Alþýðublaðið - 28.12.1972, Qupperneq 12

Alþýðublaðið - 28.12.1972, Qupperneq 12
alþýðu n KTiTTil KOPAVOGS APOTEK Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga tll kl. 2 Sunnudaga milli kl. 1 og 3 ÆTLA AÐ SVIÐ- SETJA NEYDflR- ÁSTAND í VÍK 1 næsta mánuði ætla Al- mannavarnir að setja á svið neyðarástand vegna Kötlugoss i Vik i Mýrdal og nágrenni. Allir ibúar þorpsins „neðan bakka” verða þá látnir yfirgefa hús sin og fara i öruggt skjól efst i byggðinni og veginum yfir Mýrdalssand verður lokað fyrir allri umferð. Eins og kunnugt er , er Katla i Mýrdalsjökli stöðug ógnun byggðunum i grennd við jökul- inn og hefur hún i gegnum aldirnar grandað gróðursælum sveitum, þar sem nú er Mýrdalssandur, sundurgrafinn af kolmórauðum og ægilegum jökulvötnum. Katla gaus siðast árið 1918 , en hún er talin geta vaknað af svefni sinum fyrirvaralaust, og hafa Vestur-Skaftfellingar reyndar búizt við nýju gosi þá og þegar, allt siðan mikil jökul- hlaup urðu i Múlakvisl og Skálm á Mýrdalssandi sumarið 1955, en þá tók brýrnar af báðum þessum fljótum, og sveitirnar austan „Sands” komust úr vegasambandi. Þessi umbrot sumarið 1955 reyndustþó ekki vera undanfari nýs Kötlugoss. Katla gamla lét að þessu sinni nægja aö minna á tilvist sina. „Við erum búnir að tala viö þá fyrir austan um að efna til alls- herjar neyðaræfingar i Vik i janúarmánuði, en dagsetning hennar hefur ekki enn verið ákveðin”, sagði Guðjón Petersen hjá Almannavörnum rikisins i samtali við Alþýðu- blaðið i gær. Hann sagði að aðalmarkmiðið með þessari æfingu væri að reyna nýtt neyðarskipulags- kerfi, sem sett hefur verið upp þarna eystra með tilliti til hugsanlegs Kötlugoss, en kerfi þetta á að fara fyrirvaralaust i gang, ef Kötlugos er yfirvofandi eða það hefst skyndilega. „Meiningin er að gera þessa æfingu sem raunverulegasta”, sagði Guðjon, „og á fólk að yfir- gefa hús sin neðst i byggðinni, þegar væl neyðarkerfisins hefst, og hjálparsveitir fara þegar af stað m .a. til þess að fullvissa sig um, að öll hús neðst i þorpinu verði yfirgefin og hjálpa rúm- liggjandi fólki, sjúkum og öldruðum i öruggt skjóU’ Þá sagði Guðjón, að veginum yfir Mýrdalssand yrði lokað fyrir allri umferð, en komið hefur verið upp sérstökum öryggishliðum á sandinum, við Höföabrekku að vestanveröu og við Hrifunes i Skaftártungu að austanverðu. Veröi neyöarástand á svæðinu og simasambandslaust, verður boðum komið um lokun vegar- ins um neyðartalstöðvar á bæjum austan og vestan Mýrdalssands. Guðjón Petersen sagði i sam- talinu við blaðið i gær, að sér- fræðingur á vegum Sameinuðu þjóðanna hefði aðstoðað Almannavarnir rikisins við að koma upp allsherjarneyðarkerfi á nokkrum stöðum á landinu . Samkvæmt tillögum sér- fræðingsins hefði sliku kerfi verið komið upp fyrir Vik i Mýrdal, Isafjörð og Húsavik, en um þessar mundir væri unnið að gerð neyðarkerfis fyrir Akur- eyri. Þá er nú verið að skipuleggja sérstakt neyðarskipulag fyrir Reykjavikurflugvöll og Kefla- vikurflugvöll með tilliti tii hugsanlegra fiugslysa. 