Alþýðublaðið - 28.02.1973, Síða 2

Alþýðublaðið - 28.02.1973, Síða 2
BJORN FRIÐFINNSSON MÝVATNSSVEIT PISTILL AÐ NORÐAN ISLAHDSKVOLD DANSKRA LISTAMANNA ALLUR AGOÐII EYJASÖFNUNINA — Ég veit hvað það merkir að missa hús sitt i eldi. Húsið mitt brann fyrir tveim árum og þess vegna sendi ég yður 100 kr. (danskar) til fólksins i Vest- mannaeyjum, sem orðið hefur fyrir áfalli vegna eldgossins... Sendiherra Islands i Dan- mörku, Sigurður Bjarnason, vitn- aði i þetta bréf, þegar hann sagði á fundi frá allri þeirri samúð og hjálp, sem fólkið hefur orðið að- njótandi, er varð fyrir áfalli i náttúruhamförunum. Bréfið sendi 75 ára gömul kona — ellilíf- eyrisþegi. Frá atviki þessu segir danska blaðið Aktuelt í frétt s.l. mánudag. Og blaðiö heldur áfram að vitna i Sigurð Bjarnason. — Það eru auðvitað slik orð, sem hræra okkur dýpst, enda þótt við höfum fengið fjölmargar samúðarkveðjur og orðið stór- kostlegrar hjálpsemi aðnjótandi, svo sem eins og er við fengum 400 þús. kr. (danskar) frá gefanda, sem ekki vildi láta nafns sins get- ið, sagði sendiherrann. Þá segir blaöið i sömu frétt frá þvi, að fimmtudaginn 8. marz n.k. hyggist danskir listamenn efna til skemmtikvölds og á ágóðinn af þvi að renna til fslandssöfnunar- innar. Gera dönsku listamennirn- ir sér vonir um, að afraksturinn verði 150 þús. d. kr. Meðal listamannanna eru Lise Ringheim, Henning Moritzen, Erik Mörk, Birgitte Grimstad, Jörgen Ryg, Ove Sprogöe, Marguerite Viby, Bonna Sönd- berg, Ib Hansen, Buster Larsen, Robert Riefling og Fredbjörn Björnsson. Kynnir verður Peter Steen og Ole Schmid mun stjórna Útvarpshljómsveitinni. HERINN TÓK AÐ SÉR FLUGUAA- FERÐARSTJÓRN Franskir flugumferðarstjórar héldu verkfalli sinu áfram i fyrradag, og hafði verkfallið þá staðið i viku. Herinn hefur tekið að sér flug- umferðarstjórnina, en slikt hefur ekki gerzt siðan i stúdenta- BLÖÐIN HÆKKA Samkvæmt ákvörðun verðlags- nefndar mun áskriftarverð dag- blaðanna hækka frá og með 1. marz n.k. upp i 300 krónur á mán- uði. Samkvæmt ákvörðun nefndarinnar mun lausasöluverð blaðanna hækka frá og með sama tima upp i 18 krónur eintakið og auglýsingaverð upp i 200 krónur á dálksentimetra. óeirðunum 1968. En þrátt fyrir að herinn hafi gripið þannig inn i hefur flugumferð verið mjög lltil um franska flugvelli. Seint i gær- dag höfðu ekki lent á Orlyflugvelli nema 65 vélar, en undir venjuleg- um kringumstæðum hefðu þær átt að vera 500. Samtök flugmanna hafa hótað tveggja sólarhringa verkfalli til að mótmæla afskiptum hersins, en rikisflugfélögin tvö, Air France og Air Inter sendu i gær út tilkynningu þar sem hverjum þeim flugmanni er hótað brott- rekstri, haldi þeir ekki áfram vinnu sinni. Verkfalli flugum- ferðarstjóranna átti að ljúka á morgun, en óvist er, hvort þeir taka þá upp vinnu að nýju. Talið er, að Air F'rance tapi um 20 milljónum isl. króna á dag vegna verkfallsins, en 90% af starfsemi félagsins liggur niðri. ORKUPÓLITÍK Mikið er nú rætt og ritað um vaxandi orkuþörf mannkyns og fyrirsjáanlegan orkuskort. Orkuþörf iðnaðarrikjanna vex stöðugt og jafnframt fjölgar iðnvæddum rikjum. A sama tima er farið að sjá i botn ým- issa auðlinda jarðar, þ.