Alþýðublaðið - 28.12.1972, Qupperneq 4
40 ára______________________3^
Þá mun Björn Th. Björnsson,
listfræðingur , flytja erindi með
skuggamyndum, Karl Einarsson
skemmtir með eftirhermum og
trióið Litið eitt syngur. Einnig
verður opnuð i Keflavik
málverkasýning á vegum Lista-
safns ASt.
Afmælisdansleikur félagsins
verður svo haldinn þann 29.
desember n.k. i félagsheimilinu
Stapa.
Fjársöfnun 3
Sem kunnugt er má greiða inn á
giróreikninga i öllum böinkum,
sparisjóðum og póstafgreiðslum
landsins.
Þvi fé sem Rauða krossi
Islands berst verður ráðstafað i
samráði við Alþjóöasamband
Rauða kross félaga og þvi fé sem
Hjálparstofnun kirkjunnar berst
verður ráðstafað i samráði við
Alkirkjuráðið i Genf.
Friðarhátíð 3
friðsamleg i Firöinum, árekstrar
fáir og smávægilegir og ölvun
litil.
Þjófar voru á kreiki á jóla-
nóttina iKeflavik, og brutust inn i
þrjá bila i eigu varnarliðsmanna
og stálu úr þeim verðmætum og
reyndu að kveikja i einum þeirra.
Þjófarnir eru enn ófundnir, en að
öðru leyti var jólahátiðin róleg i
Keflavik og einnig á Keflavikur-
flugvelli, að þvi er lögreglan þar
tjáði blaðinu
Svipaða sögu er að segja af
Akranesi, nema hvað nokkur
ölvun var þar i fyrrinótt, en engin
stórvandræði hlutust þó af.
ÚTBOÐ —
HOLRÆSAGERÐ
Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum i
gerð aðalholræsis i Norðurbæ.
Verkið innifelur: gröft, sprengingu, Iögn, fyllingu og frá-
gang I allt um 1130 lengdar metra.
Útboðsgögn verða afhent í skrifstofu bæjarverkfræðings,
Slrandgötu (>, gcgn 5000 kr. skilatryggingu. Fundur ásamt
vcttvangsgöngu með væntanlegum bjóðendum er áform-
aður fösludaginn 20. dcsember kl. 10. Tilboð verða opnuð f
skrifstofu hæjarverkfræðings mánudaginn 8. janúar 1873
kl. II, að viðstöddum bjóðendum.
Bæjarverkfræðingur.
Orðsending
til kaupgreiðenda frá Gjaldheimtunni í Reykjavík
Eftir álagningu opinberra gjalda i júli-
mánuði 1972, sendi Gjaldheimtan bréf til
allra kaupgreiðenda i Reykjavik, þar sem
m.a. var eftirfarandi málsgrein:
„Verði kaupgreiðandi valdur að þvi með
vanskilum á geymslufé, að gjaldandi fái
kröfu um dráttarvexti, verður kaupgreið-
andi gerður ábyrgur fyrir greiðslu þeirra,
auk þess sem bent er á, að slik vanskil
varða refsingu samkvæmt hegningarlög-
um.”
Þeir kaupgreiðendur, sem enn hafa ekki
gert full skil á gjöldum og dráttarvöxtum
vegna starfsmanna þurfa að gera það fyr-
ir áramót, ef þeir vilja firra sig ábyrgð
samkvæmt reglum sem að framan er lýst.
Reykjavik 27. des. 1972.
G.ÍALDIIEIMTUSTJÓRINN.
Orðsending
frá verkamannafélaginu Dagsbrún ogsjó-
mannafélagi Reykjavikur —
Jólatrésskemmtun fyrir börn félags-
manna verður haldin i Lindarbæ dagana
2., 3. og4. janúar og hefst kl. 3 e.h.
Sjómannafélagið 2. jan.
Dagsbrún 3. og 4. jan.
Aðgöngumiðar seldir á skrifstofum fé-
laganna frá og með 28. des.
NEFNDIRNAR.
framholdframholdfranihöld
Vanrskt 5
en hin fullmótaða fiskveiðistefna
liggur fyrir.
f greinargerð fiskveiðilaea-
nefndarinnar segir, að það hafi
torveldað störf nefndarinnar að
óvissa hafi rikt og riki um niður-
stöður samningaviðræðna við
Breta og Vestur-Þjóðverja.
