Alþýðublaðið - 05.01.1973, Síða 2

Alþýðublaðið - 05.01.1973, Síða 2
Leiklist FLÓÁSKINNI llelgi Skúiason og Gisli Halldórsson Höfundur: Georges Feydeau Þýðandi: Vigdís Finn- bogadóttir Leikstjóri: Jón Sigur- björnsson Leikmyndir og búninga- teikningar: Ivan Török. Vissulega er góð og heilsu- samleg tilbreyting að fara i leikhús til þess eins að hlæja, og það gera sannarlega þeir sem leggja leið sina i Iðnó og horfa á hláturleik franska farsahöfund- arins Georges Feydeau, „Fló á skinni” (La puce á l’oreille) i þýðingu Vigdisar Finnbogadótt- ur. Þessi græskulausi grinleikur er gott dæmi um þá vinsælu dægradvöl sem Parisarbúar undu við i Boulevard-leikhúsun- um á ofanverðri siðustu öld og allt framundir fyrri heims- styrjöld, þegar alvara lifsins yfirskyggði sviptivinda svefn- herbergisins og gerði útúrkróka ástalifsins hégómlega. Nú eru eyðing þjóðlanda og allsherjar- slátrun ibúa þeirra orðnir svo hversdagslegir viðburðir, að mestu þjóðarmorðingjarnir vinna stærstu kosningasigrana og hláturleikir Feydeaus eru aftur orðnir vinsælir. Þýðing Vigdisar Finnboga- dóttur heyrðist mér vera mjög svo lipurlega unnin, fyndin og þjál i munni. Leikmyndir og búningar Ivans Töröks eru augnayndi, ekki sizt myndin i öðrum þætti (Hótel Kisunóra) ogklæðnaður heimamanna þar. hvorttveggja litrik verk sem stungu skemmtilega i stúf við fremur litlausan klæðnað og umhverfi efnafólksins i fyrsta og þriðja þætti. Sjálfur er leikurinn hreinasta viravirki allskyns misskilnings, kúvendinga og spaugilegra at- vika, minnir einna helzt á flókna gestaþraut, sem ekki er auðgert að endursegja nákvæmlega, en með öruggri hendi hins þjálfaða leikhúsmanns bindur höfundur alla þræði saman, að visu stund- um með stórum lykkjum, og leiðir fjarstæða atburðarásina til farsælla og ánægjulegra lykta. Persónur leiksins eru flestar skoplegar, hver með sin- um hætti, enda beitir Feydeau öllum hugsanlegum brögðum til að skopfæra þær, allt frá með- fæddri málhelti til bjagaðs mál- færis útlendinga, að ekki sé minnzt á endalausan persónu- rugling. Hinsvegar fer litið fyrir margræöi eða mennskri dýpt, enda varla við þvi að búast i sliku verki. I leiknum örlar hvergi á ádeilubroddi eða um- vöndunartóni. Hér er á ferðinni ómengað grin um sigildar erjur og ögranir hjónabandsins, ó- tryggð, framhjáhald, afbrýði- semi og sættir. Jóni Sigurbjörnssyni hefur lukkazt bærilega að láta góðlát- legt grin farsans njóta sin i meðförum Leikfélags Reykja- vikur, og verð ég þó að játa, að mig furðaði á, hve mjög smellin tilsvör féllu máttlaus til jarðar, vöklu engin viðbrögð hjá leik- húsgestum. Þar voru greinilega einhverjir annmarkar á túlkun- inni, röng áherzla eða hrynj- andi. Verkið er hinsvegar svo auðugt að skopi, að þessir mis- brestir komu ekki verulega að sök. Leikendum tókst flestum einkar vel upp i túlkun sinni á hinum fáránlegu persónum. Gisli Halldórsson lék tvifarana Victor Emmanuel Chandebise og Poche og gerði sér góðan mat úr persónuruglinginum. Að visu var hann spaugilegri i gervi Poche hótelþjóns heldur en i gervi forstjórnans, sem er ofur- eðlilegt, en hitt var verra, að á stöku stað örlaði fyrir þvi að Chandebise yrði of keimlikur Poche i háttum, og spillti það túlkun beggja hlutverka. Gisli hefur tilhneigingu til að ofnota ákveðin leikbrögð i þvi skyni að vekja hlátur og lánast það að jafnaði, en slik brögð verða leiðigjörn til lengdar. Þorsteinn Gunharsson lék Camille Chandebise, málhaltan frænda forstjórans, og túlkaði hann á verulega hugkvæman og skopvisan hátt. Sömuleiðis var Helgi Skúlason fyndinn og teg- undartrúr i gervi hins afbrýði- sama og bögumælta Spán- verja, Carlos Homénides de Histangua, og hafði hann greini- lega lagt alúð við að gera am- bögurnar sem trúverðugastar. Persónutúlkunin öll var lifandi og sannfærandi. Jón Hjartarson lék harölyndan og snobbaðan hótelstjórann eins og hann væri fæddur Frakki, og svipað má segja um Guðrúnu Stephensen i gervi hinnar þungu og þreyttu eiginkonu hans, Olympe. Brynjólfur Jóhannesson brá upp hnyttilegri smámynd af gamal- menninu Baptistin, en Guð- mundi Pálssyni auðnaðist ekki að gæða Bretann Rugby þeim skoplegu eigindum, sem til er ætlazt. Mér fannst hann ofleika hlutverkið, og sömuleiðis hefði enska hans þurft að vera betri og hátiðlegri. Aðrar persónur leiksins voru nær hversdagslegum veruleik og að sama skapi fjær veröld farsans, þó margar þeirra séu á sinn hátt skemmtilegar. Guðrún Asmundsdóttir fór til dæmis mætavel með hlutverk eigin- konunnar afbrýðisömu, Ray- monde Chandebise, gerði hana hæfilega einfalda og fljótráða. Helga Bachmann gaf vinkonu hennar, Luciennej sannfærandi yfirbragð: Hún var róleg og fyr- Framhald á bls. 8. Hvað mundir þú gera, ef þú ynnir milljón í Happdrætti SÍBS? Við fjölgum í ár þeim vinningum sem koma sér bezt, ekki fáum svimandi háum. Vinningsupphæðin hækkar um 25 milljónir, sem fara mest í 500 og 200 og 100 þúsund kr. vinninga. Og 10 þúsund kr. vinningum fjölgar um helming. Vinningslíkur eru hvergi meiri. Miðaverð 150 kr. Verið með og gerið 1973 að happaári. Happdrætti SÍBS — vinningur margra, ávinningur allra. Föstudagur 5. janúar 1973

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.