Alþýðublaðið - 17.01.1973, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 17.01.1973, Blaðsíða 5
Alþýðublaðsútgáfan h.f. Ritstjóri Sig- hvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjóm- ar Hverfisgötu 8-10. — Sími 86666. Blaðaprent h.f. VITFIRRING OFBELDISINS Fyrir aðeins örfáum dögum birtist i Alþýðu- blaðinu forystugrein, þar sem rætt var um þá ó- hugnanlegu ofbeldis- og afbrotahneigð, sem fer núyfir landið eins og logi yfir akur. Benti blaðið á, hve vanbúið þjóðfélagið er til þess að veita mótspyrnu og löghlýðnum borgurum þá vernd, sem þeim ber. Varaði blaðið við áframhaldandi svefngengilshætti og afskiptaleysi ráðamanna af afbrota- og refsimálunum og varaði m.a. við þeim hugsunarhætti, sem um of virðist gegn- sýra sjónarmið þeirra, sem annast eiga leið- beinandi uppeldisstörf, að æskuna eigi að skoða sem ábyrgðarlausa og verði unglingi á að mis- stiga sig, jafnvel þótt um sé að ræða fyllilega meðvitað, yfirvegað og alvarlegt brot þá eigi alltaf fyrst að leita að sökinni hjá einhverjum öðrum en unglingnum sjálfum. Nú, nokkrum dögum siðar, hefur enn einn óhugnarlegur atburður átt sér stað i Reykjavik. Vopnaður maður ræðst inn i fjölbýlishús i einu af ibúðarhverfum borgarinnar, veitist þar að saklausu fólki, sem á sér einskis ills von, særir það og gerir aðvifandi mann, sem kemur til hjálpar ofsahræddu fólkinu, að örkumlamanni. öll þjóðin fyllist óhug er hún frétti atburð þenna og einlægri samúð með þeim, sem fyrir árásinni urðu. Margir meðal almennings hafa sagt, að mað- urinn, sem verknaðinn vann, hafi sjálfsagt ekki verið með réttu ráði, en bera ofbeldisverk siðustu ára ekki vitni um, að hluti sjálfrar þjóðarinnar sé ekki fyllilega með réttu ráði, — að vitfirring ofbeldisins hafi heltekið hug og hjörtu fjölmargra Islendinga? Hvernig er t.d. með það unga fólk, sem gengur um götur syngj- andi samtökum erlendra hryðjuverkamanna með blóði drifna slóð lof og pris og leggur tvenns konar mat á morð og misþyrmingar eftir þvi, hvort þau verk eru framin i anda „réttrar stefnu” eða ekki? Er þetta ekki lika vitfirring ofbeldisins, talandi tákn um sjúklegt hugarfar, sem reiðubúið er til að réttlæta misþyrmingar og fagna morðum, aðeins ef þau eru framin af „réttum aðilum”? Verk eins og þau, sem framin hafa verið und- anfariðóg valdaþvi, að skelfing hefur gripið um sig meðal ibúa heils borgarhverfis i Reykjavik, eru ekki einangruð undantekningatilfelli. Þau eru miklu frekar til vitnis um siðferðisþroska eða öllu heldur siðferðishnignun þjóðarinnar. Bjáti eitthvað á, þá verður of mörgum Islend- ingum nú á timum fyrst hugsað til ofbeldis til þess að rétta sinn hlut og þar sem viðnámsþrótt- urinn af einhverjum ástæðum er minnstur brýt- ur eldur heiftarinnar af sér öll bönd og einstakl- ingurinn ræðst á náunga sinn með það fyrir aug- um að ræna, limlesta, — eða jafnvel að myrða. Það hættulegasta er þó, þegar upp koma i sliku þjóðfélagi kenningar um að beita eigi of- beldið ofbeldi. Að fyrir niðingsverk eigi að hefna, en ekki að refsa. Slikar kröfur sýna það eitt, að ofbeldishneigð hefur fest djúpar rætur. Við Islendingar verðum