Alþýðublaðið - 06.03.1973, Blaðsíða 11
í SKUGGA MARÐARINS wm
Saga ástar og örlaga eftir Victoriu Holt íiIÍm
— Hefur ekkert vit á fjármál-
um.
— Jæja, Minta...
— Veit jafnvel ennþá minna.
Það er lafði Cardew, sem hefur
viöskiptavitið á þvi heimili.
— Þú hefur þá samið viö hana.
— Ég samdi við kaupsýslu-
mann minn.
— Mér finnst að þú hefðir ekki
átt aö gera þetta, Stirling.
— Hversvegna ekki?
— Vegna þess að Franklyn
Wakefield ætlaði að kaupa landið
og hefði hann gert það, hefði þaö
haldizt i fjölskyldunni.
— Ég skil ekki svona rök-
semdaleiöslu.
— Þá hlýturðu að vera blindur.
Franklyn ætlar aö kvænast Mintu
og þegar það verður getur hann
séö um Whiteladies.
— Það kostar meira en hann á
til, að koma þvi húsi i sómasam-
legt ástand.
— Hvernig veiztu það?
— Ég geri mér far um að vita
um hlutina. Það verður að eyða i
það mörgum þúsundum. Wake-
ffLfflfff/f/ff&S
£/nn ToLMR HC/0UK
WNT 4.7 r BRECrÞ ft£>T
V
5 T/?ok' V£L
11 3 6
HEfnR 1 Huldu /77/9/
HVEN FuGL 5 HN4PH AND/
• / bKJBL FTfí
H/LTTft SK ST Tolu/? 7
fOEÐ tölu 9
Rösk RCK HV/LD/
[ TÓK/V L£//<
5tett /o
5 KRIF IR 3
LyK/LORB = DKÓS
field er sæmilega efnum búinn, en
hann er enginn...
— Milljóneri, bætti ég við.
Hann kinkaði kolli brosandi.
Hann var svo sannarlega maður
haldinn ólæknandi ástriðu.
Minta minntist á skógarbeltið
við mig. — Ég veit það núna að
það var herra Herrick, sem
keypti það. Hann borgaði miklu
meira en sanngjarnt var.
— Hann hefur efni á þvi, sagði
'ég heldur þurrlega.
Augu hennar ljómuðu af hlýju.
— Það var fallega gert af honum.
— Ég held honum hafi verið
mikið kappsmál að fá það.
— Það getur ekki verið. Það er
mikið falt hér i grenndinni af
miklu verðmætara landi.
En það er ekki Whiteladies
hugsaði ég. Og ég gat séð á öllu
fasi Stirlings, að hann þóttist nú
hafa komið ár sinni vel fyrir borð.
Þér skjátlast, Stirling, hugsaði
ég. Það fer ekki eins og þú ætlast
til. Þú sezt að i Kaupmannshús-
inu, eða við förum aftur til
Ástraliu. Ég vissi þá að mig skipti
það litlu máli hvort heldur yrði —
ef ég aðeins væri með Stirling.
Það var liðið mjög nærri jólum.
Siðustu vikuna fórum við Stirling
ásamt Maud, Mintu og Franklyn
um þorpið i fylgd með söngfólki
til að safna fé handa kirkjunni. A
eftir fórum við til Wakefield Park
þar sem okkur var borin heit
súpa. Mér skildist að þetta væri
gamall siður og að áður fyrr hefði
hann verið i heiðri haldinn á
Whiteladies. Franklyn virtist
vera að taka á sig skyldur White-
ladies og þegar hann kvænist,
hugsaði ég, flytur hann til White-
ladies og hinum gömlu siðum
verður aftur komið í það horf sem
þeir áður voru.
Þegar ég horfði á föður hans
sitja i stól sfnum með ábreiðuna
yfir hnjánum og móður hans, sem
stöðugt hélt sig nærri manni sin-
um, datt mér i hug, að vegna
foreldra sinna hefði hann frestað
bónorði sinu við Mintu. Eftir að
hann væri kvæntur væri til þess
ætlazt af honum að hann byggi á
Whiteladies, en hann vildi vera
hjá föður sinum þann tima, sem
hann ætti eftir.
