Alþýðublaðið - 22.09.1972, Side 5
I
alþydul
aðið
Alþýöublaðsútgáfan h.f. Ritstjóri Sig-
hvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri
Bjarni Sigtryggsson. Aösetur ritstjórn-
ar Hverfisgötu 8-10. — Simi 86666.
Blaðaprent h.f.
ASGEIR KVADDUR
í dag fer fram útför Ásgeirs Ásgeirssonar,
fyrrverandi forseta íslands. Hann andaðist á
heimili sinu að kvöldi föstudagsins 15. sept-
ember.
Ásgeir Ásgeirsson var 78 ára að aldri er
hann lézt, en hann var fæddur þann 13. mai
árið 1894. Að baki átti hann óvenjulega glæsi-
legan feril, enda var maðurinn miklum gáf-
um gæddur samfara hreinlyndi og drengskap
i óvenju rikum mæli.
Ásgeir Ásgeirsson kom viða við í störfum
sinum og ávallt til blessunar. Hann var guð-
fræðingur að mennt, en áhugamál hans voru á
miklu viðara sviði og maðurinn óvenjulega
fjölhæfur. Þannig stóð Ásgeir ávallt i fylk-
ingarbrjósti i hvers kyns menningar og
menntamálum, hann var afburða skörulegur
stjórnmálamaður, vel metinn og virðulegur
diplómat þegar hans þurfti með á þeim vett-
vangi, höfðinglegur forseti Alþingis íslend-
inga á Alþíngishátiðinni 1930 ogvirturog elsk-
aður forseti Islands. Umfram allt var þó Ás-
geir Ásgeirsson hjartahlýr mannkostamaður,
— drengur góður —, eins og sagt hefði verið
um hann af íslendingum til forna. Höfðings-
bragur hans og höfðingslund héldust i hendur
við alþýðlega framkomu og sérstaka um-
hyggju fyrir þeim, sem minna máttu sin.
Komu þessir eiginleikar Ásgeirs mjög vel
fram i starfi hans á meðan hann hafði afskipti
af stjórnmálum sem alþingismaður og gerðu
það að verkum, að hann varð þjóð sinni sér-
staklega kær sem forseti. Menn með skap-
lyndi og mannkosti Ásgeirs eru fátiðir. Slika
menn hefur islenzka þjóðin ávallt kunnað vel
að meta. Þannig hefur hún ávallt viljað hafa
foringja sina.
Ásgeir Ásgeirsson átti þvi lifsláni að fagna
að eiga við hlið sér eiginkonu, göfuga og góð-
hjartaða, eins og hann var sjálfur. Sú kona
var frú Dóra Þórhallsdóttir. Hennar þætti i
þvi mikla og góða ævistarfi, sem þeim Ásgeiri
tókst að inna af hendi, má ekki gleyma. Frú
Dóra Þórhallsdóttir verður eins og maður
hennar, — minnisstæð öllum þeim, sem henni
mættu. Það fólk af erlendu sem innlendu
bergi brotið, sem heimsótti þau hjón að
Bessastöðum i forsetatið Ásgeirs Ásgeirsson-
ar upplifði þar ógeymanlegar stundir i návist
gáfu- og góðmenna, sem þau hjón voru. Þau
voru ávallt verðugir fulltrúar þjóðarinnar
jafnt innávið sem útávið.
Nú er Ásgeir Ásgeirsson kvaddur. Um hann
segir formaður Alþýðuflokksins, dr. Gylfi Þ.
Gíslason, m.a. svo i minningargrein, sem
hann ritar i Alþýðublaðið i dag:
„íslendingar urðu fátækari við lát Ásgeirs
Ásgeirssonar. En i lifi sinu hafði hann auðgað
þjóð sina, ekki fyrst og fremst með þvi að
gegna helztu hefðarstöðum fullvalda rikis,
heldur með hinu, að fylla jafnan sæti sitt
þannig, að fyllsti sómi var að ...”
