna sérstakra lyfja, sem sumar iþróttakonur taka inn til að auka vöðvastyrk. Spjótkast, kúluvarp og kringlukast eru að áliti pró- fessors Prokops einhverjar viðsjárverðustu iþróttagrein- arnar i þessu tilliti. Og i skýrslunni kemst hann meðal annars svo að orði: „Rann- sakirðu af gaumgæfni likama þeirrar konu, sem stundar iþróttir að einhverju marki, þá kemstu ekki hjá þvi að sjá hin óafmáanlegu spor, sem iþróttirnar skilja eftir sig, þótt til að mæta kostnaðarhlið áætlunarinnar eins og hún var lögð fyrir Alþingi i fjárlaga- frumvarpi. MÓTMÆLI Eftirfarandi tillaga bæjarráðs Keflavikur hefur verið sam- þykkt með samhljóða atkvæð- um á fundi bæjarstjórnar Kefla- vikur: „Bæjarráð Keflavikur mót- mælir framkominni þings- ályktunartillögu i þingskjali nr. 97 um innheimtu veggjalds af fegrunarlyf og fatatizka hjálpi oft verulega upp á sakirnar.” Er kanadiskir visinda- menn höfðu skoðað 140 iþróttastúlkur, sem þátt tóku á sam-amerisku leikunum i Winnipeg, komust þeir að þeirri niðurstöðu að það væri af og frá að unnt væri aö dæma stúlku eftir öklunum, eins og oft hefur verið slegið fram. Dr. W.F. Berry, for- stöðumaður liffræðideildar Ottawa háskóla sagði, er hann birti niðurstöður þessara at- hugana: „Ef til vill var það einskær tilviljun, en þvi sverari, sem öklar stúlkunnar voru, þeim mun hærri var gáfnavisitala Reykjanesbraut og öðrum hrað- brautum. Bæjarráð Keflavikur telur að þar sem sú almenna reglahefur ekki verið tekin upp að fjár- magna vegaframkvæmdir i landinu með slikum tekjustofn- um, þá séu Reykjanesbraut og Suðurlandsvegur á engan hátt svo sérstæðir að slikt gjald rétt- lætistá þeim, öðrum fremur. Þá telur bæjarráð það óvenjuleg vinnubrögð að taka upp á Al- þingi mál sem afgreitt hefur verið fyrir stuttu án þess að for- sendur hafi breytzt”. hennar.” John Peel, félagsfræð- ingur við York háskóla i Bret- landi,hefur gefið út skýrslu um sinar athuganir, og þar er komizt að þeirri niðurstöðu að stúlkur, sem fara menntaveg- inn eigi siður á hættu að ala börn utan hjónabands. „Stúlkur sem hætta i skóla um 15 ára aldur,” segir hann, „eiga helmingi fremur á hættu að ganga ófriskar að altarinu en hinar, sem halda áfram i skólanum.” Svo virðist sem þær stúlkur, sem heima sitja og lesa fyrir skólann og prófin hafi minni tima til að sinna strákum og rómantik. SYNGUR í SOVÉT Kristinn Hallsson er nú i söng- ferð um Sovétrikin. Undirleik- ari er Lára Rafnsdóttir. Kristinn heldur tónleika i borgunum Smolensk, Riga, Vilnius, Novosibirsk og Alma- Ata, höfuðborg Kazakstans. Flytur hann islenzk verk eldri og yngri, þjóðlög frá öðrum Norðurlöndum, óperuariur eftir Verdi, Wagner og Borodin. Kristinn hefur áður heimsótt Sovétrikin ásamt Karlakórnum Fóstbræðrum árið 1960. Allir vilja lifa lengi en enginn vill veröa gamall. Varla getur ömurlegra hlutskipti en þeirra, sem siðustu ár ævinnar finna sér ekki staö eða tilgang í þjóðlifinu, og finnst þeir vera hornrekur til óþurftar. Er hér ekki átt við háaidrað fólk eða komið að fótum fram. Allir þekkja dæmin um fólk, sem lætur af starfi löngu fyrr en heilsufarsleg nauðsyn krefur og verður gamalt „fyrir timann”. A þetta ekki aðeins við um starfsmenn hins opinbera, rikis og bæjarfélaga, sem láta af störfum að lagaboði vegna ald- urs, heldur og