Alþýðublaðið - 07.03.1973, Page 2
86 SKIP
MOKA
UPP
LOÐNUNNI
GUÐMUNDUR AFTUR
AFLAHÆSTA SKIP
Loönuaflinn var i siðustu viku 5. Neskaupstaður 22976 8. Asver VE 1514 36. Jón Finnsson GK 4226
samtals 56,973 lestir, og er það 6. Eskifjörður 19312 9. Bjarni Ólafsson AK 3275 37. Jón Garðar GK 4080
mesti vikuafli á loönuvertiðinni 7. Reyðarfjörður 11033 10. Börkur NK 1864 38. Keflvikingur KE 2334
til þessa. A miðnætti siðastliðins 8. Fáskrúðsfjörður 9853 11. Bergur VE 1575 39. Kristbjörg IIVE 1096
laugardags var heilda~aflinn 9. Stöðvarfjöröur 9922 12. Dagfari ÞH 3474 40. LjósfariÞH 2251
orðinn 219,603 lestir, en var i 10. Breiðdalsvik 4627 13. Eldborg GK 8426 41. Loftur Baldvinss. EA 6351
fyrra 216,184 lestir á sama tima. 11. Djúpivogur 7985 14. Esiar RE 2570 42. Magnús NK 3409
Samkvæmt skýrslu Fiskifé- 12. Hornafjöröur 11645 15. Faxi GK 1454 43. Náttfari ÞH 2788
lags Islands, höfðu 86 skip feng- 13. Vestmannaeyjar 3886 16. Fifill GK 5226 44. ólafur Magnússon EA 1240
iðeinhvern loðnuafla á miðnætti 14. Þorlákshöfn 10649 17. Gisli Arni RE 5635 45. Ólafur Sigurðss AK 2497
á laugardag. 15. Grindavik 12725 18. Gissur hviti SF 1273 46. Óskar Halldórsson RE 3742
Guðmundur RE hafði endur- 16. Sandgerði 5629 19. Gjafar VE 1374 47. Óskar Magnússon AK 5014
heimt efsta sætið, en þar hafði 17. Keflavik 10716 20. Grimseyingur GK 1845 48. Pétur JónssonKÓ 4933
F.ldb ■ GK trónað tvær vikur i 18. Hafnarfjörður 12415 21. Grindvikingur GK 5577 49. Rauðsey AK 4074
röð Eldborgin er i öðru sæti, og 19. Reykjavik 16716 22. Guömundur RE 9028 50. Reykjaborg RE 3849
þessi tvö skip skera sig nokkuð 20. Akranes 14793 23. Gullver VE 1028 51. Seley SU 2492
úr hvað aflamagn áhrærir. 21. Bolungarvik 1451 24. Halkion 1705 52. Skinney SF 3118
Skipstjóri á Guðmundi er Hrólf- 25. Harpa RE 2773 53. Skírnir AK 4693
ur Gunnarsson, en skipstjóri á Eftirtalin 63 skip höfðu fengið 26. Héðinn ÞH 4573 54. Súlan EA 5228
Eldborgu er Gunnar Hermanns- 1000 lestir eða meira á miðnætti 27. Heimir SU 5200 55. Sveinn Sveinbj.son NK 3006
son. á laugardag. Aflinn er I lestum: 28. Helga RE 49 2330 56. Sæberg SU 3097
Loðna haföi borizt á 21 stað. 1. AlbertGK 3165 29. Helga II RE 2948 57. Víðir AK 1797
Fer skrá yfir þá staði hér á eftir, 2. Alftafell SU 3150 30. Helga Guðmundsd. BA 4585 58. Vonin KE 1129
og aflamagnið er taliö i lestum: 3. Arinbjörn RE 1282 31. Hilmir KE 1519 59. Vörður ÞH 3033
1. Krossanes 420 4. Arni Magnússon SU 2709 32. HilmirSU 4207 60. Þórður Jónasson EA 3712
2. Raufarhöfn 4782 5. Arsæll Sigurðsson GK 1424 33. Hrafn Sveinbj.son GK 3277 61. Þórkatla II GK 1364
3. Vopnafjörður 2924 6. Asberg RE 4654 34. Höfrungur III AK 3606 62. Þorsteinn RE 4546
4. Seyðisfjörður 25146 7. AsgeirRE 4402 35. Isleifur VE 2174 63. OrnSK 3430
RÁÐHERRARNIR TAKA
SÍÐUSTU ÁKVÖRÐUN
UM ÍSLENZKA FISKINN
Enn hefur ráðherranefnd Efna-
hagsbandalags Evrópu ekki tekið
ákvörðun um, hvort beitt skuli
fyrirvaranum, sem settur var i
viðskiptasamninginn við Island
af hálfu EBE þess efnis, að
ákvæði samningsins um tolla-
íækkanir á ál. sjávarafurðum á
EBE-markaðinum ganga ekki i
gildi fyrr en sú lausn hefði fengizt'
á landhelgismálinu, sem EBE
getur sætt sig við. Fundur var
haldinn i ráðherranefndinni i
fyrradag, og þar var máliö ekki
tekið á dagskrá. Næsti fundur i
nefndinni verður siðar i þessum
mánuði, en þá verða það land-
búnaðarráðherrar EBE-
rikjanna, sem þinga. Þegar er
farið að undirbúa dagskrá þessa
fundar og hefur fyrirvarinn gagn
vart íslandi ekki verið meðal
dagskrármála, þótt að visu sé
enn nægur timi til þess að taka
málið á dagskrá fundar land-
búnaðarráðherra. Annar fundur i
ráðherranefndinni verður svo
þann 2. april n.k. og munu þá
utanrikisráðherrar EBE-
rikjanna hittast. A þeim fundi
verður rætt um viðskipta-
samningsgerðina við Noreg svo
hugsanlegt er, að fyrirvarinn á
íslandssamningunum komi þá
einnig á dagskrá.
