Alþýðublaðið - 01.02.1973, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 01.02.1973, Blaðsíða 12
KÓPAVOGS APÓTEK Opiö öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Sunnudaga milli kl. 1 og 3 BWBMi SENDiBILASTÖSHN HF Menn vita ekki hvað landhelgin er stór! Það virðist vera mjög mikið á reiki, hvaö land- helgi Islands er stór, en landhelgi er samkvæmt skýrgreiningu Hans G. Andersens þjóöréttarfræð- ings og ambassadors það hafsvæði, sem viðkomandi riki hefur sömu yfirráð yfir og landinu sjálfu. Aður sagði Hans, þegar Alþýðu- blaðið átti tal af honum fyrir skömmu, að land- helgi hafi verið talin þrjár milur, en nú greini menn á um það, hvort hún sé sex eða tólf milur. Sem dæmi má nefna, að samkvæmtþessu er ekki á hreinu, hvaö armur lag- anna nær langt frá landi og þvi er á reiki, hvort glæpa- menn eru sloppnir úr landi þegar þeir eru komnir út fyrir sex eða tólf milurnar, og hvenær islenzkir dóm- stólar fjalla um slys eða glæpi á sjó. Til viðbótar landhelginni kemur svo önnur lögsaga, það er tollsvæöi rikisins, en að sögn Björns Her- mannssonar er þaö svæöi ákvarðað i lögum fjórar milur út frá yztu skerjum á stórstraumsfjöru. Vald tollstjóra nær út að þessum mörkum, og þar má opna toll skipa á útleiö. 158 fengu lóð - 212 sitja eftir með sárt ennið Borgarráð samþykkti i fyrradag úthlutun sam- tals 158 raöhúsalóða til einstaklinga i Bakka- hverfi og Seljahverfi i Breiðholti. 370 höfðu sótt um þessar lóðir, svo 212 sitja nú eftir með sárt ennið. Um leið var sam- þykkt úthlutun ibúða I fjölbýlishúsum i Selja- hverfi til 48 einstaklinga, en tiu verktakar fengu raðhúsa- og fjölbýlis- húsalóðir. 1 næstu viku veröur út- hlutaö einbýlishúsalóðum i Fossvogi, Hólahverfi i Breiðholti og Seljahverfi, og er þar um að ræða samtals 177 lóðir. Þær lóöir fá færri en vilja eins og gerist við lóðaút- hlutanir yfirleitt, þvi 380 einstaklingar höfðu sótt um lóðir i þessum hverf- um. Enn hafa verðlagsyfir- völd ekki gefið borgarráöi svar við ósk um 20% hækkun á gatnagerðar- gjöldum. 20 AAILLJÓNIR KOAANAR I gærkvöld höfðu safnazt f Vestmannaeyjasöfnun Rauða kross tslands samtals 20,36 milljónir króna. Af þessari upphæð hefur veriö varið liðlega 15 milljón- um króna f ýmiss konar kostnað vegna styrkja og fyrir- greiðslu við Vestmannaeyinga. Uppdráttur a5 höfninni við Dyrhólaey. Hugmynd Benedikts Gunnarssonar. Dr. Gunnar Sigurðsson um Dyrhólahöfn: ,,Aðkallandi — jafn- vel þótt Eyjarnar byggist áfram" „Hafnargerð við Dyrhólaey er ákaflega aðkallandi vegna fiskveiða fyrir suðurströndinni, ekki sizt núna eftir atburðina i Vestmannaeyjum, — og jafnvel þótt Eyjarnar verði byggð- ar áfram”, sagði dr. Gunnar Sigurðsson, verkfræðingur, þegar Alþýðublaðið hafði tal af honum i gær. Vita- og hafnarmála- stjórn gaf út I fyrra skýrslu um könnun á hafnarstæði þar, en sú könnun var gerð sam- kvæmt þingsályktunartil- lögum, sem samþykktar hafa verið á Alþingi. Af skýrslum vita- og hafnar- málastjórnar má hins vegar ráða, að hún hafi fyrirfram tekið ákvörðun um, að engin höfn skyldi gerð við Dyrhólaey, og hafa heimamenn i Vik i Mýrdal, undir forystu Einars Oddssonar sýslu- manns, látiö gera athuga- semdir við hana, þar sem hún er gagnrýnd harð- lega. Auk þess sagði Einar i viðtali við Alþýöu- blaðið fyrir skemmstu, að hafnarmálastjóri virtist alls ekki hafa látið þessar athuganir fara fram nema að mjög litlu leyti. Hann benti á að t.d. hefði ekki verið gerðar dýptar- mælingar á hafnarsvæð- inu siðan sumarið 1971, en til þess að þær beri árangur þurfi þær að fara fram minnst tvisvar á ári. Þegar Alþýðublaðið ræddi við Aðalstein Júliusson, vita- og hafnarmálastjóra sagði hann, að fólk mundi vafa- laust hugsa sig um tvis- var eða þrisvar áður en það tæki þá ákvörðun að byggja stóran bæ á þessu svæði, þar sem Katla sé i næsta nágrenni. Hann sagði einnig, að hafnar- framkvæmdir þarna væru feykilega mikið fyrirtæki, og undir- búningur tæki minnst tvö ár — en hann gæti alls ekki hafizt i ár, og senni- lega ekki næsta ár. Alþýðublaðiö spurði dr. Gunnar Sigurðsson aö þvi, hvert væri mesta vandamálið við hafnar- framkvæmdir við Dyr- hólaey, og sagðist hann álita það vera sandinn við ströndina. En hann bætti þvi viö, að sennilega væri það minna vandamál en menn héldu, en það væri þó ekki ljóst, þar sem nægilegar rannsóknir hafi ekki farið fram. Ekki kvaðst Gunnar álita, að fyrsta kastið borgaði sig að leggja út i þann kostnað að miða hafnargerðina við stór- iðju á þessu svæði, en þegar komin væri fiski- bátahöfn mætti athuga þann möguleika að leggja út i viðbótarkostnað með stóriðju i huga. Þá yrði tekið til við að virkja orkuveitusvæðið fyrir norðan Eyjafjallajökul. 