Alþýðublaðið - 05.01.1973, Síða 11
Kross-
gátu-
krílið
MEIVftBFÆRl
v—
'Æi
p L&N6M nrruK '//.'fíT EPJUP SMfí my/vr
30R ftrr W2Æ///S
r~
f
'fíNftR TV£NN T> HR- vrw!
f lE-'NS MOM LPiFD
FúR FÆVF\ 'fí FÆRINU
'fíRN' fíR
Rfí K FfiRVfí
HElVUf, (jDf?r
f <DL'fí SKfíN -Ffí
/?/7~ POKPi TPLP>
EPErJft
0« a> 5; ó> <
Xli'illif'C ■
iS'HÍ^tn ■
(SKUGGA MARÐARINS
Saga ástar og örlaga eftir Victoriu Holt
49
— Mér hefur alltaf virzt þú
ódauðlegur. Jafnvel áður en ég
kynntistþér talaði Stirling um þig
eins og þú værir Seifur.
Hann brosti, en óskaði ekki eftir
að ræða um Stirling.
— bú ert þroskuð eftir aldri,
vina min, sagði hann. — Þú ert
ekkert óvitabarn. Það hefurðu
aldrei verið. bú hefur orðið að sjá
um þig sjálf og þvi er ég feginn.
Ég hefði aldrei trúað að þetta ætti
eftir að koma fyrir mig. Já, þú
hefur sannarlega fært mér aftur
æsku mina, Nora.
— Hvernig?
— Með þvi að vera þú sjálf. Með
þvi að koma hingað til okkar og
sýna mér fram á að ég á lifið
framundan..ekki að baki.
— Það gleður mig. Þú ert þá
hættur við þessi heimskulegu
hefndaráform.
Hann hló aftur. Hann virtist
hláturmildur þetta kvöld.
— Þú tekur mig i karphúsið,
Nora. Það hefurðu alltaf gert.
— Þú tekur mig i karphúsið
Nora. Það hefurðu alltaf gert. bú
verður að halda þvi áfram eftir að
við erum gift. Mér fellur það
ágætlega, elskan min.
— Þegar við erum... A þessu
andartaki sagði ég sjálfri mér að
ég hefði ekki heyrt rétt. Hann ætti
við það þegar við Stirling værum
gift — en i hjarta minu vissi ég að
hann var ekki að hugsa um Stirl-
ing.
— Gift, sagði hann. — Þú held-
ur þó ekki að ég færi að láta neinn
annan fá þig? t augum hans var
ófyrirleitni, sem gerði mig bæði
hrædda og óumræðilega glaða.
Eins og alltaf i návist hans gat ég
ekki hent reiður á tilfinningum
minum til hans.
Hann greip um axlir minar og
dró mig að sér. — Aldrei framar,
ástin min, færð þú að týnast i
skógareldi. Ég er búinn að fá þig
aftur og ég skal halda þér hjá mér
svo lengi sem við lifum bæði.
— Mörður, stamaði ég og hann
greip fastara um mig.
— Þetta fáránlega nafn! sagði
hann.
— Ég hugsa aldrei um þig með
öðru nafni, sagði ég eins og kjáni,
eins og það skipti nokkru máli,
þegar við þurftum að ræða svo
margt og mikilvægt.
— Rándýrsheiti, sagði hann. —
Það á vel við. ó, guð minn góður,
Nora, ég hélt ég myndi deyja þeg-
ar þú komst ekki aftur. Ég hefði
getað fleygt mér beint i eldhafið
og það var eingöngu innri vissa
um að þú myndir koma aftur,
sem hélt aftur af mér. Ég þarfn-
ast þin, Nora, meira en ég hef
nokkurntima þarfnast nokkurrar
manneskju. Eg skil það núna.
Hvað er að, vina min?
— Hjónaband, sagði ég. — Mér
datt aldrei hjónaband i hug.
— Heldur hvað?
— Þú talaðir um að ganga mér
i föður stað.
— Það var i fyrstu. En það
breyttist, ekki satt? Ég skal vera
þér allt, Nora. Þig skal ekkert
skorta.
— Ég er aiveg ringluð.
— Ekki þú, Nora. Þú vissir það
i rauninni. Ég fann það. Þú vissir
það og varst þvi fegin.
— En...
