Alþýðublaðið - 22.12.1972, Page 5

Alþýðublaðið - 22.12.1972, Page 5
alþydu £ aöið Alþýöublaösútgáfan h.f. Ritstjóri Sig- hvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri Bjarni Sigtryggsson. Aösetur ritstjórn- ar Hverfisgötu 8-10. — Sími 86666. Blaöaprent h.fv. „Halldór sér fyrir þvi 77 Um það leyti, sem þetta fer á þrykk, mun að öllum likindum vera lokið afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1973. Sú afgreiðsla er með algerum eindæmum i þingsögunni. í þeim efnum var langt gengið i fyrra en nú kastar fyrst tólfunum. Eftir margra vikna algert stanz i meðförum fjárveitinganefndar á fjárlagafrumvarpi rikis- stjórnarinnar var nú fyrir nokkrum dögum ráð- ist i að kasta saman einhverjum tillögum um nokkra útgjaldaliði svo unnt væri að þröngva einhverjum málamyndatilbúningi i gegn um aðra umræðu. Þegar þetta var gert hafði ekki einu sinni sjálfur formaður fjárveitinganefndar minnstu hugmynd um sjálfan annan meginlið fjárlagadæmisins, — tekjuhliðina. Er sagt, að hann hafi i vandræðum sinum yppt öxlum og sagt: „Halldór sér fyrir þvi”. Og Halldór sá fyrir þvi með þeim eftirminni- lega hætti, sem rikisstjórnin er farin að tiðka á allri afgreiðslu mála. Þar sem hún var ekki til- búin með tekjuöflunarráðstafanir þær sem þarf til viðbótar þvi, sem fram var tekið i fyrstu gerð frumv., þá greip Halldór einhverjar tölur út úr loftinu og tróð þeim i götin á frumvarpinu þannig að einhvern veginn félli saman. Allir, meira að segja fjárveitinganefndarformaður- inn, voru jafn nær eftir sem áður þvi engar þær aðgerðir höfðu verið sýndar, sem þessar tölur áttu að standa fyrir. Þær eiga ekki að koma fram, fyrr en einhvern tima eftir áramót, — nokkrum vikum eftir að fjárlagafrumvarpið hefur verið afgreitt sem lög frá Alþingi. Og það er ekki nóg með, að allt sé botnlaust og vitlaust hvað tekjuöfluninni liður. Sama máli gegnir um útgjöldin. Allir vita, að væntanlegar efnahagsráðstafan- ir rikisstjórnarinnar hljóta að kosta mikið fé. Enginn veit hve mikið vegna þess, að umræddar ráðstafanir eru ekki tilbúnar. Samt sem áður hefur rikisstjórnin látið afgreiða lög um tekjur og útgjöld rikisins. Lög sem eru ómerkt um leið og þau eru gerð,þvi við þriðju umræðu fjárlag- anna létrikisstjórnintroða þvi ákvæði inn i lögin að Alþingi heimilaði henni, að skera óbundna út- gjaldaliði niður eftir þörfum um allt að 15% ef henni þurfa þætti. Alþingi er sem sagt að setja lög, sem þingið lýsir yfir um leið og afgreidd eru, að séu i rauninni ómark. Og hér er um að ræða eitt meginverkefni hvers þings, — sjálf lögin um tekjur og útgjöld islenzka rikisins. Lagalega hefur meirihluti stjórnarflokkanna á Alþingi e.t.v. heimild til slikrar og þvilikrar afgreiðslu. Má vera að næsta skrefið — taki rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar þá á annað borð nokkurt skref til viðbótar — verði að afgreiða fjárlög ekki aðeins með heimild til rikis- stjórnarinnar um að afgreiða útgjöldin eftirá eins og henni bezt likar, heldur tekjuöflunina einnig og lagaprófessorinn, sem á að heita höfuð stjórnarinnar, geti einnig fundið sliku framferði stoð i lögum. En þótt svo kunni að vera, að með vandlegri leit megi finna slikum starfsaðferðum stoð i lögum þá eru þær siðferðilega rangar og lýsa fádæma ábyrgðarleysi og einstöku virð ingarleysi fyrir eðlilegum þingræðislegum leik- reglum. Kommúnistar hafa þráfaldlega sýnt, að þeir virða Alþingis einskis. Frjálslyndir hafa sýnt, að þeir vilja af sem fæstum málum hafa af- skipti. Framsóknarmenn hafa sýnt, að þeim er alveg sama hvernig allt veltur og snýst, —bara ef þeir fá að sitja. Hvað er þá að undrast þótt rikisstjórnin sé einstök i sinni röð? ISLAND KOSIÐ I STJORN UMHVERFISSTOFNUNAR S.