Alþýðublaðið - 17.01.1973, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 17.01.1973, Qupperneq 9
Iþróttir 2 NÚ TEKUR DEILDARKEPPNIN VID AD NflD - 06 LIVERP00L FÆR MEISTARA DERBV f HEIMSÓKN! Chelsea-Arsenal 2 Það hefur jafnan verið um tvisýna baráttu að ræða þegar þessi nágrannalið mætast. Arsenal er nú i 2. sæti með 37 stig, en Chelsea er i 7-11 sæti með 26 stig. Arsenal vann Chelsea i fyrra á Stamford Bridge með 2-1, en þar fer þessi leikur fram nú. Ég reikna með sömu úr- slitum að þessu sinni, en bendi á jafntefli sem líkleg úrslit. Leicester-Man.City 1 Bæði eru þessi lið neðarlega i 1. deild, þar sem Leicester er með 20 stig og er i 17-18. sæti, en Man. City er i 13.-24. sæti með 24 stig. Þar sem Man.City er með mjög slakan árangur á útivelli hallast ég fremur að þvi, að Leicester vinni þennan leik, en rétt er að geta þess að liðin skildu jöfn i fyrra á Filbert Street án þess að mark væri skorað. Liverpool-Derby 1 Liverpool heldur enn öruggriforystu i 1. deild með 40 stig, en meistararnir frá i fyrra, Derby, eru i 5. sæti, með 29 stig og hafa þvi enga möguleika á því að verja titilinn. Þar sem Liverpool hefur enn ekki enn tapað á Anfield Road i vetur, á ég ekki von á öðrum úrslitum en heimasigri i þessum leik. Man. Utd.-West Ham 1 Fá lið hafa verið meira i fréttum að undanförnu en Man. Utd., en þetta fræga lið er nú i neðsta sæti i 1. deild og kaupir og selur leikmenn i grið og erg og gerir þannig örvæntinga- fulla tilraun til að bæta stöðuna. Hinir tryggu áhangendur liðsins, sem jafnan fylla áhorfendapalla Old Trafford, munu án efa heimta sigur yfir West Ham á laugardaginn og ég held að þeim verði að ósk sinni, þvi ég spái heimasigri. f KVÖLD ERU ÞAD A siðasta seðli voru eingöngu leikir úr 3ju umferð bikar- keppninnar og eins og raunar var vitað fyrir, komu úrslit nokkurra leikja á óvart. Arsenal gerði jafntefli við Leicester á Highbury, en þar höfðu flestir gert ráð fyrir ArsenaL sigri. Efstu liðin i 1. og 2. deild Burnley og l.iverpool gerðu einnig jafntefli og þriðja leiknum á seðlinum, milli Carlisle og Huddersfield lauk ejnnig með jafntefli. Síðan komu þrir heimasigrar og voru það úrslit, sem almennt var reiknað með. Norwich og Leeds gerðu einnig jafntefli svo að engu af þrein efslu liðunum i 1. deild tókst að tryggja sér áframhaldandi þátttöku. önnur úrslit urðu á þann veg, sem reikna mátti með, nema hvað WBA tókst ekki að sigra 2. deildar liðið Nott. For. og Man. Utd. tapaði rétt einum leiknum og að þessu sinni fyrir Úlfunum. Spámenn blaðanna stóðu sig þokkalega vel i siöustu spá, þvi Sunday People var með 8 leiki rétta, en siðan komu Alþýðublaðið og Morgunblaðið með 7 rétta, þá Sunday Mirror, Sunday Telegraph og Þjóðviljinn með 6 rétta. Vísir, Observer og News of the World voru með 5 rétta, en Timinn rak lestina að þessu sinni með aðeins 3 leiki rétta. Næsti getraunaseðill er nr. 3, en á honum eru leikir úr deildarkeppninni. Virðist mér hann hvorki erfiðari eða léttari en siðustu seðlar. Þá hef ég þcssi orð ekki fieiri að sinni og sný mér að sp- ánni: Birmingham-Wolves X Birmingham tapaði um s.l. helgi i Bikarkeppninni fyrir 2. deildar liðinu Swindon, Úlfarnir tryggðu sér áframhaldandi þátttöku með þvi að sigra Man. Utd. 1-0. Það verður tvisýnt um úrslit á St. Andrews i þessum leik