— Engin en. Ég hef séð fyrir
öllu.
— An þess að ráðgast við mig?
Hann hló-. — Nora litla er söm
við sig. Já, án þess að ráðgast við
þig beinlinis, en okkur var það
báðum ljóst, var það ekki? Þegar
við sátum hérna að tafli, þegar ég
lét þig vinna af mér taflið. Þú
heldur vist ekki að þér hefði tekizt
það án þess að ég vildi það?
Eg sagöi seinlega: — Og
Jagger?
Hann herpti saman augun. Til-
finningahiti hans skelfdi mig en
heillaði mig þó á einhvern undar-
legan hátt. Haturssvipur var á
andliti hans.
— Jagger! hrópaði hann. — Já,
svo sannarlega.
— Þú skauzt hann. Þú varðst
manni að bana.
— Elskan min, hann varö að
deyja. Ég hefði aldrei getað litið
hann augum framar án þess að
langa til að myrða hann. Ég hefði
drepið hann með berum höndun-
um einhverntima. Ég veitti hon-
um þó að minnsta kosti skjótan
dauðdaga.
— Ó Mörður, sagði ég veikum
rómi, — þú gerir mig hrædda.
— Geriég þighrædda! Ég sem
elska þig. Og ég hef aldrei elskað
neina eins og þig. Arabella! Hvi-
likir hugarórar! Þar var það
stærilæti mitt, sem beið hnekki.
Ég vildi fá Whiteladies. Ég vildi
búa i þvi húsi með eiginkonu og
börnum. Og það ætla ég að gera,
Nora.
— Þú ferð of geyst, sagði ég.
— Hún ráðrika Nora min!
sagði hann þurrlega en brosti. —
Vildirðu að ég færi hægt? Við
höldum bæði til Whiteladies, og
þar skalt þú sitja við borð á palli
þar sem kóngar og drottningar
hafa setið, og barnaherbergið efst
i húsinu, þar sem Arabella vesl-
ingurinn lærði stafrófið sitt, verð-
ur handa börnunum okkar.
— Ég hef ekki ennþá samþykkt
þetta.
— Elskan min, það verður ekki
annað tekið i mál.
— Og ef ég neita?
— Það gerirðu ekki.
— Hvað segir... Stirling? Hef-
urðu sagt honum frá þessu?
— Honum er að nokkru leyti
kunnugt um fyrirætlanir minar.
— Veit hann að þú ætlaðir að
biðja mig að giftast þér?
— Hann veit það. Adeleide veit
það. Þau hafa um nokkurt skeið
getið sér til um tilfinningar minar
til þin.
— Og Stirling... lizt honum vel
á þessa hugmynd?
— Vitanlega. Honum er ljóst
hve sterkar tilfinningar ég ber til
þin.
— Og það þýðir að hann sé
sama sinnis?
— Hann hefur verið mér góður
sonur. Það hefur ávallt verið hans
æðsta ósk að ég geti verið ham-
ingjusamur.
— Ég skil.
— Svo nú þarf hún ráðrika Nora
min ekki annað en segja að hún
elski mig, og það veit ég að hún
gerir.
— bú hefur aftur tekið upp
þann ósið að tala um mig eins og
ég væri hvergi nærri, eins og þú
gerðir þegar þú reyndir að
kvekkja mig, fyrst eftir að ég
kom.
Hann hló hjartanlega. — Illa
gert af mér. Og raunar kjánalegt
lika þvi það bar aldrei neinn
árangur, var það? Við tilkynnum
fjölskyldunni að athöfnin eigi að
fara fram. Þú veizt að ég er ekki
fyrir að eyða timanum til ónýtis.
— Ég læt ekki hrinda mér út i
neitt. Ég vil fá að taka minar
eigin ákvarðanir.
— Það skaltu lika fá, þvi ég sé
að þér er jafn umhugað og mér
um að þetta verði sem fyrst.
— Þú gengur að öllu sem gefnu.
Ég var ekki viðbúin þessu, það
get ég fullvissað þig um. Ég leit á
þig sem föður minn...
— Ég verð betri eiginmaður en
faðir, sannaðu til.
Ég reyndi að halda aftur af
honum. — Ég þarf frest.. frest,
■ sagði ég. — Ég segi ekkert fyrr en
ég hef hugsað um þetta.
