Alþýðublaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 2
SKIPULAGSBREYTINGAR ÞANNIG STARFAR FJARAAALARAÐUNEYTIÐ Verkefnum ráðuneytisins skipt milli sex deilda Allmiklar skipulagsbreyt- ingar hafa verið gerðar á starf- semi fjármálaráðuneytisins, — breytingar sem ætlunin er að marki skarpari verkaskiptingu innan ráðuneytisins. Frá þessu skýrðu Halldór E. Sigurðsson, fjármálaráðherra og Jón Sigurðsson, ráðuneytis- stjóri, á fundi með frétta- mönnum I fyrradag. Verksvið ráðuneytisins er stjórn á innheimtu, varðveizla og ráðstöfun fjármuna ríkisins, að þvi marki, sem sú stjórn er ekki öðrum falin með lögum. Samkvæmt hinni nýju skipu- lagsbreytingu hefur verkefnum ráðuneytisins verið skipt milli eftirtalinna deilda á þann hátt sem hér segir: 1. Tekjudeild. Deildarstjóri Höskuldur Jónsson. Deildin fjallar um öll mál, sem snerta álagningu og innheimtu tekna rikissjóðs, annarra en tolla, svo og lántökur rikissjóðs. Þá fjallar deildin um arðsemi eigna rikisins, eftirlit með fram- kvæmd laga um bókhald og lög- gildingu endurskoðenda. Innan verksviðs deildarinnar starfa eftirtaldar stofnanir: Embætti rikisskattstjóra, rikis- skattanefnd, skattstofur, Afengis- og tóbaksverzlun rikis- ins, Lyfjaverzlun rikisins, Gjaldheimtan i Reykjavík. Auk þess annast deildin skipti við sýslumenn og bæjarfógeta sem innheimtumenn rikissjóðs. 2. Tolla- og eignadeild. Deildarstjóri Þorsteinn Ólafs- son. Deildin fer með yfirstjórn tollamála bæði innanlands og gagnvart útlöndum, i sambandi við framkvæmd friverzlunar- samninga. Ennfremur mál, sem snerta vörzlu eigna, sem ekki eru faldar öðrum aðilum, og hagsmunavörzlu i sambandi við kröfur á hendur rikinu. Þá fjallar deildin um fasteigna- skráningu og — mat og rikis- ábyrgðir. Innan verksviðs deildarinnar starfa tollstjóraembættið i Reykjavik, sýslumenn og bæjarfógetar sem tollstjórar, tollgæzlan utan Reykjavikur og Keflavikurflugvallar, Rfkis- ábyrgðarsjóður og Fasteigna- mat. 3. Gjaldadeild. Deildarstjóri Kristján Thorlacius. Deildin fjallar um allar útgreiðslur úr rikissjóði og innkaupa starfsemi rikisins auk reksturs á skrif- stofum ráðuneytisins. A verksviði deildarinnar starfar Innkaupastofnun rikis- ins. 4. Launadeild. Deildarstjóri Þorsteinn Geirsson. Deildin fjallar um öll mál, sem snerta kjarasamninga, sem rikið er aðili að, réttindi starfsmanna rikisins og skyldur, auk málefna lifeyrissjóða. 5. Rikisbókhald. Rikisbókari Grétar Ass Sigurðsson. Rikis- bókhald hefur fyrir hönd fjár- málaráðuneytisins yfirumsjón með öllu bókhaldi og reiknings- skilum þeirra aðila, sem rikis- reikningur nær til, sér um gerð hans og fer með söfnun upplýs- inga, skráningu og miðlun þeirra, sbr. lög nr. 52/1966 um rikisbókhald, gerð rikisreikn- ings og fjárlaga. 6. Rikisfjárhirzla. Rikis- féhirðir Jón Dan Jónsson. Rikis- féhirðir annast allar inn- og út- borganir rikissjóðs, þ.