Alþýðublaðið - 28.02.1973, Page 5
Alþýðublaðsútgáfan h.f. Ritstjóri Sig-
hvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri
Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjþrn-
ar Hverfisgötu 8-10. — Sími 86666.
Blaðaprent h.f.
EYJOLFUR HRESSIST
1 fyrradag fór fram á Alþingi fyrsta umræða
um grunnskólafrumvarpið margumtalaða. Það
var fyrst lagt fram á Alþingi fyrir tveim árum
af þáverandi menntamálaráðherra, Gylfa Þ.
Gislasyni, var þá ekki afgreitt, enda var það
ekki ætlunin, beið siðan i heilt ár óséð og er fyrst
nú tekið til umræðu aftur með nokkrum
breytingum.
Drátturinn, sem orðið hefur á þvi að frum-
varpið væri lagt fyrir Alþingi af núverandi rikis-
stjórn, hefur að sjálfsögðu verið til trafala fyrir
áframhaldandi framþróun islenzkra skólamála.
Siðast liðið ár, árið 1972, skilur eftir sig eyðu i
sögu fræðslumála á íslandi. Og nú, þegar grunn-
skólafrumvarpið er loksins lagt fram á nýjan
leik, má með sanni segja, að komið sé fram á 11.
stundu svo árið 1973 falli ekki eftir sama farvegi
og árið næst á undan: verði ár engra tiðinda i
skóla- og fræðslumálum. Það mun sennilega
rétt aðeins hafast, að Alþingi geti afgreitt hið
viðamikla grunnskólafrumvarp frá sér sem lög
á þeim tiltölulega stutta tima, sem eftir er af
starfstima Alþingis. Þó getur það hafzt ef sá er i
raun og veru vilji rikisstjórnarinnar. Nú á, að-
eins eftir að sjá, hvort' svo er.
Á þeim tveim árum, sem liðið hafa frá þvi
frumvarpið um grunnskóla var fyrst lagt fram,
hafa verið gerðar á þvi nokkrar breytingar.
Sumar þeirra eru ekki til bóta. Málið i heild er
þó nú sem fyrr svo stórvægilegt, svo viðamikið
og til svo ótviræðra framfara i öllum megin-
atriðum, að sjálfsagt er að reyna að ljúka þing-
legri meðferð þess nú á Jiessu þingi svo bæði
fyrsta og annað árið af valdatima núverandi
rikisstjórnar verði ekki ,,dauð” ár i menntamál-
um.
ALLT í UPPNÁMI
Annað mikilvægt mál leysti rikisstjórnin á
allra siðustu stundu. Það var fullgilding við-
skiptasamninganna við Efnahagsbandalag
Evrópu. Var frá fullgildingarheimildinni gengið
af Alþingi nú um helgina með öllum atkvæðum
gegn einu, viðskiptaráðherrann var fjarstadd-
ur. Strax að lokinni þinglegri afgreiðslu málsins
undirritaði utanrikisráðherra ;fullgildingar
skjölin fyrir íslands hönd og mun þvi viðskipta-
samningurinn við EBE taka gildi 1. april n.k. að
öðru leyti en þvi, sem tekur til útflutningsafurða
islenzka sjávarútvegsins til EBE-landa.
Um þetta mál fóru fram mikil átök innan
rikisstjórnarinnar. Viðskiptaráðherrann neitaði
þráfaldlega að samþykkja fullgildingu
samningsins. Aðrir ráðherrar voru á öndverð-
um meiði. Málinu lauk svo með þvi, að i samein-
ingu tókst þeim að beygja viðskiptaráðherrann
á 11. stundu — og er það eitt út af fyrir sig ekki
svo litið afrek þegar litið er á hvaða menn eru
þar annars vegar — og tók hann ekki þátt i af-
greiðslunni.
Þannig starfar rikisstjórnin. Djúpstæður
skoðanaágreiningur rikir þar um öll meirihátt-
ar mál og á þvi finnst engin önnur lausn en sú,
að annað hvort beygir þessi hinn eða hinn þenn-
an og sá, sem undir verður snýr upp á sig og
segir: ég er bara ekkert með.
Tveir Alþýöuflokksmenn —
Stefán Gunnlaugsson og Pétur
Pétursson — hafa endurflutt
frumvarp til laga um fræöslu-
stofnun alþýöu, sem þeir áttu þátt
i aö flytja i fyrra, en fyrsti
flutningsmaöur frumvarpsins þá
var Siguröur E. Guömundsson,
sem sat á þingi fyrri hluta s.l.
vetrar sem varaþingmaöur
Alþýöuflokksins. Frumvarpiö
endurflytja þingmennirnir
óbreytt frá i fyrra, en þaö fékk þá
ekki afgreiöslu á Alþingi.
Frumvarpsgreinarnar hljóöa
svo:
1. gr.
Setja skal á stofn Fræöslu-
stofnun alþýðu. Skal starf hennar
vera grundvöllur fyrir skipulegri
eflingu almenningsmenntunar i
landinu (fulloröinsmenntunar).
2. gr.
Stofnunin hefur fjórþætt mark-
mið:
A. Hún skal veita fjárhags-
legan stuðning þeim fjölskyldu-
mönnum, körlum og konum, er til
hennar leita um slikt, i þvi skyni
að afla sér menntunar eöa auka
þegar fengna þekkingu, menntun
eöa réttindi — þó ekki þeim, er
stunda nám i hinu almenna skóla-
kerfi, né þeim, er eiga aðgang aö
Lánasjóöi islenzkra námsmanna.