— Ég tilkynni þeim i kvöld um
tilvonandi hjúskap okkar.
— Ekki strax, maldaði ég i
móinn og fór svo að hugsa um af
hverju ég hefði orðað það þannig,
eins og það gæti ekki farið nema á
einn veg. Að giftast Merði! Það
var furöulegur og æsandi ráða-
hagur. Hverjar höfðu tilfinningar
minartil hans verið? Eitthvað um-
fram afstöðu fósturdóttur til
föður — og svo var það Stirling!
Stirling! Hann vissi um þetta og
var þvi samþykkur. Ég myndi
búa undir sama þaki og Stirling
en vera gift föður hans. Það voru
ótrfalegar kringumstæður, en
þetta hafði Mörður haft i hyggju.
Ég vék mér frá honum, en hann
var kominn að dyrunum á undan
mér og varnaði mér útgöngu.
Augu hans sindruðu af ástriðu
sem gerði mig skelkaða á sama
hátt og þegar ég stóð augliti til
auglitis við Jagger og samt hafði
ég enga löngun til að forða mér
frá honum.
Hann tók um höku mina með
báðum höndum og lyfti henni upp
svo ég horfðist i augu við hann. —
Þú ert hrædd, sagði hann, —
hrædd við það sem þú átt enn
óreynt. Þú átt eftir að gera
margar uppgötvanir, Nora. Við
ger.um þær saman. Þú þarft ekki
að óttast neitt, ástin min.
Andlit hans var mjög nærri
minu og i augum hans var þessi
frumskógaglóð ástriðna, sem ég
gat aðeins getið mér til um.
Ég hélt honum frá mér. — Nei,
sagði ég. — Ekki ennþá. Ég verð
að fara. Ég þarf að fá að hugsa.
valdandi, að einhver skynfæri
yfirþroskist, eins og til dæmis
heyrn og þefskyn blindra.
Jæja einhvern tima...
Ég reiknaði með þvi, að þeir
kæmu aftur til að lita á mig
innan tiu minútna. t rauninni
heyrði ég dyrnar að stofunni
opnast um sjö minútum eftir
að þeir fóru. Grimuklæddur
maður kom inn i ibúðina, kom
inn i svefnherbergi mitt og
leit á mig. Þetta var ekki
maðurinn, sem hafði áður
talað við mig. Þessi maður
var nokkru lægri og þreknari.
Hann leit aðeins á mig án þess
að segja orð,Svo sá hann úrið
mitt á náttborðinu, tók það
upp setti það i vasa sinn og
gekk út. Ég reiddist. Eg hafði
þegar verið búinn að sætta
mig við að hlita vilja þeirra,
en þetta atvik varð til að
vekja með mér uppreisnar-
anda. Mér er illa við, að fólk
snerti persónulegar eigur
minar. Þetta vita foreldrar
minir og virða vilja minn.
Ég heyrði , að stofudyrnar
lokuðust, og ég byrjaði að
telja sekúndurnar að hætti at-
vinnuljósmyndara:
„Eitthundrað og einn, eitt-
hundrað og tveir...” og svo
framvegis. A meðan ég taldi
lyfti ég upp simtólinu á
simanum við rúm mitt. Eins
og mig grunaði, var hann i
ólagi, og mér datt i hug, að
aðaltaugin i kjallaranum
hefði verið rofin. Ekki varð
það til að koma mér úr jafn-
vægi.
Ég áleit, að þeir myndu koma
einu sinni til tvisvar inn til
min. Og þegar þeir sæju, að
ég gerði enga tilraun til að
komast undan eða koma út
hjálparbeiðni, myndi liða
lengri timi á milli
rannsóknarferðanna. Eins og
ég sagði, liðu um sjö minútur
frá þvi, að þeir fóru út i fyrsta
sinn og þar til er þeir komu
aftur. 1 annað skiptið kom
maðurinn eftir ellefu minútur
og þrjátiu og sjö sekúndur. í
þriðja skiptið kom maðurinn
— nú var það hærri og grennri
maður — eftir sextán minútur
og átta sekúndur.