Þ. BAKSVID ATBURDANNA New York, að kvöldi hins 14. desember 1972. Kæri Sighvatur Það er létt á okkur brúnin nú, fulltrúum lslands á Allsherjar- þinginu, þrátt fyrir uggvænlegar gengislækkunarfréttir að heiman. í kvöld var Island kosið i stjórn Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna og er það fyrsta sinni sem landið fær sæti i stjórn stofn- unar á vegum Sameinuðu þjóð- anna. Eins og ég sagði þér i bréf- inu um daginn hefur þetta tals- verða þýðingu fyrir okkur, þvi að bæði er okkur mikið i mun að tek- iðsé fullt tillit tilfisksinsi sjónum og möguleika hans til vaxtar og lifs, þegar umhverfismálin eru til umræðu —■ það verður sjálfsagt eitt okkar helzta áhuga- og bar- áttumál i stjórn Umhverfisstofn- unarinnar — og eins munum við vafalaust i mjög vaxandi mæli leitast við að vinna útfærslu fisk- veiðimarkanna (nú og siðar) skilning og fylgi meðal annarra þjóða i ljósi og með visan til um- hverfisverndunar. Þegar kosið var i stjórnina i kvöld var það gert eftir ákveðnu mynztri, þannig, að hver þjóðar- hópur kaus ákveðinn fjölda full- trúa. Við kusum að sjálfsögðu i hópi með Vestur-Evrópuþjóðun- um og nokkrum öðrum (Kanada, Ástraliu, Bandarikjunum o.fl.), sem kalla má einu nafni Vestur- lönd. Siðan kusu til dæmis kommalöndin sér, Afrikurikin sér og þannig koll af kolli. Áður en kosningin fór fram höfðu þessir hópar reynt að ná samkomulagi innbyrðis, hver um sig, um það hverjir skyldu vera fulltrúar hans i stjórn stofnunarinnar. Undir lokin kom i ljós, að i engum hópn- um hafði náðst samkomulag um þetta og þvi ljóst, að kosning hlaut að fara fram á þinginu sjálfu. Undantekning hér frá voru þó Vesturlönd, eftir mikið japl og jaml og fuður hafði tekizt sam- komulag. Samkvæmt þvi áttu tvö norræn riki að vera i stjórninni, það er Sviþjóð og tsland. Finnar höfðu einnig sótt það mjög fast að fá sæti i sjórninni, en gáfu að lok- um eftir fyrir íslandi og svo mik- ils virði var sú ákvörðun talin, að hún mun hafa komið frá æðstu stöðum þar i landi. Norðmenn og Danir beygðu sig einnig fyrir þeirri ósk íslendinga, að þeir fengju nú fyrsta sinni sæti i stjórn alþjóðastofnunar á vegum SÞ, enda höfum við ætið áður veitt þessum frændþjóðum okkar at- fylgi til skiptis þegar þær hafa verið að sækjast eftir þvi að kom- ast i stjórnir slikra stofnana sem þessarar. Nú er skemmst frá þvi að segja, að þótt svona hafi verið komið og við landar hér verið mjög ánægðir með þann árangur, sem náðst hafði, „sprakk” sam- komulagið i dag, nokkru áður en kosningin átti að fara fram. Malta og trland kváðust á siðustu stundu ekki geta unað þvi og þeir myndu þvi bjóða sig fram i almennri kosningu. Fannst manni þá óneitanlega sem mögu- leikar tslands yrðu minni, þvi að slikt dvergriki sem okkar hefur vitaskuld mjög takmörkuð itök á alþjóðavettvangi, og möguleikar þess i almennri kosningu eftir þvi takmarkaðir. En svo fóru þó leik- ar, að tsland komst að. Við feng- um 102 atkvæði en Spánn fékk lægstu atkvæðatölu þeirra, er að komust eða 97 atkvæði. Við hefðum þvi fallið út hefðum við fengið 6 atkvæðum minna. Til samanburðar má benda á, að Svi- þjóð fékk I25atkvæði, Bandarikin 109 atkvæði, Bretland 111 at- kvæði, Perú 130 atkvæði, Chile 129 atkvæði og Mexikó 128 atkvæði. Hins vegar fékk Malta aðeins 55 atkvæði og trland 89 atkvæði. Mér finnst þvi, að við getum tæpast verið óánægðir með þessa kosningu. Þegar atkvæði höfðu verið talin var ákveðið, að stjórn- in skyldi endurnýjast þannig, að þriðjungur hennar gengi út á ári hverju og yrði þá nýr þriðjungur kjörinn i hans stað á Allsherjar- þinginu. Itrustu vonir okkar landa gengu að sjálfsögðu út á að tsland fengi þriggja ára sæti, en fengjum við tveggja ára sæti töldum við að sjálfsögðu sem allvel mætti við una. Og svo vel tókst til, að i hlut- kestinu á þingfundinum var okk- ur dregið tveggja ára sæti. Kem- ur Island þvi til með að sitja i stjórninni lram til 1. janúar 1975. 