Stuöningur þessi skal vera i mynd
fræðslubóta. Skulu beiðnir um
þær metnar eftir þörfum umsækj-
enda (fræðsluþega), efnahag,
fjölskyldustærð o.fl. þ.h., skv.
reglugerð þar um, er ráöherra
setur.
B. Hún skal, skv. nánar settum
reglum, veita f járhagslegan
stuöning þeim aöilum er gefa
almenningi kost á sjálfsmenntun,
enda leiöi slikt til þess, að hún
veröi mönnum mun ódýrari og
auðfengnari en nú er. Heimilt
skal stofnuninni sjálfri að efna til
slikrar fræöslustarfsemi. Setja
skal reglur, er tryggi þeim, sem
lokiö hafa prófum eöa náö til-
skildum áföngum á vegum slikr-
ar starfsemi, aögang að öðrum
námsbrautum i eöa til hliöar við
hið almenna skólakerfi.
C. Hún skal standa fyrir og kosta
námskeiö, er haldin séu fyrir
vinnandi fólk þvi til endurhæf-
ingar og þjálfunar vegna starfa
þess i atvinnulifinu. Heimilt er
stofnuninni að kosta slik
námskeiöá vegum annarra aðila.
D. Hún skal leggja fram fé til aö
kost kosta þjálfunar- og fræöslu-
námskeiö fyrir fólk, er gegnir
trúnaðarstörfum i launþegasam-
tökunum. Heimilt er stofnuninni
sjálfri aö efna til slikra nám-
skeiöa.
3. gr.
Fé stofnunarinnar skal ráð-
stafa þannig i meginatriöum:
A. 40% árlegra tekna skal verja
til aö kosta þá starfsemi, er
greinir i A-liö 2. gr. laga þessara.
B. 40% árlegra tekna skal verja i
þvi skyni, er greinir i B-liö 2. gr.
C. 10% árlegra tekna skal
verja til þess, er greinir i C-lið 2.
gr-
Stefán Gunnlaugsson
D. 10% árlegra tekna skal
verja til aö kosta þaö starf, er
greinir i D-liö 2. gr. laga þessara.
4. gr.
Stjórn stofnunarinnar skipa 7
menn. Skulu 5 þeirra kjörnir hlut-
bundinni kosningu á Alþingi, einn
skal tilnefndur af miðstjórn
Alþýðusambands Islands og
annar af stjórn Bandalags starfs-
manna rikis og bæja. Fræðslu-
nefnd skal vera stjórninni til i
ráðuneytis. Skal hún skipuð 9
manns, er tilnefndir séu af aöilum
vinnumarkaöarins, skv. reglu-
1 gerö. Ráöherra skipar formann
sjóösstjórnar og formann
fræöslunefndar.
5. gr.
Allan kostnaö viö rekstur stofn-
unarinnar skal greiöa úr rikis-
sjóði.
6. gr.
Menntamálaráöherra setur
Pétur Pétursson
meö reglugerö nánari ákvæði um
framkvæmd laga þessara aö
fengnum tillögum stjórnar og
fræöslunefndar stofnunarinnar.
7. gr.
Lög þessi öölast þegar gildi.
Þá fylgir frumvarpinu einnig
ýtarleg greinargerö, óbreytt frá i
fyrra. Er þar lýst nauösyn full-
orðinnafræðslu og markmiöum
frumvarpsins og einstakra greina
þess.
FLOKKSSTARFIÐ
TRUNÁÐARRAÐIÐ
í REYKJAVÍK
Trúnaðarráð Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur er
boðað fil f undar n.k. föstudag, 2. marz kl. 6 e.h. í
Ingólfscafé.
Fundarefni:
Tillögugerð til kjörnefndar um frambjóðendur til
væntanlegs stjórnarkjörs í Alþýðuflokksfélagi
Reykjavikur.
Stjórn Trúnaðarráðsins.
ALÞÝÐUFLDKKSFÉLAG REYKJAVÍKUR AUGLYSIR
VIÐTALSTÍMAR
ÞINGMANNA OG BORGARFULLTRÚA ALÞÝÐUFLOKKSINS
Stjórn Alþýðuflokksfélags Reykjavikur hefur ákveðiö að
gangast fyrir þvi, að Reykvikingum gefist tækifæri á að hitta að
máli þingmenn Alþýðuflokksins og borgarfulltrúa i Reykjavik. t
þeim tiigangi mun stjórnin auglýsa viðtalstima reglulega hvern
fimmtudag á timabilinu frá kl. 17—19, þar sem þessir trúnaðar-
menn skiptast á um að vera til viðtals. Viötölin fara fram á skrif-
stofuin Alþýðuflokksins að Hverfisgötu 8—10.
Fimmtudaginn 1. marz n.k. verður INGVAR ASMUNDSSON,
einn af varaborgarfulltrúum Alþýðuflokksins I Reykjavík, sem
verður til viðtals á flokksskrifstofunum við Hverfisgötu á tima-
bilinu frá 5-7 s.d. Þeir, sem ekki geta komið þvi við að koma
sjálfir til viðtalsins en vilja ná tali af varaborgarfulltrúanum
geta hringt i sima 1-50-20.
Reykvikingar! Notið þetta tækifæri til viöræöna viö kjörna
fulltrúa ykkar úr Alþýðuflokknum.
Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur.
Ingvar Asmundsson
Miðvikudagur 28. febr. 1973
o