„Ásgeir Ásgeirsson sameinaði það með
sjaldgæfum hætti að þekkja skyldu hefðar-
mannsins og skilja hugsun alþýðumannsins.
Þannig eiga þjóðhöfðingjar að vera. Þess
vegna verður hans alltaf minnzt með þakklæti
og virðingu”.
t dag kveður islenzka þjóðin einn af sinum
beztu sonum. Hún þakkar honum vel unnin
störf i þágu lands og þjóðar.
ISLENZK FRÆDI 06
UTANRlKISÞJÚNUSTA
Það er sérkennileg tilfinning að
vera staddur i stórum fyrirlestra-
sal aðalbyggingar Leningrad-
háskóla, eiga að fara að haida
fyrirlestur á ensku um íslenzka
menningu, sem dreift var i
rússneskri þýðingu meðal
áheyrenda, en vera siðan beðinn
um að segja fyrst nokkur ávarps-
orð á Islenzku. Sá, sem það gerði,
var dr. Steblin Kamenski
prófessor, einn kunnasti fræði-
maður, sejn nú er uppi á sviði
norrænna fræða, heiðursdoktor
m.a. við Háskóla tslands. Hann
skýrði beiðni sina með þvi, að sig
langaði til þess, að i þessum
salarkynnum heyrðistnú íslenzka
af vörum islenzks manns. Fram
til þessa hefðu aðeins Hússar
talað þar islenzkuí Sjálfur bar
hann þessa ósk fram á lýtalausri
islenzku og þýddi siðan orð min á
rússnesku.
Steblin Kamenski prófessor er
hvort tveggja i senn, mikiii fræði-
maður og mikill aðdáandi
islenzkrar menningar. Það er
íslendingum ómetanlegt, að slik-
ur maður skuli hafa tekið jafn-
miklu ástfóstri viö island og raun
ber vitni. Ýmsir nemanda hans
cru þegar orðnir kunnir fræöi-
menn og hafa fullt vald á
islenzku, svo sem Berkov, sem
einnig starfar við Leningrad-
háskóla. Margir nemanda hans
geta lesið málið og þýtt úr þvi á
rússnesku, þótt þeir hafi ekki vald
á talmáli.
Við háskólann i Moskvu er
einnig fræðimaður, sem les og
talar islenzku meö fullkomnum
hætti. Vladimir Jakob, og raunar
ekki aðeins islenzku, heldur
einnig önnur Norðurlandamál.
Hafa verið uppi ráðagerðir um,
að hann yrði sendikennari i
rússnesku við háskólann hér, og
væri hann eflaust ágætlega til
þess fallinn.
Þessir og fleiri vinir tslands i
Sovétríkjunum stuðla áreiöan-
lega að þvi, að Island, islenzk
menning og islenzkar afurðir eru
vel þekkt hugtök i Sovétrikjunum.
Meginstarfið að kynningu á öllu
islenzku i þessu viðlenda riki
hvilir þó á sendiráði Islands i
Moskvu, en það nýtur nú forstöðu
dr. Odds Guöjónssonar, eins
reyndasta og hæfasta manns,
sem islendingar hafa nú á að
skipa á sviði viðskiptamála og
utanrikisþjónustu. Jafnvel meðan
á stuttri heimsókn stóð leyndi það
sér ekki, hve vinmörg sendi-
herrahjónin eru og hversu vel þau
halda á málum islands i starfi
sinu. Við sendiráðið starfar
einnig Sigurður Hafstaö, en hann
og kona hans hafa áður dvalið
langdvölum i Sovétrikjunum og
njóta þess i starfi sinu, að þau eru
öllum hnútum þar gerkunnug.
Hér heima eru störf utanrikis-
þjónustunnar oft ekki metin sem
skyldi. Það mun þó mála sannast,
að þegar öllu er á botninn hvolft,
sé gildi hennar margfalt á við þá
fjármuni, sem til hennar er varið.
Með þessu er ekki sagt, að ekki
eigi að fara með gát með þá fjár-
muni, sem varið er I þessu skyni,
eins og öllu öðru. En hver sá
eyrir, sem vel er varið til góðrar
utanrikisþjónustu, skilar marg-
földum arði.