Hefur nefndin virkilega fengið
fyrirmæli frá hæstvirtri rikis-
stjórn um að fara sér hægt vegna
þess að þær niðurstöður liggi ekki
endanlega fyrir?
Ef islenzkir sjómenn og útvegs-
menn og raunar þjóðin öll á að
biða eftir þvi, þá kann að verða
dráttur á, að nefndin ljúki störf-
um sinum eða skynsamleg nýting
á fiskistofnunum innan 50 milna
fiskveiðilandhelginnar komist i
framkvæmd, án þess aö ég vilji
vera með neinar hrakspár i þvi
efni. Að minnsta kosti virðist allt i
mestu óvissu um samninga i þvi
máli, eins og sakir standa.
Kannski það hafi verið ætlun
hæstvirtrar rikisstjórnar, þegar
ákveðið var um útfærslu fisk-
veiðilandhelginnar i 50 milur að
draga allt þetta mál á langinn þar
til út séð yrði um samninga við
Breta og Þjóðverja? Nei, ekki vil
ég trúa þvi að óreyndu. Þvi hafi
það verið fyrirætlun hæstvirtrar
rikisstjórnar, þá hefur hin is-
lenzka þjóð verið illa blekkt.
Islendingar vildu nefnilega
mega trúa þvi, þegar útfærslan
fór fram 1. sept. 1972, að gerðar
yrðu tafarlausar ráðstafanir til
að skipuleggja okkar eigin fisk-
veiðar innan fiskveiðilandhelg-
innar. Það er ekki nóg að skipa
Bretum og Þjóðverjum út fyrir 50
milurnar. Við verðum jafnframt
að fyrirbyggja eigin rányrkju og
segja henni strið á hendur. Saga
sildveiðanna á Islandi er okkur
viti til varnaðar. Skammsýn rán-
yrk justefna á að vikja. I þess stað
á að taka upp stefnu, sem hefur
hagkvæmni og skynsemi að
leiðarljósi i nýtingu fiskistofna
okkar.
Þessi þáttur i baráttunni fyrir
verndun fiskimiðanna og hagnýt-
ingu þeirra hefur verið vanræktur
af hæstvirtri rikisstjórn. Hún hef-
ur látið undir höfuð leggjast að
fylgja þessu fram. Enn munu
mánuðir liða þar til að fullnaðar-
tillögur koma fram á Alþingi
varðandi þetta mál. Það finnst
mér óafsakanlegt.
Það er ákaflega aðkallandi, að
hæstvirt rikisstjórn láti það ekki
dragast lengur, að gengið verði
röggsamlega tii verks i þessu
máli, þannig að tillögur liggi fyrir
um heildarmótun stefnunnar.
Úr þvi sem komið er vil ég fyrir
mitt leyti leggja áherzlu á, að
heildartillögur komi fram frá
hæstvirtri rikisstjórn hið allra
fyrsta, svo að unnt sé að gera sér
grein fyrir heildarmynd væntan-
legrar fiskveiðistefnu hæstvirtrar
rikisstjórnar.
Ég hefi þess vegna tekið þann
kostinn sem sjávarútvegs-
nefndarmaður að koma ekki fram
með viðbótar- eða breytingartil-
lögur við botnvörpulögin, eins og
sakir standa, þar sem ég er þeirr-
ar skoðunar að slikt greiði ekki
fyrir framgangi þess, að mótuð
verði samræmd heildarstefna i
þessum málum hið allra fyrsta.
En það er ákaflega brýnt við-
fangsefni, eins og ég hefi reynt að
sýna hér fram á.
Dvalarheimili 6
borgarinnar við aldrað fólk.
I tillögunni segir m.a., að enn sé
allt of litið gert af opinberri hálfu
öldruðu fólki i borginni til hags-
bóta. Fðlagsleg aðstoð og þar
með bætt starfsaðstaða þess sé
enn mjög ófullnægjandi, enda
þótt nokkuð hafi þokazt áfram
siðustu ár.
Þá er tekið fram i tillögu minni-
hlutaflokkanna, að borgin hafi
ekki i teljandi mæli mætt þeirri
knýjandi nauðsyn, sem er á
hjúkrunarheimilum fyrir sjúkt
og aldrað fólk.
Leggja minnihlutaflokkarnir
til, aö borgarstjórn samþykki:
1. Að undirbúin verði bygging
dvalarheimilis fyrir aldraða, sem
hafa fótavist.