1 dag kemur fyrrnefndur sér- fræðingur i almannavörnum, sem starfar á vegum Sameinuðu þjóðanna, aftur hingað til lands. Verður hann hér á landi um mánaðartima og mun m.a. fara yfir þau neyðar- kerfi, sem Almannavarnir rikisins hafa komið upp i sam- vinnu við almannavarnanefndir á viðkomandi stöðum á landinu. Sérfræðingurinn mun einnig aðstoða islenzka aðila við gerð fullkomins almannavarnakerfis fyrir Reykjavikurborg með til- liti til náttúruhamfara, hópslysa og annars háska, sem borið gæti að i höfuðborginni eins og annars staðar á landinu. — Sendibílstjórar hóta hörðu nema þeir fai taxtahækkun — OG LEIGUBILSTJÓRAR AFTUR í SAMA FARINU HLUTAFÉLAG UM MNGID Jl NÆSTA LEITI „Neitunarvaldið verður tekið af verðlagsnefnd nú um áramótin, og við það vaxa likurnar á þvi, að við fáum að hækka taxtann”, sagði Sigurður Jónsson, formaður sendibilstjórafélagsins Trausta i viðtali við Alþýðublaðið i gær. „En gangi hækkunin ekki i gegn förum við i hart”, sagði hann. Eins og kunnugt er gaf Trausti verðlagsyfirvöldum tveggja sólarhringa frest skömmu fyrir jólin til þess að samþykkja hækkun á taxtanum, en siðan var ákveðið að fresta aðgerðum fram yfir jól til þess að gefa verðlags- nefnd rýmri tima til ákvörðunar. Þá eru leigubilstjórar nú i sömu sporum eftir gengisfellinguna og áður en breytingin var gerð á ökutaxtanum, fyrir skömmu. Rétt fyrir jói hélt stjórn bifreiða- stjórafélagsins Frama með sér fund, en að sögn Bergsteins Guðjónssonar, framkvjhdastjóra, komust stjórnarmenn ekki að niðurstöðu um það, hver hækkunin þurfi að vera, þar sem ekki sé vitað um alla þá hækkunarliði sem skelia á eftir áramótin. En Bergsteinn sagði i viðtali við Alþýðublaðið, að ljóst sé, að gifurlegrar hækkunar sé þörf. Taxti sendibilstjóra á bilum allt að 1 1/2 tonni er nú sá sami og leigubilstjóra á venjulegum leigubilum, og sagði Sigurður Jónsson, þegar Alþýðublaðiö ræddi við hann, að ljóst sé, að sendibilstjórar leggja fram meiri vinnu en leigubilstjórar. Þess vegna fara þeirfram á, að þeirra taxti verði 15% hærri en taxti leigubilstjóra. Bilstjórar á sendibilum, sem eru 1 1/2 tonn til 2 1/2 tonn aka stjórar, en það er sami taxti og gildir fyrir sjö manna leigubila. Sendibilar yfir 21/2 tonn aka hins- vegar á 35% hærri taxta en leigu- bilar. En þess ber að gæta, að stærstu bilarnir aka oft eftir lægsta taxtanum, en það gerist þegar ekki er beðið um ákveðna stærð bils, og sá sem sendur er reynist of stór. Þá er farið eftir rúmtaki flutningsins við ákvörðun á taxta. REYKHOLA- BÆNDUR VERDA VÍSAST MED Rétt fyrir jól samþykkti Alþingi frumvarp um stofnun þangmjöls- verksmiðju að Reykhólum við Breiðafjörð, og steig þannig fyrsta skrefið til stofnunar 130 milljón króna verksmiðju á staðnum. „Næsta skrefið er að stofna undirbúningshlutafélag, og verður gengið i það nú strax milli jóla og nýárs, og mun Iðnaðar- ráðuneytið hafa forgöngu um það mál”, sagði Steingrimur Her- mannsson framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs rikisins i sam- tali við blaðið, en hönnun verk- smiðjunnar hefurtil þessa hvilt á stofnuninni. Ýmsir aðilar munu eiga aðild að þessu undirbúningshluta- félagi, en rikið mun að sjálfsögðu eiga stærstan hluta. Þá er fast- lega reiknað með þvi, að heima- menn eigi hlut i fyrirtækinu, þ.e. bændur i nágrenrii Reykhóla. 1 áætlunum Rannsóknarráðs, sem dr. Vilhjálmur Lúðviksson efnaverkfræðingur hefur að mestu unnið, er gert ráð fyrir að fullbúin afkasti verksmiðjan 10 þúsund tonnum af þangmjöli árlega. Skozk fyrirtæki, Alginate Industries, Ltd. hefur lýst sig reiðubúið að kaupa alla fram- leiðslu verksmiðjunnar á hag- stæðu verði. Vildi fyrirtækið fá svar fyrir ákveðinn tima, og var af þéim sökum lagt kapp á að hraða afgreiðslu málsins á Al- þingi. Mætti frumvarpið miklum skilningi þingmanna, að þvi er Steingrimur Hermannsson hefur