Alþýðublaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1973næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Alþýðublaðið - 17.01.1973, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 17.01.1973, Blaðsíða 6
t norska Arbejderblaðinu — málgagni norska Alþýðuflokksins — birtist laugardaginn 30. desem- ber s.l. grein um laxarækt á ts- landi eítir Magnus Berg, skrif- stofustjóra i norsku veiðimála- stofnuninni. Greininni fylgdu margar myndir — flestar frá ræktunarstöðinni i Kollafirði. Birtir Alþýðublaðið greinina hér i lauslegri þýðingu. Auðséð er af grein skrifstofu- stjórans, að hann hefur kynnt sér vel veiðimálin á tslandi og hrifizt af þvi, sem hann hefur séð. Vildi hann auðsjáanlega mjög gjarna, að Norðmenn væru komnir jafn langt i ræktunar- og verndunar- málum og íslendingar og telur okkur auðsjáanlega vera til fyrir- myndar um fiskveiðimál i ám og vötnum. Einhversstaðar erum við tslendingar þá fremstir og er ánægjulegt að lesa orð hins norska sérfræðings um störf okk- ar i laxveiðimálum. Magnús Berg, skrifstofustjóri i norsku Veiðmálastofnuninni: Lax og laxarækt á islandi Aðstæður frá náttúrunnar hendi gera það að verkum, að ár og læk- ir á Islandi eru fjölbreyti legri að eðli, en á sér stað nokkurs staðar annars staðar i Evrópu. bar eru ár með svo heitu vatni, að engir fiskar geta þar þrifist. Jökulárnar geta verið svo mengaðar jarðefnum og vatns- magnið svo mismunandi, að fisk- ar eiga erfitt með að lifa það af. En þar eru einnig ár með tæru vatni og heppilegum sumarhita og gnægð af fæðu fyrir fiskinn. Það eru slikar ár, sem framleiða megnið af laxinum. Landið liggur á mjög úrkomu- sömu svæði, — einkum og sér i lagi er úrkomusamt á Islandi vestanverðu. Þar er snælinan i aðeins 800 metra hæð. bar eru engir skógar og loftslag svalt og þvi litil uppgufun. Arnar eru þvi hlutfallslega mjög vatnsmiklar miðað við úrkomuna og stærð úr komusvæðisins. Veðurskilyrði eru mjög breytileg, og það getur verið mikii ismyndun i ánum. Sérstaklega jökulárnar búa yfir mjög breytilegu vatnsmagni og einstaka sinnum geta orðið i þeim mikil flóð, svipað þvi sem getur orðið hjá okkur i vatnsföllum sem jökull stiflar, þegar jökulstiflan er orðin of létt. Sérstaklega á þetta sér stað á svæðunum sunn- an Vatnajökuls, þar sem á hverju ári verða svo stórkostleg flóð, að ennþá hefur ekki verið lagður vegur eftir suðurströndinni. Hraunflæmi, gróðurlitil, þekja einnig viðáttumikil landsvæði. Á slikum slóðum er litið um ár, þvi vatnið sigur niður um hinn holótta jarðveg. Mest flatneskjan og bezta landið er i suðvestri, i hér- uðunum umhverfis Reykjavik og þar suð-austur af. Hér býr flest fólkið. Um það vil helmingur þjóðarinnar býr i höfuðborginni. Ekkert illfiski Fiskitegundirnar, sem finna má, hafa gengið i árnar utan af hafinu. Island er svo lánsamt, að ekki einu sinni munkarnir fluttu inn nýjar fiskitegundir, sem nú myndu örugglega vera óvel- komnar i ánum, aðeins hinn ameriski regnbogasilungur hef ur verið fluttur inn, en hann er ekki til villtur. Þær tegundir, sem finna má, eru þvi lax, sjóurriði og sjóbleikja, áll og þrigadda horn- sili. Einnig eru til vatnaurriðar og bleikjur, þvi þessar fiskitegundir mynda staðstofna. Aðstæðurnar eru þvi hentugri en i miklum meirihluta okkar lands, það eru engar verðminni fiskitegundir, sem keppa við þá göfugustu þeirra allra, — laxfiskana. Is- lendingarnir hafa þess vegna bannað innflutning á öllum slik- um fiskitegundum vegna þess að