umsvifalaust að snú- ast til varnar gegn þeirri afbrota- og ofbeldis- bylgju, sem yfir okkur gengur og gegn þeim hugsunarhætti, sem er gróðrarstia ofbeldis i verki. Það gerum við með fyrirbyggjandi að- gerðum en ekki með þvi að reyna að svala hefndarlöngun hinna löghlýðnu borgara innan ramma laganna. Grimmd verður aldrei eytt með grimmd, — en ofbeldi verður ekki heldur svæft með skeytingaleysi. JÓN ÁRMANH UM GENGISFELLINGUNA: SNEMMBUNU SVIKIN Hér birtist annar hluti af ræðu Jóns Ármanns Iléðinssonar um gengis- fellinguna. Fyrsti hluti birtist i Alþýðublaðinu i gær. Ég veitti þvi athygli, að hæstv. félagsrnálaráðherra sagði i gær i ræðu sinni: „Kaupið hefur verið geysihátt”, hins vegar man ég eftir þvi, að hæstv. forsætisráð- herra hefur sagt hóflegt. Ég skal ekki vera að eltast við þennan túlkunarmismun. Þeir um það, hvernig túlka á hlutina misjafn- lega, eftir þvi hvernig aðstæður eru. Nú þykir hæstv. félmrh. henta að tala um geysiháa kauphækk- un, til þess að réttlæta þessa gengisfellingu. Ég er viss um, að þetta hefði hann ekki sagt t.d. ef þing hefði setið hér i september eða i júni. Þá hefði hann ekki tal- að svona hátt um að kaup hafi hækkað, vegna bráðabirgðalag- anna frá 11. júli i sumar. En þá geta menn nú beitt þannig orð- anna hljóðan eftir þvi hvað við á i það og það skiptið. í sambandi við frv., sem var hér til umræðu fyrir rúmlega tveimurárum, um verð- lag og atvinnuöryggi, 1970, voru hér langar umræður. Ég hefi far- ið i gegnum þessar umræður og það er alltof langt mál að rekja þær, þó væri það mjög gaman, sérstaklega vegna tengsla vissra manna hér i dag við rikisstjórn og alþýðusamtökin. En þeir hefðu gott af þvi að fletta upp i eigin ummælum þá og hugleiða aðeins, hvað þar stendur á tugum blað- siðna. Ég ætla mér ekki að rifja þetta upp, það er bezt að þeir geri það i einrúmi. Það var nefnilega tilkynnt i kvöld hækkun ávini og tóbaki. Vin á að hækka um 30% og tóbak á að hækka um 25% og einhvern veg- inn hefur það siast út hér i þing- sölunum, að þetta eigi nú ekki að koma beint inn i visitöluna og hafa full áhrif. Ekki veit ég hvað þetta verkar inn i visitöluna, en svona fljótlega skoðað kynni þetta að nálgast 2 stig. En hvern- ig var það nú með vesalings við- reisnarstjórnina, var hún ekki að berjast við hækkun á vini og tóbaki á sinum tima, i þessu frv., sem ég vitnaði til hér áðan? Var hún þá ekki talin óferjandi að öllu leyti? En hvað ætli muni ske núna? Nú, er þetta bara einn þáttur i tekjuöflun rikisstjórnar. Það kemur lika fram i trúnaðar- plaggi sem fjárveitinganefnd var sýnt i kvöld, að það muni kosta um 1000 millj. kr. að halda visitöl- unni innan þessara marka, svo að hún fari ekki yfir 124 stig á kom- andi ári. Það er reiknað með þvi, þó er ekkert tekið tillit til þeirra kjarasamninga, sem verða á komandi hausti. Það er heldur ekkert tekið tillit til þeirra áhrifa, Jón Arm. Héðinsson sem nokkur verkalýðsfélög, eða launþegafélög kynnu að ná i gegnum samninga, sem ganga yfir núna, m.a. við farmenn, við vélstjóra, og við flugmenn. Gagn- varl verkalýðshreyfingunni eru þetta hátekjumenn. Ef þeir nú knýja fram