Alþýðublaðið - 22.12.1972, Blaðsíða 20
alþýðul
aðið
FISKIRIIO
ER SVONA
KOPAVOGS APÚTEK
Opið öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 2
Sunnudaga milii kl. 1 og 3
SeWDfBiL ASTOfMN Hf
OG SVONA
EN MENN
HRESSIR
„Slæmar gæftir og litið
fiskiri” er viðkvæðið hjá fólki á
Austfjörðum um þessar mundir,
og þar heíur sumsstaðar næsta
litiil fiskafli borizt á land það
sem af er vetri. Þó hafa Rsk-
firðingar glaðzt yfir sjaldséðum
gesti undanfarið, nefnilegasild.
Eskifjarðarbátar hafa stundað
Norðursjóinn i haust, og fyrir
skemmstu kom Sæbergið með
87 tunnur sildar, sem þegar
voru saltaðar, og þarmeö hefur
veriö saltað i 1200 tunnur af
Norðursjávarsild þar i plássinu.
Á Fáskrúðsfirði glöddust
menn lika yfir góðum afla um
miðjan mánuðinn, en Hilinir
SU K()M 11. desember eftir
rUmlega tveggja mánaða dvöl á
Norðursjónum, en það var ekki
landað sild, heldur átta miljón-
um i beinhörðum peningum —
og af þvi var hásetahluturinn
145 þUsund krðnur. Veiðarnar
gengu reyndar ekkert sér-
staklegavel, tiðin var heldur
stirð á Norðursjónum eins og á
heimamiðum. f nóvember og
desember lá báturinn löngum i
vari við Shetlandseyjar eða
Leirvik fyrir vestanáttinni, sem
er oft rtiðrik á þessum slóöum
á vetrum.
En FáskrUðsfirðingar hafa
um ýmislegt annað að hugsa en
fisk, og þar er margt annað að
gera en vinna i frystihUsinu.
Sveinn Eiðsson sagði i viðtali
við blaðið fyrir skömmu, að
verið væri að reisa nýtt sim-
stöðvarhUs, og þessa dagana
væri verið að taka i notkun ráð-
hUs, þar sem einnig verður til
hUsa slökkvistöð. Einnig sagði
hann, að nýlega hefði verið lokið
við að reisa rörasteypu, sem
tæki til starfa eftir áramót. Þá
var lokið við að steypa nýtt
barna- og unglingaskólahUs i
haust, en það á að taka við af
skólahUsi, sem var reist árið
1928. Þeir höfðu fyrir leikfimi-
hUs og sundlaug, og þar eru
Fáskrúðsfirðingar betur settir
Andvígir 50% álagi
á fasteignargjöldin
Eskifjarðarhátarnir gleymdu ekki heimaplSssinu. Slatti af síld
flaut með þeim heim úr Norðursjónum og ein og ein stúlka hefur
l'yrir hragðið komist i sfld.
en margir höfuðborgarbúar. —
Og i vor batnar ástandið von-
andi i Utgerðarmálum, en þá er
von á nýjum skuttogara frá
Japan.
Þótt Ólafur M. ólafsson Ut-
gerðarmaður á Seyðisfirði,
kvartaði yfir slæmum gæftum i
haust sagði hann, að ekki einn
dagur hefði fallið Ur i frystihús-
inu siðan 8. janUar, og næsta ár
Framhald á 7. siðu.
ESKIFJORÐUR
FASKRUÐSFJORÐUR
SEYÐISFJÖRÐUR
Minnihlutaflokkarnir i borgar-
stjórn Reykjavikur hafa sam-
eiginlega lagt fram tiilögu þess
efnis, að á árinu 1973 verði fast-
eignagjöld á ibUðarhUsnæði i
borginni ekki innheimt með 50%
álagi eins og gert var á yfirstand-
andi ári i samræmi við heimild i
lögum um tekjustofna sveitarfé-
laga.
Minnihlutaflokkarnir hafa
einnig lagt fram tillögu þess efn-
is, að Utsvör Reykvikinga verði á
næsta ári 10% af brUttótekjum
eins og gert er ráð fyrir í tekju-
stofnalögunum, og Utsvör verði
ekki innheimt með álagi, þannig
að þau nemi 11% af brUttótekjum
gjaldenda, eins og á þessu ári.
Þessar tillögur allra minni-
hlutaflpkkanna i borgarstjórn,
Alþýðuflokksins, Alþýðubanda-
lagsins, Framsóknarflokksins og
Samtaka frjálslyndra og vinstri
manna, voru á dagskrá á fundi
borgarstjórnarinnar i gærkvöldi.
Tillögurnar höfðu þó ekki hlotið
afgreiðslu, þegar blaðið fór i
prentun i gærkvöldi, en óliklegt
er, að þær hljóti náð fyrir augum
meirihluta Sjálfstæðisflokksins.
Bátur var
hætt
kominn
Vélbáturinn ófeigur II VE var
hætt kominn i óveðrinu á mið-
vikudaginn. Var báturinn
skammt frá Vestmannaeyjum, á
leið til hafnar, þegar ólag reið yfir
hann og lagðist hann á hliðina.
Tókst skipverjum með snarræði
að rétta bátinn við.
Ófeigur II er 88 lestir.
Margir bátar fóru frá Eyjum að
vitja um net sín á miðvikudaginn.
Framhald á 7. siðu.
