Alþýðublaðið - 28.02.1973, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 28.02.1973, Qupperneq 9
Iþróttir 2 Fyrsti sigur Þórs Stefán Ágústsson formaður mótanefndar HSÍ hefur beðið iþróttasiðuna um eftirfarandi til birtingar: í blaði yðar fimmtudaginn 22. febrúar birtist grein sem sögð er undirrituð af um 80 hand- 'knattleiksstúlkum og er þar mótmælt niðurröðun 1. deildar kvenna i tslandsmóti þvi sem nú stendur yfir. Undirritaður fagnar þvi tæki- færi sem að hér býðst til að út- skýra litillega hvernig það fyrirkomulag er, sem viðhaft er við niðurröðun i Islandsmótið i handknattleik. Sá misskilningur virðist nokk- uð útbreiddur að mótanefnd H. S.t. raði niður öllu tslands- mótinu svo sem gert er i knatt- spyrnunni af mótanefnd K.S.I., en svo er ekki og er það að sjálf- sögðumiður. Eina niðurröðunin sem mótanefnd annast sjálf er i I. , II. og III. deild karla og er ástæðan fyrst og fremst sú að þar koma saman til keppni lið frá mörgum stöðum af landinu og er keppninni deilt niður á 4 keppnisstaði og fer leikjafjöldi og leiktimasetning eftir atvik- um á hverjum stað á hverjum tima. Um þessa niðurröðun má að sjálfsögðu deila og er þá vissulega mótanefnd sá aðili sem ræða skal við. öðrum keppnisflokkum i handknattleik er svo, af móta- nefnd, skipt niður á 4 fram- kvæmdaraðila sem siðan raða niður, hver á sinu svæði. A svæði H.K.R.R. fer fram keppni i 1. og 2. flokki karla, 1. og 3. flokki kvenna, I. déild kvenna að 5/6 hluta og II. deild kvenna að 1/5 hluta. A svæði H.K.R.H. fer fram keppni I 3. flokki karla, 2. flokki kvenna, 1. deild kvenna að 1/6 hluta og II. deild kvenna að 4/5 hlutum. A svæði Akureyringa fer fram keppni i öllum aldursflokkum frá Akureyri, Dalvik, Húsavik og Clafsfirði. A Seltjarnarnesi fer svo fram keppni I 4. flokki karla. Að niðurröðun fram- kvæmdaraðilanna lokinni er það að sjálfsögðu hlutverk mótanefndar að gefa út heildar- skrá yfir leiki mótsins. Hvað viðvikur niðurröðun I. deildar kvenna þykir mótanefnd mjög leitt ef illa hefur tekizt til, en i þvi sambandi er Handknatt- leiksráð Reykjavikur sá aðili sem kvarta á til, þar sem niður- röðun og framkvæmd er i þess höndum að 5/6 hluta. Ættu að vera hæg heimatökin þvi að þau 5 Reykjavikurfélög sem keppa i I. deild kvenna eiga þar hvert sinn fulltrúa. Hitt er svo annað mál hvort það fyrirkomulag sem hér hefur verið lýst, sé ekki orðið úrelt og gengið sér til húðar. A það skal ég ekki leggja dóm. En á það ► ►►►►►►►► Þessa mynd tók Friðþjófur af 1. deild kvenna á sunnudaginn i handknattleik en ekki knattspyrnu eins og margir halda eflaust. Kvennahandknattleikurinn er mikið i sviðsljósinu um þessar mundir. Myndin er frá viðureign Fram og Breiðabliks. Um helgina fóru fram fjórir leikir I 1. deildinni i körfuknatt- leik, eins og kom fram I blaðinu i gær. Af úrslitum leikjanna má ráða, að fallbaráttan ætlar að verða mjög spennandi og tvisýn i ár, rétt eins og baráttan á toppn- um. Þór frá Akureyri hlaut sin fyrstu stig I deildinni uip helgina, en margir höfðu spáð Þór f alli. Lokatölurnar i leik Þórs og HSK má benda aðá síðustu 3 árum hefur þátttakendafjöldi tslands- mótsins aukist úr 1200 i 1800 manns, eða um 50%. Ný félög hafa bætzt við, keppnisflokkum hefur fjölgað, leiktimi lengst og ný keppnishús komizt I gagnið. Fer ekki að verða timabært að kannað verði hvort framkvæmd mótsins alls ætti ekki að vera á vegum H.S.t.? Hvað viðkemur dómaramál- um eftirlæt ég öðrum að svara og læt ég útrætt um mál þetta að sinni. Stefán Agústsson f orm. mótanefndar urðu 60:53, og er ekki gott að segja hvernig farið hefði ef Birkir Þorkelsson hefði leikið með HSK, en hann komst ekki norður með félögum sinum. Staðan i hálfleik var 29:25 Þór i vil. Stigahæstur i liði Þórs var Eyþór Kristjánsson með 25 stig, en ölafur Jóhannesson var að vanda beztur hjá HSK með 