2. Að komið verði á fót dagvist-
unarstofnun aldraðra, sem að
öðru leyti dvelja i heimahúsum.
3. Að ibúðarþörf aldraðra verði
könnuð i þeim tilgangi að fá úr
henni bætt hið fyrsta.
4. Að félagsleg aðstoð við
aldrað fólk verði aukin og aðstaða
þess til starfs við hæfi verði bætt.
Iþrottir 9
Martin Peters og Jimmy
Pearce gáfu Tottenham tveggja
marka forystu gegn West Ham,
en Brian „pop” Robson jafnaði
með tveim fallegum mörkum.
Rogson hefur ekki verið fyrr i
sliku formi sem nú, kannski
hans beztu dagar hjá Newcastle
jafnast á við formið nú.
Úlfarnir tóku Leicester létt á
heimavelli 2:0, og skoraði John
Richards fyrra mark liðsins.
I 2. deild hafa Burnley og
Queens Park Rangers bezta
stöðu, fyrrum góð staða Black-
pool hefur beðið skipbrot að
undanförnu. A botninum er
staða Brighton orðin harla von-
litil, og að óbreyttu fellur liðið
með pomp og pragt niður i 3.
deild, en þaðan kom það i vor.
Annar er staðan i 2. deild
þessi:
Joe Harper skoraði enn fyrir
Everton, en i siðari hálfleik
jafnaði Bob Latchford fyrir
Birmingham.
Burnley 23 12 10 1 38-21 34
Queens P R 23 11 9 3 42-28 31
Aston Villa 23 10 8 5 26-22 28
Oxford 24 11 5 8 31-23 27
Blackpool 24 10 7 7 37-29 27
Luton 23 10 7 6 31-25 27
Fulham 23 8 9 6 32-27 25
Sheffield W 25 9 7 9 40-37 25
Preston 24 9 7 8 24-27 25
Hull 24 8 8 8 35-30 24
Bristol C 24 8 8 8 29-30 24
Nottingh. 24 8 8 8 29-31 24
Middlesbrough 24 8 8 8 21-27 24
Carlisle 23 9 5 9 38-29 23
Swindon 24 6 10 8 32-35 22
Miilwall 24 8 5 11 30-29 21
Portsmouth 24 6 7 11 24-32 19
Huddersf. 22 5 9 8 20-27 19
Sunderland 21 5 8 8 26-32 18
Cardiff 22 7 4 11 27-25 18
Orient 24 5 8 11 21-31 18
Brighton 24 2 9 13 25-51 13
Um stöðuna i 3. og 4. deild i
Englandi varður ekki rætt að
sinni, kannski seinna ef tækifæri
gefst.
1 Skotlandi gerðu toppliðin
Celtic og Hibernian jafntefli 1:1,
og saxaðist þar aðeins á forskot
Celtic, sem er þó harla gott.
Haföi Hibernian lengi vel yfir
1:0, en Celtic tókst að jafna, og
slapp þar með skrekkinn.
— SS.
Víxill 1
sá sem nú hefur komið fram,
fyrir milligöngu lögmanns, geti
varpað einhverju Ijósi á það,
hvar hinir vixlarnir eru niður
komnir. Má vera, að trúnaðar-
samband lögmannsins við
umhjóðanda sinn, geti tafið
fyrir slikum ábendingum, ef
þeirra er þá á annað borð kostur
i þessu sambandi.
Ránsmaðurinn er réttilega
kominn undir lás og slá, og
verður ekki annað sagt, en að
liann hafi valdið talsverðum
öldugangi i annars nokkuð
rysjóttum sjó lögreglunnar að
undanförnu, i vægast sagt
ótimabæru „jólaleyfi”.
Nýr hjúkrunarskóli 12
sambandi við hinn nýja skóla.
Heilbrigðisráðuneytið undirbjó
á siðastliðnu vori að koma á nám-
skeiði, þar sem atvinnulausum
ljósmæðrum gafst kostur á að
ljúka hjúkrunarnámi á skemmri
tima en lög gerðu ráð fyrir. Stafar
það af hinum geigvænlega hjúkr-
unarskorti sem hrjáir allan rekst-
ur sjúkrahúsa.
