Alþýðublaðið - 14.12.1972, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 14.12.1972, Blaðsíða 16
(ÓPAVOGS APÓTEK Ipið öll kvöld til kl. 7 .augardaga til kl. 2 iunnudaga milTi kl. 1 og 3 S6MMBIL ASTÖOtN Hf EKKI ANNAÐ EINS FANNFERGI í EIN FJÖRUTÍU AR ÞEIR ÞOLA BÆDI SflRT OG SÆn A SUÐUREYRI Náttúran gerir bæði að leika við þá Súgfirðinga og vera þeim andsnúin um þessar mundir. Gamlir menn á Suöureyri muna ekki eftir öðru eins fannkyngi siðan árið 1930, en á hinn bóginn muna menn ekki heldur eftir öðrum eins fiskafla, miklum og góðum, siðan árið 1960. ,,Það er búið að vera kol- vitlaust veður i sex vikur”, sagði Gunnar Pálsson, sveitar- stjóri á Suðureyri, i viðtali við Alþýðublaðið i gær, „götur allar ófærar og mörg hús hefur fennt i kaf”. Eini billinn, sem fær fyr- irgreiðslu til þess að komast um götur þorpsins, er oliubillinn, en reynt er að hreinsa fyrir hann svo unnt sé að sjá fólki fyrir oliu til kyndingar. Brotizt er á snjóbil yfir heið- ina til Isafjarðar i veg fyrir áætlunarflugvélina, og póstur fluttur um leið, en i öðrum til- gangi er samgöngum á landi ekki haldið uppi, nema i sam- bandi við læknaþjónustu. Lækn- ir er sóttur á tsafjörð á þriðju- dögum og honum skilað aftur á miðvikudögum, og fá Súgfirð- ingar þvi læknisþjónustu aöeins einn sólarhring i viku. Ekki vildi Gunnar vanþakka það öryggi, sem þó felst i þvi að hafa snjó- bilinn til taks i neyðartilfellum, en við venjulegar aðstæður er hann um tvo tima til tsafjarðar. Gæftir hafa verið stirðar þenn an mánuð, öllu verri en i siðasta mánuði, en þegar hefur gefið á sjó hafa bátarnir komið með mikið af fallegum og góðum fiski. Fyrir utan gæftaleysið hrjáir helzt vinnuaflsskortur nýja frystihúsið Fiskiðjunnar Freyju, sem var tekið i notkun siðari hluta siðasta sumars. Mest vantar stúlkur til vinnu við pökkun. Sú samgönguleið, sem helzt er að treysta á þessum árstima, er sjórinn, en heldur finnst Súg- firðingum skipsferðir stopular. 'Þegar þessi mynd var tekin við höfnina á Súgandafiröi skein septembersólin glatt. Öðruvisi er um að iitast þarna nú. beim finnst þjónusta Rikisskips litið hafa batnað við tilkomu nýju strandferðaskipanna, en þau koma ekki nema á hálfs mánaðar til þriggja vikna fresti. Skortur verður þvi alltaf á ýmsum vörum öðru hvoru, helzt matvörum eins og kartöfl- um, og einnig þungavöru til at- vinnurekstrar á staðnum. Sum- ar vörutegundir, eins og egg sjást aldrei á Suðureyri, sagði Framhald á bls. 10 SKELFISKVEIÐITILLðGURNAR FENGU GRÆNT LJðS A GRUNDARFJARÐARFUNDINUM „Tillögur okkar fengu mjög já- kvæðar undirtektir á fundinum i Grundarfirði, og taka þær þvi gildi óbreyttar”, sagði Þórður Asgeirsson skrifstofustjóri sjávarútvegsráðuneytisins, er blaðið haföi tal af honum i gær. Jón var þá nýkominn að vestan, en kvöldið áður hafði hann kynnt útgerðarmönnum við Breiðafjörð tillögur ráðuneytisins um tilhög- un skelfiskveiða i Breiðafirði. A baksiðu Alþýðublaðsins i gær var skýrt stuttlega frá tillögun- um, en þær eru i grófum dráttum þessar. Veiðarnar eiga að hefjast 2. janúar 1973. Þær standa yfir i 5—6 vikur, og leyfilegt er ab veiða 1500 tonn af hörpudiski. Veiðileyfi verða veitt 15 bátum i senn, og að- eins heimabátum. Aflann skal vinna i verstöðvum við Breiða- fjörð og veiðileyfi verða bundin ákveðnum svæðum i Breiðafirði. A morgun mun birtast i blaðinu auglýsing frá ráðuneytinu um þessar veiðar. ,,Þjóðverjar skilja „Ekki aðeins Englendingar skilja sjónarmið yðar, heldur gera það lika margir Þjóðverj- ar”, segir i bréfi, sem utanrikis- ráðuneytinu barst frá þýzkum manni fyrir