á.m. inn- heimtur og auk þess greiðslur fyrir rikisstofnanir, sem rikis- bókhald annast allt bókhald fyr- ir. Gert er ráð fyrir, að deild- irnar vinni mjög sjálfstætt undir stjórn deildarstjóra, rikis- bókara og rikisféhirðis, og er þess óskað, að málaleitunum sé beint til deildarstjóra eða full- trúa viðeigandi deildar. Þessi skipulagsbreyting felur i sér dreifingu ábyrgðar- og valdsviðs innan ráðuneytisins og er m.a. ætlað að veita ráðu- neytisstjóra aukið svigrúm til að fást við stefnumótunarverk- efni við undirbúning löggjafar o.þ.h., auk aðstoðar við ráð- herra. Umbætur í ríkisrekstri meöal verkefna Fjárlaga- og hagsyslustofnunar A blaðamannafundi fjármála- ráðherra i gær kynnti Gisli Blön- dal, ráðuneytisstjóri i Fjárlaga- OKKUR VANTAR BLAÐBURÐAR- FÓLK í EFTIR- TALIN HVERFI Laugarteigur Laugarnesvegur Rauöilækur Sogavegur Langagerði HAFIÐ SAM- BAND VIÐ AF GREIÐSLUNA og hagsýslustofnuninni, sérstak- lega verkefni þeirrar stofnunar og starfsemi, en sú stofnun starf- ar innan fjármálaráðuneytisins og hefur verið starfrækt I nálægt sjö ár. Stofnunin telst vera sér- stakt ráðuneyti, en heyrir beint undir fjármálaráðherra. Eins og nafnið bendir til, eru verkefni þessa ráðuneytis fyrst og fremst gerð fjárlaga og hvers kyns hagsýsla innan rikis- kerfisins. 1 reglugerð um stjórnarráðið er nánar gert grein fyrir verkefnum stofnunarinnar, en þar eru þau talin þessi: 1. Undirbúningur og samning fjárlaga. 2. Greiðslur umfram fjárlaga- heimildir. 3. Framkvæmda- og fjáröfl- unaráætlanir rikisins. 4. Húsaleigu- og bifreiðamál rikisins. 5. Almennar umbætur i rikis- rekstri. Frá þvi að reglugerðin um stjórnarráðið var gefin út, hefur eitt veigamikið verkefni bætzt við, en það er fjármálaleg yfir- stjórn opinberra framkvæmda skv. lögum nr. 63/1970 um skipan opinberra framkvæmda. Þetta verkefni er raunar náskylt fjár- lagagerðinni, og sama má segja um ýmis önnur reglubundin verk- efni stofnunarinnar, svo sem áætlanir og álitsgerðir um efna- hagsmál, einkum að þvi er tekur til rikisfjármála, og aðild stofn- unarinnar að ákvörðunum um fastráðningu rikisstarfsmanna, sem fer eftir sérstökum lögum. Hitt meginverkefnið, sem fjár- laga- og hagsýslustofnun hefur með höndum, er fólgið i hvers konar viðleitni til umbóta I rikis- rekstri, sem ekki þarf nauðsyn- lega að þýða lækkun útgjalda hjá einstökum stofnunum, eða fyrir- tækjum, heldur getur þar einnig komið til að bæta skipulag, þannig að þjónusta batni að óbreyttum tilkostnaði. A þessu sviði er það reglubundið verkefni stofnunarinnar að fjalla um aksturssamninga við einstaka rikisstarfsmenn og ákvarða svo- nefnd km-gjald, sem er það gjald, sem rikið greiðir fyrir ekinn km i þess þágu. Annað verkefni af þessu tagi felst i þvi að fjalla um húsaleigusamninga á vegum rikisaðila en slikir samningar eru ekki bindandi fyrir rikið án sam- þykkis fjárlaga- og hagsýslu- stofnunar. Loks má nefna i þessu sambandi, að stofnunin hefur ákvörðun um upphæð dagpeninga i ferðalögum utan lands og innan með höndum. Ýmsar fréttnæmar upplýsingar komu fram í greinargerð þeirri, er Gisli Blöndal flutti um starfsvið Fjárlaga- og