Við hittumst öll aftur i kirkj-
unni á jóladagsmorgun og héld-
um svo siðdegis til Wakefield
Park, þar sem við vorum boðin til
kvöldverðar. Húsið var i hátiðar-
búningi, skreytt greinum og
mistilteini og ég minntist tilrauna
Adelaide að gæða heimili okkar
enskum blæ hinumegin hnattar-
ins.
Þetta voru hefðbundin jól,
kalkúnasteik og plómubúöingur
með logandi koniáki út á oggjafir
handa öllum kringum jólatré i
miðri dagstofunni. Skálar voru
drukknar gestgjöfum okkar,
gestum þeirra og einkum þeim
sem nýir voru. Þarna voru
margir gestir auk okkar og eftir
kvöldveröinn komu fleiri i heim-
sókn. Dansað var i stórum dans-
sal við undirleik tveggja fiðlara,
sem léku eingöngu gamla sveita-
dansa. Siöar var dansaðurvals og
sum okkarreynduviö menúett. Ég
hafði hina beztu skemmtun af öllu
saman og reyndi að hugsa ekki
um jólin sem við höfðum átt i
Astralíu. Foreldrar Franklyns
voru á fótum þar til yfir lauk og
ég tók eftir að gamli maðurinn
kinkaði kolli i takt við hljómlist-
ina og hvernig augu hans og konu
hans fylgdu Franklyn eftir allan
timann.
— Þetta voru yndisleg jól,
sagði ég við Franklyn og hann
svaraði á sinn orðprúða hátt að
það gleddi sig mjög aö mér skyldi
ekki hafa'leiðst hinar gömlu sið-
venjur þeirra.
A leiðinni heim viðurkenndi
Stirling, að þetta hefði verið mjög
ánægjulegur dagur og sagði mér
að hann hefði boðið þeim öllum til
áramótagleði i Kaupmanns-
húsinu.
— Við verðum að leggja okkur i
lima, sagði hann, — til að finna
eitthvað sem jafnast getur á við
skemmtun herra Wakefields.
Ég blygðaðist min dálitið fyrir
þá áramótaveizlu. Stirling hafði
fengið veitingamenn frá London
til að koma og sjá um allt saman.
Hann dreifði boðsmiðum um alla
sveitina. Sent var eftir sérstökum
borðbúnaði. Sprenglærðir
matreiðslumenn voru fengnir til
að sjá um matreiðsluna — og við
áttum meira að segja að hafa
þjóna i bláum einkennisbúning-
um úr flaueli og með púðraðar
hárkollur.
Ég skellihló að honum. — Þetta
er fáránlegt, sagði ég, — i litlu
sveitasetri eins og þessu — og
afar ósmekklegt.
— Ég vildi að við gætum haldið
þetta á Whiteladies, sagði hann
angurvær. — Imyndaðu þér sal-
inn þar..
— Þetta er ekki Whiteladies, og
hvað mætti fólkið halda, þegar
þaö sér þetta leigða þjónalið þitt.
En mér var engin leið að stöðva
hann.
Frú Glee lá við að hneykslast.
— Ég hefði ósköp vel getað séð
um þetta, frú Herrick, með einni
eða tveim stúlkum til viðbotar og
ég veit hvar hægt er að fá þær,
Auglýsing
Vegna forfalla visindamanns, sem veitt
höfðu verið afnot af fræðimannsibúð i húsi
Jóns Sigurðssonar i Kaupmannahöfn, 1.
júni til 31. ágúst n.k. er ibúðin nú laus til
umsóknar á fyrrgreindu timabili.
Fræðimönnum eða visindamönnum,
sem hyggjast að stunda rannsóknir eða
vinna að visindaverkefnum i Kaupmanna-
höfn, er heimilt að sækja um afnotarétt af
ibúðinni. íbúðinni, sem i eru fimm her-
bergi, fylgir allur nauðsynlegasti
heimilisbúnaður, og er ibúðin látin i té
endurgjaldslaust.