18 stig. - AÐ OÐRU LEYTIER HÚNÍ HÖNDUM MARGRA AÐILA STADAH Staðan 11. deild I körfuknattleik er nú þessi: IR 8 8 0 768:544 16 KR 8 7 1 657:533 14 Arm. 7 4 3 491:487 8 IS 8 4 4 539:544 8 UMFN 9 3 6 589:740 6 HSK 7 2 5 466:532 4 ÞÖR 6 1 5 316:407 2 Valur 7 1 6 465:494 2 Stigahæstir: stig. Agnar Friðrikss. tR 161 EinarSigfúss.IR 149 Kristinn Jörundss. IR 135 Kolbeinn Pálss. KR 127 Jón Sigurðss. Arm. 126 Bjarni Gunnar IS 123 David Dewany UMFN 119 Guttormur Ólafss. KR 114 MOTANEFND SlR (OQNS IM RðOUN AD HLUTA VALUR FÖR f NEDSTA SÆTl f KÚRFUNNI UMFN-Valur 85:78 (36:35) (eftir venjulegan leik- tima 73:73). Þetta var allfjörugur leikur og einn sá skemmtilegasti I mótinu til þessa. Aldrei var mikill munur á liðunum, nema fyrst i leiknum, þá komust Njarðvikingar einu sinni 18 stig yfir. UMFN gerði fyrstu körfu leiks- ins, en Valur komst yfir 5:4, en þá kom góður kafli hjá UMFN.þeir komast I 11:5, 21:8 og 26:10. Valsmenn tóku á I lok fyrri hálfleiks og hafði þeim tekizt I hálfleik að minnka muninn niður i aðeins eitt stig: 36:35 fyrir UMFN. Hinn stórefnilegi Bandarikja- maður David Dewany gerði fyrstu körfu siðari hálfleiks 38:35 UMFN i vil, þá skora Jóhannes og Kári sina körfuna hvor, og koma Val þar með yfir 39:38, en David gerir tvö stig bæði úr vit- um, og UMFN tekur forystuna aftur, þó naum sé 40:39. Um miðjan slðari hálfleik þeg- ar leikmenn taka leikhlé eru Valsmenn komnir yfir 52:46, og stuttu siðar er staðan 56:50. Þá skorar Jón Helgason 6 stig i röð fyrir UMFN, og leikar standa jafnir, Njarðvikingar komast síð- an yfir með körfu frá David. Þegar aðeins 3 minútur eru eft- ir af venjulegum leiktíma, er staðan 67:67, þá skorar Jóhannes Magnússon (bróðir Þóris) tvö stig 69:67 fyrir Val, en Hilmar Haf- steinsson jafnar skömmu siðar 71:71. 1 Lokamínútan var æsispenn- andi, staðan er jöfn 71:71, þá fá Njarðvikingar viti, og hin örugga vitaskytta UMFN, David,hittir úr báðum skotunum að vanda, og allt útlit fyrir sigur UMFN 73:71, og aðeins sekúndur eftir, þá fær Jóhannes bezti maður Vals i leiknum, boltann og hann jafnaði fimm sekúndum fyrir leikslok 73:73. Þar sem enginn leikur I körfu- bolta má enda jafn, þurfti nú að framlengja leikinn, var ákveðið að framlengja um 1x5 min. Þessar auka fimm mínútur voru nánast einstefna UMFN, Hilmar skorar fallega úr lang- skoti 75:73, David bætir einni körfu við 77:73, Þórir skorar sitt eina stig i leiknum fyrir Val, þá koma 4 stig sem gera út um leik- inn, reyndasti leikmaður UMFN, Jón Helgason gerði þessi þýðingarmiklu stig, og staðan er 81:74 UMFN I vil, Gunnar skorar fyrir UMFN og Jóhannes fyrir Val og staðan 83:76, og lokaorðið I leiknum sagði hinn tröllsterki leikmaður Jón Helgason, og loka- tölurnar voru 85:78. Stigahæstir: UMFN: David 30, Jón Helgason 18, Hilmar 14 og Gunnar Þorvarðarson 12. Valur: Jóhannes Magnússon 31, Torfi Magnússon 18 og Kári 8. Vltaskot: UMFN: 12:8. Valur: 15:6. PK FH-VÍKINGUR í KVÖLD t kvöld hefst islandsmótið í 1. deild að nýju eftir nokkurt hlé vcgna landsleikja og heimsókna erlendra liða. Fara tveir leikir frarn I kvöld, báðir I iþróttahús- inu I Ilafnarfirði. Sá fyrri hefst kiukkan 20,15 og er hann milli FH og Vikings, og strax á eftir leika Haukar og 1R. Báðir leikirnir ættu að geta orðið spennandi og skemmtileg- ir, og einkum þó sá fyrri. Vikingur á vart möguleika á sigri i deildinni úr þessu, en get- ur samt enn sett strik I reikning- inn á efstu vigstöðvunum, eink- um þó ef Geir Hallsteinsson leikur ekki með FH i kvöld, eins og líkur benda til. Seinni leikurinn verður milli Hauka og ÍR. Ekki er gott að segja um þann leik, þvi ÍR hefur ekki leikið deildarleik I margar vikur, svo menn vita ekki hvort liðið hefur rifið sig upp úr þeim öldudai sem það var i. — SS. Miðvikudagur 28. febr. 1973 o

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.