Ég reiknaði með, að nú
myndu liða tuttugu minútur ,
unz þeir kæmu næst. Ég taldi
mig geta unnið i friði i tiu
minútur. Ég hafði enga
löngun til að notfæra mér
tuttugu minúturnar, þar sem
ég vildi ekki stofna lifi
foreldra minna i voða eða
annarra ibúa hússins, sem
hafa gert sér far um að
reynast mér vel.
Yður skilst væntanlega , að
þótt neðri hluti likama mins
sé lamaður og ég hafi enga
stjórn á honum, er ég mjög
sterkbyggður ofan mittis.
Faðir minn fer með mig i
heilsuræktarstöð þrisvar i
viku. Ég er ágætur sundmað-
ur, ég get gert æfingar á tvi-
slá og Paul, þjálfarinn, segir,
að hann hafi aldrei séð nokk-
urn mann, sem er eins fljótur
i köðlunum. Vöðvarnir á
handleggjum minum og öxl-
um eru mjög sterkir.
Um leið og ég heyrði
misindismanninn fara út um
stofudyrnar i þriðja sinn,
svipti ég sænginni ofan af mér
og lét mig siga niður á gólf.
Ég reyndi að láta enga dynki
heyrast, sem þjófarnir kynnu
að heyra, ef þeir væru staddir
i ibúðinni beint fyrir neðan,
4A. Ég lá með axlir og bak á
gólfinu og lyfti fótleggjunum
niður á gólf með höndunum.
Ég taldi, á meðan þessu fór
fram. Ég vildi geta lokið
þessu innan þeirra tiu
minútna, sem ég hafði ætlað
mér, og ég vildi vera kominn i
rúmið áður en næst yrði litið
inn til min.
Ég mjakaðist úr stað með þvi
að leggja framhandleggina á
gólfið og draga sjálfan mig
áfram með upphandleggs- og
axlavöðvum. Ég er næstum
áttatiu kiló, og ferðin sóttist
seint. Ég man, að ég var að
hugsa um þau eðlisfræðilög-
mál, sem stjórnuðu ferðinni.
horn, vöðvar, togkraftur,
núningsmótstaða gólfteppis-
ins og þvi um likt. En það
skiptir ekki máli. Innan
þriggja minútna var ég kom-
inn að skápnum minum —
innbyggða skápnum á
norðurhlið herbergis mins, en
ekki fataskápnum að sunnan-
verðu.
Eftir að ég fór að fá áhuga á
rafeindafræðum, tók faðir
minn snagana og slárnar úr
skápnum. Hann fékk smið til
að setja upp hillur og vinnu-
borð i réttri hæð fyrir mig,
miðað við að ég sæti i hjóla-
stólnum. 1 þessum skáp voru
rafeindatækin min geymd.
Þarna var ekki aðeins stutt-
bylgjusendirinn minn með
móttökutæki, heldur einnig
hljómflutningstæki, og við
þau voru tengdir hátalarar i
herbergi minu, stofunni og
svefnherbergi foreldra
minna. Ég átti tvo plötu-
spilara og gat þvi leikið plötu
fyrir foreldra mina og hlustað
sjálfur á aðra, eða við gátum
hlustað á tvær segulbands-
upptökur á sama tima, ef við
kærum okkur um. Þetta var
ágætt fyrirkomulag, þvi að
þau vilja helzt hlusta á söng-
leiki, en ég hef mestan áhuga
á Beethoven, Bach og Gilbert
og Sullivan.
Yður þykir ef til vill fróðlegt
að heyra, að ég setti sjálfur
saman álla hluti i skápnum úr
„gerðu það sjálfur” pökkun-
um. Þér trúið mér ekki, ef ég
segi yður hve mörg tengi ég
hef lóðað saman,Það var ekki
aðeins töluvert ódýrara að
setja hlutina saman heldur en
að kaupa allt tilbúið, heldur
gat ég gert endurbætur — i
smáum stil að visu — sem
gerðu kleift að ná stereo
hljómi með segulbandi og
hljómplötum. Nú er ég að
setja saman hylkisspilara.
Nóg um það...
Ég opnaði skápdyrnar með
því að teygja mig upp. Vinnu-
borðið og stjórnhnappar
sendisins voru i illvinnandi
hæð. En til allrar hamingju
hafði smiðurinn, sem smiðaði
borðið, vandað smiðina, og
mér tókst að toga mig upp
Föstudagur 5. janúar 1973
o