við allmarga ein- staklinga, sem af ýmsum ástæðum rifna upp með rótum úr starfi og stöðu eftir miðjan aldur. Eiga þeir oft i ótrúlegum erfiðleikum með að hasla sér völl á vinnumarkaðnum. Er geta alls þessa fólks og kunnátta oft nokkuð einhæf, og yngra fólk er eftirsóttara vinnuafl. I báðum tilvikum fer forgörð- um dýrmætt vinnuafl samfara ómælanlegri mannlegri þján- „UNNT ER AD FINNA ÞJÓÐNÝT VIDFANGSEFNI FYRIR FÓLK Á ALDRINUM 70 - 100 ÁRA” EFTIR BRAGA SIGURÐSSON „Geigvænleg vandamál bíða þeiría, sem lög eða reglugerðir ryðja úr ævistarfi fyrir aldurs sakir. Þetta er oft alvarlegra en marga grunar, — jafnvel svo að vandi er að meta hvort hlutskiptið er í rauninni betra þegar öllu er á botninn hvolft.” ingu, sem stuðlar að ótimabærri hrörnun og miklum samfélags- vanda. Á hinum almenna vinnu- markaði gilda engin-lög eða reglur um það, hvenær ævi- langur starfsdagur er að kvöldi kominn. Er þar algengt, að fólk vinni fullan vinnudag, þangað til sjúkdómar eða hrumleiki ell- innar neyðir það til að hætta. Er þá sjaldnast framundan sú hvild og sú eðlilega lifsnautn, sem beðið var eftir og vænzt, og sem vissulega á sitt blómaskeið i ell- inni eftir hæfilegan starfsdag. Með lögskipuðum Almanna- tryggingum var stigið eitt hið merkasta skref til mannheilla i islenzku þjóðlifi, og ekki hvað sizt með ákvæðum þeirra um ellilifeyri, þótt þar megi vel bæta mikið um. Viðtækir og vaxandi lifeyrissjóðir brúa að nokkru það bil, sem enn er til lands i þeim málum. Hins vegar eru svo þau geig- vænlegu vandamál, sem biða óvægin þeirra, sem lög eða reglugerðir ryðja úr ævistarfi fyrir aldurs sakir. Er þetta oft alvarlegra en marga grunar og jafnvel svo, að vandi er að meta, hvort hlutskiptið er i rauninni betra, þegar öllu er á botninn hvolft. Hér á landi hefur enn ekki i framkvæmd verið til fulls viður- kennd sú skoðun, að allir þegnar þjóðfélagsins eigi að sitja við sama borð i þessum efnum. Opinberir starfsmenn mega hætta störfum, þegar þeir hafa náð 65 ára aldri, og fara á eftir- laun. Hins vegar skulu þeir, hvort sem þeim likar betur eða verr hætta störfum viö 70 ára aldursmarkið. Hjúkrunarkonur mega þó t.d. hætta sextugar, og sérákvæði eru um minnkandi kennslu- skyldu kennara eftir vissan ald- ur. Hvaða aldursmörk, sem talin kunna að vera hin eðlilegu, þá mun aldrei verða fundin sú mælisnúra, sem á jafnt við alla, jafnvel þótt fimm ára framleng- ingarheimildinni verði haldið. Allar likur eru til þess, að aldursmark opinberra starfs- manna, og þá um leið starfs- manna flestallra sveitar-og bæjarfélaga, móti stefnuna enn um skeið. Þrátt fyrir þetta munu viss vandamá! skapast um jafnvel einhverjar tegundir opinberra starfsmanna. Má þar til nefna t.d. lögregluþjóna, slökkviliðsmenn, strætisvagna- bilstjóra og e.t.v. fleiri. Nægja þessi dæmi til að sýna, hversu brýnt það viðfangsefni félags- fræðinnar er, að hugsa fyrir aðhæfingu til nýrra starfa og nýrra viðfangsefna jafnvel áður en fullum starfsaldri er náð, og þá reyndar oft engu að siður, eftir þann tima. Er hér um að tefla afar stórt og þýðingar- mikið viðfangsefni, sem varðar velferð og hamingju flestra þegna samfélagsins, sem lifa til elliára. Er þaö sizt þýðingar- minna en leiðsögn um önnur æviskeið. Jafnvel þeir, sem nú þykja bezt settir