hagsýsiustofnunarinnar. Er þar helzt að geta eftirfarandi: 2000 manns í fæði hjá ríkismötuneytunum 25 - kostnaður 45 milljónir Athugun, sem gerð var á sl. ári leiddi m.a. I ljós, að I Reykjavik starfrækir rikið 25 mötuneyti, þar sem um 2000 rikisstarfsmenn borða daglega. Á hverjum stað er sjálfstætt eldhús. Var kostnaður rikisins af þessum rekstri áriö 1971 ekki minni en 45 m. kr. og starfsfólk mötuneytanna um 130. Er nú unnið að þvi i samvinnu við sænska ráðunauta að gera þennan rekstur hagkvæmari með þvi að fækka þessum eld- húsum og sameina matar- gerðina á sem fæsta staði. Beinist þessi athugun að þvi i fyrsta áfanga að nota hið nýja eldhús Landspitalans sem aðal- eldhús fyrir nokkrar stofnanir, en þaðan yrði siðan matnum dreift með nýrri tækni, sem ryður sér rúms erlendis til dreifieldhúsa. A þetta að vera mögulegt, þar sem nýja eld- húsið er ekki fullnýtt fyrst um sinn. Er unnið að þessu I sam- vinnu við skrifstofu rikisspítal- anna. Ríkisstofnanir samein- aðar og byggt yfir þær að Grensásvegi 9 Unnið er að þvi aö koma Lög- gildingastofunni, öryggiseftir- liti rikisins, Rafmagnseftirliti rikisins og Brunamálastofnun rikisins undir sameiginlegt þak og nota tækifærið um leið og sameina eða samræma vissa þætti I rekstri þessara stofnana, eins og t.d. skrifstofuhald, i eina starfseiningu. Tilefnið er m.a., að sumar þessara stofnana eru nú á hrakhólum með húsnæði, en allar eru þær i leiguhúsnæði. Er nú unnið að kostnaöar- og fyrirkomulagsáætlunum til að koma þessum stofnunum fyrir að Grensásvegi 9, þar sem Sölu- nefnd varnarliðseigna er til húsa með þvi að byggja tvær hæðir ofan á það hús, en fyrir þeim var gert ráð i upphafi. Yrði hver hæð 1620 ferm. Til greina kemur að ríkið tryggi alls ekki Gerð var á sl. ári athugun á vátryggingum nokkurra rfkis- stofnana. Kom i ljós, að fram- kvæmd þeirra mála er mjög misjöfn frá einni stofnun til ann- arrar. Sumar stofnanir taka engar tryggingar nema skyldu- tryggingar, en aðrar tryggja flest, sem tryggt verður. Er unnið að tillögum um fram- tiðarstefnu I þessum málum. Kemur þar m.a. til athugunar, hvort ríkið eigi almennt að tryggja eignir sinar eða ekki. Endurskipulagning hjá Póst- og símamálastjórn Ýmis atriði i rekstri þeirrar stofnunar hafa verið til athug- unar i samráði við samgöngu- málaráðuneytið, póst- og sima- málastjóra og undirnefnd fjár- veitinganefndar. Hefúr athug- unin einkum beinzt að verk- stæðarekstri og skipulags- málum. Er frekari aðgerða að vænta á þessu sviði. 55 nýjar nefndir á síð- asta ári - 86 slátrað Arlega er tekin saman skýrsla um nefndir, stjórnir og ráð rikisins i samvinnu við yfirskoð- unarmenn Alþingis. Tala nýrra nefnda, sem skipaðar voru 1972 Tala nefnda i árslok 1972 Fækkun á árinu 1972 Var tala nefnda og stjórna i árslok 1972 Tala nefnda, sem luku störfum eða lagðar voru niður 1972 55 335 86 421 141 Gerðar hafa verið tillögur um frekari fækkun nefnda og stjórna, og eru þær nú til athug- unar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.