Alþýðublaðið - 18.01.1973, Qupperneq 7
3 þá helzt það að drekka minna
IGUNNIER
[,, ÞYNNKU
áfengisáhrif hafa hins vegar
horfih mun fyrr.
— Sá stóri verður sem sé að
drekka meira en sá litli til þess
að finna á sér?
— Já, og sé tekið tillit til þess;
að iifrar beggja sé i áþekku
ásigkomulagi, þá verður stóri
maðurinn á sama hátt undir
áhrifum löngu eftir að runnið
hefur af þeim litla.
Setjum svo, að sá litli sé 50 kg.
á þyngd, en sá stóri 90 kg. og á
milli kl. 8 og 12 að kvöldi inn-
byrði hvor þeirra um sig 40
centilitra af alkóhóli. Klukkan
eitt um nóttina hefur þá sá stóri
2,21 prómill af alkóhóli i blóðinu,
en sá litli næstum tvöfalt meira,
eða 2,18 prómill. Sá litli ætti þvi
að vera „syngjandi fullur”, en
sá stóri ekki verr leikinn en það,
að hann ætti auðveldlega að
geta hneykslazt á framferði litla
mannsins, kunningja sins.
Ef stóri maðurinn ætlar hins
vegar að fylgja litla kunningja
sinum eftir i gleðskapnum, þá
yrði hann að innbyrða u.þ.b. 60
centilitra af alkóhóli á móti
þeim 40, sem sá litli ,,lét sér
nægja”. En þá er magnið, sem
lifur þess stóra þarf að eyða af
alkóhóli úr blóðinu, lika þeim
mun meira.
Klukkan eitt um nóttina er
áfengismagnið i blóði beggja
2,18 prómill. Þrettán klukku-
timum siðar er litli maðurinn
4 orðinn bláedrú. En sá stóri
ir verður ekki laus við alkóhólið úr
likama sinum fyrr en 22 timar
eru liðnir, —9 klukkustundum á
eftir þeim litla.
— Það virðist þvi bæði vera
ódýrara og heppilegra að vera
litill. En getur þá litill maður
ekki drukkið stóran mann ,,und-
ir borðið”?
— Jú, sannarlega. Þar kom-
um við að þvi forvitnilega rann-
sóknarefni — fyrir visindamenn
að sjálfsögðu — þar sem er auk-
ið þol einstaklingsins gegn
áfengisáhrifum.
Manneskja, sem hefur vanið
likama sinn á neyzlu alkóhóls,
byggir smátt og smátt upp
aukna mótstöðu gegn áhrifum
þess. Þar að auki lærist lifrinni
með tið og tima að brjóta niður
meira magn af alkóhóli á
klukkustund. Fólk, sem drekkur
mikið, gefur brennt þrem til
íimm centilitrum af alkóhóli á
. iklukkustund i stað þeirra
/tveggja, sem venjulegt fólk
brennir að meðaltali á sama
tima. 1 viðbót við þetta virðist
einnig heilinn geta vanið sig við
sterkari og sterkari alkóhól-
blöndu án þess að verða fyrir
áhrifum. Þyki „óvönum” t.d.,
að áhrifa gæti af vindrykkju,
þótt alkóhólmagnið sé aðeins 1
prómille i blóðinu þá getur ver-
<ið, að vanur drykkjumaður, eða
eigum við ekki heldur að segja
ofdrykkjumaður, þurfi allt að
þrefalt meira alkóhólmagn i
blóði til að merkja áhrifin. Af
þessu leiðir, að litill maöur get-
ur vel drukkið stóran mann und-
ir borðið, en þá vel að merkja
þvi aðeins, að likami þess litla
hafi vanizt i svo rikum mæli að
neyta áfengis, að myndazt hafi
mótstaða gegn áhrifum þess, en
stóri maðurinn sé hins vegar
mun óvanari áfengisneyzlunni.
— Maður getur ' sem sagt
þjálfað sig upp i að drekka
áfengi?
— Já, en þetta orðatiltæki,
„að þjálfa sig upp i” er i hæsta
máta óæskilegt, þar sem það
leiðir hugann að heilbrigðum
likamsæfingum. Æfing i áfeng-
isdrykkju á ekkert skylt við
slikt, — siður en svo.