tjáö blaöinu. Stofnkostnaður verksmiðj- unnar er áætlaður um 130 mill- jónir króna, og er þá ekki með- NÝR HJÚKRUNARSKDLI Nýr hjúkrunarskóli hefur hafið göngu sina i Reykjavik. Hjúkrunarskóli Islands, sem fyrir er, mun þó ekki starfa i beinu talinn kostnaður við vega- og hafnargerð i nágrenni Reykhóla. Þarf að leggja veg að Reyk- hólum, og byggja höfn i nágrenninu sem getur tekið við skipum allt að 600 lestum að stærð. Undirbúningi öllum þarf að hraða af mætti, þvi skozka fyrir- tækið vill fá fyrstu framleiðsluna árið 1974. En til þess að svo geti orðið, þarf að panta ýmislegan útbúnað i verksmiðjuna fyrir vorið, og framkvæmdir við vega- lagnir og hafnargerð þurfa að hefjast strax árið 1973. EINAR LYSTI „AHYGGJUM ÍSLENDINGA” Einar Agústsson utanrikisráð- herra kallaði sendiherra Banda- rikjanna á sinn fund á föstu- daginn til að færa honum orð- sendingu rikisstjórnarinnar vegna hinna hörðu loftárása, sem Bandarikjamenn hafa haldið uppi á Norður-Vietnam að undan- förnu, sem er hinar mestu i öllu Vietnamstriðinu. Utanrikisráðherra sagði i sim- jtali, sem Alþýðublaðið átti við hann i gær, að hann hefði föstu- daginn fyrir jól kallað sendiherra Bandarikjanna á Islandi á sinn fund og tjáð honum áhyggjur Islendinga og rikisstjórnarinnar vegna atferlis Bandarikjamanna i Vietnam og hinna gegndarlausu loftárása Bandarikjamanna á borgir i Norður-Vietnam að undanförnu. Utanrikisráðherra sagði, að hér hefði verið um munnlega orð- sendingu að ræða, en ekki skrifleg mótmæli til Bandarikjastjórnar. 1 samtalinu sagði utanrikisráð- herra, að á næsta fundi utanrikis- málanefndar, sem haldinn verður fljótlega upp úr áramótum, verði fjallað um undirbúning þess, að tsland viðurkenni rikisstjórn eftir 25% hærri taxta en leigubil- Framhald á bls. 4 Noröur-Vietnam. — HIROSHIMA-MARSHALLHJALPIN-LOFTBRUIN - KOREA Harry S. Truman, fyrrum for- seti Bandarikjanna, andaðist á sjúkrahúsi i Kansas City snemma að morgni annars dags jóla, 88 ára að aldri. Harry S. Truman tók við embætti forseta, er Roosvelt lézt árið 1945 og var Truman forseti til ársloka 1952, en ákvörðun hans um að gefa ekki kost á sér til endurkjörs i forsetakosningunum haustið 1952 kom mjög á óvart. Truman háði aðeins einu sinni kosningabaráttu um forseta- embættið, i kosningunum 1948, er hann bar sigur af Dewev. sem samkvæmt kosningaspám átti að eiga sigurinn visan. Það var Harry S. Truman, sem bar ábyrgð á og tók ákvörðun um, að kjarnorku- sprengjum var varpað á japönsku borgirnar Nagasaki og Hiroshima 1945. En hans verður einnig minnzt fyrir það afrek að hrinda i framkvæmd hinni svonefndu Marshallhjálp og hann lét skipuleggja hina miklu loftbrú til Berlinar i lok heimsstyrjaldarinnar i samráði við Breta og Frakka. Harry S. Truman Var forseti Bandarikjanna, er Kóreustriðið brauzt út, og tók ákvörðun um að senda bandariskt herlið til Kóreu i júni 1950 og hann tók ákvörðunina á sinum tima um að, að MacArthur, sem var æðsti yfirmaður bandariska heraflans i Kóreu og herafla Sameinuðu þjóðanna þar, var leystur frá störfum. — Sendiráð Bandarikjanna og Menningarstofnun Bandarikj- anna i Reykjavik verða lokuð i dag fimmtudaginn 28. desember, til minningar um hinn látna fyrrum forseta. Minningarbók mun liggja frammi i sendiráðinu að Laufásvegi 21 frá kl. 9.30 — 12.30 og 14.30 — 17.30 á morgun fyrir þá, sem vilja votta virðingu sina. —

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.