skemmstu. Bréfið, sem endar á þessum orðum: „Gefizt ekki upp, íslend- ingar”, fer hér á eftir i islenzkri þýðingu: Ég var mjög hrifinn af bréfinu, sem birtist i islenzku blaði, frá enska togarasjómanninum Richard Majer. Ég taldi það skyldu mina, að segja yður, að ekki aðeins Englendingar skilja sjónarmið yðar, heldur gera það lika margir Þjóðverjar. Ég hefi ekki gert neina almenna skoðana- könnun, en ég er sannfærður um, ykkor" að mér skjátlast ekki i þvi efni. Ég skil ekki stefnu rikisstjórna Breta og Þjóðverja. Þær loka augunum fyrir 50 milna mörkun- um og virða þau ekki. Þeim virð- ist fyrirmunað að sjá þýðingu fiskveiða og fiskiðnaðar fyrir lifs- hagsmuni Islendinga. Fyrir Bret- um og Þjóðverjum vakir aðeins Framhald á bis. 10 UTGERÐARMAÐUR GERIR FAST Skuttogarinn ögri kom til hafnar i Reykjavík i gær. ögri er systurskip Vigra, og smiðað- ur i Póllandi. Eigandi er ögur- vík hf. Það óhapp vildi til þegar skip- ið hafði lagst að bryggju i gær, að það tók mikinn kipp og sigldi á togarann Úranus, sem lá rétt hjá. Skemmdir urðu litlar sem engar á skipunum. Að sögn Gisla liermannsson- ar hjá Ögurvik hf„ virðist svo sem kúpiast hafi skyndilega á vélina þegar verið var að skipta stjórnun hennar ofan úr brú og niður i vélarrúm, en vélinni er stjórnað úr brú þegar siglt er inn til hafnar. ögri er 726 lcstir samkvæmt nýju mælingunni, en rúmlega 1000 lestir samkvæmt þeirri gömlu. Skipstjóri er Brynjólfur Halldórsson. A myndinni er Sverrir Her- mannsson, einn eigenda hins nýja togara, að taka við land- festum ögra — i annað sinn. Olíugeymar alls staðar ,ólöglegir’ Þúsundir oliugeyma, eða rétt- ara sagt nær allir oliugeymar á landinu, eru ólöglegir að frágangi samkvæmt nýju ákvæði i heil- brigðisreglugerðjnni, og að öllum likindum eiga oliufélögin mikil verkefni fyrir höndum i framtið- inni vegna þessa ákvæðis. 1 hinni nýju reglugerð segir m.a., að umhverfis alla tanka á oliuafgreiðslustöðum skuli vera steypt ker og minni tankar við hús skuli vera ofanjarðar. Reglugerð þessi er til orðin vegna þess, að venjulegir oliu- tankar tærast, og eftir 20 ár má búast við að þeir fari að leka, með þeim afleiðingum, að olian fari út i jarðveginn og berist út i læki og ár, eða vatnsból. Af þessu tilefni hafði blaðið tal af Baldri Johnsen yfirlækni og sagði hann a8 til stæði að koma þessum breytingum i fram- kvæmd. Hann tók fram, að oliufé- lögin fengiu drjúean tima til endurbótanna, þvi fyrst um sinn yrði aðeins um það séð, að reglu- gerðin yrði i heiðri höfð við bygg- ingu nýrra oliuafgreiðslustöðva og staðsetningu nýrra tanka við heimahús. Ef til vill yrðu félögin þó látin grafa upp ■ einhverja tanka á næstu árum og ganga bet- ur frá þeim, en það færi eftir að- stæðum, svo sem ef tankarnir væru nálægt vatnsbólum — NORÐMENN SMÍÐA 285,000 T OLÍUSKIP Fyrir skemmstu hleyptu Norð menn 285 þúsund tonna oliu- flutningaskipi af stokkunum, en það er lang stærsta skipið, sem smiðað hefur verið þar i landi. Ekki hyggjast Norðmenn þó láta þarna staðar numið, þvi þetta er fyrsta skiptið af 14 jafn stórum, sem pöntuð hafa verið hjá A/S Stord Verft skipasmiða- verksmiðjunum i Noregi. Siðustu skipin af þessari rað- smiði kunna jafnvel að verða stækkuð i 350 þúsund tonn. öll nema eitt eru i smiðum fyrir Norðmenn. Skipasmiðastöðin getur á næst- unni framleitt allt að 800 þúsund tonna skip! Skipið, sem hleypt var af stokk- unum um daginn, er 348 metra langt og 52 metra breitt. Það var smiðað i tveim hlutum og helm- ingarnir siðan soðnir saman. JiSBÖIiii -h ■ I Kk.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.