þeim er þessi hagur fyllilega ljós. Á tslandi eru meira en 100 ár þar sem lax finnst, en talið er að einungis i 60 þeirra sé hann i ein- hverjum mæii. Þetta eru þýð- ingarmestu fiskiárnar. Mest af laxinum er smálax undir 60 cm. og 3kg. að þyngd. Það er fiskur, sem verið hefur eitt ár i sjó. Þar er einnig góður lax af millistærð, en litið af stórum iöxum, — fiskur yfir 8 kg. að þyngd er t.d. mjög sjaldgæfur. Þó hefur veiðzt lax, sem var 24,5 kg., en slikt heyrir algerum undantekningum til. Fyrstu laxveiðilögin eru frá ár- inu 1922. Þá var tsland svo lán- samt, að nærfellt engin laxveiði var stunduð i sjó. Á íslandi vest- anverðu var þá aðeins ein lax veiðinót til og á norð-austanverðu landinu einungis þrjú laxveiði net. Þessir fengu leyfi til að fiska áfram, en bannað var að hefja veiði i sjó. Lögin voru'siðast endurskoðuð i júni árið 1970 og ákvæði þeirra eru þvi mjög ný- tizkuleg. Ströng ákvæði eru einn- ig i gildi varðandi veiðar á öðrum fiskum en laxi i ármynnum, t.d. er bannað að veiða fisk nær ármynni en sem svarar 1 km. á timabilinu 1. marz til 1. október, sé meðalvatnsmagn árinnar minna, en 25 rm/sek. Ef vatns- magn árinnar er meira, á fjar- lægðin að vera 2000 metrar. Veið- ist lax i sjó, þegar leitað er ann- arra fiskitegunda, þá á umsvifa- laust að sleppa honum lausum. Samkvæmt þessu eru kringum- stæöur laxveiðinnar þvi allt aðr- ar á Islandi en i Noregi, en þar er u.þ.b. 90% allrar laxveiði, sem gengin er úr sjó. Islendingar eru það vel settir, að laxstofninn, sem til verður i ánum, er ekki skertur fyrr en eftir að hann hefur gengið i árnar aftur eftir dvöl i sjó. Ein- mitt svona á að stunda laxveiðar eftir þvi sem liffræðingarnir segja okkur, stofninn i hverri á er veiddur sérstaklega og þvi er hægt að stýra veiðinni eftir þvi, sem hver stofn þolir. Og ef ræktun er stunduð er hægt að sjá árang urinn á þvi fiskimagni, sem snýr aftur eftir sjávardvölina. Þetta skapar mjög aukinn áhuga fyrir fiksivernd, þeir, sem eiga réttind- in geta fengið að njóta þess, sem þeir gera. bað verður gaman að fylgjast með þvi, hvert þetta mun leiða. Veiöiréttindi og landeigendur Það eru landeigendurnir, sem eiga veiðiréttindin og u.þ.b. 90% laxveiðiréttinda eru i einkaeign. Það er skylda að landeigendur við laxveiðiá geri með sér veiðifélag og hafa nú verið stofnuð um 100 slik. Landeigendurnir mynda fé- lagsskap þannig að hægt er að reka veiðina i félagi. Verðmæti réttinda hvers og eins er metið með tilliti til fiskmagns árinnar og er það 3ja til 5 manna nefnd frá veiðifélaginu, sem framkvæmir það mat og er þá tekið tillit til veiðimöguleika með stöng eða i net og hvort veiðisvæðið hafi sér- staklega hagstæð got- eða upp- vaxtarskilyrði. t veiðifélaginu taka landeigendurnir siðan ákvörðun um, hvernig veiðina á að reka, hvort heldur sem niður- staðan er eigin netaveiði eða með útleigu. Verði valið útleiga til sportfiskimanna eru árnar iðu- lega leigðar stangveiðimannafé- lögum, sem geta þá leigt útlend- ingum árnar ákveðinn hluta veiðitimans gegn griðarháu gjaldi, en stangveiðimennirnir innlendu, sem i félaginu eru, geta svo fengið ána leigða á öðrum timum veiðitimabils fyrir miklu minna gjald. Lengd veiðitima- bilsins er ákveðin 3 mánuðir og er frá 20. mai til 20. september. Vegna mismunandi aðstæðna i ánum getur gangan komið i sum- ar þeirra i mai, en i aðrar i ágúst. bað er þessvegría ógerningur að tiltaka veiðitimabil, sem á jafn vel við allar ár. bvi er timabilið takmarkað við