Manneskja, sem hefur vanið
sig á vindrykkju, hefur i staðinn
týnt niður ákveðnum viðbrögð-
um likamans, sem hjá öðru fólki
^ hindra eitrun af völdum áfeng-
isins, en ef áfengi er drukkið i of
miklum mæli getur það haft i
för með sér alvarlega eitrun,
sem leiðir til dauða. Með tið og
tima hverfur t.d. ógleðin sam-
, fara of mikilli áfengisneyzlu og
þegar svo er komið, þá ver lik-
aminn sig ekki lengur með upp-
sölu þegar svo mikið magn hef-
ur verið drukkið af áfenginu, að
eitrunarhætta er á ferðum. Á
sama hátt verður vanadrykkju-
maður sjaldan fyrir þvi, að her-
bergið fari að snúast fyrir aug-
unum á honum og hann byrjar
ekki að röfla eða að slaga, fyrr
en hann hefur drukkið óeðlilega
mikið. Þannig bila smátt og
smátt hinar eðlilegu varnir
likamans með aukinni „æfingu”
og þess vegna er „æfing i
áfengisdrykkju” ekki æskileg
. sem slik, heldur þvert á móti og
er þá sama, hvernig á málið er
litið.
Sem dæmi um þetta má
nefna, að vanadrykkjumaður
getur mæta vel gengið um með
þrjú prómill af alkóhóli i blóðinu
án þess að hann virðist meira en
vel hreyfur af vini.þar sem
minna þjálfaður drykkjumaður
myndi hins vegar vera næstum
þvi meðvitundarlaus af sama
magni. En þetta leiðir auðvitað
til þess, að sá fyrrnefndi getur
bætt enn meiru á sig og er þar af
leiðandi i margfalt meiri eitr-
unarhættu.
— Það er sagt, að kvenfólk
þoli vin verr en karlmenn.
5
— Já, og það er rétt. Það á
sinar likamlegu skýringar.
Kona, sem vegur 60 kg verður
t.d. fljótar „full”, en karlmað-
ur, sem er af sömu þyngd og er
þá vitaskuld við það miðað, að
þessar manneskjur standi að
öðru leyti jafnt að vigi. Astæðan
er sú, að talsverður hluti af
likamsþunga konunnar stafar af
fitulagi undir húðinni, sem ekki
er til staðar i likt þvi jafn mikl-
um mæli hjá körlum. Þessi fitu-
vefur inniheldur ekki mikið vatn
og getur þvi ekki veitt viötöku
nema tiltölulega litlu magni af
alkóhóli.
Kona, sem er 60 kg. að þyngd,
hefur þvi i likama sinum mun
minna vatnsmagn, en karlmað-
ur af sömu hæð og þyngd. Þar af
leiðir, að alkóhólblandan i
likama konunnar verður sterk-
ari en alkóhólblandan i likama
karlsins og þvi kemst konan
. fyrr undir áhrif.
— Allirþekkja félagslegar af-
leiðingar ol mikillar áfengis-
drykkju, en hvaða skaða valdur
hún á likamanum?
— t fyrsta áfanga er það lifr-
in, sem skemmist. Hún klýfur
eggjahvitu- og sykurefnin. Þeg-
ar likaminn neytir alkóhóls
verður iifrin að taka það á sig
sem aukaverkefni, að brjóta
niður alkóhólið og meðan hún er
að gera það, þá hefur hún þeim
mun minni orku aflögu til ann-
arra verka. Þess vegna safnast i
lifrina mikið fitumagn, sem hún
hefur ekki aðstöðu tii að kljúfa
með eðlilegum hætti vegna mik-
illa starfa við að eyða alkóhóli.
Þetta er hin svokallaða feita-lif-
ur, auðkenni drykkjumann-
anna.
— En svo er tii eitthvað, sem
heitir skorpin lifur.
— Já, skorpin lifur er siðasta
stigið i lifrarsjúkdómum
margra áfengissjúlkinga. Þá er
lifrin orðin svo skemmd, að hún
getur ekki lengur endurnýjað
sig eða náð sér. En feita lifrin
getur aftur orðið eðlileg, ef
maðurinn hættir að drekka.
— Nú eru margir, sem segja,
að það sé hættuminna að drekka
bjór en sterk vin.
— Hvernig hættuminna?
Hvernig ætti iikaminn að gera
greinarmun á alkóhólsameind-
um eftir þvi hvort þær væru
komnar úr bjór, léttum vinum
eða brennivini? Alkóhólið er alls
staðar það sama. Eina spurn-
ingin er aðeins, hversu mikils
magns neytt er.