umtalsverða launa- hækkun i gegnum verkfallsrétt- inn? Dettur þá nokkrum manni i hug, að forsvarsmenn láglauna- fólksins geti veriðrólegir?!Sagter, að tengslin verði ekki rofin á einn eða neinn hátt viö visitöluna, og hún eigi að mæla eðlilegt gildi kaupsins. En þrátt fyrir það, þá ætlar hæstv. rikisstj. að nota a.m.k. 1000 millj., til þess að draga úr þessum áhrifum og halda kaupinu þannig innan viss ramma, sem er ósköp skiljanlegt. Þetta eru ósköp skiljanleg vinnu- brögð og raunar liklega alveg ó- hjákvæmileg vinnubrögð. Við höfum hinir flokkarnir, sem eru i stjórnarandstöðu, verið að bagsa við þetta, þá sagt i fullri andstöðu við launþegasamtökin á sinum tima, en nú er dæminu aðeins snúið við. Nú er kallað, að hér sé vinveitt rikisstjórn. Hún segir það á pappirnum, að tengslin verði ekki rofin. Við fáum ekkert að vita um, hvaða bandormar fylgja þessari gengisfellingu. Við höfum ekki hugmynd um það. Það er ekkert látið uppi um það á einn eða annan hátt. Við verðum þvi vara að vona, að þeir komi með þá bandorma, sem verkalýðs- samtökin sætta sig við. Við verð- um bara að vona það. Þeir treysta sér bara ekki til þess að skýra frá þvi. En það er til marg- rómaður stjórnarsáttmáli, sem menn eiga að lesa, eftir ráölegg- ingu hæstv. forsætisráðherra kvölds og morgna til þess að skilja. En skyldu nú ekki flestir hafa skilið hann svo hingað til, þangað til þessi ósköp dundu yfir, að gengisfelling væri ekki á næsta leiti? Ég man eftir þvi, að þegar ég var að berjast i kosningabar'- áttunni litið reyndur á móti þess- um snillingum i minu kjördæmi, þá var þaö sagt: Það eru þreyttir menn i ráðherrastól- unum, úrræðalausir, lofum þeim að hvila sig, lofum nýjum mönn- um að koma inn, sem hafa nýjar Kramhald á bls. 4 FLOKKSSTARFIÐ HAFNFIRDINGAR Alþýðuflokksfélag Hafnarf jarðar boðar til fundar i Alþýðuhús- inu i Hafnarfirði nú i kvöld 17. janúar, kl. 20,30. Fundarefni: 1. Bæjarmál. Bæjarfulltrúarnir Stefán Gunnlaugsson og Hörð- ur Zóphaniasson hafa framsögu. 2. Kosningar i fulltrúaráð. STJÓRNIN FELAGSVISTIN Reykvikingar. Alþýðuflokksfélag Reykjavfkur efnir til félags- vistar n.k. fimmtudagskvöld, 18. janúar. Spilað verður i Ingólfs- café, niðri, og verður byrjað að spila kl. 8.30 stundvislega. Fólk er hvatt til að mæta á tilsettum tíma. Skemmtinefndin. ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG REYKJAVÍKUR AUGLYSIR VIÐTALSTIMAR ÞINGMANNA OG BORGARFULLTRÚA ALÞÝÐUFLOKKSINS Stjórn Alþýðuflokksfélags Reykjavikur hefur ákveðið að gangast fyrir því, að Reykvikingar geti hitt að máli þingmenn Alþýöuflokks- ins i Reykjavik og borgarfulltrúa. Reglulegir viðtalstimar verða frá kl. 5 til 7 hvern fimmtudag og verður auglýst fyrirfram, hverjir verða til viðtals hvern dag. Fyrsti viðtalstíminn verður n.k. fimmtudag, 18. janúar, kl. 5 til 7 e.h. á skrifstofum Aiþýðuflokksins, Hverfisgötu 8-10. Til viðtals verður formaður Alþýðuflokksfélags Reykjavikur, Sigurður E. Guðmundsson, varaþingmaður Aiþýðuflokksins i Reykjavik. Alþýðuflokksfélag Reykjavikur. Sigurður Guðmundsson Miðvikudagur 17. janúar 1973 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.