Alþýðublaðið - 14.12.1972, Blaðsíða 5
alþýðul
aðið
I
Alþýðublaðsútgáfan h.f. Ritstjóri Sig-
hvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri
Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórn-
ar Hverfisgötu 8-10. — Simi 86666.
Blaðaprent h.f.
TROÐIÐ Á RÉTTINDUNUM
,,Einu gildir, hver leið er valin, þvi allar fela
þær i sér svo miklar tilfærslur fjármuna, að ó-
hugsandi er að ná árangri, án þess að aðgerðirn-
ar rekist á annað hvort — eða hvorttveggja —
visitöluákvæði eða gengisákvæði kjarasamn-
inganna”. Þetta er orðrétt tilvitnun i skýrslu
valkostanefndarinnar svokölluðu, en skýrslan
var send dagblöðunum i gær.Þessisetning merk-
ir, að það sé skoðun sérfræðinganna i nefnd-
inni — meðal annars hinna sérstaklega skip-
uðu varðhund stjórnarliðsins eins og einkaspek-
ings Alþýðubandalagsins Þrastar Ólafssonar —
að ekki sé hægt að leggja til atlögu við efnahags-
vandann nema með þvi að fella úr gildi kjara-
samningana, sem verkalýðshreyfingin gerði við
atvinnurekendur fyrir réttu ári. Segir nefndin
siðar, að slik riftun á kjarasamningunum annað
hvort með samkomulagi við verkalýðshreyfing-
una eða með lagasetningu sé MEGINFOR-
SENDA allra þeirra tillagna um leiðir sem hún
lýsi, — og strikar undir orðið meginforsenda.
Þannig er nú málum komið i miðju einhverju
þvi mesta góðæri, sem íslendingar hafa átt að
fagna. Sjálf valkostanefndin lýsir þessum hag-
stæðu ytri aðstæðum nákvæmlega i skýrslu
sinni og þar kemur m.a. fram, að gert sé ráð
fyrir talsverðri magnaukningu á útflutnings-
framleiðslu okkar og mikilli verðhækkun af-
urða, en þrátt fyrir það er vandinn, sem óstjórn
rikisstjórnarinnar i efnahagsmálum hefur
skapað, svo stórkostlegur, að ekki dugar annað
en að ógilda með valdboði þá kjarasamninga,
sem fært hafa verkafólkinu á íslandi eitthvað á
þriðja tug þúsunda i fastalaun á mánuði.
Það er mjög athyglisvert, og einkum ætti lág-
launafólkið að gefa gaum að þvi, að sjömenn-
ingarnir i stjórnarráðinu, sem nú þinga um
hvernig bezt sé að ógilda frjálsa kjarasamninga
láglaunafólksins vegna þess að það búi við allt
of rúm kjör — ráðherrarnir i rikisstjórn Ólafs
Jóhannessonar — þiggja, hver um sig I fasta-
laun frá rikinu meira en 150 þúsundir á mánuði
fyrir utan þau hlunnindi, sem þeir njóta sem
þingmenn og ráðherrar. Og þeir bera engan
kinnroða fyrir að vera einu mennirnir á Alþingi,
sem gegna samtimis tveimur störfum i þágu
rikisins og taka full laun fyrir bæði. Allir aðrir
þingmenn sem jafnframt þingmennsku gegna
opinberu starfi, verða að gangast undir Iauna-
skerðingu, sem nemur minnst40% af fastakaupi
þeirra. Lúðvik, Magnús, Hannibal og þeir hinir
taka hins vegar við óskertum ráðherralaunum i
tilbót við full þingmannslaun og hafa i árstekjur
af fastalaununum einum langt á aðra milljón
króna hver um sig.
Þessir menn sjá nú enga aðra leið út úr vand-
anum, sem þeir hafa skapað með getuleysi sinu
en þá, að rifta kjarasamningum fólks, sem hef-
ur sexfalt minni mánaðalaun, en þeir sjálfir.
Góðir lesendur, — þessir sjömenningar nefna
sig vinstri stjórn og stjórn hinna vinnandi
stétta! Hvilikt öfugmæli. Hvilik óskammfeilni.
Og vegna þessarar sjálfgefnu nafngiftar eiga
svo samtök verkafólksins að koma hlaupandi til
þessara tveggja milljón króna herra og kyssa á
vönd þeirra. Verkafólkið á rikisstjórninni svo
gott að gjalda, sagði Eðvarð Sigurðsson á Al-
þýðusambandsþinginu. Sér er nú hvað!