1 10 flöskum af venjulegum
norrænum bjór er álika mikið
magn af áfengi og i hálfri
brennivinsflösku. Ef maður
drekkur 10 bjóra á sama tima og
maður drekkur hálfa brenni-
vinsflösku, þá verða áhrifin
mjög svipuð. Það einasta góða
við bjórinn er, að það er mjög
erfitt að fá i likamann sama
áfengismagn úr bjór og úr
brennivini á jafnstuttum tima.
Þessu til viðbótar verða menn
svo að gera sér grein fyrir, að
bjórinn er sterkari, en almennt
er talið. Á Norðurlöndum (Is-
land er þar undantekning) er
styrkleiki bjórsins miðaður við
alkóhólmagn i þyngdareiningu,
en við rúmmálseiningu þegar
rætt er um vin og brennd vin.
Bjór, sem gefinn er upp sem
3,6% sterkur er þvi i rauninni
4,5% að styrkleika, ef notaður er
sami mælikvarði og um sterku
vinin.
— Hvers vegna fær fólk
höfuðverk daginn eftir aö það
hefur neytt áfengis i rikum
mæli?
— Orsökin er oftast sú, aö
meltingin er i ólagi og maginn
er ekki i lagi. Sumir telja, að
þeir verði timbraðri af t.d.
wisky eða konjaki, en t.d. af
brennivini eða vodka. Ég þekki
ekki til neinna rannsókna, sem
staðfest geti þessar fullyrðing-
ar. En ef fólk drekkur mikið af
áfengi, þá getur það einnig ver-
ið, aö það borði þá og reyki of
mikið og það getur verið ástæð-
an fyrir vanliðaninni daginn eft-
ir, —a.m.k. fyrir hluta hennar.
— Þú, sem sérfræðingur i
áhrifum áfengis, átt áreiöan-
lega i pokahorninu einhver góö
ráð til að forðast timburmenn
og slika vanliðan?
— Já, ég á eitt gott ráð aö
gefa. Það, að drekka ekki of
mikið. Það er eina ráðið, sem
dugar.
Ef menn hafa hins vegar ekki
gætt sin sem skyldi, þá er ekki
um annað að gera en hvild og
góðan svefn til að draga úr van-
liðaninni, — ef menn þá geta
sofið.
— En er þá ekkert ráð tiltækt
til þess að flýta fyrir þvi, að
alkóhólið eyðist úr likamanum?
— Nei. Ég veit ekki um
ráð til að flýta fyrir starfi lifrar-
innar við að eyða áfengi úr
mannslikama.
— En gufuböð, ferskt loft,
göngutúrar og likamleg
áreynsla?
— Þvi miður. Ekkert af þessu
dugar tii að flýta éfnabreyting-
um þeim, sem eyöa alkóhóli úr
mannslikama. Ekkert af þessu
kemur þvi að gagni daginn eftir.
En ef fólk getur af einhverjum
ástæðum ekki sofiö út eða legið
fyrir og hvilt sig, þá er góður
göngutúr eða gott gufubað svo
sem ekki verra en hvað annaö
til að láta timann liða.
— Hjálpar það nokkuð að fá
sér einn litinn — rétta sig af?
— Alls ekki. Það skýtur mál-
inu bara aðeins á frest. Við það
lengist aðeins sá timi, sem liða
þarf svo áhrifin hverfi og þar
með lengist timi vanliðunar. Ég
mæii alls ekki með slikum ráö-
um.
Áfengi er efni, sem likaman-
um er ekki eðlilegt að neyta.
Maður undir áhrifum áfengis er
ekki eins og hann á að sér að
vera. Afengisneyzlan gerir það
að verkum, að liffæri neytand-
ans, svo sem lifrin, verða að
taka sér tima frá nauðsynja-
verkum til þess að iosa likam-
ann viö áfengið og ýmis sjúk-
dómseinkenni geta fylgt i kjöl-
farið.
Þar sem neyzla áfengisins er
likamanum ekki eðlileg er eöli-
legt, að áhrifin beri þess merki
fyrr eða siðar og hvað timbur-
mönnum viðvikur þá eru þeir
eðlileg afleiðing of mikillar
áfengisneyzlu, sem ekkert ráð
er til viö annað en að drekka
bara minna.
o
Fimmtudagur 18. janúar 1973