HVER VERDOR FYRSTUR?
Um miðjan septem-
bermánuð árið 1958
höfðu islenzku varð-
skipin gert nokkrar til-
raunir til þess að taka
brezka togara i land-
helgi. Engar höfðu þær
tekizt. 1 flestum til-
vikum höfðu brezk her-^j* Al%iýðublaðinu
það sin á milli, hvaða
varðskip myndi fá það
tækifæri. Spenningur
var lika nokkur hjá
varðskipsmönnum, eins
og sjá má af þessu við-
tali við elzta skipverj-
kn á Þór, sem birtist i
23.
skip varnað vajðsk^jJ^^september árið 1958
mönnum að
borð i landhJg^brjita
í það eina s\pti, sem
tekizt hafði að k
varðskipsmönnum
borð i brezkan toga'
höfðu vopnaðir br^klf
sjóliðar af freigátcSmi^
Eastbourne handtekið
þá og haldið þeim
föngnum i 11 daga.
I lok september-
mánaðar lá þó orðið i
loftinu, að senn yrði
brezkur togari tekinn.
Og fólk ræddi mjög um
„Varðskipið Þór
m til Reykjavikur i
rad\>. Á leiðinni
iiíiuðtp'' Sl vestur með
Langanesi
varð ekki vart við einn
einasta togara að
veiðum I landhelgi. Á
Norðfirði fóru af skipinu
menn þeir, sem teknir
voru i stað þeirra, sem
Eastbourne rændi á
dögunum."
,, Það er mikill spenn-
ingur á milii okkar á
varðskipunum um það,
hver verður fyrstur til
að koma brezkum land-
helgisbrjót tii lands og
ég vona að það falli i
okkar hlut”, sagöi elzti
skipverjinn á Þór og lik-
lega allri landhelgis-
gæzlunni, er blaðið átti
tal við hann i gær.
,,Enda ætti Þór að hafa
yfirburði yfir hin varð-
skipin þar sem hann
er stærstur og hefur
mestan ganghraða”.
liann heitir Jón Kristóf-
ersson og varö sjötugur
i júni.
,, Maður er nú að
verða eins og kven-
fólkið, þegar spurt er
um aldurinn”, sagði Jón
og hló við. Hann hefur
verið á varðskipununt i
30 ár, á Þór síðan hann
kom árið 1951 cn áður á
Ægi.
Jón sagði, að þófið á
miðunum stæði við það
sama siðustu dagana.
Alltaf væri verið að
ónáða landhelgisbrjót-
ana og þeir aldrei látnir
i friði.
,,Ég tel ekki liklegt,
að togari undir trolli
geti siglt á okkur”,
sagði Jón, er talið barst
að ásiglingartilraunum
togaranna. Ilann kveðst
viss um, enda hefur það
heyrzt af samtölum
milli skipanna, að skip-
stjórar togaranna fái
bæði leyfi og samþykki,
jafnvel skipun, frá yfir-
mönnum herskipanna
um að reyna að sigla á
islenzku varðskipin.
Suntir togaraskip-
stjórar svara ókvæðis-
orðunt og stappa blaða-
Framhald á bls. 4
KJÚRDÆMISÞIN6
Alþýðuflokksins i Norðurlandskjördæmi Vestra verður haldið á Hótel -
Mælifelli Sauðárkróki sunnudaginn 24. september 1972 og hefst kl. 13.
1.
2.
Gýlfi Pétur
Dagskrá
Þingið sett. Jóhann G. Möller
Atvinnumál kjördæmisins: Pétur Pétursson,
alþingismaður.
Stjórnmálaviðhorfið; Gylfi Þ. Gislason,
form. Alþýðuflokksins.
Ávarp. Bárður Halldórsson, menntaskóla-
kennari
Almennar umræður og ályktanir
Kosning Kjördæmisráðstjórnar.
Þingslit.
Kjördæmisráðstjórn.
Föstudagur 22. september T972.