1 athugasemdinni við skýrslu vita- og hafnar- málastjóra er gert ráð fyrir tveimur stóriðju- svæðum, þ.e. i nágrenni hafnarinnar — fyrir vestan Reynisfjall — og i Vik. Bent er m.a. á fram- komna hugmynd um byggingu áburðarverk- smiðju, sem framleiddi fyrir Norðurlanda- markað, framleiðslu ýmiskonar fóðurvara fyr- ir sveitirnar á Suðurlandi og vinnslu á titan úr söndunum austan viö Vik. ÞEIR HÖFNUDU AÐSTOD VARNAR- LIÐSINS Þaö er staöreynd, að ekki var þegin aö- stoð sérþjálfaðra flutningamanna til búslóðaflutninga úr Vestmannaeyjum. Um langt árabil hefur flokkur islenzkra manna annast flutninga á búslóö- um fyrir varnarliðið hér á landi. Hafa sérstakir gámar verið notaöir i þessu skyni. Þegar leitað var eftir þvi, að fá þessa gáma til Vest m a nnaeyja- flutninganna, voru þeir fúslega lánaðir. 20 manna flokkur, undir forystu Péturs Árnasonar, bauðst til að fara til Eyja og að- stoða við flutninga. Reynir Guðsteinsson, skólastjóri i Vestmanna- eyjum, sem vann ómetanlegt starf við losun ibúðarhúsa, geymslu og flutninga hús- gagna, veit það manna bezt, að margir Eyjabúar komust að þvi fullkeyptu, að ekki er sama, hvernig að þvi starfi er staðið. Kveður hann svo sterkt að orði, aö sumt þeirra húsgagna, sem flutt voru til lands, hefðu allt eins mátt brenna i Eyjum. A hann þar viö skemmdir, sem þau urðu fyrir I hnjaski illrar meöferðar, einkum þess, sem flutt var laust. Þeireinir, sem séð hafa hraða og öryggi, samfara fyllstu aðgát, i hand- brögöum þrautþjálfaöra flutningamanna, geta skilið, hverju hafnað var, þegar aðstoð Péturs Arnasonar var hafnaö. Þaö er ekkert annað en orðhengilsháttur, þegar reynt er að láta lita svo út, sem þaö sé tvennt ólikt, annars vegar þaö, sem ýmsum ráðamönn- um er þessa dagana svo tamt i munni, að „hafna ekki”, og hitt, sem sjaldnar er notað, að þiggja. 20 SÉRÞJALFAUR FLUTNINGAMENN VORO TIL REIOO „ÉG ER ÞREYTTUR AFRÉTTA- NIÖNNUM” ,,Ég er allra manna þreyttastur á fréttamönn- um. Ég hef orðið að tala við erlenda fréttamenn i tuga- tali að undanförnu og hef nú lagt það á mig”. Þannig komst Ólafur Jó- hannesson, forsætisráð- herra, m.a. að orði i sjón- varpsþættinum „Setið fyrir svörum” á þriðjudags- kvöld, en þátturinn fjallaði um björgunarstarfið i Vestmannaeyjum. Þessa yfirlýsingu gefur forsætisráðherra frammi fyrir alþjóð, meðan hér eru staddir tugir erlendra frétta- og blaðamanna til að fylgjast með atburðun- um i Vestmannaeyjum, sem vekja alheimsathygli. En þó að Ólafur Jó- hannesson sé þreyttur á fréttamönnum, skrifa þeir og senda fréttirnar heim og þær eru lesnar og hafa sin áhrif. Meðal erlendu blaða- mannanna, sem hér eru staddir nú, er Norðmaður- inn Ragnar Thorset, blaða- maður viö Sunnmörsposten i Álasundi. Hann kom hing- að til lands s.l. sunnudags- kvöld og sendi sina fyrstu frétt um atburðina i Vest- mannaeyjum aðfaranótt mánudagsins. Fréttin hreif lesendur blaðsins viðs veg- ar á Sunn-Mæri. I gærmorgun, sólarhring eftir að fyrsta frétt Ragn- ars Thorset hafði birzt i Sunnmorsposten, hófst á vegum blaösins og bank- anna i Alasundi frásögnum til aöstoðar tslendingum vegna áfallanna af völdum eldgossins i Vestmanna- eyjum. Og svo er forsætisráö- herra þreyttur á frétta- mönnum! LAG- FÆRA . I Æmm i\#m ÍBÚÐIR Húsnæöismiðlunin til Vestmannaeyinga hefur fengið inni i Tollstöðvar- húsinu við Tryggvagötu (vesturenda) og eru simar á skrifstofunni 25543 og 25232. Þar er m.a. veitt fjár- hagsleg fy rirgreiðsla vegna húsnæöis, sem eitt- hvað þarf að kosta til, svo hægt sé að flytja inn i þaö. I gærkvöldi höfðu borizt tilkynningar um samtals 619 Iverustaði, þ.e. ibúðir og laus herbergi, fyrir Vestmannaeyinga. —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.