þrjá mánuði en getur hafist og endað á ólikum tima innan markanna 20. mai til 20. september. Vikuleg friðun er ákveðin á netaveiði, en net má aðeins nota i 3,5 sólarhringa á viku. Einnig eru ákvæði um möskvastærðir og gerðir neta, en ýmsar tegundir neta eru notaðár. Þá eru einnig ákvæði um lengdir netanna og um það, hversu lengu þau mega liggja i vatni. Eftir þvi sem meira fé hefur verið i boði i sportveiðum hefur dregið úr netaveiðinni, en stangveiðin aukizt. Netin eru nú einna helzt notuð i jökulánum og um 50% af veiddum laxi er nú fenginn á stöng. Ákvæði um sólarhringsfriðanir og stangafjölda eru einnig i gildi varðandi stangveiðina. Aðeins má veiða i 12 tima á sólarhring. Þetta hefur þær afleiðingar, að ó- venjugóð stangveiði er i ánum. Laxamagnið i ánum er ævintýra- lega mikið miöað við norskar að- stæður, og hefur það gefið mögu- leika til hárrar útleigu. Verðið á leigugjöldin eru svo há, að það borgar sig að leigja árnar út. Þess vegna er netaveiðin i hrað- fara afturför. Þá er séð fyrir góð- um færslum og skýrslum um veiðina. Þetta veldur miklu um, hversu gott verð er hægt að fá fyrir leigu i ánum. Hvitá i Borgarfirði þar sem Egill Skallagrimsson bjó er gott dæmi um hvað hægt er að fá út úr leigu til sportveiða. Netveiði hef- ur verið stunduð i aðalánni, en hliðará hennar, Grimsá, hefur verið leigð út. Þar mega vera 10 stangir. Gjaldið fyrir veiðitima- bilið er 7 millj. isl. kr. Veiðin er 2000 laxar, aðallega smálaxar. Leigan ein gerir þvi u.þ.b. 350 kr. á Iax. Þetta er mjög hátt verð með hliðsjón af kjötverði i land- inu, og þessu til viðbótar koma ýmsar aðrar tekjur, sem fást af sportveiðimönnum. En það virð- ist ótrúlegt, aö hægt skuli vera að fá meiri tekjur af svona smáá en við höfum af okkar beztu laxaám með stórum löxum, sem gerir veiðina sérstaklega eftirsóknar- verða. 15000 laxar á veiðitímanum i ölfusá Á Suð-Vestur tslandi er Olfusá ein af stóru ánum. Hér veiðast allt að 15 þús. löxum yfir veiði- timann. Aðaiáin er mynduð af tveim hliðarám, — Hvitá og Sogi. Þar sem Hvitá safnar i sig ýms- um jökulvötnum er Sogið, sem kemur úr bingvallavatni, tær á. Hún er þess vegna mjög hentug til stangveiða. I jökulánni er hins vegar verra að veiða á stöng og i aðalánni er þvi nokkuð um neta- veiði. t slikum stórám er laxinn venjulega einnig mun stærri. Gegnum austurhluta Reykja- vikurborgar fellur hin litla Ell- iðaá. Þetta er næstum þvi aðeins stór lækur og laxinn gengur að- eins örfáa kilómetra upp i hana. Samt sem áður er veiðillOOO til 16000 laxar á ári. Hvaða höfuð- borg önnur býður upp á þvilika stangveiðimöguleika? Aðstæð- urnar minna á Finnmörku sum- arið 1945. Þjóðverjarnir höföu brennt næstum öll hús til grunna og nær engin veiði tæki voru þá i sjónum. Svo mikar laxagöngur gengu þá i árnar, að fólk sem ekki sá það með eigin augum, getur varla gert sér i hugarlund, hvern- ig göngurnar voru. Með þessar mörgu, litlu ár mætti halda, að mjög erfitt væri að koma við raunhæfu eftirliti. En þar sem ekkert er um laxveiöi i sjó, er hægt að einskorða eftirlitið við árnar. Þarna er enginn skóg- ur og útsýnið þvi miklu meira, en hjá okkur. Verðmæti veiðanna er mikið og áreigendur og sport- veiðimennirnir eru þvi samhentir um verndunaraðgerðir. Þess vegna er aðeins mjög litið um ó- löglega veiði og hún ógnar þvi alls ekki stofninum. bað þarf aðeins nokkra eftirlitsmenn og rikið borgar laun þeirra að hálfu. Hluti af þvi fé, sem inn kemur fyrir leigu, skilast til ánna