Umsóknir um ibúðina skulu hafa borizt
stjórn húss Jóns Sigurðssonar, Islands
Ambassade, Dantes Plads 3, 1556 Köben-
havn V, eigi siðar en 1. april næstkomandi.
Umsækjendur skulu gera grein fyrir til-
gangi með dvöl sinni i Kaupmannahöfn,
svo og menntun og fyrri störfum.
Æskilegt er, að umsókninni fylgi umsögn
sérfróðs manns um fræðistörf umsækj-
enda.
Stjórn húss Jóns Sigurðssonar.
TRÚLOFUNARHRINGAR
Fljót afgreiCsla.
Sendum gegn póstkröfu
GUÐM. ÞORSTEINSSON
gullsmiður, Bankastr. 12
SÍMASKRÁIN 1973
Miðvikudaginn 7. marz n.k. verður byrjað
að afhenda simaskrána fyrir árið 1973 til
simnotenda i Reykjavik. Dagana 7.8. og 9.
marz, það er frá miðvikudegi til og með
föstudegi, verður afgreitt út á simanúm-
erin 10000 til 26999, það eru simanúmer frá
Miðbæjarstöðinni. Dagana 12. til og með
16. marz verður afgreitt út á simanúmer
sem byrja á þrir, átta og sjö, það eru
simanúmer frá Grensásstöðinni og nýju
Breiðholtsstöðinni.
Simaskráin verður afgreidd i gömlu
Lögreglustöðinni i Pósthússtræti 3, dag
lega kl. 9-18, nema laugardaginn 10. marz,
kl. 9-12.
í Hafnarfirði verður simaskráin afhent á
simstöðinni við Strandgötu þriðjudaginn
13. marz og miðvikudaginn 14. marz. Þar
verður afgreitt út á númer sem byrja á
fimm.
í Kópavogi verður simaskráin afhent á
Póstafgreiðslunni, Digranesvegi 9. mið-
vikudaginn 14. marz. Þar verður afgreitt
út á simanúmer sem byrja á tölustafnum
fjórir.
Þeir simnotendur, sem eiga rétt á 10
simaskrám eða fleirum, fá skrárnar send-
ar heim. Heimsending þeirra simaskráa
hefst ekki fyrr en mánudaginn 12. marz.
Athygli simnotenda skal vakin á þvi að
simaskráin 1973, gengur i gildi frá og með
laugardeginum 17. marz 1973.
Simnotendur eru vinsamlega beðnir að
eyðileggja gömlu simaskrána frá 1972
vegna fjölda númerabreytinga, sem orðið
hafa frá þvi að hún var gefin út, enda er
hún ekki lengur i gildi.
BÆJARSÍMINN.
Orðsending til fasteignaeigenda
frá Gjaldheimtunni í Reykjavik
Athygli fasteignaeigenda er vakin á 43. gr.
laga nr. 8/1972 um tekjustofna sveitar-
félaga, en þar er svo ákveðið, að séu fast
eignagjöld ekki greidd áður en 2 mánuðir
eru liðnir frá gjalddaga, skuli greiða
dráttarvexti af þvi sem ógreitt er, 1 1/2%
fyrir hvern mánuð, eða brot úr mánuði,
sem liður þar fram yfir frá gjalddaga.
Fyrri gjalddagi fasteignagjalda 1973 var
15. jan. s.l. og er bent á, að dráttarvextir
verða reiknaðir i samræmi við framan-
greindar reglur.
Reykjavík, 2. marz 1973
Gjaldheimtustjórinn.
ÚTBO
Tilboð óskast i 12 km. af galv. fyrir
hleðsluneti ásamt 24 km. af sléttum vir
galv.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri.
Tilboð verða opnuð kl. 11.00 f.h. mánudag-
inn 26. marz 1973.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SlWI 26E44
/síís
Þriðjudagur 6. marz, 1973.
o