Alþýðublaðið - 01.02.1973, Blaðsíða 9
Iþróttir 2
HALDA STERKU LHIIN VELLI i
BIKARNUM - EHA VERDUR MH
SMALIDANNA AD KOMA A ðVART
Rétt einu sinni uröu úrslit ensku leikjanna mjög svo á
annan veg, en hinir visustu spámenn reiknuöu meö.
Aimennt var reiknaö meö Arsenal sigri yfir Newcastle, en
þaö fór samt svo, aö Arsenai mátti þakka fyrir aö ná jafn-
tefli. Coventry og Man. Utd. geröu einnig jafntefli og sömu-
leiðis C. Pal. og Tottenham, þannig aö enn tekst C. Pal ekki
aö vinna annaö Lundúnaliö I 1. deild.
Derby sendi WBA I neösta sæti meö þvi aö sigra 2-0 og
öllum á óvart rændi Leicester báöum stigunum frá Everton
á Goodison Park. Ipswich og Southampton skildu jöfn, en
Leeds og Man. City unnu siöan andstæöinga, eins og búist
var viö. Sheff. Utd. vann Norwich og West Ham vann ná-
granna sina Chelsea örugglega, en þaö vakti athygli aö
bæöi efstu liöin i 1. og 2. deild, sem léku á útivelli, töpuöu
sinum leikjum. úlfarnir unnu Liverpool, sem ekki hefur
tapaö leik siöan i byrjun nóvember og QPR sem er I 2. sæti i
2. deild, vann Burnley, sem er þar i 1. sæti og var þetta jafn-
framt tapleikur Burnley á útivelli í vetur.
Næsti Getraunaseöill, sem er nr. 5 er nokkuð erfiður, en á
honum eru leikir úr 4. umferð Bikarkeppninnar.
Úrslit vilja oft koma á óvart i þeirri keppni og hver veit
nema aö sú veröi raunin aö þessu sinni?
Meö von um góöan árangur, skulum viö snúa okkur aö sp-
anni:
Arsenal-Bradford City 1
Arsenal tryggöi sér réttinn til að leika i 4. umferð Bikar-
keppninnar meö þvi að sigra Leicester á Filbert Street eftir
janfteflisleik á Highbury. Nú mætir Arsenal 4. deildar liðinu
Bradford City á Highbury og eftir öllum sólarmerkjum að
dæma ætti að vera öruggt að spá Arsenal sigri i þeirri viður-
eign.
Bolton-Cardiff 1
Þessi lið, sem leika á Burden Park á laugardaginn eru i 2.
og 3. deild, en bæði eiga þau sér langa sögu að baki og
merka og bæði hafa þau unnið bikarkeppnina.
Bolton er nú með efstu liðum i 3ju deild, en Cardiff er á
botninum i 2. deild. Ég mundi álita þau lik að styrkleika, en
spái samt heimaliðinu sigri, þar sem Cardiff er með mjög
slakan árangur á útivelli i vetur.
Carlisle-Sheff. Utd. 2
Sheff. Utd., sem leikur i 1. deild, eins og kunnugt er,
mætir á laugardaginn 2. deildar liðinu Carlisle á heimavelli
þess, Brunton Park. Það gæti orðið um jafna viðureign að
ræða i þessum leik og mætti vel segja mér að heima-
völlurinn réði þar miklu um. Þar sem ég reikna Sheff. Utd.
mun sterkara lið, þá spái ég heimasigri, en jafntefli er ekki
fjarri lagi.
Chelsea-Ipswich 1
Þetta er nokkuð erfiður leikur, þar sem hér eigast við tvö
kunn 1. deildar lið. Ipswich hefur gengið vel i vetur og er i 4.
sæti með 36 stig, en Chelsea er i 13. sæti með 26 stig. Chelsea
vann Ipswich á Stamford Bridge fyrr i vetur i deildarkeppn-
inni og ég spái Chelsea aftur sigri þar á laugardaginn.
LANDSLIÐIÐ VANN
PRESSUNA MEÐ
EINS MARKS MUN
Landsliöiö I handknattleik vann liö iþróttafrétta-
manna með aöeins eins marks mun i Laugardalshöllinni
i gærkvöld, 21:20. Sýndi pressuliðið á köflum skínandi
leik, og meö smá heppni heföi sigurinn oröiö þess. En
góöur kafli i lokin sá til þess aö landsliöiö gékk meö sigur
af hólmi.
Margir leikmanna pressuliösins sýndu þaö i þessum
leik, að þeir standa ekki langt frá landsliöinu. Má i þvi
sambandi nefna markveröina ólaf og Þorstein, svo og
þá Agúst Svavarsson, Pál Björgvinsson og Viöar
Simonarson. t heild sýndi liö pressunnar, að vert er aö
gefa leikmönnum þess gaum.