1 lok þingfundarins var Maurice nokkur Strong, Kanadamaður, er til þess hefur verið framkvæmda- stjóri umhverfismála hjá Sam- einuðu þjóðunum og stjórnaði m.a. hinni afar velheppnuðu ráð- stefnu um umhverfismál i Stokk- hólmi siðastliðiö sumar — kjörinn forstjóri hinnar nýju stofnunar. Mun hún eiga aðsetur i Nairobi i Kenya, en það mun hafa verið svo mjög á móti skapi Strongþessa að hann sagði af sér starfi sem framkvæmdastjóri umhverfis- mála fáum dögum eftir að tekin hafði verið ákvörðun um stað- setningu stofnunarinnar i Kenya. Hins vegar tók hann þá afsögn aftur daginn eftir. Mun hann njóta mikils trausts manna hér i þetta nýja starf, sem er i rauninni framhald af þvi starfi er hann hefur gegnt til þessa við svo ágæt- an orðstir. Auðvitað er engin leið að átta sig á þvi hvernig atkvæðatala ts- lands er fengin, enda ætið fánýtt að leita uppi „svikara” að lokinni kosningu. Þvi er þó ekki að neita, að ef til vill hefur Island aðeins notið stuðnings Norðurlandanna og trlands i kosningunnlen aðrar Evrópuþjóðir látið okkur lönd og leið. En hvaðan fengum við þá viðbótarfylgið? Það er mikilvæg spurning og svarið við henni mun eindregið á þá leið, að þróunar- löndin, einkum i Afriku, en einnig að nokkru i Asiu og Suður- og Mið- Ameriku, hafa veitt okkur stuðn- ing sinn. Island hefur á þessu ári og hinu siðasta lagt lag sitt við þróunarlöndin i miklu rikara mæli en áður, leitað eftir vinsemd þeirra og skilningi og veitt þeim stuðning, er þau hafa siðan endurgoldið. Siðasta dæmi þess gerðist hér fyrir nokkru, þegar Island tók sig út úr hópi Vestur- Evrópuþjóða og greiddi atkvæði með staðsetningu Umhverfis- stofnunar Sameinuðu þjóðanna i Nairobi. Nú er enginn vafi talinn á þvi, að sú ákvörðun hefur hjálp- að okkur i kosningunni til stjórnar stofnunarinnar. Þú veizt, að ég hef um margra ára skeið verið mikill áhuga- maður um málefni þróunarland- anna og þvi finnst mér ánægju- legt að sjá þá samstöðu, sem myndazt hefur með okkur og þeim og getur orðið okkur, i öllu falli, til mikils gagns á ókomnum timum, verði sú samstaða vel rækt. Góði Sighvatur. Þetta verður nú ekki öllu lengra. Maður biður eftirvænt- ingarfullur eftir mánudeginum. Þá fer fram atkvæðagreiðsla i Allsherjarþinginu um „auðlinda- tillöguna”, sem við erum upp- hafsmenn að og flytjum ásamt Perú og fleiri löndum. Eins og ég hef áður sagt þér hefur fasta- nelndin hér lagt afar mikla vinnu i þetta mál, sem er okkur mikil- vægt, þvi að verði tillagan sam- þykkt er það fyrsta sinni sem Sameinuðu þjóðirnar lýsa þvi yfir, að fiskurinn i sjónum við strendur rikja skuli teljast til auðlinda þeirra ásamt þeim, sem i og undir botninum kunna að finnast. Samþykktin hefur þvi m.a. grundvallarþýðingu vegna hafréttarráðstefnunnar, sem á að fara fram i Chile 1974 og 1975 og vegna starfa Alþjóðadómstólsins i Haag á næstu árum. Svo virðisf sem stuðningsþjóðum tillögunnar fjölgi stöðugt og er það ekki ein- ber tilviljun, aðalmenn okkar hér eru sannarlega ötulir i störfum sinum. Kær kveðja, Sigurður E. Guðmundsson. Kaupfélag Skagfirðinga sendir félagsmönnum sinum starfsfólki, svo og öðrum viðskiptavinum, beztu óskir um gleðirík jól og farsæld á komandi ári. Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki, Hofsósi og Varmahlið FRÁ SIGURÐI Föstudagur 22. desember 1972 0

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.