VALKOSTANEFNDIN LVSIR VIDHORFUNUM
TAP-HVAR SEM
NIÐUR ER BORID
Eins og sagt var frá i Alþýðu-
blaðinu i gær barst blaðinu siðla
dags i fyrradag skýrsla hinnar
svonefndu valkostanefndar um
horfur, markmið og leiðir i efna-
hagsmálum. í nefndinni voru:
Jón Sigurðsson, hafrannsóknar-
stjóri, sem var formaður
nefndarinnar, Jóhannes Nordal,
seðlabankastjóri, Jóhannes
Eliasson, bankastjóri, Ólafur
Björnsson, prófessor, Guðlaugur
borvaldsson, prófessor, Þröstur
Ólafsson, hagfræðingur og Hall-
dór S. Magnússon, viðskiptafræð-
ingur. Allir þessir nefndarmenn
rita undir skýrsluna án fyrirvara
og verður þvi að lita svo á, að hún
sé sameiginlegl álit þeirra allra,
— m.a. þær einkunnir, sem þe:r
gefa hinum ýmsu úrræðum, en
þar fer ekkert á milli mála um, að
nefndarmenn telja gengislækkun
affarasælustu leiðina út úr vand-
anum.
Auk ofangreindra nefndar-
manna komu aðrir einstaklingar
nálægt störfum nefndarinnar, —
m.a. fulltrúar frá atvinnurekend-
um og verkalýðshreyfingunni,
Jón Bergs, formaður Vinnuveit-
endasambands tslands og Björn
Jónsson, forseti ASl. Hafði val-
kostanefndin samráð við þessa
tvo menn við gerð skýrslunnar.
Fyrri hluti þessarar ýtarlegu
skýrslu, sém samtals er hátt á
annað hundrað ritaöar blaðsiður
að stærð, lýsir vandanum i efna-
hagsmálum og þróuninni á árinu
1973samkvæmt spásögn nefndar-
innar. Þessi úttekt er mjög lær-
dómsrik, i fyrsta lagi vegna þess
hve gifurlegan efnahagsvanda
hún leiðir i Ijós og i öðru lagi sakir
þess, að i henni kemur glögglega
fram, að ástæðunnar er ekki að
leita i óhagstæðum ytri skilyrð-
um, — þvert á móti er spáð mjög
hagstæðum ytri aðstæðum, en
það nægir einfaldlega ekki tiI.
Verða nú raktar nokkrar niður-
stöður úr spádómum nefndarinn-
ar.
Sjávarútvegurinn
Þvi er spáð að á árinu 1973 muni
sjávarvöruframleiðslan aukast
um 2 til 7% að magni til. Er jafn-
framt áætlað, að verðlagsþróunin
geti orðið hagstæðari að miklum
mun en magnaukningin þannig að
verðmæti sjávarframleiðslunnar
á næsta ári muni aukast um 15 til
20%. Það eru þvi engin ytri merki
um kreppuástand i þessari at-
vinnugrein, — þvert á móti.
En engu að siður er fyrirsjáan-
legt, að geysimikill laprekstur
verður á öllum greinum sjávarút-
vegs og fiskveiða, nema á loðnu
og fiskimjölsvinnslu. Tapið i heild
er áætlaö frá 700 til 950 m.kr., en
l. 000 til 1.200 m.kr. ef hagnaður-
inn á fiskimjölsframleiðslunni er
frá talinn. bar að auki spáir
nefndin halla á sjóðakerfi sjávar-
útvegsins, sem nemur 150 til 200
m. kr.
Af þessu má sjá, að mitt i góð-
ærinu er yíirvofandi stöðvun á
þýðingarmesta atvinnuvegi
þjóðarinnar. Ekki er við ytri aðl
stæður að sakast. Þær eru tiltölu-
lega mjög hagstæðar. Ástæðan er
heimatilbúin, — óstjórn i efna’
hagsmálum, sem hefur þessar
uggvænlegu afleiðingar.
Atvinnugreinar
En fleira er matur, en feitt kjöt
og efnahagur okkar Islendinga
stendur viðar'fótum, en aðeins á,
sviði sjávarvöruframleiðslu, —
þótt þar sé um að ræða langsam
lega þýðingarmesta atvinnuveg-
inn. Og hvernig er nú ástandið i'
öðrum atvinnugreinum. Um það
hefur valkostanefnd einnig fjall
að.