á m. hvað snertir nýtanlegar oliu- jargas- og kolabirgðir. Nú er ætlað að verð brennslueldsneyt- is muni þrefaldast á skömmum tima og mun sú breyting valda miklu umróti i efnahags- og stjórnmálum jarðarbúa. Iðnaðarrikin keppast nú við að móta nýja orkupólitik — heildarstefnu I orkumálum, sem tryggi bezt hagsmuni þeirra i framtiðinni. Slik stefna felur i sér áform um að tryggja orku- vinnslu og orkukaup sem hag- kvæmustum hætti og hún beinist einnig að þvi að notkun orkunn- ar verði flokkuð i forgangsröð og reynt verði að spyrna gegn orkusóun. Hér á landi hafa lifsvenjur okkar um skeið mjög mótast af ódýrri orku, sem við höfum að verulegu leyti flutt inn i mynd brennsluoliu og benzins. Hækk- andi kostnaður við eldsneytis- innkaup á næstunni neyðir okk- ur til þess að breyta viðhorfum til margra hlúta. Aukin raforku- vinnsla með vatnsafli og jarð- gufu verður enn augljósari nauðsyn svo og aukin nýting jarðhita til húsahitunar. Þá verðuraðtaka skipulag byggðar og nýtingu fiskimiðanna inn i dæmið, þannig að búseta okkar og athafnir kosti sem minnst af aðkeyptu eldsneyti. Vonandi setjast menn niður við það á næstunni að skapa orkupólitik fyrir Islendinga — stefnu, sem siðan verður tekið mið af við stjórn þjóðarbúsins og athafna þjóðarinnar I framtiðinni. Slik stefna hlýtur að kalla á auknar framkvæmdir á sviði virkjunarmála og einnig á aukna stýringu á orkunotkun landsmanna. Sem dæmi um stýringu á orkunotkuninni má nefna aðgerðir til húsahitunar með jarðvarma, þar sem mögu- leikar eru á þvi, en annars með raforku. Sem annað dæmi um æskilega stýringu á orkunotkun má nefna að viða i iðnaði okkar, t.d. i fiskimjölsverksmiðjum og mjólkurstöðvum er nú notuð gufa, sem framleidd er með oliukyntum kötlum. Þessa gufu má lika framleiða i rafhituðum kötlum eins og nú er t.d. gert hjá verksmiðjum StS á Akureyri. Með hagræðingu á söluverði raforku og e.t.v. með einhvers konar eftirliti með fjárfestingu i oliubrennslutækjum má sjálf- sagt koma þvi til leiðar, að inn- lend orka leysi innflutt eldsneyti af hólmi við gufuframleiðslu til iðnaðar. Nútima samgöngu- tækni og ódýr orka hafa mótað skipulag ibúðarbyggðar á sið- ustu áratugum. Byggðin er oft viðsfjarri atvinnu- og þjónustu- fyrirtækjum og samgöngurnar kosta ibúana mikið fé. Sá kostn- aður mun þó margfaldast á næstu árum nema sérstakar að- gerðir komi til, svo sem aukin almenningsfarartæki. A sama hátt verður nálægð verstöðva við fiskimiðin mikilvægari i framtiðinni, en nú hefur verið um skeið. Hreyfanleika báta- flotans verða sett aukin fjár- hagsleg hagkvæmnismörk. Ekki þarf að tiunda hér þá möguleika, sem Islendingar eiga til nýrra vatnsaflsvirkjana. Með þeim getum við umbreytt ónytjaðri orku til notkunar við hvers kyns iðnað og margvis- legra annarra nota. A næstu öld kann afkoma þjóöarinnar að verulegu leyti að byggjast á vetnisframleiðslu með raforku frá vatns- og jarðgufurafstöðv- um, en vetnið verður trúlega elsneyti handa aflvélum skipa og flugvéla þess tima. Það velt- ur þvi á miklu, að hiklaust sé nú stefnt að fullnýtingu virkjanlegs vatnsafls á Islandi, jafnvel þótt slikt kosti „veðsetningu” raf- orkunnar frá einstökum orku- verum i tvo til þrjá áratugi. 1 Bjarnarflagi við Mývatn er nú rekin fyrsta jarðgufurafstöð Framhald á bls. 4 ^ í friði fyrir blikkbeljunni Borgaryfirvöldin I hinni fornfrægu Flórens á ttaliu hafa um langt skeið friðað ákveðna borgarhluta fyrir umferð vélknúinna ökutækja. Nú hafa þau ákveðið að láta ferðamönnum i té reiðhjól til afnota ókeypis. Er talið vist, að þessi þjónusta verði veí metin. Geta ferðamenn nú farið allra sinna ferða um borgina án þess að af hljótist aukin vandamál i umferðinni, enda voru þau næg fyrir. 