Birmingham og Úlfanna og finnst mér allir möguleikar fyrir hendi Þó finnst mér jafntefli koma sterklega til greina, enda hvert stig dýrmætt fyrir heimaliðið. Newcastle-Crystal Pal. 1 Newcastle er i hópi efstu liða i 1. deild, en það sama verður ekki sagt um Crystal Pal., sem á i harðri baráttu fyrir tilveru sinni i deildinni. Crystal Pal. vann Newcastle óvænt á St. James Park i fyrra, en held ég að dæmið snúist við og að heimaliðið sigri, enda tapar Newcastle þar ekki mörgum stigum að öllu jöfnu. Norwieh-Leeds 2 Svo skemmtilega vildi til, að þessi lið mættust á Carron Road, s.l. laugardag i Bikarnum og skildu þá jöfn, l:l.,Nú leika þau aftur á sama velli, en að þessu sinni i deildini . Ef Leeds á að eiga möguleika á þvi að halda i við Liverpool, verða bæði stigin að vinnast i þessum leik og ég reikna með þvi að það takist. Spá min er þvi útisigur. Southampton-Sheff. Utd. 1 Hér eigast við lið, sem oft er erfitt að henda reiður á hvað gera. Southampton er um miðju i deildinni, en Sheff. Utd. hefur gengið illa i vetur og er i 7. sæti neðanfrá með 21 stig. Dýrlingar frá Southampton eru harðir i horn að taka á velli sinum The Dell og það hygg ég að Sheff. Utd. komi til með að finna næsta laugardag, enda spái ég heimasigri. Stoke-Coventry 1 Þegar þessi lið mættust i fyrri umferðinni i 1. deild á Highfield Road heimavelli Coventry, þá vann heimalið með 2-1. Nú er aftur á móti leikið á Victoria Ground, heimavelli Stoke, og er ég nokkurnveginn sannfærður um að dæmið snýst við og að heimaliðið sigrar. Spá min er þvi sigur fyrir Stoke. Tottenham-Ipswich 1 Hér fáum við leik tveggja liða, sem bæði eru i fremstu röð, þvi Ipswich er i 4. sæti, með 33 stig, en Tottenham er i 7- ll.sæti með 26stig. Það verður þvi ekkert gefið eftir á White Hart Lane á laugardaginn og spá mín er sú að heimaliðið hafi betur i þeirri viðureign. Liðin hafa mætzt fyrr i vetur og þá á Portman Road, velli Ipswich og varð þá jafntefli 1-1. WIÍA-Everton 1 Þá erum við komin að siðasta 1. deildar leiknum á seðl- inum, sem fram fer á The Hawthorns, en leik liðanna þar i fyrra lauk með heimasigri 2-0. WBA er alveg við botninn um þessar mundir og þvi nauðsyn á að krækja sér i 2 stig á móti Everton, sem ekki hefur sterku liði á að skipa um þessar mundir. Spá min er þvi heimasigur. Swindon-Sunderland X Swindon lagði 1. deildar liðið Birmingham aðvelli i Bikar- keppninni á County Ground um s.l. helgi og aftur leikur liðið þar um næstu helgi i deildarkeppninni og þá á móti Sunder- land. Bæði eru þessi lið meðal neðstu liða i 2. deild. Það getur allt skeð i þessum leik og þvi óvissa um úrslit. Heima- sigur eða jafntefli finnst mér helzt koma til greina og þvi bezt að fara varlega og spá jafntefli. TVEIR STÓRLEIKIR í kvöld má búast við húsfylli i Laugardaishötlinni, þvi þá fara fram tveir stórleikir i X. deild. Leika fyrst Vikingur og ÍR, en síðan Valur og FH. Ekki þarf að fjöl- yrða um þýðingu þessara leikja fyrir stöðuna á toppi 1. deildar. Sem fyrr segir má búast við mikilli aðsókn, og er fólki þvi bent á að koma timanlega. Fyrri leikurinn hefst klukkan 20,15. Meðfylgjandi mynd var tekin i fyrra, þegar Valur og FH áttust við i einumaf mörgum bardagaleikjum þess- ara liða. —SS. Miövikudagur 17. janúar 1973

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.