Þegar útflutningsframleiðslan
er lekin sem heild spáir nefndin
um 11% magnaukningu á na^sta
ári og 9%> verðhækkun að meöal-
tali. Bæði verðlags- og magnþró-
unin ættu þvi að vera okkur hag-
stæðar, — ef annað kæmi ekki til.
Ytri skilyrðin eru ákjósanleg.
En hver er útkoman? Hún er
þessi:
Tap verður á almennum iðnaði
á næsta ári sem svarar 100 m.kr.
(á móti 400 m.kr. ágóða árið
1971). Þrem stærstu skipafélög-
unum er spáð álika miklu tapi (40
m.kr. gróði árið 1971). Flugfélög
unum tveim er spáð 100 m.kr
tapi, — svo til hver einasta at-
vinnugrein, sem máli skiptir,
verður þannig rekin með tapi á
næsta ári að áliti valkosta :
nefndarinnar þrátt fyrir hagstæð-
ar ytri aðslæður og segir hún
einnig, að bankakerfið muni ekki
geta veitt fyrirtækjum þessurn
fyrirgreiðslu þar sem fjárhags-
grundvöllur þeirra myndi brátt
bresta og þar með brysti rekstra-
grundvöllurinn og rekstrarstöðv-
un og atvinnuleysi héldi i kjölfar-
ið.
Afkoma heildarinnar
Þetta hafði valkostanefndin að
segja um afkomu atvinnuveg-
anna, sem auðvitað er nátengd
afkomu hvers einstaklings i land-
inu, þvi rekstrarerfiðleikar at-
vinnuveganna koma fram i
minnkandi atvinnu, minnkandi
tekjum og samdrætti á öllum
sviðum. En hvað um hinn þáttinn
— opinbera sektorinn — afkomu
þjóðarheildarinnar? Um það er
einnig fjallað i skýrslunni.
,,Þrátt fyrir þessa bjartsýni um
útflutningsframleiðslu (mikla
magn- og verðmætisaukningu sjá
hér að framan) stefnir i mikinn
halla á viðskiptajöfnuði, eða urn
5.500 til 5.800 m.kr.”, segir val-
kostanefndin orðrétt i skýrslunni
um horfurnar á komandi ári. Til
þess að mæta þessum griðarlega
viðskiptahalla yrðu Islendingar
að öllu óbreytlu að taka ný erlend
eyðslulán, sem næmu hvorki
meira né minna, en 2.600 m.kr.
Myndi þetta verða til þess, að
gjaldeyrisstaðan rýrnaði á árinu
um yfir 3.000 m.kr., — en það
merkir, að þvi sem næst allur
gjaldeyrisvarasjóðurinn yrði
uppélinn.
Þá er óleyst fjáröflun á sviði
opinberra framkvæmda og fjár-
festingarlána, sem nemur frá
2.300 til yfir 3.000 m.kr. og miðað
við áframhald á niðurgreiðslu-
ráðstöfunum skortir rikissjóð
l. 000 m.kr. lil að ná endum sam-
an.
Ástand rikissjóðs, fjárfest-
ingarsjóða og þjóðarbúsins alls e r
þvi sizt belra en ásigkomulag al-
vinnuveganna. Hvoru tveggja
stefnir i beint gjaldþrot. Eins og
sjá má af þessu er sá 1.000 til 1.500
m. kr. fjárhagsvandi, sem Lúðvik
Jósepsson og hinar aðskiljanlegu
málpipur hans hafa ávallt verið
að tala um ekki til neins nema a.ð
brosa að, — þvi miður. Þvi er
verr, að vandinn er margfalt
stærri. Það er allt i kalda koli
þrátt fyrir nær einmuna hagstæð-
ar ytri aðstæður og að sögn val-
kostanefndar gildir einu máli,
hvaða leið er valin. Stærð vand-
ans sé svo mikil, að óhugsandi sé
að ná árangri nema með þvi móti
að rifta nýlega gerðum kjara-
Kramhald á bls. 4
ALVARLEGAR BLIKUR
f EFNAHA6SMÁLUM
Trúnaðarmannaráð Alþýðuflokksfélags
Reykjavikur er minnt á fundinn nú i kvöld. Til
fundarins hefur verið boðað með bréfi.
Umræðuefni: Alvarlegar blikur á lofti i efna-
hagsmálunum.
Frummælandi: Gylfi Þ. Gislason, form.
Alþýðuflokksins
Trúnaðarmenn. Mætið vel og stundvislega
STJÓRNIN
Fimmtudagur 14. desember 1972
o