Töluverðar sviptingar voru I leiknum, og skiptust liöin
á um að skora. En undir lokin náöi landsliðið þriggja
marka forskoti, sem pressunni tókst ekki aö brúa, og
leikurinn endaðisem fyrrsegir 21:21. Geir Hallsteinsson
var markhæstur landsliösmanna meö 7 mörk, en hjá
pressunni gcrðu þeir Páll Björgvinsson og Ágúst
Svavarsson báöir 5 mörk.
í leikhlé léku íþróttafréttamenn viö dómara, og leik
leiknum með sigri fréttamannanna eftir haröa baráttu,
7:6. Eins og spáö haföi veriö, reyndist ómar Ragnarsson
vera leynivopn þeirra, hann feröi þrjú mörk.
Myndin var tekin I gærkvöld, og sýnir Geir skora eitt
af sinum sjö mörkum. Stefán og Jón Sigurösson I pressu-
liðinu horfa á. Nánar á morgun. —SS.
Coventry-Grimsby 1
Þá kemur leikur, sem við getum talið einn af öruggum
leikjum á þessum seðli. Mér finnst ótrúlegt annað en að 1.
deildar liðið Coventry, sem hefur sýnt oft á tiðum skemmti-
lega leiki i vetur, vinni ekki ör'uggan sigur yfir 3ju deildar
liðinu frá Grimsby.
Spá min er þvi öruggur heimasigur.
Derby-Tottenham 1
Það verður örugglega góð aðsókn að Baseball Ground i
Derby, þegar Lundúnaliðið Tottenham leikur þar á laugar-
daginn. Derby er með mjög góðan árangur á heimavelli i
vetur, og hefur aðeins tapað þar einum leik, en árangur
Tottenham á útivelli er rétt i meðallagi.
Mér finnst þvi flest benda til þess, að heimaliðið vinni
þennan leik og það má geta þess, að Derby vann Tottenham
2-1 þar fyrr i vetur i deildarkeppninni.
Everton-Millwall I
Þá fáum við aftur leik, sem mætti telja með öruggum
leikjum á seðlinum. Everton, sem er i 14. sæti i 1. deild
mætir á laugardaginn 2. deildar liðinu Millwall frá London á
Goodison Park. Þótt Millwall hafi ekki gengið sem bezt i
vetur, eru leikmenn þess harðskeyttir og til alls liklegir, en
að minu viti ætti heimasigur að vera nokkurnveginn
öruggur eigi að siður.
Liverpool-Man. City 1
Liverpool, sem hefur forystu i 1. deild hefur aðeins hlotið 1
stig i siðustu tveim leikjum i deildinni og tapaði um s.l. helgi
fyrsta leiknum i 1. deild siðan 11. nóv. Þrátt fyrir það efast
ég ekki um að Liverpool vinni Man. City á Anfield Road á
laugardaginn, enda er City með mjög slakan árangur á úti-
velli.
Newcastle-Luton 1
Newcastle mætir 2. deildar liðinu Luton á St. James Park
á laugardaginn og ætti heimaliðið að hafa betur i þeirri
viðureign, enda ekki auðunnið á þeim velli. Rétt er þó að
vekja athygli á þvi, að Luton er eitt fárra liða, með mun
betri árangur á útivelli en heimavelli i vetur, svo allt getur
þar skeð. Spá min er heimasigur i þessum leik.
Oxford Utd.-QPR X
Þetta er einn af erfiðum leikjum á þessum seðli, þvi hér
eigast við tvö góð 2. deildar lið. QPR er i 2. sæti en Oxford er
i 5ta sæti, eða svo. Mér finnst allt koma til greina i sam-
bandi við þennan leik, en þó held ég þrátt fyrir allt, að ég
hallist að heimasigri eða jafntefli og tel þó jafnteflið öllu lik-
legri úrslit.
Sheff. Wed.-Crystal Pal. 1
A Hillsborough I Sheffield mætir heimaliðið, sem er i 2.
deild, 1. deildar liðinu Crystal Pal., sem nú er á botninum i
1. deild. Þótt að öllu jöfnu sé eðlilegra að spá 1. deildar liði
sigri en 2. deildar liði, er ég efins i þvi, að Crystal Pal. vinni
þennan leik, enda hefur liðið ekki unnið leik á útivelli i
deildinni i vetur. Ég held ég spái þvi heimaliðinu sigri að
þessu sinni.
Wolves-Bristol City 1
Úlfarnir stóðu sig vel um s.l. helgi i deildinni, þegar þeir
lögðu Liverpool af velli á Molineux. Þeim ætti þvi ekki að
verða skotaskuld I þvi, að afgreiða 2. deildar liðið Bristol
City á sama hátt.
Þetta er einn af öruggum leikjum á þessum seöli og spá
min er i samræmi við það: Heimasigur.
Fimmtudagur 1. febrúar 1973
o