eftir unninn dag, eru ekki allir þeirri fyrirhyggju eða kostum búnir, að geta umsvifa- litið snúið sér að viðfangsefni við hæfi. Hér er i flestu tilliti óplægður akur i atvinnu- óg fé. lagsmálum, sem þarfnast si- vakandi athygli og endurskoð- unar. „Sá þáttur löggjafarinnar, sem fjallar um gamalt fólk, er stór- gallaður. Þegar hann var mót- aöur, var þvi almennt trúað, að hverfandi álag, þ.e.a.s. hvildin, væri gamla fólkinu fyrir beztu. Nú vitum við, að hæfilegt starf, sniðið að hæfi einstaklinganna, er það ókjósanlega”. Þessi staðhæfing er höfð eftir reyndum kunnáttum anni i gamalmennamálum, prófessor Jan Helander, en hann hefur um þessar mundir tekið þátt i ráð- stefnu i Málmey um húsnæðis- og félagsmál gamals fólks. Prófessor Helander heldur þvi fram, að unnt sé að finna þjóðnýt viðfangsefni fyrir fólk á aldrinum 70 til 100 ára. „Við getum sparað verulega i kostn- aði við ýmiss konar umönnun, ef við byggjum upp siikan vinnu- markað”, segir hann. „Vinna og hvild eru m jög ná- tengd hvort öðru”, segir hann ennfremur. „Af athafna- og starfsleysi leiðir svefnleysi, og andvökunætur útiloka raunhæft starf og eðlilegar tómstundir og hvildartima. Þeir, sem búa við lélegt hús- næði þarfnast oft aukinnar um- önnunar. Þess vegna getur það borgað sig fyrir samfélagið, að bæta húsnæðiskjör gamals fólks. Það er áriðandi, að gam- alt fólk sé ekki þvingað til breyttra hátta á þvi sviði, t.d. til vistunar á elliheimilum, án þess að þvi sé ljóst, hvað það á i vændum. Mannleg vanafesti er staðreynd, sem taka verður fullt tillit til við umhverfis — og bú- staðaskipti”, sagði prófessor Jan Helander. Enda þótt lifið sé fæstum tómur leikur, má vei nota sviðs- leik við skilgreiningu á félags- legum samskiptum. öll eðlileg, félagsleg samskipti byggjast á ákveðnum leikreglum. Til þess að vera híutgengur'i samfélag inu, þuria allir aö læra sitt mut- verk. Menn verða að þekkja leikreglurnar. Þannig má likja flestum störfum við ákveðin hlutverk á leiksviði lifsins. Maöur, sem lætur af störfum, hefur þannig hætt að taka þátt i leiknum. Hann hefur lokið hlutverki sinu. En þess ber að gæta, að þarna skilur á milli lifs og leiks. Maðurinn lifir áfram „Jafnvel þeir sem nú þykja bezt settir eftir unnin dag eru ekki allir þeirri fyrirhyggju eða kostum búnir að geta umsvifalaust snúið sér að viðfangs- efni við hæfi. Hér er i flestu tilliti óplægður akur i atvinnu- og félagsmálum.sem þarfnast sivakandi athygli og endurskoðunar.” og leik hans getur ekki lokið fyrr en hann er allur. Hann er þvi til- neyddur að halda áfram ein- hverjum leik. Hlutverkið, sem hann kunni, á ekki lengur við. Hann er kominn á nýtt svið. Þar er hann eins og hver annar maður, sem villist inn á leiksvið af misskilningi, þvingaður til að taka þátt i leiknum, finnur ekki leið út af sviðinu aftur, verður utangátta i leiknum og einangr- ast. Hlutskipti eldra fólksins er oft blátt áfram ömurlegt, hvort sem það er neytt til að vinna á meðan það stendur uppi, eða neytt til að hætta starfi, þótt það hafi góða starfsorku og kunn- áttu, sem þjóðfélaginu er ómiss- andi. öll mál þessa fólks þarfn- ast róttækrar endurskoðunar. o Þriðjudagur 12. desember 1972 Þriðjudagur 12. desember 1972 o

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.