Viðurkenning
á næsta leiti
Einar AgUstsson utanrikisráð-
herra hefir með simskeyti i dag
tilkynnt Otto Winzer utanrikis-
ráðherra þýzka alþýðulýðveldis-
ins að islenzka rikisstjórnin sé
reiðubúin að taka upp viðræður
um stjórnmálasamband milli Is-
lands og þýzka alþýðulýðveldis-
LOÐNAN ER DALITIÐ SEIN-
GENG í ÞETTA SKIPTIÐ
Flest bendir til þess að loðnu-
gangan verði nokkru seinna á
ferðinni nU en i fyrra. Gæti munað
allt að hálfum mánuði.
Hjálmar Vilhjálmsson fiski-
fræðíngur skýrði blaðinu frá
þessu I gær, en Hjálmar er ný-
kominn Ur veiði- og tilraunaleið-
angri með Eldborgu frá Hafnar-
firði.
Þegar Eldborgin hélt af stað
heim á leið af miðunum undan
Norður- og Austurlandi 17. des-
ember, benti ekkert til þess að
loðnugangan væri komin sunnar
en að Langanesi. Á sama tíma i
fyrra varð vart við loðnu undan
Berufirði.
Loðnan virðist þvi vera komin
töluvert styttra nU á göngu sinni
suður fyrir land, en á sama tlma i
fyrra. Á suðurströndinni kom
loðnan 18. janúar i fyrra, og
fyrsta sildin veiddist 21. janúar.
Að þessu sinni má þvi bUast við
henni töluvert seinna, kannski
hálfum mánuði.
„Það er ekki gott að segja
ákveðið um það, þvi þetta var
ekki eiginlegur leitarleiðangur,
en af þvi sem við ufðum varir við,
má draga þá ályktun að loðnan
Eldborgin komin úr
tilraunaleiöangri
verði nokkru seinna á ferðinni að
þessu sinni”, sagði Hjálmar Vil-
hjálmsson.
Segja má að leiðangur Eld-
borgar til loðnuveiða með flot-
vörpu undan Norðurlandi hafi að
mestu brugðist. Að sögn Hjálm-
Framhald á 7. siðu.
AFLINN JOKST A FYRRI ARSHELMINGI
Fyrri helming þessa árs jókst
fiskafli Islendinga um nærfellt 60
þúsund-lestum i 548 þUsund lestir.
Þessar tölur koma fram i nýílt-
komnum Hagtiðindum.
Munar hér mest um loðnuafl-
ann en hann jókst um 100 þUsund
lestir frá þvi I fyrra. Fór aflinn Ur
489 þUsund lestir. Minna veiddist
af öðrum fisktegundum, að karfa
og steinbit undanskildum. Þorsk-
aflinn minnkaði um 20 þUsund
lestir á sex fyrstu mánuðum árs-
ins 1972.
Siðastliðinn þriðjudag sam-
þykktu fulltrUar meirihlutans i
borgarráði að leggja til við
borgarstjórn, að notuð verði
heimild I lögum um innheimtu
50% álags á fasteignagjöld, gegn
atkvæðum fulltrUa minnihluta-
flokkanna.
Á sama fundi borgarráðs sam-
þykktu þrlr fulltrUar meirihluta
Sjálfstæðisflokksins gegn at-
kvæðum tveggja fulltrUa minni-
hlutans að leggja til við borgar-
stjórn, að borgarráði verði heim-
ilað að sækja um heimild félags-
málaráðherra, Hannibals Vald-
imarssonar, til hækkunar á Ut-
svörum um 10%.
Einnig samþykkti borgarráð á
þriðjudaginn, að á árinu 1973
skuli aðstöðugjöld i Reykjavik
vera 65% þess hundraðshluta,
sem lagður var á sem aðstöðu-
gjöld á árinu 1971.
DRUKKU
ÚTNÆR
50,000 Á
TVEIMUR
• •
DOGUM
Maður nokkur týndi veski
vestur i bæ á sunnudaginn, með
um 50 þUsund krónum i pening-
um, og tilkynnti hann það þegar
til lögreglunnar. Skilriki hans
voru öll i veskinu.
Þegar lögreglumenn voru svo
staddir á einum skemmti-
staðanna á þriðjudagskvöldið, i
leit að afbrotamanni, fUndu þeir
fyrrgreint veski, en þá var bUið
að hirða Ur þvi peningana.
Fóru lögreglumennirnir þá að
svipast um eftir hugsanlegum
misindismönnum, og leið ekki á
löngu þar til þeir sáu tvo menn,
sem þeir þekktu af ýmsu mis-
jöfnu.
Lögregiumennirnir handtóku
þá til öryggis, en þeir neituðu þó i
fyrstu öllum ásökunum. .
Það var ekki fyrr en lögreglu-
mennirnir fundu þrjU þUsund
krónur faldar i sokk annars
mannsins, að hann viðurkenndi
að þeir peningar værU Ur
umræddu veski, og hafði hann
falið þá þar af ótta við að lög-
reglumennirnir færu að leita á
honum.
Sagði hann, að hinn hefði fundið
veskið og gefið sér strax 10
þUsund krónur, en slðan hafi þeir
eytt öllum peningunum i
sameiningu i drykkju og svall svo
um munaði. Þeim hafði tekizt að
eyða um 50 þUsund krónum á
tveim sólarhringum.
Eftir framburð þessa manns,
játaði hinn loks að hafa fundið
veskið og staðfesti i öllu framburð
þess fyrrnefnda.
Litið sem ekkert var eftir af
peningunum, sem fyrr segir, og
eru mennirnir báðir eignalausir,
svo eigandi veskisins hefur enn
engar bætur fengið. —