með fiskiræktinni. Mikið af laxastig- um hefur verið byggt og rikið greiðir helming kostnaðarins, þegar verkið hefur verið sam- þykkt. Um 300 km af nýju árlendi hefur verið opnað fyrir laxfiskum og enn meir er hægt að gera. Ásamt laxinum er einnig sjó- urriði i islenzku ánum. Þvi hefur verið veitt athygli á tslandi sem i Noregi, að þessir fiskistofnar eru háðir hvor öðrum, — þegar laxa- stofnin eykst minnkar slofn sjó- urriðans og öfugt. Þar sem sjó- urriðinn er miklu verðminni fisk- ur en lax og árnar framleiða mun minna magn af sjóurriða en laxi við sömu kringumstæður er of- veiði'á laxi þvi mjög alvarlegur hlutur. tslendingar hafa lært af þessu. Áreigendur fjárfesta mikiö Areigendur á Islandi geta reiknað með þvi, að fá árangur af ræktunarstarfi i ánum. Það er þvi beinlinis arðsamt; Þess vegna hafa þeir fjárfest i klaki og upp- eldi seiða fram til þess að þau ganga i sjó og þá setja tslending- ar seiðin I árnar. Hjá okkur er slik ræktun aðeins rekin i sambandi við bætur fyrir landspjöll vegna virkjunarframkvæmda. Hjá okk- ur skila sér ekki svo margir full- vaxnir laxar upp i árnar aftur, að ræktunin borgi sig. bað eru aðrir en áreigendur, sem hirða myndu ágóðann. A Islandi hafa verið byggðar um 10 laxaeldisstöövar og árlega er sleppt i árnar um 300 þús. gönguseiðum. Þetta er um það bil sami fjöldi og i Noregi. Stærsta eldisstöðin er i rikis- eign og var reist i Kollafirði, skammt frá Reykjavik. Rennandi vatn fær stöðin úr litlum læk, en þar að auki hefur verið borað 140 metra niður eftir volgu vatni. Framleidd hafa verið i stöðinni eins árs gönguseiði, en þau skil- uðu sér illa til baka. Þá var eldis- timinn lengdur upp i tvö ár og skila um 10% seiðanna sér til baka. Laxagildra hefur verið sett i lækinn þar sem hann fellur fram hjá stöðinni og þar eru fullorðnu laxarnir fangaðir, sem ganga ut- an frá sjó og upp i lækinn. Flestar tilraunirnar með gönguseiðin hafa ekki enn verið gerðar nægilega lengi til þess aö hægt sé að segja með óyggjandi hætti fyrir um árangurinn. Af merktum seiðum frá Kolla- fjarðarstöðinni sem skila sér aft- ur hafa um 90%> aðeins dvalið eitt ár i sjó áður en þau koma aftur til að hrygna. A árunum 1966—1967 voru u.þ.b. jafn margir karlfiskar og kvenliskar i hópunum, sem skiluðu sér aftur i árnar, en á seinni árum hafa kvenfiskar myndað um 70% hópsins, sem ár- lega skilar sér aftur. Þyngd kven- fiskanna er að meðaltali nokkuð -meiri,en karlfiskanna. Kringum- stæðurnar eru þvi töluvert á aðra lund á íslandi en i Noregi, en i siðartalda landinu hefur hin mikla laxveiði i sjó valdið þvi, að „offramboö” er á karlfiski. Hjá okkur eru karlfiskarnir venjulega eitt og kvenfiskarnir tvö ár i sjó, áður en þeir ná hrygningarþroska og kvenfiskurinn er miklu við- kvæmari fyrir veiðum, en karl- fiskurinn. Þess vegna verður ,,of- framboð” á karlfiskum i ánum, en of litið af kvenfiskum. Gönguseiöin, sem sleppt var i Kollafirði árið 1969 og voru 40 þús. tveggja ára seiði, höfðu árið 1970 skilað 4200 fiskum, sem snúið höfðu aftur. bessir fiskar skiluðu sér i gildruna i læknum. Þar sem skilatalan eftir 1 ár i sjó er 90% hjá þeim, þá hefðu þeir árið eftir, árið 1971. átt að fá 400 fiska af Framhald á bls. 10 Miðvikudagur 17. janúar 1973 Miðvikudagur 17. janúar 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað: 13. Tölublað (17.01.1973)
https://timarit.is/issue/234729

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

13. Tölublað (17.01.1973)

Aðgerðir: