Alþýðublaðið - 22.09.1972, Side 3
ÁRBÆIARMÁL: AWNAB AF
ÁRÁSAHMðHNUM FIÚR-
DÆMDIIR Á 2 ÁRUM
Saksóknari rikisins hefur óskað
eftir frekari rannsókn og sam-
ræmingu vissra atriða i máli
mannanna tveggja, sem réðust á
gestgjafa sinn i Árbæ fyrir mán-
uði.
Eins og fram hefur komið i
fréttum var hér um mjög fólsku-
lega árás að ræða og höfu
kúpubrotnaði gestgjafinn við bar-
smiöarnar.
Eitt af þvi, sem embætti sak-
sóknara vill fá nánari skýringu á,
er ástæða árásarinnar.
MEÐ 5000
KRÓNUM
OF MIKIÐ
Það vakti grunsemdir starfs-
fólksins i Sparisjóði Hafnarfjarð-
ar, þegar ungur piltur, sem
þekktur er af ýmsu misjöfnu,
gekk inn i Sparisjóðinn um daginn
og vildi fá 5000 króna seðli skipt til
þess að geta borgað leigubil.
Benti fólkið biistjóranum á, að
liklega væri þetta þýfi, og ók hann
þá piltinum 'til rannsóknarlög-
reglunnar.
bað kom þá á daginn, sem
bankafólkið hafði grunað, og
drengurinn sem er 11 ára játaði
að hafa stolið peningunum.
Sagðist hann hafa stolið þeim af
konu i biðskýlinu við Grensásveg.
Þegar hann sá svo, hvað mikið
var i buddunni, datt honum i hug
að skreppa i Fjörðinn og hitta
gamla kunningja sina, en hann er
nýfluttur þaðan, og fékk hann sér
þá leigubil með fyrrgreindum af-
leiðingum.
Þetta átti sér stað þann 14. þ.m.
og getur konan vitjað peninga
sinna til rannsóknarlögreglunnar
i Hafnarfirði.
Þykir embættinu ekki koma
nægilega skýrt fram, hvort árásin
hafi verið gerð i auðgunarskyni
eða hvort einskær ofstopi hafi
legið að baki.
Við athugun á afbrotaferli aðal-
árasarmannsins kemur nefnileoa
i ljós, að ofbeldisverk, sem hann
hefurframið um ævina, verða al-
varlegri og alverlegri með hverju
árinu.
Alþýðublaðið skýrði frá þvi
skömmu eftir að árásin var gerð,
að aðalmaðurinn væri þekktur að
ofstopa. Hann hefur margoft
framið ofbeldisverk og hlotið
dóma fyrir.
Á árunum 1970 og 1971 var hann
dæmdur fjórum sinnum samtals
25 mánaða fangelsi fyrir ráns- og
þjófnaðarmál. Þessi dómar eru
að mestu óafplánaðir.
Þá eru til meðferðar hjá dóm-
sólunum nokkur mál á manninn,
auk þess sem saksóknari hefur til
meðferðar þjófnaðarmál á hend-
ur honum. Ofan á þetta bætist svo
árásarmálið.
Báðir voru mennirnir úrskurð-
aðir i gæzluvarðhald á sinum
tima. Aðalmaðurinn hlaut 60
daga, en hinn, sem einungis er
talinn meðsekur, fékk 30 daga
varðhald og verður þvi laus i dag.
Landhelgi 1
veiðar kallaði Niels „ryksuguað-
ferðina”.
Hann sagði, að sovézkir togarar
hefðu oft veitt á Islandsmiðum,
og varðandi hættuna frá Japan
sagði hann, að Japanir hefðu
stundað tilraunaveiðar við landið
og á Islandi væri óttazt, að jap-
anskir fiskibátar kæmu á tslands-
mið, þegar önnur veiðisvæði hafa
verið þurrausin.
Samkvæmt fregnum frá Lond-
on i gær eru Bretar enn reiðubún-
ir til þess að fallast á tilboð Is-
lendinga um viðræður landanna
tveggja til að finna lausn á
þorskastriðinu.
VERDUR VÍGT
Á SUNNUDAG
Nýja safnaðarheimili Grens-
ássóknar verður vigt á sunnu-
daginn kemur klukkan 11 f.h.
Biskup íslands,herra Sigurbjörn
Einarson, vigir heimilið við
guðsþjónustu.
Heildarkostnaður við
safnaðarheimilið er nú orðinn
um 11 milljónir króna, þar af er
ein milljón gjafafé, en heimilið
er ekki fullfragengið. Kjallar-
inn er t.d. ófrágenginn, en þar á
að vera aðstaða fyrir æskulýðs-
starf. Verður heimilið þvi bæði
til guðsþjónustuhalds og sem
miðstöð safnaðarins.
öllu sóknarfólki hefur verið
sent kynningarblað um fjárþörf
heimilisins, og i þvi er stungið
upp á, að hvert heimili gefi sem
svarar andvirði eins stóls i
sfanaðarheimilið, en það er
2,500 krónur, að sjálfsögðu eru
öll minni framlög vel þegin.
Að kvöldi vigsludagsins kl.
20.30 heldur kirkjukór Grens-
ássóknar kirkjutónleika i
heimilinu, undir stjórn Árna
Arinbjarnarsonar. Heimilið
verður til sýnis á vigsludaginn
kl. 14—18 Sóknarprestur i
Grensássókn er Sr. Jónas Gisla-
son. —
SEINT KOMA SUMIR — EN
í gær birtist i öllum blöðum,
nema Alþýðublaðinu, grein eftir
Hannes Jónsson blaðafulltrúa
rikisstjórnarinnar, þar sem m.a.
er vikið að skrifum Alþýðublaðs-
ins og málflutningi ritstjóra
Alþýðublaðsins um kynningar-
starfsemi Hannesar á landhelgis-
málinu. Astæðan fyrir þvi, að
grein þessi birtist ekki i Alþýðu-
blaðinu er sú, að blaðinu hafði
engin slik sending borizt frá
blaðafulltrúanum og hafði rit-
stjóri Alþýðublaðsins ekki hug-
mynd um tilvist slikrar greinar
fyrr en hann las hana i hinum
dagblöðunum i gær.
Laust eftir miðjan dag i gær var
svo hringt til Alþýðublaðsins úr
forsætisráðuneytinu og blaðið
vinsamlegast beðið um að sækja
þangað bréf til ritstjórans. Það
var gert og kom þá i ljós, að
þarna var komin grein sú, sem
birzt hafði hinum blöðunum þá
um morguninn. Með greininni
fylgdi orðsending frá blaðafull-
Sjötta og siöasta tunglferð
Bandarikjamanna verður farin
i desember næstkomandi og er
að sjáifsögðu þegar búið að
ganga frá feröaáætlun og að
vanda farið nákvæmlega i sak-
irnar. Þannig segir i fréttatil-
kynningu, scm okkur barst mcð
þessari mynd i gærdag, að
tunglfararnir eigi að stiga á
tunglið kl. 2,55 siödcgis aö
bandariskum tima þann 11. des-
cmbcr. — Tunglfararnir vcrða
þrir og fara tveir ,,niður” að
vanda á mcöan sá þriðji linitar
hringi um tunglið. Myndin er af
æfingu i geimstöö Bandarikja-
manna á Klorida. Tvcir tungl-
faranna sitja i farartækinu, sem
þcir munu aka um mánaslóðir,
cn i baksýn vinna scrfræöingar
við „ferjuna”, sem á að flytja
þá siðasta spölinn.
SKIPSTJÓRINN
ÁFRYJAÐI
Skipstjórinn á Heimaey VE 1,
sem er 105 tonn að stærð, var i
gær dæmdur i Vestmannaeyjum i
50 þúsund króna sekt fyrir ólög-
legar veiðar 1.7 sjómilur frá landi
við Dyrhólaey aðfaranótt þriðju-
dagsins.
Við réttarhöld neitaði skipstjór-
inn sakargiftum og kvaðst ekki
hafa kastað fyrr en báturinn var
kominn út fyrir þriggja milna
mörkin, en þar er bátum undir 105
tonnum heimilt að stunda veiðar
á þessu svæði.
Þessi framburður hans var ekki
tekinn gildur i héraðsdómnum og
áfrýjaði skipstjórinn honum til
hæstaréttar.
KOMA ÞO
trúa rikisstjórnarinnar, þar sem
hann biður um birtingu sem allra
fyrst.
Enda þótt blaðafulltrúinn hafi
átt óhægara með að koma tii-
skrifi sinu til Alþýðublaðsins, en
annarra blaða, þá tekur Alþýðu-
blaðið að sjálfsögðu beiðni hans
um fljótlega birtingu til tafar-
lausrar athugunar. Blaðið hefur
sjaldnast dregið lengi að birta
það, sem blaðafulltrúinn hefur
haft að segja.
®Sérkennari —
Heyrnaruppeldisfræðingur
Heyrnardeild Heilsuverndarstöðvar
Reykjavikur óskar eftir að ráða heyrnar-
uppeldisfræðing eða kennara með góða
undirstöðu i specialpedagoik. Möguleikar
eru á, að veitt verði fjárhagsaðstoð til
frekara sérnáms siðar. Upplýsingar gefur
forstöðumaður heyrnardeildar i sima
22400.
Heilsuverndarstöð Reykjavikur.
Tilkynning um innheimtu
þinggjalda í Hafnarfirði og
Gullbringu- og Kjósarsýslu:
Lögtök eru nú hafin hjá þeim gjaldendum er hafa eigi
staðið að fullu skil á fyrirframgreiðslu þinggjalda 1972,
svo og þeim er skulda gjöld eldri ára.
Skorað er á gjaldendur að greiða nú þegar áfallnar
þinggjaldaskuldir, svo þeir komist hjá kostnaði vegna lög-
taka.
Sýslumaðurinn i Gullbringu- og Kjósarsýslu.
Bæjarfógetinn i Hafnarfirði.
Föstudagur 22. september 1972.
o