A fundi með heilbrigðismála-
ráðherra fyrir jólin kom fram, að
námskeið það, sem komið var á
fyrir ljósmæður, væri fyrsti visir
inn að nýjum hjúkrunarskóla i
landinu. Stóð námskeiðið i sjö
vikur og voru þátttakendur 23
ljósmæður sem gengu undir
nokkurs konar undirbúningspróf
undir hinn nýja skóla.
Stefnt er að þvi að nemendur
verði 30 i skólanum en gert er ráð
fyrir að hann rúmi 90 nemendur
er hann verður að fullu kominn i
gagnið.
Hetjur
3
dæmi um það, hvað menn voru
áhugasamir um að inna þetta
sem fljótast og bezt af hendi má
nefna, að þegar plastbáturinn,
sem flutti forvirinn yfir ána, átti
um 50 metra eftir og komst hann
ekki lengra vegna straums,
gerðu þeir sér þá litið fyrir
tveir, annar i bátnum en hinn i
landi, og óðu út i ána og komu
strengnum þannig yfir”.
Eins og fyrr er getið er varla
hægt að segja, að þyrlurnar
hafi staðið sig eins vel og mann-
skapurinn. Fyrst var ákveðið að
senda þyrlu landhelgisgæzl-
unnar austur þann 22., en vegna
hriðar við Ingólfsfjall varð hún
að snúa viö — þótt ágætisveður
væri væði við Hvitá og i
Reykjavik. Svipað gerðist,
þegar sama þyrlan og þyrla frá
hernum á Keflavikurflugvelli
komust austur. Skömmu eftir að
þær voru komnar á loft og áttu
að hefja verkið urðu þær að
setjast á rassinn aftur vegna
hrim-þoku. Reyndar er fullyrt,
að þyrlur þessar eigi að geta at-
hafnað sig i allt að 10 vind-
stigum og svarta þoku. — En
samt sem áður er ekki óliklegt
að sumir, sem viðstaddir voru
þarna á Hvitárbökkum hafi
vonað með sjálfum sér, að næst
þegar á þeim þarf að halda við
að bjarga mannslifum verði sól-
skin og bliða.
Sprengjur 1
Haft er eftir heimildum i
Saigon, að þessar árásir, sem
taldar eru hinar mestu, sem N-
Vietnam hefur nokkru sinni orðið
fyrir, hafi lagt i rúst öll þau hern-
aðarmannvirki, sem byggð voru
upp á meðan hlé var á árásum
fyrir norðan 2. breiddarbauginn.
I Stokkhólmi hélt Olof Palme
forsætisráðherra fund með for-
mönnum stjórnarandstöðuflokk-
anna i gær, og ræddi möguleika á
sameiginlegum tillögum að
vopnahléi i Vietnam.
Á laugardaginn var fordæmdi
Palme sprengjuárásir Banda-
rikjamanna á Vietnam með mjög
hvössu orðalagi, og varð það til
þess, að bandariska utanrikis-
ráðuneytið sendi mótmæli til
sænska sendiherrans á sunnudag-
inn. Þá upplýsti utanrikisráðu-
neytið i Washington á þriðjudag-
inn, að sendifulltrúi Bandarikj-
anna i Stokkhólmi muni ekki snúa
þangað aftur að vetrarfrii sinu
loknu.
NIXONFRIÐURINN ENDANLEGA ÚR SÖGUNNI _____1
Maurice Schumann,
utanrikisráöhcrra
Frakka, átti i gær fund
in e ö s e n d i f u 111 r ú a
Bandarikjanna i Paris,
Jack Kubisch, og var
hér greinilega um að
ræða tilraun af hálfu
franska utanrikisráð-
herrans til að stuðla að
þvi, að friðarviðræðun-
um yrði haldið áfram.
Óstaðfestar fréttir frá
Paris herma, að fundur
utanrikisráðherrans og
bandariska sendifull-
trúans hafi verið hald-
inn að frumkvæði
Pompidou, forscta
Frakklands.
Schumann. utanrikis-
ráöherra Frakka, lýsti
þvi yfir fyrir viku siðan,
að Frakkar myndu gera
allt, sem i þeirra valdi
stæði, til að stuðla að
friðsamlegri lausn Viet-
namstriðsins.
Schumann átti einnig
fund með fulltrúa Norð-
ur-Vietnam í Paris á
þriðjudag.
o
Fimmtudagur 28. desember 1972