Eins og kunnugt er hefur
Alþingi Islendinga samþykkt
fullgildingu viðskiptasamnings-
ins við EBE og utanrfkisráðherra
undirritað fullgildingarskjölin
fyrir Islands hönd. Mun samn-
ingurinn þvi taka gildi 1. april
Fyrirvarinn um tollfrelsi isl.
fiskafurða, sem settur var i
samninginn, kemur ekki sjálf-
krafa til framkvæmda. Ráð-
herranefnd EBE verður að taka
sérstaka ákvörðun um að beita
fyrirvaranum ella fá islenzkar
fiskafurðir þær tollaivilnanir
sjálfkrafa, sem um var samið.
Þar sem ákvæði viðskipta-
samningsins um tollfrelsi isl.
fiskafurða á EBE-markaðinum
eiga ekki að taka gildi fyrr en 1.
júli n.k. þótt samningurinn
sjálfur öðlist gildi 1. april n.k .
eins og fyrr var sagt, liggur ráð-
herrum EBE-rikjanna ekki á að
taka ákvörðun um beitingu fyrir-
varans i þessum mánuði. Þeir
eiga i rauninni um tvo möguleika
að velja, fyrir utan þann að sjálf-
sögðu að beita fyrirvaranum
ekki: að ákveða á fundunum nú
um mánaðamótin að ákvæði
fyrirvarans komi til fram-
kvæmda eins og i honum segir
ellegar að fresta að taka
ákvörðun um málið í von um að
lausn landhelgismálsins sé á
næsta leiti.
ANNARS
FLOKKS
ÞEGNAR
ILANDINU
Islendingar eru orðnir annars
flokks þegnar i landi sinu, hvað
snertir tækifærin til stangveiði og
standa þar höllum fæti gagnvart
„auðugustu mönnum veraldar” i
löndum, þarsem mengunin hefur
spillt lax- og silungsveiði. Það
eru forvigismenn nýs stangveiði-
félags, Ármenn, sem svo segja,
en þeir hyggjast slá skjaldborg
um hagsmuni þeirra, sem með
flugu vilja veiða.
Til að axla byrðar leigu veiði-
vatna og ræktunaraðgerða var
inngöngugjald ákveðið 25
þúsund krónur og skal greiða það
á 2 árum.
Jónarnir
efstir ó
Skókþingi
Úrslitakeppni Skákþings
Reykjavikur er nýlega lokið.
Ekki tókst þó að fá fram úrslit,
þvi efstir og jafnir urðu þeir
nafnar Jón Kristinsson og Jón
Pálsson með 4 vinninga af 5
mögulegum. Verða þeir að tefla
fjögurra skáka einvigi. Það
verður samt ekki á næstunni, þvi
báðir skákmennirnir taka þessa
dagana þátt i skákkeppni stofn-
ana. Hefst einvigið væntanlega I
byrjun april.
Sex skákmenn tóku þátt i úr-
slitakeppninni. Hlutu þeir
Benóný Benediktsson og Július
Friðjónsson 2 vinninga, en þeir
Jón Þorsteinsson og Björn
Halldórsson hafa einn vinning og
innbyrðis biðskák.
I 1. flokki fór Asgeir Asbjörns-
son með sigur af hólmi, hlaut 8
vinninga af 9 mögulegum. Helgi
Tómasson sigraði i 2. flokki,
hlaut 8 vinninga af 9 mögulegum,
og i unglingaflokki sigraði 13 ára
piltur, Margeir Pétursson, hlaut
9 vinninga af 11 mögulegum.
TOGARA-
DEILAN
LEYST MEÐ
LÖGUM?
Talið er nær öruggt að næsta
skrefið i togaradeilunni verði
það, að rikisstjórnin hefi af
henni bein afskipti. Deilan er i
sjálfheldu, eftir að bæði undir-
menn og togaraeigendur felldu
tillögu sáttanefndar til lausnar
deilunni. Yfirmenn á togur-
unum, aðrir en skipstjórar og
stýrimenn, hófu verkfall á mið-
nætti I fyrrinótt.
Hannibai Valdimarsson
félagsmálaráðherra lét við
útvarpsumræðurnar i fyrra-
kvöld i ljós þá skoðun sina, að
,,nú væru ekki verkfalistimar”
Þá hefur það ennfremur verið
haft eftir Hannibal, að um tvo
kosti sé að velja tillausnar deil-
unni. Annað hvort að setja
gerðardóm I málið eða lögfesta .
tillögu sáttanefndar, sem þó
hefur verið hafnað af báðum
aðilum, og það ótvirætt.
o
Miðvikudagur 7. marz 1973.