Alþýðublaðið - 22.12.1972, Side 4

Alþýðublaðið - 22.12.1972, Side 4
HvaÖ kosta reykingar auk heilsutjóns Ef þú leggur andvirði eins , sígarettupakka á dag inn i bankabók, þá átt þú næga v peninga fyrir ferð til útlanda, eftir eitt ár, eða nýjum bíl eftir 10 ár. Ver ka ma n naf élagið Dagsbrún óskar öllum félögum sínum og öðrum velunnurum GLEÐILEGRA JÓLA Óskum félagskonum okkar, svo og laudsmönnum öllum GLEÐILEGRA JÓLA og l'arsæls komandi árs VEKKAKVENNAFÉLAGIÐ FRAMSÓKN óskar viðskiptavinum sinum, svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þakkar góð viðskipti og ónægjulegt samstarf ó liðnum órum SVIKVIÐ NÁMS MENN bvi er ekki að leyna , að á fyrstu vikum núverandi stjórnar- samstarfs voru talsverðar vonir bundnar við nýja menntamála- ráðherrann. Það vakti þó óskipta athygli, að i málefnasamningi stjórnarinnar var varla minnzt á menntamál — og það eftir öll fúk- yrðin og stóryrðin um „öng- þveitið” i menntamálum viöreisnarstjórnarinnar — þvert ofan i allar staðreyndir: mikla grósku og mjög auknar fjár- veitingar. Nú, þegar eitt og hálft ár er liðið frá stjórnarmyndun, þá virðist rikisstjórnin þó ætla að standa við eitt atriði málefna- samningsins: aðgerðarleysi i menntamálum. Þó var þessum menntamálaráðherra aöeins fengin Uagstofan til meðferðar auk menntamálanna, til að hann gæti helgað sig þeim óskiptur og haldið i horfinu. En það hefur honum einmitt mistekizt: að halda i horfinu. Hann hefur með aðgerðarleysi sinu ekki aðeins stöðvað þá fram- þróun skólakerfisins, sem hófst i tið fyrrverandi stjórnar, heldur er um beinan samdrátt að ræða á öðrum sviðum. Og vikur nú sög- unni þangað. F'yrrverandi menntamálaráð- herra lýsti yfir á Alþingi þeirri stefnu sinni og viðreisnar- stjórnarinnar, að 100% umfram- fjárþarfar yrðu veitt i námslaun árið 1973—74. Það var einnig stefna námsmannahreyfingar- innar, og aukin námslán frá ári til árs báru þessari stefnu gleggst vitni. Þáverandi stjórnar- andstæðingar (nema Björn á Löngumýri , sem er nátturlega últ rakonservatif) voru þá háværir og fannstekki nóg að gert. Þeir buðu hærra. Og unnu i kosningunum. Nú hafa þeir haft hálft annað ár til að bæta um betur. Og viti menn: beir hafa svikið. Og ekki bara svikið, heldur blasir við stöðnun, ef ekki hreinn og beinn niðurskurður námslána. Ráðherrarnir hafa þannig ger- samlega brugðizt þvi trausti, sem fjölmargir námsmenn báru til þeirra. beir vita vel, að mikill hluti námsmanna studdi suma þeirra til valda i trausti þess, að þeir hlytu að standa við orð sin — og það voru stór orð. Nú er hins vegar endanlega aö renna upp fyrir námsmönnum og öðrum, hver er hugur ráðherranna til lánamála stúdenta. Ráðherrarnir eru berir ómerkingar orða sinna. — rétt einu sinni. Þaö var ekki á vammir þeirra bætandi. begar fáeinir ógæfumenn i Stokkhólmi gripu til þess um árið að beita ofbeldi við sendiráð Islands þar og báru við sulti, þá stóð ekki á Magnúsi Kjartanssyni að vera þar til slaðar, auðvitað af einskærri tilviljun. Og þá stóð ekki á þeim manni og Þórarni bórarinssyni að flytja grát- klökkar samúðartillögur um aukin námslán handa sveltandi lýðnum. En þá var sókn við- reisnarstjórnarinnar þegar hafin og næsta skref stigið ekki löngu siðar i átt að 100 % lánum, allt samkvæmt áætlun. En nú situr þessi maður, Magnús Kjartansson, i rikisstjórn, sem hefur yfirgefið stefnu viðreisnar um 100% lán 1974, og ekki bara það: hann situr i rikisstjórn, sem hefur hætt aukningu námslána og virðist jafnvel ætla að skera þau niður. bað var þá eftir allt bara mátu- legt á Sviþjóðarkappana að svelta! Að ekki sé minnzl á hina, sem létu sér nægja að herða ólina, enda var Magnúsi aldrei jafn- umhugað um þá. Nei, það er að renna upp fyrir stúdentum, hvers stuðnings þeir eiga að vænta af Magnúsi Kjartanssyni. Og ofan á allt annað fellir hann svo gengið til að torvelda námsmönnum (sem öðr- um ) tilveruna enn meir — og elur þar með visvitandi á hvers kyns glæpahneigð i þokkabót; Framhald á 16. siðu. o Föstudagur 22. desember 1972

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.