0 Eskifjarðarafli að glæðast Aflabrögð netabáta frá Eskifirði hafa verið með ein- dæmum léleg til þessa; sagði Helgi Hálfdánarson, fréttarit- ari blaðsins á Eskifiröi, i gær. Siðustu daga hafa afla- brögðin þó gegn verulega. Sem dæmi i þessu efni gat Helgi þess, að Friðþjófur SU hafi á sunnudag komið til hafnar með um 80 lestir eftir þrjár lagnir. Sama dag kom Hafaldan inn til Eskifjarðar með 40 lestir eftir tvær lagnir. ^ Skíðalyftur fyrir striplinga St. Johann i Austurriki, nán- ar tiltekið i Pongau, getur nú státað af 5 skiðalyftum og að minnsta kosti einni sundlaug sem einn dag i viku hverri er aðeins opin fyrir striplinga, eða „núdista”, eins og það fólk heitir á útlenzku. Eftir þvi sem bezt er vitað, er þetta fyrsti vetrariþróttastaðurinn i þvi landi, þar sem nektar- sjónarmið njóta slikrar tillits- semi. „Við reynum að hafa eitthvað fyrir alla”, segja gestgjafarnir. EF ÍSLENZKT LAG SLÆGI í GEGN ERLENDIS GÆTI ÞAÐ ÞÝTT HUNDRUD MILLJÚNA KRÚNA „STEF gætir hagsmuna og innheimtir höfundalaun fyrir innlend sem erlend tónskáld og aðra eigendur flugningsréttar yfir tónverkum, og hefur þvi i raun umboð fyrir alla verndaða tónlist i heiminum”, sagði Sigurður Reynir Pétursson, STEF greiddi 10 milljónir til tónskálda í fyrra framkvæmdastjóri STEFS i viðtali við Alþýðublaðið. A siðastliðnu ári nam úthlutun STEFS til innlendra og erlendra aðila um 10 milljónum króna. STEF, sem er samband tón- skálda og eigenda flutningsrétt- ar, hefur umboð fyrir um 50 er- lend systurfélög, en rétthafar i þeim munu vera samtals um 500 þúsund talsins, en vegna smæð- ar sinnar og hagstæðra samninga við Systurfélögin, hefur STEF þó heimild til að halda eftir i landinu miklum hluta innheimtutekna sinna til hagsbóta fyrir innlenda rétt- hafa. Innlendir rétthafar STEFS eru um 650 talsins, tónskáld, ekkjur látinna tónskálda, svo og aðrir erfingjar, framsalshafar, textahöfundar og fleiri. Greiðslufyrirkomulagið byggist á alþjóðlegum grunni og úthlut- un til höfunda hlitir alþjóðlegum reglum. Allra hæstu úthlutanir til ein- stakra islenzkra tónskálda hafa farið á þriðja hundrað þúsund króna á ári, og geta má þess, að hæstu tekjur islenzks tónskálds af islenzku verki erlendis, hafa verið um 150 þúsund krónur á einu ári. Framkvæmdastjórinn kvaö það gleðiefni, að flutningur is- lenzkrar tónlistar erlendis, hef- ur aukizt allverulega á siðustu árum, og tekjur erlendis frá fyr- ir flutning Islenzkrar tónlistar þar, því vaxið verulega. Tekjur frá útlöndum námu á siöast- liðnu ári 400 þúsund krónum. Ef islenzk tónverk hlytu miklar vinsældir erlendis, slægju i gcgn, eins og sagt er, myndi þaö hins vegar þýða milljónir, ef ekki milljónatugi fyrir STEF og hinn Islenzka höfund. Má i þvi sambandi til dæmis geta þess, að tekjurnar af einu einasta lagi, eins og „Tango Jalousie”, eftir danska tónskáidið Jakob Gade, hafa numið hundruðum milljóna islenzkra króna. STEF innheimtir tónflutn- ingsgjöld frá fleiri þúsund aöil- um um allt land, svo sem út- varpi, veitingahúsum, kvik- myndahúsum, félagsheimilum, aðilum, sem halda hljómleika, dansleiki, o.s.frv., en mikill meirihluti tónverka, sem flutt eru hér á landi, er erlendur. „Samkomulag við þessa aðila hefur verið hið ákjósanlegasta hin siðari ár”, sagöi Sigurður Reynir, ,,og má segja, að skiln- ingur manna á réttmætum kröf- um höfunda sé mjög að aukast, ekki hvað sizt með tilkomu nýju höfundalaganna”. STEF rekur innheimtu — og úthlutunarskrifstofu i Reykja- vik, á Laufásvegi 40. Þá húseign keyptu Tónskáldafélagiö, Félag islenzkra hljómlistarmanna og STEF, i samvinnu, árið 1968. Telur framkvæmdastjórinn, að það hafi verið mjög góö kaup, þar sem fasteignir voru þá i lág- marki, en hafa slðan hækkað mjög, eins og alkunna er. Þarna hafa þessi félög inni fyrir skrif- stofur sinar. © Miðvikudagur 28. febr. 1973

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.